Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. FöstudaQur 20. september 1985 216. tðlublað 50. örgangur DJ0ÐV1UENN Frjálshyggja Aðför gerð að heilsugæslu Adda Bára Sigfúsdóttir: Hugmy.ndfrjálshyggjuliðsins um útboð heilsugœslu er ólögleg ogþar með óframkvœmanleg. Heilbrigðisráðið hljóp á sig. Fyrsti borgarstjórnarfundur vetrarins stóðfram á nótt Sjá á bls. 5 Hernaðarbandalög r Eg lít á þetta sem aðför frjáls- hyggjunnar að heilsugæslunni í Reykjavík og henni verður að vetranns var tekin til umræðu til- laga sem Katrín Fjeldsted kom með á fundi heilbrigðisráðs borg- arinnar 13. september sl. um að bjóða út rekstur heilsugæslu- stöðvarinnar við Drápuhlíð 14. Borgarráð hafði áður frestað um- ræðu urn málið. Fulltrúar minni- hlutans í borgarstjórn lögðu fram svohljóðandi tillögu í máli þessu, þar sem leið Katrínar er ófær sámkvæmt heilbrigðislögum: „Borgarstjórn samþykkir að ítreka umsókn um starfsleyfi fyrir heilsugæslustöð í Drápuhlíð, og fer þess á leit við heilbrigðisráð- herra, að stöður heilsugæslu- lækna og hjúkrunarfræðinga við stöðina verði auglýstar hið fyrsta." Tillagan hafði ekki kom- ið til afgreiðslu þegar blaðið fór í prentun en umræður um málið voru fjörugar. „Það sem skeð hefur í þessu máli er að heilbrigðisráð hefur hlaupið á sig með samþykkt þess- arar tillögu Katrínar. Meirihluti ráðsins hefur ekki áttað sig á því að þetta er ólöglegt. Það er skýrt tekið fram í lögum um heilbrigð- isþjónustu að gert er. ráð fyrir því að heilsugæslustöðvar séu byggð- ar og reknar sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. Þetta hefur m.a. Björn Friðfinnson forstöðu- maður lögfræði- og stjórnsýslu- deildar borgarinnar upplýst við borgarritara," sagði Adda Bára. Talsverðar umræður urðu í gær um fyrirhugaðan samruna Bæjar- útgerðinnar og ísbjarnarins án þess að nokkur niðurstaða feng- ist. Borgarstjóri var ekki við- staddur umræðuna þar sem hann er erlendis, en einkum var deilt á hans framgöngu í þessu máli. Da- gvistunarmál fengu einnig nokkra umfjöllun, en um mið- næturbil var enn ekki komið að umræðum um Skúlagötuskipu- lagið og var búist við að umræður stæðu fram á nótt. gg Þjóðviljabikarinn eftirsótti í drengjaflokki Taflfélags Reykjavíkur verður áfram í varðveislu Hannesr H. Stefánssonar en hann bar sigurorð af félaga sínum Þresti Árnasyni í einvígisskák. Ljósm. Sig. Skák Hannes hreppti Þjóðviljabikar Hannes H. Stefánsson varð ís- vann því til varðveislu Þjóðvilja- Stóð keppnin 13.-15. september í D. Sigfússon TR, fjórða sætið landsmeistari I drengjaflokki í bikarinn 1985. Félagsheimili Taflfélags Reykja- hreppti Birgir Örn Birgisson TR skák annað árið í röð, en keppt Að sögn Ólafs H. Ólafssonar víkur að Grensásvegi 44-46. og 5.-6. sæti hrepptu þeir Sæberg var til úrslita í fyrradag. Háði skákstjóra kepptu 42 strákar um í þriðja sæti keppninnar um Sigurðsson TR og Kristján Krist- hann einvígi við Þröst Árnason og titilinn, samtals í 9 umferðum. Þjóðviljabikarinn varð Sigurður jánsson UMFB. -v. hrinda. Þar að auki er þessi hug- mynd Katrínar Fjeldsted for- manns heilbrigðisráðs um útboð á heilsugæslunni ólögleg og ég sé ekki hvernig hún á að framkvæm- ast, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í samtali við Þjóðviljann í gær. Á fyrsta borgarstjórnarfundi Suðurnes Uppboðsbeiðnir hrúgast upp Jón Eysteinssonfógeti: Mun verra ástand en verið hefur. Útgerðarfyrirtœki, verslanir og íbúðarhúsnœði á nauðungaruppboðum. Sé ekki að ástandið sé neitt að skána Fjárhagsstaða fyrirtækja í sjáv- arútvegi og verslun á Suður- nesjum hefur sjaldan eða aldrei verið eins slæm og nú og uppboðs- beiðnir eru farnar að hrúgast upp á borðum bæjarfógetans í Kefla- vík. „Þetta er mun verra en hefur verið. Ég sé ekki að ástandið sé neitt að skána. Vanskil minnka ekkert og uppboðsbeiðnum fer fjölgandi. Það er mikið beðið um uppboð á ýmsum eignum, fisk- verkunarhúsum og öðru slíku, verslanir og íbúðir eru einnig innanum," sagði Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík og sýslu- maður í Gullbringusýslu í samtali við Þjóðviljann í gær. í fyrradag bauð fógeti upp allar eignir útgerðarfélagsins Heimis h/f í Keflavík, fiskverkunarhús og fiskiskipið Heiga S. Kröfur í þrot- abúið námu 235 miljónum en eignirnar voru slegnar á 80 milj- ónir. Heildverslunin Triton bauð 61.5 miljón í skipið og Lands- bankinn 19 miljónir í aðrar eignir fyrirtækisins. Þetta er stærsta gjaldþrotamál sem komið hefur upp á Suðurnesjum í langan tíma og er ljóst að fyrrum eigendur fyrirtækisins munu tapa öllum sínum eigum. Annað stórgjaldþrotamál er nú til meðferðar hjá fógeta en það er gjaldþrot stórverslunar- innar Víkurbæjar. Sagði Jón Eysteinsson í gær að unnið væri í því rnáli og nauðungaruppboð á eigum fyrirtækisins færi líklega fram í nóvember. Ástandið væri áberandi slæmt, einkum hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- um og einnig væru erfiðleikar hjá sumum verslunarfyrirtækjum. -Ig. Geir forseti NATÓ Geir Hallgrímsson tók í gær við stöðu „heiðursforseta“ Nató. Áður gegndi Hans Ditrich Gens- her utanríkisráðherra V- Þýskalands þessari stöðu. Geir mun verða „heiðursforseti" um eins árs skeið. Strætó Albert «11 lækka fargjöld Eg mælist til þess að tillaga Guðrúnar um mánað- arkort fyrir framhaldsskólanemendur i strætis- vagna verði athuguð alvarlega. Það er örugglega hægt að finna fé hjá öðrum þjónustustofnunum borgarinnar til að fylla upp þann tekjumissi sem SVR yrði fyrir vegna þessa, sagði Albert Guð- mundsson borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í gær. Albert lét þessi ummæli falla þegar tillaga Guð- rúnar Ágústsdóttur um að stjórn SVR hefði sölu á mánaðarkortum til framhaldsskólanema í Reykja- vík kom til umræðu. í tillögu Guðrúnar er gert ráð fyrir að kortið kosti andvirði 20 fullorðinsfargjalda og myndi það þýða verulegan afslátt. Guðrún hafði áður borið þessa tillögu upp á stjórnarfundi SVR en þar hefur hún enn ekki verið afgreidd. Albert sagði jafnframt í gærkvöldi, að Rafmagns- veita Reykjavíkur skilaði slíkum hagnaði að ekki væri víst að hann væri réttlætanlegur. Benti hann á, að t.d. þar væri hægt að sækja fé til að lækka verð á þjónustu SVR. Albert sat hjá í atkvæðagreiðslu um hækkun fargjalda SVR í gærkvöldi. gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.