Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 9
 Fiskeldisráðstefna Kynþroski í laxf isku Hægt að láta laxfiska hrygna tvisvar á ári með Ijósameðferð. Má líka seinka og flýta árlegri hrygn ingu með Ijósastjórn Njáll Dromage er frá Aston háskóla í Birmingham á Englandi. Hann hefur unnið merkt starf á sviði fiskeldis með nemendum sínum. í gær flutti hann erindi um stjórnun kynþroska í laxfiskum. í tengslum við fiskeldissýning- una í Laugardalshöll er haldin merk ráðstefna um fiskeldi, sem hófst í gær og er haldið áfram í dag. Á henni eru nokkrir erlendir vísindamenn, meðal annars einn frá Englandi sem heitir því þjóð- lega nafni Niall, eða Njáll, Bro- mage. Hann er með sterkari mönnum á sínu sviði og hefur í rannsóknarstöð sinni í Aston há- skóla í Birmingham unnið mikið verk með nemendum sínum, sem lýtur að því að finna aðferðir til að stjórna kynþroska klakfisks, þ.e.a.s. þeim fiskum sem hrogn og svil eru tekin úr til undaneldis. En í fiskeldi skiptir verulegu máli að geta ráðið því nokkuð, og enn- fremur að geta stjórnað því, hversu oft fiskurinn hrygnir. Ljós Fiskurinn hefur kalt blóð, og kólnar því ef náttúran kringum hann kólnar. Þess vegna á hann erfitt með að nota breytingar á hitastigi sem „klukku", til að vita hvað árstímanum líður. Aftur á móti hefur hann einstaklega næma ljósnema, sem nema ná- kvæmlega hinar árvissu breyting- ar á daglengd, og geta því sagt honum til, hvort haust sé í vænd- um eða vor, hvort hann eigi að fara að búa sig undir hrygningu eður ei. í gær flutti Njáll á ráðstefnunni fyrirlestur, þar sem yfirlit var gef- ið yfir allt það sem hingað til hef- ur verið uppgötvað og gert í tengslum við stjórnun kynþroska með daglengd. Þar kom fram, að hægt er að seinka kynþroska um allt að 4 til 6 mánuði með því að láta fiskinn vera á stöðugum skömmum degi (6 klukkustunda ljós á dag). Það virðist líka, sem löng daglengd (18-20 stundir) snemma á kynþroskaskeiðinu (skömmu eftir náttúrulegan hrygningartíma) verki mjög hvetjandi á kynþroska, en sé fisk- urinn hafður undir slíkri dag- lengd seint á kynþroskaskeiðinu seinkar honum um nokkra mán- uði. Ein vel þekkt aðferð til að koma í veg fyrir ótímabæran kyn- þroska í fiski sem er verið að ala til sláturs (en þá er kynþroski mjög óæskilegur) er því að setja hann undir langa daglengd seinni part árs, þegar kynþroskinn er kominn vel á veg. Það getur seinkað um 1 til 3 mánuði. Tvisvar ó óri Bestu aðferðir til að flýta hrygningu eru þær að setja fiskinn á stöðuga, langa daglengd allt árið (18 eða 20 klukkustundir á dag). Þá flýtist kynþroski um 2 til 3 mánuði, en það sem er enn merkilegra er að eftir það hrygnir fiskurinn á 5 til 6 mánaða fresti, þ.e.a.s. tvisvar á ári!! _ÖS Tækninýjungar Tölvustýrt eftirlitskerfi Póllinn á ísafirði með viðamikið öryggis- og eftirlitskerfi fyrir fiskeldisstöðvar í hönnun. Hefur vakið mikla athygli á Fisk- eldissýningunni Eitt af þeim tækjum sem vakið hefur mikla athygli á Fiskeldis- sýningunni í Laugardalshöll er sérstakt tölvustýrt öryggis- og stýrikerfi fyrir fiskeldisstöðvar sem Póllinn á (safirði er með í hönnun. Hér er um mjög viða- mikið kerfi aö ræða sem hvergi er komið í notkun I heiminum en Norðmenn hafa einnig verið að prufa sig áfram með slíkan laxa- eftirlitsbúnað. Það hversu langt Pólsmenn eru komnir með þróun eftirlitskerfis- ins auk fjölda annarra nýrra tækja og vélbúnaðar sem þeir eru byrjaðir að framleiða fyrir fisk- eldisstöðvar sýnir best hvað 19. öldin Lax fluttur út Árið 1872 var fluttur út svipað magn af laxi og hundrað árum áður. Ýmist fluttur saltaður eða soðinn í pjáturstokka Alla síðustu öld var fluttur út lax frá íslandi. Elstu heimildir um útflutninginn eru frá árinu 1807. Því miður eru þó nákvæmar tölur ekki til nema fyrir örfá ár, en til dæmis má nefna að árið 1872 voru flutt út 50 tonn af iaxi. Þessi útflutningur á laxi 19. aldar er umtalsverður, þegar litið er á laxútflutning allra síðustu árin. Milli áranna 1970 og 1983 var þannig minnst flutt út árið 1982, aðeins 2,6 tonn. Mest fór árið 1972, þegar 61,7 tonn fór ut- an, aðeins röskum 11 tonnum meira en hundrað árum áður. Á 19. öldinni var laxinn fluttur út ýmist saltaður eða soðinn nið- ur í sérstaka pjáturstokka. Árið 1887 var byrjað að flytja út ísvar- inn lax, og því var haldið áfram allt til 1910. Á seinni árum hafa íslendingar aftur farið að flytja út ísvarinn lax, en ekki lengur með skipum, heldur flugvélum. -ÖS framarlega íslensk rafeindatæki standa í þessum nýiðnaði og jafn- framt hversu miklir möguleikar hér eru á ferðinni sé rétt á málum haldið. , Eftirlitsbúnaðurinn fyrir fisk- eldisstöðvamar virkar þannig að sérstakir skynjarar fylgjast með streymi í eldisker, súrefnisinni- hald vatnsins, hitastig, vatnshæð, seltu- og sýmstig. Allar upplýs- ingar eru tengdar við tölvu sem birtir á skermi jafnóðum mynd af stöðu mála. Ef eitthvað bregður út af með vatnsstreymi, hitastig eða annað fer í gang sérstakur stjórnbúnaður sem færir hlutina aftur í rétt horf, en ef frávikin em of mikil og ekki verður við neitt ráðið sendir tölvan þegar frá sér viðvömn og upplýsir hverju er á- fátt. Með þessu móti er hægt að hafa mun virkara eftirlit með eldiskerjunum og koma í veg fyrir stórslys. Eins og áður sagði er þessi bún- aður enn á þróunarstigi en að sögn forráðamanna Pólsins er búið að leysa öll helstu vanda- málin varðandi útfærslu eftirlits- kerfisins. Hér er hins vegar um mjög fjárfrekt hönnunarverkefni að ræða og jafnframt tímafrekt og því enn óvíst hvenær fullþró- aður eftirlitsbúnaður kemur á markaðinn. Hitt er víst að það sem Pólsmenn kynntu fyrir fisk- eldisfrömuðum hefur vakið það mikla athygli og áhuga hjá mönnum að þessi búnaður verði fullþróaður hið fyrsta. Ánnað tæki sem Pólsmenn kynna á Fiskeldissýningunni og vakið hefur verðskulduga athygli er sérstök stærðarflokkunarvél sem er fullhönnuð og hefur þegar verið prófuð með góðum árangri hjá fiskeldisstöðinni á Húsatóft- um við Grindavík. Laxaflokkarinn hentar bæði þegar verið er að flokka fisk í mis- munandi stærðir til slátrunar og ekki síður þegar seiði eru stærð- arflokkuð á milli eldiskerja. Pólaflokkarinn er mjög ein- faldur að allri gerð og getur flokkað fisk í 6 mismunandi stærðir. -^g Áhugasamir gestir á Fiskeldissýningunni í Laugardalshöll kynna sér hvemig hægt er að fylgjast með þróun mála í eldiskerjum á tölvuskermi. Mynd - E.ÓI. Föstudagur 20. septwnber 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.