Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 7
Unglingar úti á vinnumarkaðinum Nú eru framhaldsskólarnir að taka til starfa á ný. Blöðin fyllast af myndum af skólakrökkum að kaupa sér skólabækur. Miðbærinn er fullur af hressum unglingum talandi um busavígsluna, skólaböllin og kennara. En hvað er að frétta af öllum þeim sem ekki ætla í skóla? Hvað finnst þeim um skólana og lífið og tilveruna yfirleitt? Þjóðviljinn fór á stúfana og tók nokkra krakka tali sem eru hætt námi og komin út á vinnumarkaðinn. SA Elín Þóra Ingólfsdóttir er 16 ára og hefur unnið í Hampiðjunni síðan í vor. „Ég er að vinna til að safna mér fyrir bílprófinu. En því miður er bara 2000 kall í bauknum. Þetta gengur ansi seint því kaupið er svo lágt.“ Af hverju ertu ekki í skóla? „Það er bara ekki aðstaða til þess núna fyrir mig. Ég ætla seinna og ég stefni að því að læra eitthvað um viðskipti. Helst vildi ég fá verslunarleyfi og vera með búð. Ég ætla að vinna þangað til ég gefst upp á því. Ég er alveg sannfærð um að það er auðveld- ara að vera í skóla en úti á vinnu- markaðinum, því ef maður er í skóla fær maður svo margt upp í hendurnar. T.d. peninga hjá mömmu o.s.frv. Hvað finnst vinum og ættingj- um um að þú ert ekki í skóla? „Flestir mínir vinir eru líka hættir í skóla. En mömmu finnst þetta í lagi af því að ég ætla seinna í meira nám.“ Hvernig er að vinna í Hampiðj- . unni? (Hvíslar): „Maður má nú ekk- ert segja um þennan vinnustað, þá verður allt vitlaust. (En ég læt það nú bara flakka því ég er að hætta og að fara út á land). Þetta er þrælavinna. Skítakaup. Mór- allinn er lélegur meðal starfsfólks nema í Klúbbnum um helgar. Þá eru allir fullir og heimsins bestu vinir. Launin eru svo lág. Ég fékk 12000 kr. fyrir 3 vikur. Útborguð laun voru 7500. Þetta er skítt. Maður fær ekki einu sinni að vita tímakaupið." Hvernig er vinnutíminn þinn? „Þetta er vaktavinna. Eina viku er unnið frá hálf átta til háf fjögur en hina vikuna frá hálf fjögur til hálf tólf. Svo er oft unn- ið á laugardögum og sunnu- dögum. Okkur er boðið upp á að vinna í 14 tíma í einu. Ég hef gert það og það var sko ágætis meg- runarkúr. Ég var á stöðugum hlaupum í 14 tíma. Ég stjórna ein 14-15 vélum og það er sko skal ég segja þér ekki einu sinni tími til að fara á klósettið, því þá stoppar allt. Þú sérð að ég er þrældugleg (skellihlær). Hvað fínnst þér skipta mestu máli í sambandi við vinnustaði? „Að þar sé góður mórall. Ég ■'ar einu sinni að vinna í sláturfé- laginu og það var frábært því við sem unnum saman hittumst oft á kvöldin. Fórum í bíó, höfðum vídeókvöld og sumir fóru saman í líkamsrækt.“ Ætlarðu að giftast og eignast börn? „Veistu, ef ég ætti mann og íbúð þá væri ég alveg til í að gift- ast og eignast barn bráðlega." Nú kom verkstjórinn og var ekkert hrifinn af því að Þjóðvilj- inn væri að trufla Elínu Þóru svo hún dreif sig af stað til þess að stjórna vélunum. Mórallinn skiptir mestu Elín Þóra 16 ára. Ég læt það bara flakka.... Búinn að fá nóg afskólanum í bili Fjalar 16 ára. Vinnutíminn þægilegur. Ljósm. Sig. Fjalar Ríkharðsson heitir 16 ára piltur sem vinnu í Öskunni. „Ég ætla að vinna í öskunni í vetur og næsta sumar, svo getur alveg farið svo að ég skelli mér í skóla næsta vetur. Ég er búinn að fá nóg af skólanum í bili. Hvort er erfiðara að vinna eða vera í skóla? „Því er erfitt að svara. Það er erfiðara að vinna að því leyti að það er meira líkamlegt erfiði. Ef maður er í skóla er erfitt að eiga aldrei pening og svo er allt heimanámið." Hvað gerirðu við kaupið þitt? „Ég er að safna mér fyrir bíl. Stefnan er að eiga nóg fyrir ágætis bfl í maí.“ Hvernig er að vinna í öskunni? „Kaupið er ágætt. Ég er með svona 26 þús. á mánuði. Svo er vinnutíminn þægilegur. Ég vinn frá 7-2.30. En starfið verður mun erfiðara í vetur, þegar versnar í veðri. Mórallinn er svona upp og niður hérna. Vinnufélagarnir eru miklu eldri en ég.“ Ertu farinn að spá í framtíð- ina? „Voða lítið. Mig langar til að vera í starfi þar sem er gott kaup og svo skiptir miklu máli að vinnufélagarnir séu skemmti- legir. Ég vil ekki giftast og eignast börn fyrr en ég er orðinn 25-26. Svo langar mig til útlanda. Helst eitthvert þar sem er heitt." Hvað gerirðu í frístundum? „Fer í bíó, á skíði og stundum á hestbak. Svo kemur fyrir að mað- ur skellir sér á ball í Villta Villa. En ég er farinn að minnka það því krakkarnir þar eru miklu yngri en ég. Flestir eru frá 12-14.“ Þekkirðu krakka sem nota vímuefni? „Já, það eru margir 16 ára sem reykja hass og taka pillur en mér finnst það hreint út sagt BÖLV- AÐ RUGL.“ Júlía Margrét Jónsdóttir er 16 ára yngismey, vinnur í Bæjarút- gerðinni og er í kvöldskóla. „Ég held að það sé skemmti- legra að vinna hér heldur en við t.d. verslunarstörf. Hér er fínn mórall. Svo er kaupið ágætt ef maður vinnur mikið þ.e. til 10 á kvöldin og um helgar. Annars er tímakaupið lélegt, 90 kr. 75 aurar.” Ætlarðu að mennta þig meira? „Ég er að taka upp 9. bekk í kvöidskóla, það tekur 3 mánuði. Svo veit ég ekki hvort ég fer meira í skóla. Ef ég held áfram námi þá verður það í kvcldskóla. Mig langar dálítið til þess að læra fatahönnun. Annars fannst mér hundleiðinlegt í 9. bekk. Ég var í Valhúsaskóla og hann er snobb- skóli.” Hvað gerirðu við kaupið þitt? „Ég borga dálítið heim og svo er ég að safna mér fyrir bfl.” Er þetta erfið vinna? „Nei, nei, en ég held að ef manni finnst gaman í skóla þá sé það auðveldara en þetta. Maður getur leyft sér ýmislegt hér en þetta er engin framtíð. T.d. þá er enginn hér sem stefnir að því að vera í BÚR næstu 20 árin. Hittist þið vinnufélagarnir eitthvað fyrir utan vinnutímann? „Við hittumst stundum í Klúbbnum, annars er alveg nóg að vera að vinna saman á virkum dögum og um helgar.” Ætlarðu að giftast og eignast börn? „Ég er nú ekki til í það strax”, sagði Júlía. „Við værum allar til í að giftast ríkum manni og hætta að vinna”, sögðu eldhressar stelpur sem vinna með Júlíu og mórallinn var greinilega í mjög góðu lagi. „Ef þið viljið hitta okkur aftur komið þá bara í Klúbbinn um helgina, þar er Bæjarútgerðin eins og hún leggur sig. ” Langar að læra fatahönnun Júlía Margrét 16 ára. Ég er að safna mér fyrir bíl. Föstudagur 20. september 1985 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.