Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. ágúst 1981 MiOvikudagur 26. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Hér á isiandi er nú staddur danskur myndhöggvari, Tove Ólafsson, sem á margan máta er tengd landi okkar og þjóö. Tove er fædd 5. október 1909 i Kaup mannahöfn. Hún Iauk námi i tré- skuröi 1931 og var I mynd- höggvaradeild Listaháskólans i Kaupmannahöfn 1933—1938. Tove giftist islending, Sigurjóni ólafssyni myndhöggvara, og bjuggu þau I Reykjavík á timabil- inu 1945—1953. Síöan fluttist Tove aftur til Kaupmannahafnar og hefur búiö þar siöan. Nú er þessi merka listakona komin hingaö aftur noröur undir heimskautsbaug eftir 28 ára fjar- veru til þess aö halda sýningu á fáeinum verka sinna i Listmuna- húsinu I Reykjavík. Þvi miöur gerir Tove hér stuttan stans aö þessu sinni, þvi i dag snýr hún aftur til Danmerkur eftir viku dvöl I Reykjavfk. Þó hver stund i lifi þessa sjötiu og eins árs gamla listamanns viröist gullsigildi og timinn naumur til þess aö heilsa vinum út um borg og bl þá lét hún svo litiö aö taka á móti biaöamanni og ljósmyndara Þjóöviljans, þar sem hún var stödd I kaffiboöi hjá Sigriöi ólafsdóttur, fyrrverandi mágkonu sinni, vestur i bæ. Braggalíf Við spurðum Tove fyrst aö þvi hvaö henni hefði fundist um Reykjavik, þegar hún kom hingaö i fyrsta sinn fyrir hartnær fjórum áratugum siöan. Tove: Fyrir striö höföum viö Sigurjón komiö hingaö um nokk- urra ára skeið annað hvert ár og feröast um landiö. Viö fórum á Mývatn og upp um fjöll og firn- indi. Þaö var yndislegt. Svo þegar striöinu lauk ákváö- um við að bregöa undir okkur betri fætinum og setjast hér aö. Viö komum hingað I nóvember- mánuði. bað var hræðilegt. Ég uppgötvaöiað nóvembermánuður á Islandi er sá alversti mánuöur, sem þekkist um heim allan, það var látlaust rok og rigning svo ekki sá út úr augunum. Viö fluttumst inn i kofa úti á Laugarnesi og braggahreysi sem var fjarri þvi aö vera íbúöar- hæft var vinnustofan okkar. Ég ,,Ég hef alltaf þóst greina einhvern kjaran bakviö hismiO” Viðtal við Tove Ólafsson „Þetta gerOi ég fyrir löngu slOan og er kannski ekki þaO versta, sem ég hef gert”. „Svona asnalega má ekki spyrja” ,ÆINS OG DROTTNIN GIN AF SABA” veit aö þú getur ekki imyndað þér hversu kalt var þar ipni á vet- urna. Þarna bjuggum við i átta ár. Fyrstu mánuöirnir voru vægast sagt dapurlegir. Ég fór aldrei af Laugarnesinu og hitti engan utan fjölskyidu Sigurjóns. Svo var það dag nokkurn rétt eftir áramótin, aö Sigurjón fann stóran , sæbar- inn grágrýtisstein niöri viö flæðarmálið og viö fengum hann fluttan uppi braggann. Og ég byrjaði aö höggva og þá gufaöi armæöan upp eins og dögg fyrir sólu. Þannig baröi ég mig út úr leiðindunum og þótti aftur gaman að lifa. tJtkoman var myndastytta sem ég kallaði Laugarnesvenusinn, en heldur þótti ibúum staöarins litiö til hennar koma og voru jafnvel sármóögaöir yfir þvi aö ég skyldi leyfa mér aö kenna ósköpin við Laugarnesiö. Seinna gaf ég bróöur minum styttuna svo Laugarnesvenusinn hafnaði I Kaupmannahöfn. Sama nafla- skoðunin Uppfrá þessu vann ég svo til eingöngu i grágrýti hér á ísiandi og undi mér ágætlega. Ég kynntist ótalmörgum is- lenskum listamönnum. Á þessum árum byrjaöi hreyfing lista- manna sem kallaöi sig Septem og meöal þeirra átti ég marga vini og kunningja. Suma þekkti ég reyndar frá gamalli tiö i Kaup- mannahöfn svo sem Svavar og Þorvald. Ég kenndi líka við myndlistar- skólann i Reykjavik i fimm ár og kynntist þannig mörgu ungu og hæfileikamiklu fólki. Hvort is- lenskir listamenn hafi verið ólikir þeim dönsku? Æ, ég held aö lista- maðurinn sé samur viö sig alis staðar og eigi hvarvetna viö sömu naflaskoöunina aö striöa. Blm: Nú, þegar þú kemur hingaö aftur eftir 28 ára fjarveru, hvernig virkar Reykjavik á þig? Tove: Hún hefur stækkaö hreint ótrúlega. A miövikudaginn var fékk ég aö sjá hana i sparifötun- um. Það var yndislegt veöur og miklu fleira fólk á ferli heldur en hér I eina tið. Siðan ég kom hefur fólk látlaust leitaö mig uppi. Borgin hefur breyst svo mikið, en gömlu vin- irnir sem hafa leitaö til min eru samir viö sig og óbreyttir. Ég held, aö tryggö sér þjóðardyggð meöal Islendinga. Og vinirnir, sem allir komu á sýninguna, tóku mér eins og ég væri drottningin af Saba. Mér leiö eins og ég heföi bara rétt brugðiö mér frá. Efniviðurinn sjálf- ur ræður ferðinni Blm: Hafa einhver ákveðin viö- fangsefni átt öörum fremur greiöan aögang aö listsköpun þinni? Tove: Það er fyrst og fremst fólk, sem mér er hugleikiö, annars er þaö efniviöurinn sjálfur, sem ég vinn úr, er ræöur feröinni. Ég reyni alltaf aö láta upprunalega formiö halda sér, þaö er stemmningin i hlutunum, sem skiptir máli. Hlýja og mannúö eru mikils- veröust, því aö jafn vel þó ekki megi gleyma ógnum liðandi stundar þá eru fallegri hliöar mannlifsins nauösynleg upp- spretta. En ég er einnig mjög upptekin af þvi jaröbundnasta, félagsleg- um veruleika. Svo hef ég ímugust á smörtum hlutum, þeir hafa alltaf yfirboröskennd áhrif á mig. Blm: Hvaöa efniviö likar þér best við? Tove: Aöur fyrr hélt ég mest upp á steininn en nú er hamarinn oröinn of þungur og úthaldið ekki þaö sama og fyrr. Ætli tréö sé mér ekki kærast nú oröiö enda er tréskuröur sú sér- grein, sem ég lærði fyrst. En nú er oröiö svo erfitt aö ná i góöan viö i Danmörku. Annaö hvort er efniö of nýtt eöa þaö er illa til skorið. Þegar öllu er á botninn hvort, þá held ég að ég kunni mest fyrir mér i tréskuröi og ef þú litur grannt á hlutina mina á sýning- unni þá held ég, aö þaö leynist þér ekki aö þar er fagmaður á ferð. Blm: Þú hefur veriö kennd viö danska listamannahreyfingu, sem kallast „Kammeraterna”. Hver er saga hennar? Tove: Viö vorum tiu listamenn, sem tókum aö vinna saman fyrir 45 árum og vildum vinna i þágu sósialisma og betra mannlífs. Ég var eina konan og umleið eini myndhöggvarinn I hópnum. Enn þann dag i dag, þá trúi ég þvi, aö allir listamenn séu eöa ættu að vera einhvers konar sósialistar. Nú er svo komiö, aö ég er ein „Ég held aö enginn meö fullu viti geti leyft sér bjartsýni’\ „.Viltu ekki svolltiö meira kaffi vinurinn?” „Æ, er ekki komiö nóg af þessu ljósmyndaveseni?” eftir af þeim er stofnuðu til þessa samstarfs, þótt hreyfingin lifi ennþá góöu lifi og hafi enn tölu- verö áhrif á danskt listalif. Hvað finnst þér sjálfum um stúlkur? Blm: Hvaö finnst þér um ný- list? Tove (Baöar út höndunum og lyftist upp i stólnum): Svona asnalega má ekki spyrja. Hvaö finnst þér sjálfur um stúlkur? Hvaö finnst þér um fólk? I gær- kveld var ég i húsi með átta öör- um og viö ræddum fagrar og ó- fagrar listir og enginn var sömu skoöunar um hvaö væri list. Ég er á móti öllu isma-tali og ég trúi þvi aö á öllum timum hafi verið til gott og vont I list, þess sama geldur nýlistin svokallaöa. Mér finnst einhvern veginn, að góö list sé sú, sem kemur þvi til leiöar, aö maöur hefur þaö á til- finningunni, að listamaðurinn hafi ekki komist hjá þvi aö skapa það sem hann skapaöi. Blm: Hefuröu fylgst meö starfi ungra listamanna i Danmörku i seinni tiö? Tove: Ég var einu sinni i Akademiuráöinu og þá átti maöur aö sækja sýningar lon og don. I dag fer ég þvi miöur alltof litiö á sýningar annarra listamanna. Þó leyfi ég mér aö segja, aö gegnum allar þær umbreytingar listsköp- unar, sem ég hef verið vitni aö, hef ég alltaf þóst greina kjarna bakviö hismið. Ef þú fengir lifað öðru sinni? Blm: Ef þú fengir lifað lifi þinu ööru sinni helduröu að þú legöir aftur út á listamannsbrautina? Tove (meö leiftrandi augu og breitt bros): Já og aftur já, ég gæti aldrei lifaö ööru lifi. Einu sirtni spuröi ungur maður viö listaakademiuna I Kaup- mannahöfn roskinn kennara sinni i trúnaði, hvort hann héldi aö hann gæti orðið góöur listamaöur. Kennarinn svaraöi: ,,Ef þú heldur aö þú getur oröið eitthvaö annað skaltu snúa þér aö þvi”. Blm: Aö lokum Tove.ert u bjart- sýn eöa svartsýn á framtið manns og heims? Tove: Heiminum er ógnaö úr ótal áttum og heimskingjar halda viða um stjórnartaumana. Ég held aö enginn meö fullu viti geti leyft sér aö vera bjartsýnn á okkar dögum. Hvaö sjálfa mig varöar, þá óttast ég ekki, ég hef runnið mikiö af minu skeiöi. En ég á börn og barnabörn og þeirra vegna óttast ég. Að lokum spuröum viö Tove hvernig sýningin hennar gengi i Listmunahúsinu. Hún sagði okkur, aö allar stytturnar hennar heföu selst upp eins og skot. Þaö kom henni með öllu á óvart og hún var hreint ekki undir það búin að skiljast viö öll verkin svona fyrirvaralaust, „þetta er ekki ólikt þvi að láta frá sér börnin sin”, sagöi hún. „Ég held ég komi viö i galleriinu á morgun áður en ég fer út á flugvöll og kveöji þessa vini mina”. Þýska kirkjan í Hafnarfirði Spurningarmerki gleymdist Slæm mistök urðu við lokafrágang fréttar á baksíðu Þjóðviljans í gær um hugsanlegan fund rústa fyrstu lúthersku kirkjunnar hérlendis. Það yar í engu ætlun blaðamanns að láta líta svo út, að rústirnar væru fundnar, heldur féll niður spurningarmerki í lok aðal- fyrirsagnar, fyrir handvömm við lokavinnslu blaðsins. Saga ,,þýsku kirkjunnar" í Hafnarfirði er forvitnileg á margan hátt og hér verður rif jað upp IítiIsháttar um það sem samtímaheimildir hafa að segja okkur frá ibyggingu kirkjunnar snemma á 16. öld. Kirkjan líklega byggð um 1534 og rifin 1608 samkvæmt konungsboði Koparþak og naglar iyrir 16 mörk 1543 „Ith. noch hebbe ick uth gheven Frerick dem tymmerman vor dat hus tho makkenn,dat in yslant quam in de Hanenforde summa 50 mk”. Svo segir i bræðralagsbók kaupmanna og skip- stjóra i Hamborg sem lögðu stund á íslands- siglingar, en þessi tilvitnun sem er frá 1534 er elsta skriflega heimildin um þá kirkju íslandsfaranna i Hamborg sem þeir reistu á 16. öld i Hafnarfirði. Á næstu siðu reikningsbókarinnar, sem eins og önnur varðveitt skjöl bræðralagsins eru geymd i rikisskjalasafninu i Hamborg, er færð greiðsla handa „smed” fyrir allmörg „par henggen” fyrir „slot” á „Karken in yslant”. Þessar upplýsingar um fyrstu lúthersku kirkjuna á Islandi er aö finna i grein eftir þýska fræöi- manninn Kurt Piper, en Kristján Eldjárn þýddi greinina sem birt- ist i árbók hins islenska fornleifa- félags 1969. t greininni segir aö um stærö og útlit kirkjunnar i Hafnarfiröi verði ekkert sagt meö áreiðan- legri vissu þar eö islenskar heimildir þegi um það efni. Hins vegar er vitaö hve lengi kirkjan stóð og hvers konar hús hún var. Arið 1539 greiöir bræðra- sjóöurinn fyrir 34 borö i kirkju- bygginguna og nagla. 1541 eru keyptar 8 álnir lérefts til bygg- ingarinnar og 1543 var samkvæmt bræðralagsbókinni sett koparþak á kirkjuna, sem kostaöi rúm 16 mörk ásamt nöglum. Þeir kennimenn sem þjónuöu i þýsku kirkjunni I Hafnarfirði komu ár hvert i byrjun kauptiöar og voru i landinu þar til siðustu skip léttu akkerum á haustin. t grein Piper segir m.a.: „Ekkert er vitaö um þau embættisstörf sem þessir embættismenn unnu i Hafnar- firði. Einungis vitum við um predikarann Andreas (Antwan) Hoffmann, að hann jafnaði mis- sætti milli tveggja Hamborgar- kaupmanna áriö 1599. Auk venju- legrar guðsþjónustu fyrir kaup- mennina og skipstjórana og þjónustuliö þeirra, hafa þeir sjálfsagt jarðsungiö þá Þjóðverja sem i Hafnarfirði dóu. Stundum hafa ef til vill einhverjir tslendingar, sem búsettir voru i Hafnarfirði, sótt þessar guös- þjónustur, þvi að þá var engin kirkja i Hafnarfiröi.” Þá eru einnig heimildir fyrir þvi að kirkjan hafi veriö notuö sem samkomuhús eða samninga- salur. Arið 1603 rann út leigumáli Hamborgarkaupmannanna um Hafnarfjarðarhöfn og samtimis tók Danakonungur fyrir tslands- feröir og Islandsverslun Þjóð- verja. t april 1608 gaf Kristján 4. út þá fyrirskipun aö allar bygg- ingar Þjóðverja á tslandi sem stóðu á lóðum konungs eöa kirkju skyldu rifnar. Allar likur benda þvi til þess aö kirkjan hafi veriö Kirkjurústirnar, aö þvl er Capella telur, eru á byggingarlóö nýs Fiskvinnsluskóla, og stutt er i næstu ibúöarhús viö Hólabraut og Asbúðartröö. — Mynd — Keth. rifin samkvæmt konungsboði á þvi ári. t sögu Hafnarfjarðar hallast Sigurður Skúlason aö þvi aö kirkjan hafi staðiö á Óseyri. Gisli Sigurðsson hefur leitt sterk rök aö þvi i grein i Sögu 1961, aö versl- unarstaður Þjóöverja I Hafnar- firði, Fornubúöir, hafi verið á Háagranda innst á Grandanum, utan við ósinn andspænis Óseyri og Flensborg. A þessum stöðum hafa staðarhættir breyst mikið á siðustu öldum vegna sjávar- ágangs og ekki sist vegna hafnar- framkvæmda á fimmta ára- tugnum, en 1943 komu upp mannabein við dýpkunarfram- kvæmdir innst á Grandanum. Eru þau talin koma frá kirkju- garöinum sem fylgdi þýsku kirkjunni. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.