Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 17
Námskeið Grímugerð og siálfskoðun Helgina 20.-23. sept. verður haldið helgarnámskeið með breska ráðgjafanum Dale Flet- cher. Helgarnámskeiðið nefnist „Grímugerð og sjálfskoðun“ og kennir aðferðir sem miða að því að vcita bældum tilfinningum jákvæða útrás, auka sjálftraust og bæta tjáskipti. í námskeiðinu býr þátttakand- inn til eigin grímur úr handhægu efni sem notaðar eru sfðan til þess að tjá og kanna ólíka fleti per- sónuleikans. Með grímugerð og leikrænni tjáningu er hægt að skoða sjálfan sig út frá nýjum sjónarhól. Á þann hátt öðlast þátttakandinn þekkingu á eigin skapgerð og um leið tækifæri til þess að breyta sjálfum sér. Með beitingu sinnar persónulegu grímu er hægt að endurlifa at- burði úr bernsku og skoðaþannig fyrri reynslu í nýju ljósi. A sama hátt er hægt að nota grímur ann- arra og læra þannig nýja hegðun- armöguleika. Grímugerð er ótrúlega öflug og spennandi sálvaxtaraðferð sem nýtur sín vel í litlum hópi fólks sem vill tjá sig af alúð og hreinskilni og hlusta og horfa á aðra gera það sama. Dale Fletcher er ráðgjafi, myndhöggvari og skáld. Hann hefur fjölbreyttan lífsferil að baki. Sjö ára vinna í samfélags- lækningum leiddi hann að þróun sálvaxtaraðferðar sem byggir á myndlist og vinnur með tjáskipti og kynferðismál. Hann starfar sem listamaður og vinnur með hópefli í tengslum við eigin að- ferðir. Grímugerð og sjálfskoðun er eitt af mörgum námskeiðum sem hann hefur haldið síðastliðin ár og byggir á sameiningu mynd- listar, leiklistar og sálarfræði. Námskeiðið hefst föstudaginn 20. sept. kl. 20.00 og er laugar- daginn 21. sept. og sunnudaginn 22. sept. frá kl. 10.00-17.00 báða dagana. Upplýsingar gefnar í síma 30064 og 27124 miili kl. 20- 22. Þátttökugjald er 1800 kr. Handiðnaðarlist Silfurmunir í Norrœna húsinu íslenskir steinar Laugardaginn 21. september n.k. verður opnuð í anddyri Norræna hússins sýning á silfurmunum eftir hinn þekkta finnskalistamann Bertel Gardberg. Á sýningunni eru um eitt hundrað verk og lýsa þau vel þróuninni í listGard- bergs á síðastliðnum 40 árum. Verkin eru öll í eigu listamannsins sjálfs og List- iðnaðarsafnsins í Helsinki, sem hefurveittómetanlega aðstoð við skipulagningu og uppsetningu sýningarinnar. Bertel Gardberg er í fremstu röð á sviði listiðnaðar í Finnlandi og upphafsmaður nútíma silfur- smíðar þar í landi. í verkum sín- um notar hann ýmis ólík efni, t.d. silfur, messing, ýmsar viðarteg- notaðir í skartgripi undir og fjölmargar steintegund- ir. Einkennandi fyrir listamann- inn Bertel Gardberg er hve mikla virðingu hann ber fyrir verk- kunnáttu og er umhugað um að viðhalda fomum hefðum. En á hinn bóginn er hann sífellt að leita nýrra efna og aðferða til að nota í listsköpun sinni. Meðan á dvöl Bertels Gard- bergs hér á landi stendur hyggst hann kynna sér íslenska steina og notkun þeirra í gerð skartgripa. Hann mun einnig hafa samband við íslenska starfsbræður sína til að kynna sér störf þeirra og miðla þeim af sinni reynslu. Anders Huldén, nýskipaður sendiherra Finnlands á íslandi, mun opna sýninguna á laugardaginn og verður hún síðan opin á venju- legum opnunartíma hússins til 7. október. Nú um helgina hefst miðasala á Litlu hry llingsbúðína á ný. Sýningar hættu síðastliðið vor vegna kvikmyndasamninga Eddu Heiðrúnar Backman fyrir fullu húsi. Urðu sýningar alls 65 og sáu leikinn tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur. Miðasala í Gamla bíó er opin frá 15 til 19 alla daga. Sömu leikarar verða í öllum helstu hlutverkum, nema Lísa Pálsdóttir og Helga Möller koma í stað Ragn- heiðar Arnardóttur og Sigríðar Eyþórsdóttur í hlutverkum Ronnette og Shiffon. Sýningarfjöldi verður takmarkaður en sýningar hefjast 1. október. Ópera Grímudansleikurinn Þjóðleikhúsið frumsýnir óper- una Grímudansleik (Un ballo in maschera) eftir Giuseppe Verdi. Stórtónleikar Kuklið, Purrkurinn og skóldin Stórtónleikar í Félagsstofnun í kvöld Síðustu stórtónleikarsumars- ins „Rokk=sjokk“ verða haldnir í Félagsstofnun stúdenta í kvöld kl. 21 þ. 20. september. Þeir sem ætla að kveðja sumarið og rokksjokk- ast á þessum tónleikum eru Kukl, en þetta verða þeirra síðustu tónleikar hér á landi áður en þau halda til vetrar- starfa í Evrópu. The Voice er ung og fersk hljómsveit sem heldur sig við ræt- ur rokksins. Þriðja hljómsveitin er Inferno 5 sem kemur fram í fyrsta skipti á þessu ári. Skáldin Sjón, Þór Eldon og Jó- hamar munu hafa uppákomur og ljóðalestur á milli hijómsveitar- atriða. Síðast til að nefna er hljóm- sveitin Purrkur Pillnikk sem gerði garðinn frægan hér á árum áður. Purrkur PiIInikk kemur nú fram aftur eftir 3ja ára þyrnirós- arsvefn og mun örugglega trylla gömul hjörtu sem og ung. Af þessari dagskrá er auðséð að hér er um athyglisverða kvöld- stund, ef bara ekki hreint og beint skemmtilega að ræða sem seint verður endurtekin. Tónleikamir hefjast klukkan 21.00 í Félagsstofnun stúdenta: Verði er stillt í hóf eða 300 krón- ur. Þetta er tilkynníng frá Cuculus-nefndinni. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, hljómsveitarstjóri er Maurizio Barbacini frá Ítalíu, leikmynd gerir Björn G. Björnsson, bún- inga gerir Malín Örlygsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir er höf- undur dansa og Kristinn Daníels- son annast lýsingu. Með helstu einsöngshlutverkin fara Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmunds- son, Elísabet F. Eiríksdóttir, Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Robert W. Beck- er og Viðar Gunnarsson. Sinfóní- uhljómsveit íslands leikur, en að auki taka Þjóðleikhúskórinn og Jón Axel Björnsson opnar sýn- ingu á málverkum sínum í Gallery Salnum laugardaginn 21. sept. Jón Axel hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í fslenski dansflokkurinn þátt í sýningunni. Þessi uppfærsla á Grímudans- leik er frumuppfærsla verksins hér á landi og jafnframt ein viða- mesta sýning Þjóðleikhússins frá upphafi, en milli 120 og 130 manns taka þátt í henni. Þjóð- leikhúsið hefur áður sýnt þrjár óperur ítalska óperukóngsins Verdis: Rigoletto (tvisvar), II trovatore og La Traviata. Fmmsýningin verður sem fyrr segir á laugardagskvöld og önnur sýning á sunnudagskvöld og er uppselt á báðar þessar sýningar. nokkmm samsýningum hér heima og erlendis. Sýningunni í Salnum Vestur- götu 3 lýkur 6. okt. Mólverkasýning og tónleikar í Bolungarvík og ó Flateyri Torfi Jónsson opnar málverkasýningu í Ráðhússalnum í Bolungar- vík, fimmtudaginn 19. september kl. 6. Sýningin stendur í 3 daga. Á sýningunni em verk sem Torfi hefur málað á Vestfjörðum. í tilefni sýningarinnar halda Ingveldur Hjaltested söngkona og Jón- ína Gísladóttir píanóleikari tónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík, laugardaginn 21. september kl. 4. Sunnudaginn 22. september halda Ingveldur og Jónína tónleika í samkomusal Hjálms hf. á Flateyri. Tónleikarnir verða kl. 21 og þá opnar Torfi Jónsson einnig málverkasýningu þar og stendur hún í 3 daga. Föstudagur 20. september 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.