Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.08.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. ágdst 1981 >JóÐVILJINN — SiÐA 7 Meöferöarheimili fyrir einhverf börn er nú f byggingu aö Trönuhólum 1 á vegum rikisins. hiö fyrsta sinnar tegundar á landinu. Væntanlega mun þaö taka til starfa á árinu. Einhverfa bamið og fjölskyldan Erindi Öldu Sveinsdóttur flutt á ráðstefnu um barnið og fjölskylduna A ári fatlaöra hefur veriö mikil umræöa um fötlun, og er þaö vel, þvi brýn naöusyn er aö kynna þessi mál. Þó viröist manni þegar litiö er yfir siöur dagblaöanna aö sýnileg likamleg fötlun hafi mætt meiri skilningi en önnur fötlun, enda er hún oftast mun aug- Ijósari. Hugfötlun eöa geöfötlun er oft ekki jafn vel sýnileg og hefur auk þes i gegnum árin valdiö óhug og jafnvel ótta almennings. Algjör einangrun eöa skyndileg og óvænt viöbrögö hins geöveika hafa alla tiöa veriö mikiö vanda- mál fyrir fjölskyldu hans aö ekki sé talaö um hve litt skiljanleg sú fötlun er almenningi. Lengi vel var taliö aö börn gætu ekki oröiö geöveik enda er þaö mjög sjaldgæft. Ég mun hér reyna aö gera ofurlitla grein fyrir einni tegund barnageöveíki sem er einhverfa og hvernig hún lýsir sér og hvernig þaö er fyrir fjöl- skyldu hins einhverfa aö búa viö þetta vandamál. Einkenni barna- geðveiki Meöal þjóöa á stærö viö Islend- inga fæöast tvö einhverf börn á ári. Þaö sem einkennir þessi börn er ööru fremur djúpstætt getu- leysi til félagslegrar tengsla- myndunar eöa mikil sjálfsein- angrun. Barniö hegöar sér eins og annaö fólk sé ekki til, vill vera I friöi og oft er erfitt aö átta sig á þvi hverju barniö tekur eftir og hverju ekki. Þessi sjálfsein- angrun er ákaflega erfiö fyrir for- eldra, þau ná ekki tjáskiptum eöa sambandi viö börnin og þetta er gerólikt þvi sem fólk á aö venjast i fjölskyldum. Oft er um aö ræöa einkennilega seinkun á máli og málskilningi og um helmingur allra einhverfra barna er mállaus þó ekki sé heyrnarleysi til aö dreifa. Einhverf börn eiga svo til alltaf i erfiöleikum meö aö skilja mælt mál nema þaö sé því ein- faldara og tal þeirra er eintóna og áherslulaust, oft i formi eftir- likinga.eöa bergmálstal. Enn eitt einkenni margra ein- hverfra er aö streitast á móti öllum breytingum i umhverfinu. Barninu liöur illa ef hlutirnir eru ekki á sinum staö og oft ganga þau um heimili sitt og aögæta hvort ekki sé allt I skoröum. Þau eiga þaö lika til aö ganga meö sama hlutinn i hendinni mánuöum eöa árum saman s.s. stækkunargler, ákv. kubb eöa drykkjarkönnu. Þetta hefur þaö oft i för meö sér aö þau geta tak- markaö notaö aöra hendina og getur slikt hamlaö þroska þeirra. önnur einhverf börn geta haft ó- hemjuáhuga á götuheitum, sima- og bilnúmerum eöa bilategundum og nafnnúmerum og sýna þá ótrú- legt minni. Þetta eitt útaf fyrir sig sýnir hve mikill stigs- og getu- munur getur veriö á þeim. Oft eru einhverf börn mjög erfiö hvaö varöar mat og matarvenjur. Vilja kannski aöeins boröa á- kveöna tegund matar og ekki hafa mikiö fyrir þvi. Sumir telja aö áöur fyrr hafi mörg einhverf börn látist úr næringarskorti. Einnig eru svefnvenjur ein- hverfra mjög frábrugönar þvi venjulega. Þau eig þaö til aö vaka góöan part úr nóttu, rugga sér, söngla eöa góla og jafnvel hlaupa Tónskóli Sigursveins 18. árið Nú er aö hefjast 18. starfsár Tónskólans. Hann var fullskipaö- ur sl. vetur og nemendur á sjötta hundraö á öllum stigum náms- skrárinnar. Skólinn hefur frá upphafi tekiö á móti nemendum á öllum aldri og nýlega sett á laggir undirbún- ingsdeild fyrir fulloröna, þar sem byrjendur fá kennslu i nótnalestri og nokkra þjálfun i aö hlusta á tónlist. Þessi deild býr nemendur undir nám i hljóöfæraleik eöa söng og samsvarar þvi forskóla- námi yngri nemenda. ! skólanum gefst nemendum tækifæri á aö vinna saman i sam- spili, hljómsveitarleik og kórsöng og á vegum Tónskólans eru haldnir fjölmargir tónleikar ár hvert. Skólinn starfar ekki aöeins niöri i bæ, viö Hellusund, heldur um. Þaö gefur augaleiö hve erfitt þaö er fyrir foreldra aö fá kannski aldrei fullan nætursvefn til viö- bótar viö önnur frávik þessara bama frá hinu eölilega. Stundum geta einhverf börn veriö árásargjörn og fengið skap- ofasköst og meiöa þá og skemma þaö sem er i umhverfi þeirra. Þau eiga það til aö meiða sig sjálf, bita sig eöa slá höföinu viö. Einnig geta þau oröiö ofsahrædd viö, aö þvi er virðist, venjulega hluti, eins og ryksugur, þvotta- vélar og bónvélar. Hér hefur veriö drepiö á hvernig einhverfa getur lýst sér, en þó er fjarri aö allt sé taliö. Ekki hefur veriö talaö um greindarfarsþáttinn, kennslu- eöa meöferöarþáttinn og er þaö alls ekki svo litill hlutur aö fjalla um. Heldur ekki orsakir sjúkdómsins. Menn hljóta aö sjá aö ekki er litill vandi aö ala upp svona barn og koma þvi til einhvers þroska. Segja má aö ekki sé mögulegt aö annast svona barn i nútimaþjóö- félagi nema til komi meiri háttar sérfræöileg meöferö. Og jafnvel þótt barniö og fjölskylda þess sé svo vel sett aö eiga kost á meö- ferö fylgir þvi oft mikil sektar- kennd og tilfinning um vanhæfni Aðalsetur Tónskóla Sigursveins er viö Hellusund, en skólinn hefur nú fært út kviarnar og i vetur veröur einnig kennt i Breiðholti og Arbæjarhverfi. einnig viö Noröurfell og undirbýr nú kennslu i hinni nýju félagsmið- stöö Arbæinga, Arseli. Innritun og móttaka námsgjalda verður i skólahúsinu við Hellusund 7, seinnipart dags I þessari viku. (Sjá nánar i auglýsingu i blaöinu I dag). og getuleysi aö þurfa á meöferö aölhalda'. En vegna éðfis sjúkdómsins sem er mjög slæm tengsla- myndun er barninu mikilvægt aö rofna ekki úr tengslum viö fjöl- skyldur sinar eigi bati eöa ein- hver framför aö nást. Þess vegna miöast meöferö slikra barna viö þaö aö þau séu i heimahúsum aö einhverjum hluta. Mikið álag á fjölskylduna Ekki þarf aö fjölyröa um þaö hve erfitter að hafa svona barn á venjulegu heimili — hafa ævin- lega einhvern heimilismann upp- tekinn af þvi aö vakta hvaö þaö sé aö gera, hvort þaö fari sér aö voöa eöa hvort þaö sé aö eyöi- leggja eitthvaö i umhverfinu. Heimih og fjölskylda einhverfra barna bera það oft meö sér fram eftir aldri þeirra hversu erfitt þetta starf er. Systkini þeirra taka ýmis á sig óeölilega mikla ábyrgö viö pössun þeirra eöa hafna þeim algjörlega sem ’óalandi skemmdarvörgum eöa furöuverum. Foreldrarnir leggja á sig mikla vinnu viö aö viöhalda jafnvægi I fjölskyldunni A fundi stjórnar Torfusam- takanna þann 11. þessa mánaöar var samþykkt eftirfarandi yfir- lýsing i kjölfar frétta og blaöa- skrifa um málefni Torfusamtak- anna. ,,AÖ undanförnu hefur verið nokkur umræða i f jölmiðlum um endurbyggingu húsa á Bernhöfts- torfu og útitafl fyrir framan þau. Stjórn Torfusamtakanna telur aö sú umræöa hafi á köflum verið litt málefnaleg og blandast nokkuö pólitiskum tilþrifum til að koma höggi á höfuðbaráttumál samtakanna, þ.e. endurbyggingu Bernhöftstorfu. Umræöa um húsvernd og hús- friðun er þörf, en ekki er þó van- þörf á, aö menn kynni sér hvaö Alda Sveinsdóttir: Sjáum tákn um breytta tima fyrir einhverf börn. og stundum þarf aö halda öllu i járngreipum til þess aö ekki fari allt úr böndum. Þetta er þó allt mögulegt meðan heilsan er i lagi og hægt aö sjá framfarir hjá barninu. En hversu lengi heldur fólk lik- amlegri og andlegri heilsu viö þetta álag? A flestum heimilum vinna báöir foreldrar utan heimilis, auk þeirra foreldra sem eru einstæöir og eina fyrirvinna heimilisins. Barniö kemur heim á kvöldin eða um helgar, á þeim tima sem fjölskyldan hvilist og byggir sig upp fyrir næstu vinnu- um er að ræða hverju sinni, áöur en til fjölmiðla er gripið. Stjórnin vill þvi i kjölfar þessarar umræðu taka eftirfar- andi fram: 1) Af hálfu Torfusamtakanna hefur stjórn þeirra yfirumsjón og eftirlit með endurbyggingu og rekstri húsa á Bernhöftstorfu. 2) 011 hús á Bernhöftstorfu, sem og Stjórnarráðshúsið og Mennta- skólinn i Reykjavik, eru friðuð i B-flokki og hefur verið haft fullt samstarf viö Húsfriðunarnefnd um útfærslu teikninga, þannig aö vangaveltur um lögbrot af hálfu þessara aðila veröur að visa til föðurhúsanna. 3) Um tilvist útitafls hefur margsinnis verið fjallað i stjórn ÍD mroskahjálp viku. Þaö hlýtur að vera augljóst aö þetta er timinn sem barniö tekur mest af orku foreldra sinna. Þarna væri ef til vill möguleiki á aö fá þjónustu inn á heimilin til aö létta á mestu álagspunktunum. Sjálf þekki ég þetta af eigin raun og er þaö ótrúlega mikill léttir aö fá manneskju, sem þá er meö- feröaraöili og þekkir barniö, til aö taka þaö meö sér út tlma af deginum eöa vera meö þaö inni á heimilinu. Þá er hægt ab spjalla um hvaöa getu barniö sýnir viö mismunandi aöstæöur og hvort barnið sýnir annars konar getu heima, auk þess sem þaö fólk sem vinnur saman aö framgangi barnsins nær aö kynnast á annan hátt. Stundum er þaö svo aö for- eldrar geta aldrei fariö út saman á kvöldin og afþreying þeirra veröur ólik þvi sem gerist I fjöl- skyldum. Foreldrar þurfa lika aö leggja á sig mikla aukna vinnu sem þrýstihópur sem styöur og verndar þessi börn til þess aö þau fái viðunandi meðferð. Hvar er þiónustu að fá ? Hér á Reykjavikursvæöinu er möguleiki aö koma þeim I meö- ferö á barnageödeildinni viö Dal- braut eöa i Kjarvalshúsi viö Sæ- braut á Seltjarnarnesi. Dag- heimiliö Lyngás hefur um nokkurn tima haft tvö slik börn innan sinna vébanda og öskju- hliöarskóli hefur einnig veitt nokkrum einstaklingum þjónustu. A vistheimilum van- gefinna s.s. Skálatúni i Mosfells- sveit, Sólheimum I Grimsnesi og Kópavogshæli hafa nokkur fengiö athvarf. Siðast töldu stofnanirnar eru sniönar viö þarfir vangefinna og hafa takmarkaöa möguleika á aö veita einhverfum viöunandi meöferö og þjónustu. Meðferðarheimili í byggingu Umsjónarfélag einhverfra barna hefur nú siöast liöin f jögur ár unniö aö brýnasta nauösynja- máli félagsins, en þaö er bygging meöferöarheimilis, meö þaö aö megintilgangi aö einhverf börn og unglingar fái örugglega meöferö. Afraksturinn af þessu starfi er nú aö koma I ljós sem er meö- feröarheimili sem rikiö hefur fest kaup á aö Trönuhólum 1 i Breið- holti og bætir Ur brýnustu þörfum einhverfa barana og fjölskyldna þeirra. Einungis 8 börn geta komist aö á þessu fyrsta heimili sinnar tegundar á íslandi og er ennþá mikið óunniö verk fram- undan að koma þessum málum i viðunandi horf. Við foreldrar f Umsjónarfélagi einhverfra barna litum á þetta meöferöarheimili sem tákn um breytta tima einhverfum börnum til handa og er þaö ljósasta von okkar á þessu ári fatlaöra. samtakanna og á félagsfundum. Verður þvi að teljast nokkuö hlá- legt að tala um einstaklingshags- muni i þeim efnum. 4) Hvergi er um boðun félags- funda fjallað i lögum Torfusam- takanna. Greint var frá þeim fundi er haldinn var þann 28. júli s.l. með 6 daga fyrirvara i fjöl- miðlum og hann siðan auglýstur þrisvar i útvarpi, þannig að fundarboðun verður að teljast eðlileg. 5) öllum félagsmönnum Torfu- samtakanna hlýtur að teljast heimilt að taka til máls á fundum þeirra og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu, án tillits til þess hvort þeir gegni einhverri opinberri trúnaðarstöðu eöa ekki.” Yfirlýsing frá stjórn Torfusamtakanna: Lítt málefnaleg umræða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.