Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 5
BORGARMÁL Hvert stórmálið á fætur öðru hefur komið upp á vettvangi borgarstjórnar í sumar; sameining BÚR og Isbjarnarins, nýtt skipulag við Skúlagötu, útboð á heilsugæslu í borg- inni og neyðarástand í dagvistarmálum borgarbúa svo eitthvað sór nefnt. Nú er að hefjast síðasta lota yfirstand- andi kjörtímabils þvi í gærkvöldi varfyrsti borgarstjórnar- fundur vetrarins haldinn og komu þessi mál þar mjög við sögu. Við gengum á fund þriggja af borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins og lögðum fyrir þá nokkrar spuming- ar. B ÚR/ísbjöminn Hagsmunir borgarbúa fyrir borð bomir Sigurjón Pétursson: Sameiningarhugmyndin miðar ekki að öðru en skipulögðum samdrœtti í fiskvinnslu í Reykjavík essi hugmynd Qialdsins í borg- arstjórn um sameiningu BÚR og ísbjarnarins er að minu mati ekkert annað en skipulagður samdráttur á fískvinnslu í Reykjavík. Það er svo fjarri því að þetta muni leiða til þess að fískvinnsla hér muni eflast, sagði Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það hefur legið í loftinu allt frá því að þessi meirihluti tók við völdum í Reykjavík að leggja Bæjarútgerðina niður, burt séð frá því hvemig borgin mun koma út úr því dæmi. Það sem nú er verið að gera er það sem trúar- setningar frjálshyggjumanna boða og þá skiptir ekki máli hvað skynsemin segir £ því sambandi. Það lá ekki ljóst fyrir með hvaða hætti þetta ætti að gerast fyrr en Davíð tjáði okkur í bréfi að við- ræður væm famar í gang um sam- einingu Bæjarútgerðarinnar og ísbjamarins nú í sumar.“ Hverjir eru hagsmunir borgar- innar í þessu máli? „Þeir em alls engir, en eigend- ur ísbjamarins sjá sér auðvitað hag í því að sameina þessi fyrir- tæki í eitt. Þeir eiga í gífurlegum greiðsluerfiðieikum og í heildina er ísbjöminn mun verr rekinn heldur en Bæjarútgerðin. Það er vilji bæði þeirra og íhaldsins í Reykjavík að eigendur ísbjamar- ins muni njóta sameiningarinnar sem best og það verður allt gert, rétt sem rangt, til að svo muni verða. En hagsmunir borgarinn- ar verða gjörsamlega fyrir borð bomir. Með sameiningu mun borgin væntanlega afsala sér yfir- ráðarétti yfir fyrirtækinu og stofnað verður nýtt fyrirtæki. Ef rekstrargmndvöllur útgerðarinn- ar verður óbreyttur munu þessir einkaaðilar gefst upp innan skamms tíma og þá verður starf- semin einfaldlega lögð niður samkvæmt lögmálum einkafram- taksins. Og þar með hverfur mikilvægt atvinnufyrirtæki úr borginni, sem er auðvitað mjög alvarlegt mál. Verði rekstrar- gmndvöllur aftur á móti lagaður og fyrirtækið ber sig mun það ekki koma í vasa borgarbúa held- ur þeirra sem nú reka ísbjöminn. Hagsmunir Reykjavíkurborgar eru þarna hvergi sýnilegir.“ Vinnubrögð borgarstjóra i þessu máli hafa verið harðlega gagnrýnd. Hvað viitu segja um það? „Vinnubrögð borgarstjóra em vítaverð. Hann gerir þetta nánast án þess að hafa samráð við nokk- um mann, hvorki úr minnihluta né meðal hans eigin skoðana- Sigurjón Pétursson. bræðra og hagar sér eins og hann eigi þessa borg einn og sér. Við í minnihlutanum fengum ekkert að vita fyrr en viðræður voru hafnar. Síðan hefur okkur orðið ljóst að þessi nefnd hefur fengið það verkefni að sýna fram á hag- kvæmni sameiningar en ekki að kanna hvort hún muni leiða af sér hagkvæmni £ rekstri. Það er sem sé verið að stefna að ákveðnum niðurstöðum sem munu þjóna hagsmunum ákveðinna einstak- linga. En þessar niðurstöðúr eru enn ekki ljósar þannig að form- lega er þetta ekki komið á á- 7. Júnl, 1985. 2or,;aiotj6rlnii I acykjavlk, llr. únviS OddMon, tu'turrtn-tt l', Kr. bor*nr«tj6rt, k fundl atj&mar KlrkJuMnda h.f. hlnn 5. Júnt vnr CcrB •ftlrfnrnndt nonþykkti " Utjörnln nnnþykklr «6 l»lt* aftlr þvt viB borgtur- yfirvbld { Heykjnvík »8 nthugnö varfii, hvort Kirkjuauudur ..f. r*tt orBið a&tll nB þalrri konnun, «• nú f«r frnoi, nb uiAur •B eudurnkirulngnlngu og «fllncu A ótgorfi og flckvlnnnlu 1 icykjnvlk. Falur atjórnin forMuuá og frm»Itwdnntjéro uB Komn þennua tilalua i fraafwi og annnat fraagnng aAluinn •f un olikt vorfiur nfi rafin." Tll aS g*r« Htllnhittnr frokJirl gr«ln fyrlr þnawu-i aan- þykkt aknl •ftlrfarandl taklfi fraai I. Klrkjuaandur h.f. rakur flakvlnnalu «n anga algin út- garð og hcfur Att vlfi afi «tja vandaail 1 hriafnlabflun. J. Ahugl okkar balnlat þvl fyrat og fraaat afi þitttöku l útgcrfi, aoo gntl atu&lafi afi aalra og Jafnara hricfnl til vlnnalu. t. Við aunua b6 v«r« til viðtaln ua iv«rt þnfi onantarí vifi afira aðlla, aon. gati þj&nnfi aaoalginlagun haga- 4. Allar upplýaangar ua atbfiu fyrirtakia okkar »unu fúa- lrga litnar 1 t&, a& þ«aa 6ak*S 1 aaabandl vlfi ofan- grali.t aál. r*aeue tllralua ar hír»*ð kocifi A fraafMri t von ua afi bau vrrfil tektn tll vinoanlagrar athugunar. Virðinca-Þyllet, f.h, Klrkjuaanda k.f. KlkharMJ6r.neon, VilhjAlaur Arnaaon hfl. f.-aukv. etjórl. fomafiur. Bréf forráðamanna Kirkjusands frá í sumar. Davíð ætlaði þvf hvergi að koma fram. kvarðanastig. Það eru enn nefn- dir að störfum í þessu máli. Síðan má nefna þetta fræga bréf sem forráðamenn Kirkjusands sendu borgarstjóra og hann sá sér sóma í að stinga undan. Það er gott dæmi um þau gerræðislegu vinn- ubrögð sem Davíð beitir í flestum málum,“ sagði Sigurjón að lok- um. gg Heilsugœslan Frjálshyggjuhugmyndin ólögleg Adda Bára: Einstaklingar gœtu aðeins veitt lakari og minni þjónustu en nú er veitt Tillaga um aö bjóða út rekstur heilsugæslustöðvar við Dráp- uhlíð kemur frá formanni heilbrigðisráðs og var samþykkt í ráðinu en hún er bara ófram- kvæmanleg þar sem hún ekki stenst fyrir lögum. Auk þess er hún fáránleg að öllu öðru leyti, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir í samtali við Þjóðviljann í gær. efasemdir um að þetta sé besta fyrirkomulag sem hugsanlegt er á heilsugæslu í borginni og það var lengi sérstakt kappsmál lækna að koma þessu kerfi á. En þessar hugmyndir frjálshyggjuliðsins stefna að því að koma á algjöru skipulagsleysi í þessum efnum. Þetta er liður í þeirri frjálshyggju- sókn sem miðar að því og trúir að ríkið eigi ekki að koma nálægt neinu slíku og ef þessar hug- myndir komast í framkvæmd verður að velferðarkerfi sem ver- ið er að byggja upp rústað. Þessar hugmyndir eru mann- fjandsamlegar, en aðalatriðið í þessu núna er að þær eru út í hött þar sem þær standast ekki í lögum,“ sagði Adda Bára. Adda Bára Sigfúsdóttir. gg Dagvistun „Málið er það að frjálshyggju- trúin segir ákveðnu fólki að allt skuli rekið af einkaaðilum, heilsugæsla jafnt sem annað. En heilsugæsla er þess eðlis, að öllum almenningi er best borgið sé þessi þjónusta rekin af hinu opinbera og sé þar með örugg og hagkvæm. Það yrðu mörg stór skref aftur á bak í þróuninni ef það yrði lagt í vald einstaklinga hvemig þetta er rekið. Það hefiír enginn sýnt mér fram á að til séu ódýrari aðferðir við að veita þessa þjónustu en nú er gert á heilsugæslustöðvum. Ég á ekki von á að heildarkostnaður við reksturinn muni minnka við að leggja þetta í hendur einstak- lingum. Það er bundið í lögum hvað hverjum einstaklingi ber að greiða fyrir þessa þjónustu og með því verðlagi gætu einstak- lingar bara veitt lakari og minni þjónustu en nú er gert. Nema yfirvöld sjái ástæðu til að hækka verðið og borga þessum mönnum jafnframt úr sjóðum almenn- ings.“ Hvernig ber að hátta þessari þjónustu? „Gildandi heilbrigðislög gera ráð fyrir því að borginni verði skipt upp í heilsugæsluhverfi. Læknar og hjúkmnarlið hverrar stöðvar eiga að sinna þeim sem þangað leita, annast heimahjúkr- un, vaktþjónustu og reglubundna heilsuvemd. Ég hef ekki neinar Astandið aldrei verið verra Guðrún Agústsdóttir: Meirihlutinn hefur neitað að horfast í augu við vandann að var séð fyrir strax í vor að ástandið í dagvistarmálum yrði slæmt í haust og minnihlut- inn í borgarstjórn kom þá fram með tillögu um að sett yrði á lagg- irnar nefnd til að fjalla um þessi mál, en meirihlutinn felldi hana. Síðan hefur dýrmætur tími farið til ónýtis vegna þess að íhaldið neitaði að horfast í augu við vand- ann, sagði Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Það er verulegur skortur á bæði faglærðu og ófaglærðu starfsfólki á dagvistarstofnanir í Reykjavík og í fyrsta sinn í sög- unni gerðist það nú í haust að ekki var hægt að opna allar deildir á þessum stofnunum. í dag er búið að opna allar deildir og má segja að búið sé að ráða í flestar stöður, en það er mikið um skammtímaráðningar. Fólk sækir um og fer inn, en sér í hendi sér að vinnuálagið er gífurlega mikið og hættir fljótlega aftur. Þetta er það sem er að gerast núna. Ástandið hefur aldrei verið verra í þessum málum en einmitt nú.“ Hverjar eru meginástæður þess að ekki fæst fólk til að vinna þessi störf? „Lág laun eru stærsti orsaka- valdurinn og ástæðan fyrir því að ástandið er svo slæmt sem raun ber vitni. Það eru örugglega margar lærðar fóstrur í öðrum störfum en þessu vegna þess hve launin eru lág. Og þetta á eftir að versna enn ef ekki verður gripið í taumana. Nemendum hefur t.d. fækkað verulega í Fósturskólan- um sem eðlilegt er. Fólk bara leggur ekki út í langt og strangt nám meðan launin eru svona lág. Vinnuálag er einnig stór hluti af skýringunni. Þetta er kvennastétt og það eru ekki allar konur sem ráða við að vinna undir svona miklu álagi meðfram húsmóður- starfinu, og þá leita þær að sjálf- sögðu í önnur störf.“ Hefur ekkert verið gert til að leysa þennan vanda? „Það var ekkert gert fyrr en í þessari viku, að haldinn var ein- hvers konar samráðsfundur á vegum stjórnarnefndar dagvist- unar. Þar voru kallaðir til fundar formaður Fóstrufélagsins, for- Guðrún Ágústsdóttir. maður Sóknar, skólastjóri Fóst- urskólans og starfsmannastjóri borgarinnar. Engin ákvörðun var tekin á fundinum, en einhverjar nefndir voru skipaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem komið hefur verið til móts við starfsfólkið að ítrek- aðri ósk minnihlutans. En starfs- fólk hefur að mínu viti verið gætt aðdáunarverðri þolinmæði í þessu og er allt af vilja gert til að leysa þessi mál.“ Þú fluttir nýlega tiliögu um það f félagsmálaráði að yfírvinnuþaki forstöðumanna yrði aflétt. Hvað hefur orðið af þeirri tillögu? „Hún var ekki samþykkt í fé- lagsmálaráði en er þó ekki úr sög- unni. Eins og fyrirkomulagið er í dag vinna forstöðumenn dagvist- arstofnana mun meira en þeir fá borgað fyrir og tillaga mín miðar að því að þeim verði greitt fyrir þeirra vinnu. Þetta verður að lag- færa með einhverjum hætti. Þetta hangir allt í lausu lofti, það hefur í rauninni ekkert verið gert og borgarstjórnarmeiri- hlutinn er þannig saman settur að ég á ekki von á að það verði tekin nein ákvörðun fyrr en borgar- stjóri kemur aftur frá útlöndum. En það er ljóst að finna verður skjóta og hagkvæma lausn á þess- um vanda og við megum ekki gleyma hverjir eru í raun þol- endur þessa áhugaleysis íhalds- ins, bömin. Það eru fyrst og fremst þau sem verða illa úti,“ sagði Guðrún. -gg Föstudagur 20. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.