Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Kvennaboltinn Tilþess þurfaþeir hagstœð úrslit á Laugardalsvellinum á morgun oggóðan stuðning áhorfenda. Leikurinn við Glentoran hefst kl. 13 Handbolti Þrír í 1. deild Íslandsmótið í handknattleik hefst á morgun, laugardag, og er óvenju snemma á ferðinni í ár - enda lýkur keppni í 1. deild og 2. deild karla strax íjanúar. Á morgun er leikið í 2. deild á tveimur stöðum kl.14, HK og Grótta mætast í Digranesi og Þór Ve. og Haukar í Vestmannaeyjum. Keppni í 1. deild hefst síðan á sunnudag. íslandsmeistarar FH fá Valsmenn í heimsókn í Hafnarfjörð- inn kl. 13 og á sama tíma mætast Fram og Stjarnan í Seljaskóla. Á eftir þeim leik, eða kl. 15.15, leika síðan Þróttur og Víkingur. Leikur KR og KA sem tilheyrir 1. umferðinni fer fram síðar þar sem KA mun leika 2 leiki í ferð þegar því verður við komið. Síðasti leikur helgarinnar verður í Digranesi kl. 20 á sunnudagskvöldið en þar mætast Breiðablik og ÍR. -VS Ásgeir Elíasson og Gu&mundur Torfa- son hafa sett stefnuna framávið, þeir og félagar þeirra í Fram eru staðráðnir í að komast í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Komast Framarar í aðra umferð? Erla telst vera markadrottning! Ragnheiður missir 4 mörk gegn ÍBÍ Ragnheiður Jónasdóttir frá Ákranesi telst ekki vera marka- drottning 1. deildar kvenna í knattspyrnu árið 1985 þó hún hafi skorað flest mörk allra í deildinni, 23 talsins! Petta stafar af því að ÍBÍ gaf síðasta leik sinn í deildinni, gegn England Man. Utd tapaði! Manchester United beið sinn fyrsta ósigur á þessu keppnis- tfmabili í fyrrakvöld, tapaði þá 4-2 fyrir Everton í fyrstu umferð Super-Cup. Þeirri keppni komu ensku knattspyrnuliðin, sem dæmd voru frá þátttöku í Ev- rópumótunum, á fót. Kevin Shee- dy skoraði 2 marka Everton og Gary Lineker og Graeme Sharp eitt hvor. Frank Stapleton og Bry- an Robson skoruðu mörk Evert- on. Liverpool vann Southampton 2-1 í sömu keppni. Kenny Dalg- lish og Jan Mölby gerðu mörk Li- verpool en Danny Wallace svar- aði fyrir Southamtpon. Totten- ham og Norwich taka einnig þátt í keppninni. Nokkrir leikir voru leiknir í 2. deild í vikunni. Úrslit urðu þessi: Carlisle-Oldham......................3-1 Fulham-Sheff. Utd....................2-3 Hull City-Millwall...................3-0 Norwich-Cr. Palace...................4-3 í 3. deild vann Reading sinn 7. sigur í jafnmörgum leikjum, 2-1 gegn Brentford. Wolves tapað hinsvegar sínum sjötta leik, 3-4 fyrir Bristol Rovers á heimavelli. -VS Breiðabliki. Samkvæmt reglum skal því strika út markatölu og öll mörk skoruð í leikjum gegn IBÍ í deildinni í sumar. Ragnheiður skoraði 4 mörk gegn ÍBÍ og fer því niður í 19 mörk. Erla Rafns- dóttir úr Breiðabliki gerði 21 mark í sumar, en aðeins eitt gegn ÍBÍ, og telst því markadrottning með 20 mörk. Ásta B. Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki skoraði 20 mörk í sumar, 2 gegn ÍBÍ, og er því með 18. Þá lítur listinn yfir markahæstu stúlkur deildarinnar þannig út, mörk skoruð gegn ÍBÍ í svigum: Eria Rafnsdóftir, Breiðabliki.....20 (1) RagnheiðurJónasdóttir, lA.........19 (4) ÁstaB. Gunnlaugsdóttir, Breiðabl. 18 (2) ÁstaM. Reynisdóttir, Breiðabliki.... 12 (1) Anna Einarsdóttir, Þór..............10 (4) Laufey Sigurðardóttir, (A............9 (4) Katrfn Eiríksdóttir, (BK.............8 (0) Ákvörðun ÍBÍ að gefa síðasta leik sinn í deildinni bindur leiðin- legan endi á íslandsmótið. Það á ekki að þekkjast að leikir séu gefriir, allra síst í 1. deild. -VS V. Þýskaland Stuttgart skiptir Stuttgart, Uð Ásgeirs Sigurvins- sonar í Vestur-Þýskalandi, seldi í vik- unni framherjann belgíska, Nico Claesen, til Standard Liege í Belgíu fyrir 1,2 miljónir marka. Stuttgart keypti Claesen frá Sera- ing í Belgíu fyrir 15 mánuðum og greiddi svipað fé fyrir hann. Claesen hefur átt við meiðsli að stríða og ekki náð sér vel á strik en hann var talinn einn efnilegasti framherji í Evrópu er Stuttgart keypti hann. f staðinn kaupir Stuttgart líklega júgóslavn- eska framherjann Predrag Pasic. -VS/Reuter Það er sjaldan sem íslensk lið eiga raunhæfa möguleika á að komast í 2. umferð í Evrópu- mótum félagsliða í knattspyrnu. En bikarmeistarar Fram ættu hiklaust að geta stefnt að því að ná þangað í ár því þeir mæta Glentoran frá Norður-írlandi í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikur liðanna fer fram á Laugar- dalsvellinum á morgun, laugar- dag, og er rétt að vekja athygli á óvenjulegum leiktíma. Leikurinn hefst nefnilega kl. 13. Fram tekur nú þátt í Evrópu- keppni í níunda sinn. Af 18 leikjum hefur liðið sigrað í tveimur en tapað sextán. Fram sigraði Hibemian 2-0 á Möltu árið 1971 eftir að hafa tapað 3-0 í fyrri leiknum sem einnig fór fram ytra. Árið 1981 vann Fram Dund- alk frá írlandi 2-1 á Laugardals- vellinum en tapaði síðan 0-4 ytra. í bæði skiptin var um Evrópu- keppni bikarhafa að ræða, enda er þetta í sjötta skiptið sem Fram leikur þar. Njarðvík, Haukar og Keflavik unnu fyrstu leiki sína í Reykjanes- mótinu í körfuknattleik eins og við var að búast. Njarðvík vann Grindavík 104-54 og Breiðablik 109-63, Haukar sigruðu Breiða- blik 93-54 og Grindavík 84-62, og Pálmar Sigurðsson - leikur hann ekkert með Haukunum á næstunni? Glentoran hefur tvívegis leikið gegn íslenskum liðum í Evrópu- keppni og þá var um hörkuleiki að ræða. í Evrópukeppni meistaraliða vann Valur Glentor- an 1-0 hér heima en tapaði síðan 2-0 úti. Árið eftir lék ÍBV við sama lið í Evrópukeppni bikar- hafa. Þá fór 0-0 hér heima en 1-1 úti og komst ÍBV áfram á úti- markinu. Norður-írsk knattspyma er mjög áþekk því sem gerist hér heima. Sterkustu leikmennimir fara beint til stóm liðanna í Eng- landi og Skotlandi, það er helst að „gamlir refir“ snúi aftur heim á fertugsaidri og endi ferilinn í sínu heimalandi. Framarar eiga nokkuð köflótt keppnistímabil að baki. Þeir unnu Reykjavíkurmótið og Meistarakeppnina og vom síðan ósigrandi framanaf íslandsmót- inu. Meistaratitilinn blasti við en liðið missti dampinn og hafnaði að lokum í fjórða sæti. En Fram- arar rifu sig samt sem áður uppúr Keflavfk vann Reyni Sandgerði 64-48. Allir leikirnir fóm fram í Digranesi í Kópavogi s.l. föstu- dag og sunnudag. Næst verður leikið þar um helgina, í kvöld, laugardag og sunnudag. Eyjólfur Guðlaugsson, Grindavík, er stig- ahæstur í mótinu með 43 stig, Kristján Rafnsson, Breiðabliki, kemur næstur með 37, ísak Tóm- asson, Njarðvík, og Eyþór Áma- son, Haukum, hafa gert 33 stig hvor og Jóhannes Kristbjörns- son, Njarðvík, og ívar Webster, Haukum, koma næstir með 32 stig. Pálmar Sigurðsson, landsliðs- bakvörður úr Haukum, meiddist illa í leiknum við Grindavík. Lík- ur em á að hann missi af fyrstu leikjum íslandsmótsins og Evr- ópuleikjum Hauka í næsta mán- uði. -VS öldudal síðustu ára og em komnir í fremstu röð hér á landi á ný. Þeir urðu bikarmeistarar á sannfær- andi hátt og leika því áfram í þessari keppni næsta haust. Þó Glentoran sé ekki eitt af frægustu liðum í Evrópu er samt fyllsta ástæða til að hvetja knatt- spyrnuáhugamenn til að mæta á Laugardalsvöllinn kl. 13 á morg- un. Möguleikinn á að Framarar komist í 2. umferð er fyrir hendi og þeim veitir ekki af góðum stuðningi áhorfenda til að geta farið í síðari leikinn á Norður- írlandi þann 2. október með hag- stæð úrslit í pokahorninu. -VS Framarar Þorsteinn í banni Þorsteinn Þorsteinsson, varn- armaðurinn sterki, verður fjarri góðu gamni þegar Fram mætir Glentoran í Evrópukeppni bikar- hafa í knattspyrnu á Laugardals- vellinum á morgun. Hann fékk 2 gul spjöld þegar Fram lék síðast í Evrópukeppni, árið 1982, og það þýðir eins leiks bann. Stöðu hans í hjarta Framvarnarinnar tekur væntanlega útvarps- og blaða- maðurinn Þorsteinn J. Vilhjálms- son. -VS Spánn Hercules sigraði Hercules, lið Péturs Péturs- sonar, sigraði Eldenese 3-o í fyrstu umferð spænsku bikar- keppninnar í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Þetta var fyrri leikur lið- anna og fór fram á heimavelli Eldenese. Níu lið 1. deildar léku á útivöllum gegn liðum úr neðri deildum og sigruðu öll, nema hvað Real Zaragoza gerði jafn- tefli, 2-2, við Huesca. -VS/Reuter Körfubolti Þau stóru sigruðu Pálmar meiddist Föstudagur 20. september 1985 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.