Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Hollustuvernd Onýt matvæli í umferð? Heilbrigðisfulltrúar hafa verið að skemmdar vörur beðnir um aðfylgjast með því fari ekki í verslanir Nýlega var haldinn fundur Hollustuverndar ríkisins og Ríkismats sjávarafurða. Tilefnið var það að nokkur brögð hafa verið að því að sjávarafurðir sem dæmdar hafa verið óhæfar til út- flutnings hafa komist inn í versl- anir hérlendis og hafa þessir aðil- ar ákveðið að hafa betra samstarf um að fylgjast með því að slíkt gerist ekki. „Þetta er liður í samstarfi okk- ar,“ sagði Guðrún Hallgríms- dóttir hjá Ríkismati sjávarafurða í samtali við blaðið. „Það var sent út bréf frá Hollustuvernd þar sem heiibrigðisfulltrúar eru beðnir að hafa gát á verslunum og fylgjast með því að vara sem dæmd hefur verið óhæf til útflutnings fari ekki til verslana án heimildar. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að vara er innsigluð, til dæmis getur aðeins verið um útlitsgalla að ræða og þá getur viðkomandi framleiðandi leitað til heilbrigð- iseftirlits um umsögn um hvort megi setja vöruna á innanlands- markað. Ef heimild fæst hjá heilbrigðiseftirlitinu þá er hægt að leita til okkar um að rjúfa innsiglið. En þar sem við sjáum eícki um að fylgjast með innan- landsmarkaði, heldur heilbrigð- iseftirlitið, þá verður það að fylgjast með því að varan sé óskemmd í verslunum, og þá einnig vara sem við höfum ekki skoðað sérstaklega.“ -vd Stelpur - strákar. Jafngildir einstaklingar er yfirskriftin á fræðsluefni um jafnréttismál fyrir 8-10 ára börn. Skólamál Fræðsluefni um jafnréttismál Gerður G. Óskarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir hafa samið texta við frœðsluefni um jafnréttismálfyrirgrunnskóla Itilefni af lokum kvennaáratug- arins hófu jafnréttisnefndirnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði samstarf og ákváðu að láta gera námsefni fyrir grunnskóla um jafnréttismál. Þær Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur og Kristín H. Tryggvadóttir kennari skiluðu 1984 greinargerð og tillögum um námsefni fyrir nemendur á grunnskólastigi með tilliti til jafnréttis kynjanna. I framhaldi af því var leitað eftir samstarfi við Námsgagnastofnun og Jafnréttis- ráð. Höfundar texta eru Gerður G. Óskarsdóttir æflngastjóri í uppeldis- og kennslufræðum við HI og Sigríður Jónsdóttir náms- stjóri í yngri barnakennslu í skólaþróunardeild menntamála- ráðuneytisins. Námsgagnastofn- un gefur efnið út. myndun annaðist Jóhanna Ólafs- dóttir en myndskreytingu að öðru leyti Kristín Arngrímsdóttir teiknari. Stelpur - strákar. jafngildir einstaklingar er yfirskriftin á fræðsluefni fyrir 8-10 ára börn. Samið af Sigríði Jónsdóttur. Þetta er 40 mynda litskyggnu- flokkur um jafnrétti kynjanna, skýringarbæklingur með verk- efnablöðum fylgir. Við fimmtu hverju mynd er spurning sem kennurum er ætlað að nota til að koma af stað umræðu og fá krakkana til að skoða sjálfa sig. Spurningarnar eru t.d. á þessa leið: „Hvaða störf þarf að vinna á þínu heimili? Hver á að vinna þau?“ Að lokum er askja sérstaklega hönnuð fyrir skólasöfn grunn- skóla til að safna í efni til fræðslu um jafnréttismál. Þetta fræðsluefni er fyrsta sinn- ar tegundar á íslandi þó að í lögum sé skylt að kenna eitthvað um jafnrétti í skólum. Jafnréttis- ráð mun stuðla að námskeiða- haldi fyrir þá sem ætla að nota það við kennslu um jafnréttis- mál. Efnið verður opinberlega sýnt í kennslumiðstöðinni Laugavegi 166 21. sept. í „Dagskrá um jafnréttismál og skólastarf“, haldinni að frumkvæði jafnréttis- ráðs. SA Iðnfrœðsla Líflegur bæklingur Ut er komið á vegum Iðn- fræðsluráðs nokkuð nýstárlegt hefti um iðnnám á íslandi. Heftið er litprentað og í því eru skýrð ýmis hugtök sem sennilega eru flestum grunnskólanemendum framandi, s.s. námssamningur, grunndeild, sveinspróf, meistar- abréf og löggilt iðngrein. Pálmar Halldórsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands sem á sæti í Iðnfræðsluráði sagði í sam- tali við Þjóðviljann að þetta auðveldaði nemendum að átta sig á því hvaða möguleika iðnnám býður upp á. „í þessum bæklingi eru iðn- greinarnar flokkaðar,“ sagði Pálmar, „í hópa eða iðngeira, bókagerð, byggingargreinar, málmiðnað o.s.frv. Það eru gefn- ar stuttar lýsingar á störfum í helstu iðngreinum innan hvers hóps, sýnt hvar er hægt að læra hverja grein og hvernig náminu er háttað. Það eru m.a. skýringar á því hvernig hlutföll eru milli náms í skóla og þjálfunar iðn- nema á vinnustað. Það var reynt að byggja þenn- an bækling þannig upp að hann væri aðgengilegur og krakkar fengju áhuga á því að skoða hann rækilega. Það er mikið notast við líflegar skýringateikningar og kort og reynt að hafa heildarm- yndina skýra. Flestar þær upplýs- ingar sem þama eru, hafa verið til reiðu í ráðuneytisreglugerðum og ýmsu öðru formi sem yfirleitt er heldur flókið, ekki beint aðlað- andi lesefni. Við höfum reynt að ráða bót á þessu. Maður hefur rekið sig á að iðn- menntaðir menn eru ekki klárir á því hvemig á að standa að gerð samnings. Þessir menn hafa kom- ið á skrifstofu Iðnnemasamb- andsins til að leita upplýsinga þegar þeir em að taka fólk á samning. Og sumir þessara manna vom jafnvel ekki klárir á því hvert þeir áttu að snúa sér þegar þeir vom sjálfir að fara á samning. I.H. Bónusverkfallið Forysta ASI brast Fræðsluefnið skiptist í þrennt. Það er í fyrsta lagi myndskreyttur bæklingur eftir Gerði G. Óskars- dóttur, ætlaður 7-9 bekk. Hann ber yfirskriftina Stelpur, strákar og starfsval. Meginkaflar hans heita „Staðreyndirnar tala“, „Hefðimar móta“ og „Er hægt að breyta?“ í bæklingnum em 30 verkefni um atvinnulífið. Verk- efnin eru hugsuð til hópvinnu. í honum er mikið af línuritum um staðreyndir í atvinnulífinu og einnig er mikið af spurningum um það hvers vegna er svona mikið ójafnrétti m.a. á vinnu- markaðinum. Einnig er mikið af myndum úr daglega lífinu. Ljós- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Samtök kvenna á vinnumarkaði: Bónusverkfallið sýndi aðfólkið er tilbúið til aðgerða ef forystan er reiðubúin Samtök kvenna á vinnumark- aði hafa sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem fjailað er um nýafstaðið bónusverkfall. Segir þar að þá hafi félagar verkalýðs- hreyflngarinnar sýnt samstöðu og risið upp til að berjast fyrir rétti sínum. „Barlómur æðstu forystu- sveitar Alþýðusambandsins um að fólk vilji ekki aðgerðir var þannig rekinn til föðurhúsanna,“ segir í frétt Samtakanna. Einnig að „forysta ASÍ studdi á engan hátt við bakið á þeim verkalýðsfé- lögum sem gengu fram fyrir skjöldu í þessari baráttu.“ Síðan segir m.a.: „Á hinn bóginn kom nú fyrst fram í dagsljósið almenn and- staða við bónusfyrirkomulagið og útbreiddur vilji til að afnema það. í ljósi þessa er því miður að niðurstaðan varð ekkert til að hrópa húrra fyrir. Að vísu náðist aftur hluti af því sem rænt hefur verið af bónus- konum á síðustu árum með því að hafa reiknitölu bónus langt undir taxtakaupi. Breytt viðmiðun fyrir nýtingu felur á hinn bóginn einungis í sér Iaunatilfærslu á milli kvennanna sjálfra en atvinnurekandinn held- ur öllu „sínu“. í upphafi var megináhersla lögð á að minnka hlut bónusins í heildarlaunum, þessi krafa var lögð á hilluna. Samtök kvenna á vinnumark- aði vona að sú umræða sem hafin er um bónusvinnu verði til þess að brátt takist að afnema þetta ómanneskjulega fyrirkomulag sem konur hafa unnið við um ára- raðir og hefur átt drjúgan þátt í að halda launum þeirra niðri. Að lokum vilja Samtök kvenna á vinnumarkaði benda frystihús- aeigendum og -hönnuðum á að til eru borð og stólar með hreyfan- legri hæð, svo sem sjá má á mynd- um af forstjórastólum. Það ætti því að vera auðleyst mál að frysti- húsakonur hafi mannsæmandi vinnuaðstöðu. Bónusinn burt - bjarta fram- tíð!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.