Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 12
FISKELPISSÝNING Þannig hugsaSambandsmenn sér að fiskeldisstöðin hjá íslandslaxi í Staðarhverfi við Grindavík muni líta út þegar fram líða stundir. Mynd - E.ÓI, Suðurnes Framtíðarland fiskeldis Allar aðstæður hinar ákjósanlegustu. Ótrúleg gróska. Hvert fyrirtækiðspretturuppáfæturöðru. Mikil bjartsýni ríkjandi Við útvegum allt til fiskeldis. Einnig ráðgjöf við hönnun og fjármögnun stöðva hér á landi. Erum í sambandi við fjársterka, norska aðila sem hafa mikinn áhuga á meðeign í ísienskum fiskiræktarstöðvum. Leitið upplýsinga. J ISCO hí. IMCO hí. Borgartuni 29 - 105 Reykjavik - Simar 26668 og 29767 Heimasimar: Arm Gislason 74723.-Reynir Guójonsson 54636 Það er ekki ofsögum sagt að framtiðarsvæðið fyrir fiskeldi hér- lendis er Reykjanesskaginn. Þar eru allar hinar bestu aðstæður fyrir hendi bæði frá náttúrunnar hendi auk þess sem örstutt er með flutninga til markaðar á höf- uðborgarsvæðinu og alþjóða- flugvöllur í næsta nágrenni. Þegar eru teknar til starfa fimm fiskeldis- og hafbeitarstöðvar á Suðumesjum og víst er að þeim mun fjöíga töluvert á næstu árum. • Eldi hf. á Húsatóftum er fyrsta strandeldisstöðin sem tók til starfa hérlendis en það var árið 1977. Hjá stöðinni em alin seiði, ýmist í sláturstærð, fara þá í tíma- bundið floteldi, eða beint í haf- beit. Mesta framleiðsla stöðvar- innar á Húsatóftum hefur verið um 10 tonn af laxi á ári. • Sjóeldi h/f í Höfnum tók til starfa árið 1979. Þar eru alin seiði sem notuð em í svonefnt skipti- eldi, þ.e. seiðin eru alin í kerjum á landi yfir veturinn en sett í flot- kví yfir vorið og sumarið. Nú er afkastageta stöðvarinnar um Vi miljón gönguseiða á ári. Árið 1983 var slátrað um 10 tonnum hjá Sjóeldi en 18 tonnum í fyrra. • Hafbeitarstöðin í Vogum hefur skilað ótrúlegum árangri í sumar en heimtur hafa verið hátt í 13% af slepptum seiðum. Fyrstu heimtu hjá stöðinni árið 1982 vom tæp 2% en síðan hefur sífellt aukist við jafnframt því sem fyrir- tækið hefur hafið eigin seiða- framleiðslu. Aðaleigendur stöðvarinnar er Fjárfestingarfélagið og síðan bandarískir aðilar að einum þriðja. Stórfelldar áætlanir eru uppi um framtíð stöðvarinnar og verður síðar í haust tekin endan- leg ákvörðun um stækkun stöðv- arinnar. Ráðgert er að auka seiðasleppingar úr 25 þúsund seiðum í vor í 75 þúsund seiði á næsta vori og síðan upp í allt að 10 milión seiði árið 1989. sem er nýlega tekin til starfa en eigendur hennar eru útgerðar- menn í Grindavík, Hagvirki og fleiri aðilar. Verið er að reisa stöð sem á að framleiða 100 tonn ár- lega af eldislaxi en fyrirhugað er að stækka stöðina í áföngum í 1000 tonna ársframleiðslu. Einn- ig mun fyrirtækið starfrækja klakstöð og hafbeitarstöð og hafa með höndum fóður og afurða- sölu. Þessu til viðbótar má geta þess að verið er að undirbúa laxeldis- stöðvar á Reykjanesi við svokall- aða Kistu en jþað er fyrirtækið ISNO í Kelduhverfi sem er sam- • Islandslax er að reisa gríðar- stóra seiðaeldisstöð í Staðar- hverfi við Grindavík en SÍS á meirihluta í fyrirtækinu á móti norskum aðilum. í vetur er fyrir- huguð bygging á fyrsta áfanga laxeldisstöðvar með 500 tonna ársframleiðslu en athafnasvæði stöðvarinnar er hannað fyrir stöð sem getur framleitt um 5 þús. tonn á ári. Til samanburðar má geta þess að heildarframleiðsla á eldisfiski hérlendis á sl. ári rúm 100 tonn. Hér er því ekki um neinar smáfyrirætlanir að ræða. • Fiskeldi í Grindavík er enn ein laxeldisstöðin á Suðumesjum eignarfyrirtæki íslenskra og nor- skra aðila sem stendur fyrir þeim framkvæmdum. Þá er vitað að í landi Þórkötlustaða við Grinda- vík er nýstofnað fyrirtæki Sjávar- gull, að leggja á ráðin um rekstur meðalstórrar fiskeldisstöðvar. Þrátt fyrir þennan gríðaruppgang í fiskeldi á Suðumesjum nú á síð- ustu ámm þá er ljóst að enn sem komið er er ekki nema hálf sagan sögð. -lg- 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.