Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin Miljarður í aukafjárveitingar? Aukafjárveitingar Alberts á þessufjárlagaári taldará bilinu 800 til 1000 miljónir króna. Mikil leynd yfir málinu íkerfinu. „Hann hefur dreiftfé einsog jólasveinninnu. Ekki staðið við nein loforð eða yfirlýsingar Aukafjárveitingar Alberts Guðmundssonar eru taldar nema allt að einum miljarði króna á þessu ári, en mikil leynd hvflir yfir þessu máli í „kerfinu“. Þegar Albert Guðmundsson mælti fyrir fjárlögunum í fyrra kvaðst hann ætla að koma í veg fyrir aukafjárveitingar, og Sjálf- stæðisflokkurinn allur kvaðst ekki þola það ráðslag, að fjár- magni væri veitt úr ríkissjóði. Stór hluti þessara aukafjár- veitinga mun að vísu vera til kom- inn vegna launahækkana umfram það sem spáð var - sem og vegna launaskriðs í ríkiskerfinu. „Albert hefur ekki látið þar við sitja, að fylgja eftir þróun á launamarkaði, þarsem það hent- ar þeim, heldur hefur hann dreift fé ríkisins einsog jólasveinn í alls kyns hiuti, sem þegar var búið að skammta fjármagni til,“ sagði einn heimildarmanna Þjóðvilj- ans. Þá hefur aukafjármagni ver- ið veitt til Þjóðarbókhlöðu og Kvikmyndasjóðs, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hafnaði við af- greiðslu fjárlaga, þegar t.d. þing- menn Alþýðubandalagsins lögðu til hærri framlög. Þjóðviljinn hefur fregnað að innan fjárveitinganefndar gæti mikillar óánægju með starfshætti fjármálaráðherrans, - og hefur ráðslagið m.a. bitnað á formanni nefndarinnar, Pálma Jónssyni. Ráðherrann hafði einnig heitið því að hafa reglulega samband við stjórnarandstöðuna, en ekki staðið við það fremur en að hafa samráð fyrir fjárveitinganefnd. „Við áttum svosem ekki von á öðru,“ sagði talsmaður stjórnar- andstöðuflokks í samtali við Þjóðviljann í gær. Innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs ríkir og mikil óánægja með Trúarofstœki Söfnuður þurrkaður út Manila — Sextíu manna trúarsöfn- uður sem hélt til í fjallaþorpi á Filippseyjum þurrkaðist út eftir að Ieiðtogi safnaðarins hafði neytt fólkið til að éta hafragraut sem hann hafði eldaö. Hafði leiðtoginn lokið við kokkaríið með því að sulla út í grautinn vænum skammti af skordýraeitri. Æðstipresturinn tók þátt í þessu hópsjálfsvígi og lést með þegnum sínum. -ÞH/reuter vinnubrögð ráðherrans og kvaðst einn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins telja að hækkun tekj- uskattana í fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hygðist leggja fram í þingbyrjun vera enda- púnkturinn fyrir marga innan flokksins. Albert hefði haft svo hátt um að ekki mætti hækka skatta, að nú tryði honum enginn lengur. Sami þingmaður kvaðst telja trúlegra að aukafjárveiting- arnar næmu ekki „nema“ um 800 miljónum króna. -óg/gg Olía í jörð? Starfsmaður RARÍK á Egilsstöðum telur sig hafa fundið merki um olíu á Lónsöræfum. Vísindamenn kanna málið. Ljósm. H.B. Lónsörœfi Olía finnst Björn Ingvarsson: Enginn vafi á aðþetta er olía. Helgi Bragason: Mjögforvitnilegt. Erfitt að fullyrða á þessustigi finnst“, sagði Björn. að er enginn vafi á því að þetta er olía, spurningin er aðeins sú hvort þetta er eitthvert magn og hvernig þetta er tilkomið.“ Svo segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Rarik á Egilsstöð- um, en hann er einn þeirra sem fann vott af olíu í hraunfyllingum í bergi á Lónsöræfum upp af Hoffellsdal. Við vorum nokkrir saman í gönguferð þarna á öræfunum í náttúruskoðun, höfðum gengið upp af Hoffellsdalnum. Við ætl- uðum okkur að skoða steina og annað forvitnilegt á þessu svæði. Nú, við vorum að höggva þarna í berg með ísöxum. Það myndast stundum n.k. kúlur með þunnri krystalsskurn, svipuð og í eggjum og þegar höggvið var í þetta spratt fram þessi vökvi sem líktist olíu. Sjálfsagt hefðum við aldrei fundið þetta ef við hefðum ekki verið að höggva í þessar hraun- fyllingar. Það er auðvitað mjög takmarkað magn íþessumholu- fyllingum, sjálfsagt hefur þessi olía einhvern tíma þrýst upp ein- hverjar sprungur í hrauninu og situr síðan eftir. Það var sent sýni af þessu til Reykjavíkur á Náttúr- ufræðistofnun til rannsóknar. Þetta hefur nú legið þar í nokk- urn tíma, það var hlegið að þessu í fyrstu, tekið sem einhverjum brandara. Nú er í það minnsta komin upp einhver forvitni í mönnum og jarðvísindamenn eru að rannsaka þetta. Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur út úr þessum rannsóknum á því sem þarna Þjóðviljinn hafði samband við Helga Bragason en hann tók sýni úr berginu. Hann sagðist ekki geta fullyrt um það hvað þarna væri en vissulega væri þetta for- vitnilegt. Helgi hafði farið þarna upp eftir og tekið sýni og hann sagði að þetta væri kvoðukennd- ur vökvi sem vel gæti verið ein- hvers konar olía, en það væri erf- itt að fullyrða nokkuð um það á þessu stigi málsins. Hann sagði einnig að það yrði að fara mjög varlega um þetta svæði, það væri viðkvæmt fyrir átroðningi. Sveinn Jakobsson, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun er þessa dagana að rannsaka þetta mál. Þjóðviljanum tókst ekki að ná sambandi við hann í gær. 1H FISKELPI UM HELGINA GLÆTAN BORGARMÁL Ásta Sigurðardóttir Ásta Sigurðardóttir Fimm smá- sögur finnast Handrit afáður óþekkt- um smásögum og Ijóðum Ástu Sigurðardóttur finnastí Landsbókasafni. Mál og menning gefur út heildarverk Ástu Sigurðardóttur Við fengum afhenta þrjá kassa sem höfðu að geyma efni sem Ásta hafði látið eftir sig, bréf og ýmislegt annað. En í þessum kössum fundum við handrit af 5 smásögum og nokkrum Ijóðum sem ekki hafa birst áður,“ sagði Silja Aðalsteinsdóttir, um það efni sem starfsfólk Máls og menningar fann á Landsbókasafni og er úr fórum Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. „Bók Ástu Sigurðardóttur, Sunnudagskvöld til mánudags- morguns, sem kom út 1961 er löngu uppseld og Mál og menning ætlar nú að endurútgefa hana og frumútgefa 5 nýfundnar smásögur og nokkur ljóð“, sagði Silja. „Þeta eru satt að segja mikil bókmenntaleg tíðindi vegna þess að Ásta Sigurðardóttir er einn af merkustu höfundum sem komu fram um 1950. Það er lítið til eftir hana á prenti og það má segja að þó að ekki hefði fundist nema ein smásaga eftir hana væru það tíðindi. Því er þessi fundur stórmerkilegur. Ásta kom ung stúlka til Reykjavíkur úr mjög af- skekktri sveit. Þegar hún kemur til Reykjavíkur upplifir hún Reykjavík á svipaðan hátt og við mundum upplifa New York. Þessi lágu hús í Reykjavík verða fyrir henni eins og björg, bergmálið kastast milli bjarganna, segir hún. Hún er að upplifa miklu meiri firringu og mannfjandskap heldur en var kannski algengt á þeim árum. Þetta er hins vegar upplifun sem við könnumst frekar við í Reykjavík dagsins í dag. Að þessu leyti má segja að hún sé mjög nútímaleg og höfði til okkar í dag,“ sagði Silja. I.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.