Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 11
FISKELDISSYNING Framleiðslan Heildarínnkoma um 60 miljónir Aðeins22 fiskeldisfyrirtæki með framleiðslu ásl. ári. Seiðaframleiðsla gaf af sér rúmar 30 miljónir. Rúmum 100 tonnum af eldislaxi slátrað og 24 tonnum af hafbeitarlaxi í nýlegri skýrslu Árna Helgasonar fiskifræðings hjá Veiðimálastofn- un um framleiðsiu fiskeldis- og hafbeitarstöðva á íslandi á sl. ári kemur fram að á því ári voru 51 fyrirtæki í landinu með fiskeldi eða hafbeit að markmiði en að- eins 22 þeirra voru með fram- leiðslu á árinu. Þau 29 fyrirtæki sem ekki gáfu upp framleiðslu á liðnu ári eru ýmist alveg ný af nálinni og ekki tekin til starfa eða eldri fyrirtæki þar sem starfsemin liggur niðri af einhverjum ástæðum, segir í skýrslu Áma. Við sundurgreiningu á starf- semi stöðvanna kemur í ljós að 10 fyrirtæki framleiddu sumarseiði í fyrra samtals 1 miljón og 40 þús. seiði fyrir 6.7 miljónir kr. 9 fyrir- tæki framleiddu 790 þús. göngu- seiði fyrir hafbeitar- og matfisk- eldisstöðvar fyrir um 23.3 miljón- ir og 2 fyrirtæki framleiddu sjó- eldisseiði fyrir um hálfa miljón. Brúttóverðmæti seiðaeldisins var því 30.6 miljónir og var rí- flega helmingur heildarverð- mætis í framleiðslu fiskeldis- og hafbeitarstöðvanna. Þrjú fiskeldisfyrirtæki stund- uðu hefðbundið matfiskeldi og slátmðu á sl. ári 107 tonnum af eldislaxi að merðmæti 22.5 milj- ónir kr. Þar af var ISNO í Keldu- hverfi með 86% framleiðslunnar eða 92 tonn. 9 fyrirtæki stunduð hafbeitu og slátmðu samtals 24 tonnum. Til viðbótar þessu framleiddi Laxa- lón h/f í fyrra um 30 tonn af regn- bogasilungi að verðmæti um 3 miljónir kr. Heildarverðmæti afurða fiskeldis- og hafbeitar- stöðvanna á sl. ári nam því tæp- um 60 miljónum króna. -Ig FISKELDISKERFI Við kynnum, á íslensku fiskeldissýningunni í Laugar- dalshöll, fjölbreytt úrval af tæknibúnaði fyrir fiskeldis- stöðvar. • Tölvustýrðir fóðrarar • Laxaflokkarar • Talningavogir • Vatnshæðaraðvörun • Ljósastýringar • Aðvörunarkerfi • Tölvur og hugbúnaður • Vogir og stýringar Verið velkomin á sýningarbás okkar © PÓLLINN HF Póllinn hf. ísafirði s: 94-3092 Kópavogi s: 91-78822 \ FRÁ KLAKI TIL SLÁTRUNAR Viö höfum á boöstólnum yfir 30 mismunandi fóöurtegundir og vítamínblöndurfyrirfiskeldi. Samstarfsaöili okkarT. Skretting a/s í Noregi hefur um áratuga skeiö veriö leiðandi í þróun fiskafóðurs og er nú stærsti framleiðandi á laxafóðri í Evrópu. M.a. höfum viö eftirtaldar fóöurtegundir: <Sh> TESS ELITE. Fóður sem reynst hefur mjög vel í norsku fiskeldi og hentar frá klaki allt til slátrunar. TESS EDEL. Fóöur sem á engan sinn líka á markaönum. Með þróun EDEL-fóðurs hefur tekist að leysa flest vandamál þurrfóöurgerðar. Fáanlegt fyrir fisk frá u.þ.b. 120 grömmum aö stærð. TESS SALMOMIX. Til íblöndunar í votfóöur til aö uppfylla nauösynlegar kröfur um vítamininnihald og bindiefni. Viö bjóöum emnig tækjabúnaö fyrir klak, eldi og slátrun. Jafnframt veitum viö sérhæföa ráögjöf og upplýsingar um hvaö eina er lýtur að hönnun, byggingu og rekstri fiskeldisstöðva. Glerárgata 30 600 Akureyri S.: 96-26255 > V Föstudagur 20. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.