Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 6
MINNING FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Við höfum meira en 30 ára reynslu i útgáfu vasabóka, og sú reynsla kemur viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til góða. Og okkur hefur tekist einkar vel með nýju Ferðavasabókina okkar og erum stoltir af henni. Þar er að finna ótrúlega fjölbreyttar upplysingar, sem koma ferðafólki að ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meðal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaðakort - Evropu- vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjon- usta - Vegalengdatöflur - Bandariska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sém of langt er upp að telja. OMISSANDI I FERÐALAGIÐ! Magnús Sigurðsson Fæddur 17. sept. 1908 — Látinn 10. sept. 1985. Blaðberar óskast Hjarðarhagi Kvisthagi Melhagi. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Landsfundur AB verður haldinn að Borgartúni 6 dagana 7.-10. nóvember. Fulltrú- akjöri félaga þarf að vera lokið þremur vikum fyrirfundinn. Dagskrá verður nánar í blaðinu síðar og í bréfum til trúnaðarmanna flokks- ins. ABR Askorun Greiðið flokks- og félagsgjöldin! Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla þá sem enn skulda flokks- og félagsgjöld að greiða þau nú þegar. Gíróseðla má greiða í öllum póstútibúum og bönkum svo og á skrifstofu flokksins að Hverfisgötu 105. - Stjórn ABR. AB Nordurlandi eystra Alþýðubandalagsfólk á Akureyri! Vinna er að hefjast við endurbætur og viðhald á Lárusarhúsi. Þeir sem vilja hjálpa til hafi samband við Ingibjörgu í síma 25363 eða Hilmi í síma 22264. Munið! Margar hendur vinna létt verk. - Hússtjórn Alþýðubandalagið í Neskaupstað Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til félagsfundar í Egilsbúð miðvikudaginn 25. september n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kosning bæjarmálaráðs. 2) Rabb með alþingismönn- unum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni. Stjórnin Aðalfundur AB Héraðsmanna Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Héraðsmanna verður haldinn í Slysavarnafólagshúsinu Egilsstöðum, miðvikudaginn 25. sept- ember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs, 3) Önnur mál. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin 6 „Þjóðviljinn heidur rétt á mál- um meðan hann er háður lesend- um sínum og stuðningsmönnum, en ef honum fer að græðast fé yrði ég hræddur. Við skuium hafa það afmælisósk mína til Þjóðviljans að hann verði alltaf rekinn með Qárhagslegum halla.“ Þannig komst Magnús Kjart- ansson að orði í afmælisviðtali um Þjóðviljann, þegar við héld- um upp á 40 ára afmæli blaðsins. Þá komu á annað þúsund manns í nýja húsið að Síðumúla 6. Þetta fólk var að skoða húsið sitt - hús blaðsins okkar. Þessu fólki þótti vænt um blaðið vegna þess að það hafði deilt kjörum með Þjóðvilj- anum árum eða jafnvel áratugum saman. Þetta var blaðið sem hafði afhjúpað afturhaldið svo alls staðar sást í ógeðslega nekt þess. Blaðið sem hafði flett ofan af gróðaöflunum. Blaðið sem hafði dag frá degi lagt liðs- mönnum flokksins vopn í hend- ur. Til þess er blaðið gefið út að allt þetta fólk, eldhugar barátt- unnar, líti á blaðið sem vin sinn og samherja. Þegar við þökkuð- um fyrir hönd blaðsins fyrir þetta góða hús að Síðumúla 6, þá man ég eftir að margur maðurinn sagði: Það er ekkert að þakka - ég skulda Þjóðviljanum svo mikið. Það var þessi hugsjónaeldur, þessi samkennd sem ýtti Þjóðvilj- anum af stað í upphafi. Hann var málgagn og baráttutæki róttæk- asta hluta íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Þeirra sem þora að ráðast gegn ranglætinu, þeirra sem láta aldrei beygja sig af því að þeir eiga málstað sem er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að sam- einast um. Þetta fólk hafði þolað galdraofsóknir nútímans - en bugaðist aldrei og bugast aldrei. Meðan Þjóðviljinn á stuðning þessa fólks lifir hann lengi lengi þrátt fyrir öll markaðslögmál. Þjóðviljinn er skýrasta sönnun þess á íslandi í dag að markað- slögmálin eru ekki náttúru- lögmál: Með samheldni er unnt að hnekkja frumskógalögmálinu á hverjum einasta degi; ef við að- eins stöndum saman og svo lengi sem Þjóðviljinn er samnefnari allra þeirra sem berjast fyrir sósí- alisma, þjóðfrelsi og verkalýðs- hreyfingu. Þjóðviljinn má þess vegna aldrei verða markaðsöfl- unum að bráð - þá verður hann heldur ekki sá Þjóðvilji sem til var stofnað í öndverðu. Það er hugsjón sem gefur blað- inu líf, hugsjónin um nýtt land, þar sem allir einstaklingar eru frjálsir, þar er jafnrétti og lýð- ræði, það er frjálst og fullvalda ísland utan hemaðarbandalaga án erlends hers í landinu. Þangað stefnum við - það ísland ætlum við að færa næstu kynslóðum. Og gefast aldrei upp. Þessi hugsjón er ekki fín vara um þessar mundir. Hún er ekki gjaldgeng í gróðasamfélaginu vegna þess að hún er á móti því. Það er ekkert fínt í veislusölum „uppanna" að styðja slíka hug- sjón. Samt er hún lífsskilyrði al- mennings í þessu landi, íslend- inga. Og hún er lífsforsenda Þjóðviljans. Að blaðið byggist á hugsjóninni er betra en allur pen- ingalegur gróði. Þjóðfélag, sem ekki á sér hugsjón, flokkur sem ekki á sér hugsjón - hvort tveggja er dauðadæmt. Magnús Kjartansson minnti okkur á þessi grundvallaratriði í fáum orðum fyrir margt löngu oft og iðulega, meðal annars í þessu viðtali sem vitnað var í við upphaf greinarinnar. Greinin er skrifuð til að minnast aldraðs manns sem nýlega féll frá. Hann hét Magnús Sigurðsson, fæddur árið sem uppkastinu var hafnað, látinn nú 10. september. Hann var ein- hleypur og lét ekki eftir sig börn. En hann hafði tekið málstaðinn að hjarta sínu og ánafnaði Þjóð- viijanum íbúð og sparifé eftir sinn dag. Hann kallaði á forráðamenn Þjóðviljans seint á árinu 1982 og skýrði frá þessari ákvörðun sinni. Hann bannaði með öllu að frá þessu yrði sagt nokkurs staðar nema í stjórn Utgáfufélags Þjóð- viljans. En fyrir hönd blaðsins undirrituðu Kjartan Ólafsson og Guðrún Guðmundsdóttir SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. september 1985 nauðsynlegar yfirlýsingar og Jó- hannes Harðarson hafði sam- band við gamla manninn síðustu árin eins og fyrir hönd okkar hinna. Ingi R. Helgason sagði mér að hann hefði rætt við Magn- ús snemma í febrúar 1983 þegar gengið var frá arfleiðsluskránni. Ingi sagði við Magnús að með þessu hefði hann sýnt stórkost- legt fordæmi og Magnús svaraði eins og ég hafði oft áður heyrt hundruð félaga svara: „Blessaður vertu: ég skulda Þjóðviljanum þetta“. Magnús bannaði síðan að útför hans yrði auglýst og lagði svo fyrir að hún færi fram í kyrr- þey, en það lá fyrir að heimilt var að birta um hann kveðjuorð dag- inn eftir útförina. Þess vegna er þessi grein skrifuð, en útförin fór fram í gær frá Fossvogskapellu í Reykajvík. Magnús var fæddur að Torf- garði í Seyluhreppi í Skagafirði. Gjöfin er gefin Þjóðviljanum til minningar um ömmu Magnúsar Margréti Sigfúsdóttur, Guð- mundssonar, bónda Magnús- sonar, í Vatnshlíð í Austur- Húnavatnssýslu. Magnús stundaði alla almenna verkamannavinnu. Hann bjó í Keflavík til ársins 1963 en fluttist þá til Reykjavíkur. Uppruni hans í Skagafirði og búseta í grennd við herstöðina hefur kannski ver- ið aðalástæða þess að þjóðfrelsis- og sjálfstæðismálin voru honum efst í huga. Fyrir hönd okkar aðstandenda Þjóðviljans færi ég Magnúsi Sig- urðssyni þakkir fyrir samfylgdina og þakkir fyrir þá gjöf sem hann gaf blaðinu við andlát sitt. Von- andi ber gjöfin ávöxt í öflugra starfi og baráttu fyrir hugsjóna- málum Magnúsar. Það er okkar sem stöndum að blaðinu í raun skylt að tryggja. Það verður best gert með því að hreyfingin, flokk- urinn og blaðið, eigi samleið, framvegis sem hingað til. Nú, einmitt nú, er lífsnauðsyn að sem flestir geri sér grein fyrir þessu grundvallarlögmáli, rétt eins og Magnús Sigurðsson. Þá lifir Þjóð- viljinn. Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.