Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Geislaplötur voru brenndar f Vestmannaeyjum. Af hverju er ekki búið að kveikja í plötum Gylfa? „Ég skil ekki af hverju þeir voru að brenna þessa diska. Fannst þeim tónlistin svona lé- leg? Af hverju eru þeir þá ekki fyrir löngu búnir að kveikja í öll- um plötum Gylfa Ægissonar?" Andrés Magnússon, í Alþýðublaðinu. Nýfrelsaður heilagsandahoppari „Ég, segir hann, var kommún- isti, ég var félagi í Alþýðubanda- laginu. En ég skipti um skoðun. Og hann talar eins og nýfrelsað- ur heilagsandahoppari." Svavar Gestsson um Jón Baldvln Hannlbalsson í Alþýðublaðinu. Ummæli Linkumenn og pólitískir rasssleikjarar „Þetta er eins og þegar ís- lenskt Alþingi hefur verið verst, samsett af linkumönnum og póli- tískum rasssleikjurum.“ Gunnar Bjarnason, f DV, um Samelnuðu þjóðlrnar. Hagkvæmasti kostur í heiminum „Það er enginn vafi á að þessi kostur að stækka ÍSAL er hag- kvæmasti kostur sem til er í heiminum." Slghvatur Björgvinsson, í DV. Stéttaskipting hefur fylgt Ind- landi frá örófi alda. Indland Aríanna Nasistar á sinum tíma hófu að túlka orðið arískur sem ekki gyðingur og í þrengri skilningi germanskur. Upprunalega þýddi orðið aríar aftur á móti „hinir hágöfugu" og var heiti á indó- evrópskum þjóðflokki sem kom að vestan til Punjab, beggja vegna viö Efri-Indus, nokkru fyr- ir mitt árþúsund f. Kr. Þeir fikruðu sig svo þaðan um alda- mótin 1000 f. Kr. austur yfir Ganges-sléttuna sem þeir ruddu síðan smám saman og ræktuðu með járnverkfærum. Ríkin tóku við hvert af öðru og stækkuðu og að síðustu náði Maurya-ríkið um 200 f. Kr. yfir hluta þess sem nú er Indland og Pakistan. Stétta- greining Aríanna og kúgun þeirra á því fólki sem fyrir var mótaði indverska stéttaskiptingu til frambúðar. Blessuð veröldin Indversku hetjukvæðin Hin fornu indversku hetju- kvæði, Mahabhárata og Ramá- yana, eru að vissu marki að efni til sambærileg við kviður Hómers. Eins og Ilíonskviða snýst um bardagana við Trjóu er aðalefnið í Mahabháta stríð milli tveggja skyldra konungsætta um völdin í Kuru-ríkinu en það var nálægt því sem nú er Delhi. Víðast vægt í dag og nótt verður norðvestan- og norðanátt víkjandi um allt land. Allhvöss norðan- og norðaustan- lands með éljum en mun hægari vindur víðast hvar annars staðar. Á Suður- og Suðausturlandi verður bjartviðri. Skýjað vestanlands, ann- Veðrið í dag ars staðar smáél eða slydduél. Víð- ast hvar verður vægt frost, þó má búast við 3 til 5 stiga hita sunnan- og suðaustanlands yfir hádaginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg- viðri og skýjað meö köflum í fyrstu en norðankaldi og léttskýjað þegar líður á morguninn. Stinningskaldi eða allhvass norðan og skýjað síð- degis og fram á nóttina en lægir þá töluvert og léttir heldur til. Vægt frost í fyrstu en 2 til 4 stiga frost yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 16.47 Sólarupprás á morgirn: 9.33 Síðdegisflóð f Reykjavík: 19.34 frost Árdegisflóð á morgun: 7.50 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 0 Akurnes léttskýjaó 2 Bergsstaóir alskýjaö -1 Bolungarvík alskýjaö 1 Egilsstaöir skýjaö 0 Keflavíkurflugvöllur léttskýjaö 0 Kirkjubœjarklaustur heiöskírt 1 Raufarhöfn snjókoma -1 Reykjavík skýjaö -1 Stórhöfði léttskýjaö 0 Bergen hálfskýjaö 4 Helsinki snjókoma 1 Kaupmannahöfn súld 6 Ósló léttskýjaó 1 Stokkhólmur skýjaö 3 Þórshöfn léttskýjað 5 Amsterdam rign/súld 11 Barcelona léttskýjaö 10 Feneyjar þokumóða 6 Frankfurt þokumóöa 6 Glasgoui skýjaö 1 Hamborg þokumóóa 10 London þokumóöa 11 Los Angeles þokumóöa 16 Lúxemborg þoka 6 Madrid skýjað 9 Malaga skýjaö 12 Mallorca hálfskýjaö 6 New York heiöskírt 3 Nice léttskýjaó 9 Nuuk skýjaó 3 Orlando skýjaö 11 París léttskýjaö 4 Róm þokumóða 6 Valencia mistur 11 Vín alskýjaó 0 Winnipeg alskýjaö -10 Benedikt Rúnar Guðmundsson, körfuboltaþjálfari: Gaman að hitta Pat Riley og Don Nelson í eigin persónu „Ég hef sökkt mér niður í körfu- boltann síðustu árin og verið að þjálfa í nokkur ár, hef núna verið með yngri flokkana í KR og þjálf- aði drengjalandsliðið í sumar,“ segir Benedikt Rúnar Guðmunds- son, sem í vikunni var ráðinn þjálfari Úrvalsdeildarliðs KR og er langyngsti þjálfarinn í Úrvalsdeild- inni, tók hann við þjálfarastööunni af Axel Nikulássyni. Benedikt segist hafa í gegnum, tíðina farið á námskeið fyrir þjálf- ara í útlöndum: „í sumar fór ég til Maður dagsins að mynda til Grikklands á nám- skeið, þar sem ekki voru ómerkari leiðbeinendur en Par Riley og Don Nelson auk annarra þekktra þjálf- ara og þaö var virkilega gaman að komast í návígi við þessa menn og hitta í eigin persónu. Benedikt er búinn að lifa og hrærast í körfuboltanum alveg frá því hann var smástráku: „Ég var tíu ára þegar ég byrjaði að æfa og 1 ................. Benedlkt Rúnar Guömundsson. hef alltaf verið í KR, en ég hef þjálf- að aðra en KR-inga, ég bý í Njarð- vík og þar var ég með körfubolta- skóla í sumar. Þegar þú býrð í Njarðvík þá ertu með körfuboltann aflt í kringum þig, enda bærinn al- gjör körfuboltabær.“ Benedikt var spurður hvemig starfið legðist í hann: „Mér líst vel á starfið, gengi KR-liðsins hefur verið um 50% og er stefnan sett á að bæta það. Ég hef góðan mann- skap, unga og efnilega stráka í bland við eldri spilara." Nú er spilað tvisvar í viku í úr- valsdeildinni og var Benedikt spurður hvort það væri ekki of mikið: „Persónulega finnst mér vera of mikið að spila tvo leiki í viku. Það gefast fá tækifæri til að kenna á æfingum, allur tíminn fer í að undirbúa fyrir næsta leik. Þetta hentar betur reynslumiklum liðum á borð við Njarðvíkurliðið, en þar sem eru ungir leikmenn þá þurfa þeir einnig að fá tækifæri til að fá kennslu." Benedikt er einhleypur og er aðalstarf hans þjálfun. Um önnur áhugamál sagði hann það vera boltaíþróttir almennt: „Ég fylgist vel með fótboltanum og svo smitað- ist ég af golfiþróttinni og þá var ekki aftur snúið og spila ég golf á sumrin.“ Sex leikir í Úr- valsdeildinni í kvöld verður leikin heil um- ferð i Úrvalsdeildinni í körfu- bolta og fara leikimir fram víða um land. Á Akranesi leika ÍA og Valur, Skallagrímur og Þór leika í Borgarnesi, Grindvíkingar leika á heimavelli gegn KR, I Njarðvíkum leika heimamenn við Breiðablik, í Reykjavík fer fram viöureign ÍR og Tindastóls íþróttir og í Hafnarfirði leika Haukar og Keflavík. Allir leikimar hefjast kl. 20.00. Einn leikur er í 1. deild kvenna og fer hann fram i Vest- mannaeyjum, ÍBV leikur gegn Víkingi ld. 21.00. Skák Stórmeistarinn Miguel Illescas sigraði glæsilega á spænska meist- aramótinu sem fram fór í Matalscanas fyrir skömmu. Hann hlaut 8,5 v. - tveimur meira en næstu menn. Þessi staða er frá mótinu. Illescas hafði hvítt og átti leik gegn Magem: 23. Rxf6! Bxel Ef 23. - DxfB 24. Hxe5+ og drottningin fellur. 24. Dxe5+ Kd8 25. Hxel Hc4 26. d6 og svartur gaf - hótunin er 27. De8+! og mát í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Ice-Relay sagnkerfi Jóns Baldursson- ar og Sævars Þorbjörnssonar þykir vera sérlega nákvæmt ef opnanir eru á báðum höndum spilafélaganna og frið- ur gefst til að segja á spilin. I móts- blaði, sem gefið var út vegna Politiken- tvímenningsmótsins í Danmörku í síð- ustu viku, var drepið á kerfi þeirra fé- laga. Þeir Jón og Sævar sögðu á spil austurs og vesturs í sagnkeppni tíma- ritsins European Bridge, fyrsta tölu- blaði ársins 1995. Sagnir gengu þannig: 4 «* ♦ * 4 K843 — 8732 v ♦ ÁDG87 * L_ 4 44 ♦ * Vestur Norður Austur Suður Sævar Jón — 14 pass 1G pass 3*4 pass 34 pass 44 pass 444 pass 4G pass 5* pass 54 pass 5G pass 6* pass 64 pass 64 pass 74 p/h Tígulopnunin lýsti 11-15 punktum ójafiiskipta hendi, eitt grand var út- tektarkrafa (game). Allar næstu sagnir vesturs voru nákvæmari lýsing á hendinni en sagnir austurs voru spurnarsagnir. Þrjú hjörtu lýstu 4 spöðum og eyðu í laufi, 3 grönd sýndu 4-4-5-0 skiptingu. Fjórir tíglar sagði frá þremur kontrólum og íjögur grönd lof- uðu kontróli í tígli en neituðu hjarta- kontróli. Fimm spaðar lofuðu kontróli í spaða og tíguldrottningu en neituðu hjártadrottningu. Sex lauf neituðu spaðadrottningu og 6 spaðar lofuðu tígulgosa! og neitaði hjartagosa. Af- gangurinn var auðveldur og eins og sést er alslemma í tígli góður samning- ur með trompinu ekki -verr en 4-2 og spöðum 3-1. Ef trompin liggja 3-3 úti væri hægt að ráða við 4-0 spaðalegu ef vömin tekur ekki trompun í byrjun. Óneitanlega áhrifaríkt sagnkerfi og nákvæmni í sögnum. ísak Örn Sigurðsson 4 A9765 44 ÁK94 ♦ K6 * ÁK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.