Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Fréttir Starfsmenn sorpbrennslunnar Funa á ísaflrði grunlausir um snjóflóðahættu: Spurt um ábyrgð þeirra sem réðu staðsetningu - verktakar við byggingu stöðvarinnar reknir út vegna snjóflóðahættu „Við vorum algjörlega granda- lausir fyrir þvi að húsið stæði á hættusvæði. Okkur var aldrei sagt frá þvi að þarna væri snjóflóða- hætta. Það var þó vitað og verktak- ar voru á byggingartíma stöðvarinn- ar reknir út vegna snjóflóðahættu," segir Þorlákur Kjartansson, stöðvar- stjóri sorpbrennslunnar Funa á ísa- firði, sem eyðilagðist í snjóflóði fyr- ir nokkru. Þegar snjóflóðið skall á sorp- brennslunni björguðust þeir tveir starfsmenn sem þar voru við vinnu naumlega og nánast fyrir þá tilvilj- un að þeir voru ekki á vinnusvæði sínu. Þorlákur féllst á að ræöa þetta mál við DV og segist mæla fyrir munn allra fjögurra starfsmann- anna sem séu samstiga í öllum að- gerðum sínum. Auk hans störfuðu við sorpbrennsluna þeir Bjarki Rún- ar Skarphéöinsson, Skúli Skúlason og Guðmuhdur Sigurðsson. „Við höfum velt því fyrir okkur í hvaða hættu við vorum allan þenn- an tíma og hver sé ábyrgð þeirra sem stóðu að byggingu stöðvarinnar á þessum stað, vitandi það að þama var snjóflóðahætta. Þeim hafði verið greint frá því en við vorum aldrei látnir vita af hættunni þegar við vorum ráðnir í þessar stöður. Viö veltum því nú fyrir okkur hver sé réttur okkar,“ segir Þorlákur. Hann segir að það hafi ekki að- eins verið starfsmenn Funa sem voru í hættu heldur allir þeir mörgu Stuttar fréttir Rýmkun á lögum Lög um óbeina erlenda eigna- raðild aö útgeröar- og fisk- vinnslufyrirtækjum verða rýmkuö, samkvæmt tillögum nefndar um það mál. Þá verður útlendingum heimilað að eígn- ast orkufyrirtæki. RÚV greindi frá þessu. Villimenn í Landsvirkjun? Össur Skarphéöinsson, fyrr- verandi umhverfisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Lands- virkjunarmenn höguðu sér oft eins og villimenn gagnvart lífrí- kinu. Kínverjar vilja álver Kínversk sendinefnd er vænt- anleg til landsins til að skoða möguleika á því að reisa álver á íslandi. Samkvæmt frétt Mbl. verða Kínveijarnir hér í viku. Hrein ögrun Emma Bonino, sjávarútvegs- stjóri Evrópusambandsins, segir það hreina ögrun ef Norðmenn og íslendingar munu krefjast allt að 80% kvótans í Síld- arsmugimni. RÚV greindi frá þessu. Neysluvísitala lækkar Vísitala neysluverðs lækkaöi tun 0,3% milli október og nóv- ember en það jafngildir 4% verð- hjöðnun á ársgrundvefli. Enn lækka vextir Vextir á spariskírteinum í út- boði Lánasýslunnar í gær héldu áfram að lækka. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í 20 ára skír- teini var 5,49% sem er hálfu pró- sentustigi lægra en fyrir þremur vikum. -bjb Þeir félagar fóru fyrst afl velta málinu fyrir sér eftir að hafa séfl mynd í Vestfirska fréttablaðinu þar sem sást að snjó- flóð höfðu víða fallið úr hlíðinni ofan vifl Funa. Það kom þeim þó mest á óvart að lesa það að blaðið hafði á sínum tíma verið beðifl um að birta ekki myndina þar sem slfkt gæti valdið óróa. DV-mynd Hlynur Staðfest snjóflóðahættumat fyrir ísaQarðarkaupstað: Hættulínan liggur langs- um um hjónarúmið - konan á rauðu svæði en karlinn á gulu bæjarbúar sem áttu erindi í sorp- brennsluna og á gámasvæðið hjá henni. „Það erum ekki bara við heldur allflestir bæjarbúar sem eiga erindi og þama er stanslaus umferð á sorp- losunarsvæðiö og fólk í einhverjum tilvikum lagt í hættu,“ segir Þorlák- ur. Hann segir að þeir félagar hafi fyrst farið að velta málinu fyrir sér eftir að hafa séð mynd i Vestfirska fréttablaðinu þar sem sást að snjó- flóð höfðu víða fallið úr hlíðinni ofan við Funa. „Það kom okkur þó mest á óvart að lesa það að blaðið haföi á sínum tíma verið beðið um að birta ekki myndina þar sem slíkt gæti valdið óróa,“ segir hann. Sorpbrennsla ís- firðinga fer nú fram í gömlu sorp- brennslustöðinni á Skarfaskeri. Það eru þó ekki starfsmenn Funa sem starfa þar heldur starfmaöur bæjar- ins. Hann segir að mönnum þyki hart að þurfa skömmu eftir snjóflóðið að sæta þvi að vera sagt fyrirvaralaust upp störfum. „Rétt eftir að menn skríöa út úr snjóflóðinu er þeim rétt uppsagnar- bréf án nokkurra skýringa. Þama misstu menn eigur á borð við bíla og fleira og það er enn ekki farið að ræða við nokkum okkar um bætur vegna þess nú hálfum mánuði síð- ar,“ segir Þorlákur. -rt „Þetta er hálfskondið. Það er dregin lína þvert yfir svefnherberg- ið og stofan er að hluta á gulu svæði. Línan liggur langsum yfir hjónarúmiö þannig að konan er á rauöu svæði en ég á gulu. Maður verður væntanlega að hnippa í hana og segja henni að velta sér yfir á ör- uggt svæði,“ segir Halldór Svein- bjömsson, íbúi að Seljalandi 21 á ísafirði. Halldór, sem býr þar ásamt sam- býliskonu sinni, Helgu Einarsdótt- ur, og tveggja ára dóttur þeirra, Hildi Maríu, fékk í hendur staðfest hættumat vegna snjóflóða í vikunni þar sem fram kemur aö hluti húss hans er á rauðu svæði en hinn hlut- inn á gulu svæði. Hús Halldórs er nýlegt og á svæði þar sem nýbygg- ingar hafa risið undanfarin ár. Stærstur hluti svæðisins er nú á hættusvæði ásamt stórum hluta byggöar í Hnífsdal sem lendir ýmist inni á rauöu eða grænu svæði. Hall- dór segir það ekki óvænt að lenda inni á skilgreindu hættusvæði. „Maður vissi hálfþartinn af þvi aö það væri yfirvofandi að hús mitt lenti inni á rauðu svæði. Það er ákveðinn léttir að þetta skuli nú vera komið á hreint og það er þá ljóst að eitthvað verður gert. Áður var maður í óvissu," segir Halldór. Hann segist álíta að næg þekking á snjóflóðavömum sé til staðar til að veija svæöið sem hús hans stend- ur á og hann geri því ekki kröfu um að hús hans verði keypt upp. „Það verða gerðar kröfúr um úr- bætur en ég krefst ekki uppkaupa. Ég sé fyrir mér að það verði settar upp vamir þarna fyrir ofan og þannig tryggt öryggi íbúanna ,“ seg- ir Halldór. -rt Barátta á bílamarkaði: Hekla hf. seldi 45 bíla í gær Baráttan um bílamarkaöinn er í hámarki. Hekla hf. auglýsti í DV í gær stórlækkaö verö á notuöum bílum undir slagorð- inu „sprengigos“. Þar með kem- ur Hekla í kjölfar Toyota sem er með útsölu á notuðum bílum sem þeir kalla „æðiskast í kola- portinu". Gísli Vagn Jónsson, markaðs- stjóri Heklu, segir að viðbrögð almennings hafi ekki látið á sér standa. „Strax eftir að DV kom á göt- una byijaði ballið og það var strax mikið að gera í gær. Við seldum um 45 bíla í gærdag," Orkusölusamningur Landsvirkjunar viö Alusuisse-Lonza: Setiö á upplýsingum um raforku- verö vegna stækkunar álversins - sagt að þaö þjóni ekki viðskiptahagsmunum að gefa upp verðið „Það þjónar ekki viöskiptahags- munum Landsvirkjunar að gefa upp orkuverðið. Þó framkvæmdirnar kalli á tveggja til þriggja milljarða lán á þá mun Landsvirkjun geta greitt skuldir sínar hraðar niður vegna aukinnar orkusölu til álvers- ins. Að okkar mati er samningurinn því mjög hagsstæður," segir Þor- steinn Hilmarsson, upplýsingafull- trúi Landsvirkjunar. Þrátt fyrir að Landsvirkjun sé alf- arið í eigu opinberra aðila hefur stjóm fyrirtækisins neitað að gefa upp það orkuverð sem samið hefur verið um við Alusuisse-Lonza vegna stækkunar á álverinu í Straumsvík. Þá neitar Landsvirkjun að gefa upp hversu ábatasöm raforkuviðskiptin em talin vera miðað viö þær for- sendur sem gengið er út frá. Á síðasta ári nam orkusala Landsvirkjunar samtals 4.250 gíga- vattstundum. Orkuþörf nýja kerskálans, sem á að reisa í Straumsvík, verður um 947 gígavatt- stundir. Ljóst er því að stækkun ál- versins kallar á stóraukna orkusölu sem skiptir hag Landsvirkjunar miklu. Gert er ráð fyrir að orkusala vegna stækkunarinnar hefjist í árs- lok 1997 og að nýr orkusölusamning- ur gildi til til 2014 en þá verður til staöar gagnkvæm heimild til fram- lengingar um 10 ár til viðbótar. Samkvæmt frétt frá Landsvirkjun mun umsamið orkuverð til stækk- unarinnar ráðast á hvejum tima til verðs á áli á heimsmarkaði. Gert er ráð fyrir að nýja orkuverðið gildi einnig fyrir verksmiðjuna í heild frá og með 1. október 1004. Stækkun álversins í Straumsvík gerir það að verkum að öll umfra- morka í raforkukerfi Landsvirkjun- ar fullnýtist strax við gangsetningu nýja kerskálans á síðari hluta árs- ins 1997. Til að útvega viðbótarorku þarf að ráðast í ýmsar framkvæmd- ir, meðal annars stækkun Blöndu- lóns, fimmta áfanga Kvíslárveitu og endurbætur á Búrfellsstöð og Sogs- virkjunum, auk þess sem settir verða raðþéttar í háspennulínur. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.