Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Spurningin Tekur þú vetrarfrí? Ágústa Jónsdóttir kennari: Nei, það geri ég ekki. Guörún Hlín Friðriksdóttir af- greiðslustúlka: Nei, það geri ég aldr- ei. Erna Kristín Hauksdóttir af- greiðslustúlka: Nei, ég hef alltaf ver- ið í skóla á veturna og nú er ég að vinna. Sólrún Jónasdóttir kaupmaður: Ég hef stundum farið í stuttar haust- ferðir, 4-5 daga. Þorgeir Guðmundsson KR-ingur. Nei, ekki nema um páskana og farið þá á skiði á Húsa'vik. Óli B. Bjarnason: Já, stundum og farið til Kanarieyja. Lesendur Fréttamenn og stjórnmálafræðingar: Lítt forspáir um framtiðina Þurfa menn að hafa vaxið upp með stórviðburðum heimsmálanna til að geta spáð fyrir um framhaldið? Jóhann Guðmundsson skrifar: Mér blöskrar stundum umræðan í fjölmiðlunum hér á landi, einkum þó ljósvakamiðlunum, um erlenda atburði. Ekki síst þegar ýmist frétta- menn eða stjórnmálafræðingar eru fengnir sérstaklega til að sitja fyrir svörum um þá atburði sem hæst ber hverju sinni í heimsmálunum. - Nú síðast hef ég hlýtt á einn sérfræðing- inn, mann að nafni Jón Orm Hall- dórsson, sem hefur verið tíður gest- ur hjá Ríkisútvarpinu til að ræða einstaka heimsatburði og látinn gefa þeim ljós og líf. - Og svo er spáð í framtíðina. En er nokkur furða þótt við ís- lendingar eigum ekki stjórnmála- menn, nú eða þá fréttamenn sem standast snúning erlendum starfs- bræðrum sínum í heimsmálunum? Við erum í fyrsta lagi langt frá þess- um atburðum, í öðru lagi höfum við enga reynslu í að taka þátt í erlend- um stórviðburðum. Hér er engin herskylda, og því hafa ungir menn hér aldrei haft beina reynslu af því að vera í nánd við stórviðburði á styrjaldarsvæðum. Það er fyrst nú á seinustu misserum að við höfum sent hjálparfölk til stríðshrjáðra svæða, þ.e. til Bosníu þar sem ís- lenskir læknar og hjúkrunarfólk starfar. Forspár íslenskra aðila sem fjalla um þessi mál eru því mest byggðar á sandi. - Ég gleymi aldrei - það var fyrir mörgum árum - þegar þáver- andi ritstjóri Tímans, Þórarinn Þór- arinsson (og-var oftast nefndur „nestor“ íslenskra blaðamanna) gerði úttekt á stjórnmálum i Þýska- landi (en hann reit pistla um erlend mál í blað sitt um árabil). Hann full- yrti að þessi Helmut Kohl myndi nú ekki verða langlífur í þýskum stjórnmálum, ef dæma mætti eftir því hvemig hann hæfi sinn feril. - Annað kom þó heldur betur í ljós. Þetta er bara dæmi, tekið af handahófi. - í umfjöllun íslenskra fræðimanna um erlend stjórnmál er mestan part lítið á að byggja, og oft- ast verður spáin öfug við það sem þessir spekingar áæOa. Sem eðlilegt er. - Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í ísrael og sjá hve spár okkar spekinga hér heima um gang mála þar standast tímans tönn. Svikamylla stjórnmálamanna Eiríkur E. Viggósson skrifar: Stjórnmálamenn lofa ætíð fyrir kosningar að leysa flest vandamál. Þeir svíkja það líka eftir kosningar. Eitt málanna var lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Ekki bólar á hon- um. Og er þó óréttlætið í lífeyris- málum aldrei meira áberandi en nú. Bara nokkur dæmi: Á aðalfundi í kaupfélagi fyrir norðan var aðal- vandamálið það, hvernig leysa átti lifeyrismál þriggja kaupfélagsstjóra, að upphæð 84 milljón króna. Þrír fyrrverandi forstjórar olíufélaga hafa árlega um 36 mOljónir í eftir- laun. Ráðherrar og alþingismenn hafa skammtað sér mjög góö eftir- laun en sem eru í engu samræmi við þann lífeyrisrétt sem annað launafólk í landinu verður að búa við. Ætli stjórnmálamenn haldi að ungt fólk láti bjóða sér versnandi lífskjör til þess eins að greiða óraun- hæfar lífeyrisskuldbindingar sem nema milljörðum króna árlega? Rík- issjóðshalli verður aldrei leystur hér nema allir landsmenn greiði skatta í samræmi við sannanleg laun. Bretti stjórnmálamenn ekki upp ermarnar og vinni af heilindum fyr- ir þjóðina mun landflótti bresta á með þeim afleiðingum sem ekki þarf að lýsa. Það er þó enn nokkur von ef ungt fólk í stjórnmálaflokkunum sameinast um breytingar á stjórnar- háttum. Á þann hátt m.a. að viður- lög verði hert við skattsvikum með sérstakri lagasetningu, innheimta staðgreiðslna verði hert og komið i * veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja með virkara eftirliti lánastofnana áður en í óefni er komið. Viöræður í Vesturheimi: Gagnkvæmar fjárfestingar nýr flötur Jón Þorsteinsson skrifar: Flestir geta verið sammála um að EES-samningurinn hefur ekki verk- að sem skyldi hér, gagnstætt því sem vænst var af flestum. Og GATT- samkomulagið breytir ekki miklu. Við erum líka í dálítið öðrum heimi hér, fjarri þeim löndum sem við höf- um bundist samtökum um viðskipti og sameiginlegar reglur eins og þær eru túlkaðar í EES-samningnum. Því hlýtur annað að koma til svo að við getum vel við unað. Margir hafa bent á betri viðskiptatengsl eða samninga við Bandaríkjamenn, jafnvel tollabandalagið NAFTA. Nú nýlega fór utanríkisráðherra okkar, Halldór Ásgrímsson vestur um haf til viðræðna við starfsbróð- ur sinn í Bandaríkjunum. Þar sner- ust viðræður að mestu leyti um varnarsamstarfið sem verður lík- lega undirritað óbreytt að mestu. En það sem ég hjó eftir og finnst vera líklegt til breytingar fyrir okkur Is- lendinga, var að þarna voru ræddir möguleikar á gagnkvæmum fjárfest- ingasamningi ríkjanna tveggja. En hann snýst að verulegu leyti um gagnkvæmt atvinnuleyfí rekstrarað- ila hér á landi og í Bandarikjunum. Veröi þetta að veruleika er þar með kominn grundvöllur fyrir þvi Marka viðræður utanríkisráðherra íslands og Bandaríkjanna tímamót fyrir okkur íslendinga? að íslendingar geti í raun dvalið í Bandaríkjunum vegna starfsemi sinnar og Bandaríkjamenn hér á landi. Með þessu er rutt úr vegi stórum þröskuldi hvað atvinnustarf- semi íslendinga áhrærir í Banda- rikjunum. Og þetta þýðir i raun frá- hvarf frá þeirri tímaskekkju að binda trúss sitt við Evrópulöndin eins og tilhneiging hefur verið til hjá okkur til þessa. - Hér er því al- gjörlega nýr flötur uppi á teningn- um hvað okkur varðar. Gífurleg erlend lánsfjárþörf Sigursteinn skrifar: Það er ekki mikil breyting til batnaðar hér á landi hvað varðar erlendar skuldir. Lánsfjárþörf ríkissjóðs er mætt að 60% með erlendum lánum, en innlendar lántökur ríkisins eru minni er búist var við. Lánsfjárþörf hins opinbera liggur nánast í hverju því verkefni sem framkvæma þarf, og það hefur lítið breyst að samdráttur er sama og enginn i opinberum framkvæmdum. í stað þess að ríkið leggi niður framkvæmdir á sínum vegum í svo sem eitt ár er haldið áfram að fjármagna hverja þarflausu framkvæmdina á fætur annarri. Nú er mál að linni þessum fárán- legu framkvæmdum og lántök- um vegna þeirra. Styðja kynin til kynskipta? Jens skrifar: Ekki er öll vitaleysan eins. Nú hefur landlæknir komið á ráð- gjafarnefnd til að aðstoða ís- lenska einstaklinga sem vilja fá kynskipti. Flestir þeirra búa að vísu erlendis, en allt viljum við gera fyrir samlanda okkar. Já, styðjum kynin til kynskipta, og ókeypis að sjálfsögðu! Álversstækkunin: Ekkert nei- kvætt? Eggert hringdi: í morgunútvarpinu á rás 2 sl. þriðjudag var rætt við tvo aðila, iðnaðarmann og verktaka, um áhrif stækkunar álversins. Út- varpskonan reyndi með öllu móti að fá út úr mönnunum hvort ekki væri nú eitthvað neikvætt við stækkun þessa mannvirkis. Spurði t.d. hvort þetta yrði ekki kannski of stór biti að kyngja í einu með tilliti til vinnumarkaðarins, og líka hvort ekki kæmi svo bara önnur lægð á vinnumarkaðinum þegar þessu lyki. Hún fékk þau við- brögð ein að þetta væri allt hið besta mál. - Einkennileg vinnu- brögð hjá fréttamönnum Ijós- vakamiölanna; alltaf reynt að ná fram neikvæðum hliðum mála líka. - Nægir ekki önnur hlið málsins þegar fyrir liggur að ekki er um aðra að ræða? Sykursullið „gosdrykkir" Bjarni Jónsson skrifar: Mér er farið að blöskra hve gosdrykkir eru seldir við háu verði hér á landi. Ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að selja þetta sykursull sem ég kalla svo og eiga að heita „gosdrykkir" á yfir 100 kr. hálfan lítra, í sjopp- unum. Ég tók mig nú til og dró fram gamla Soda Stream-tækið, keypti mér gashylki í það og bý til mitt eigið sódavatn úr krana- vatninu. Þetta er hinn besti drykkur, sykurlaus og hollur. Og svo spara ég ógrynni fjár með þessu. Samúð frá Suð- ur-Ástralíu Ómar Ármannsson skrifar: Fyrir hönd nokkurra Islend- inga hér í Adelaide sendum við alla okkar samúð til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri. Þegar hörmungar sem þessar dynja yflr okkar litlu þjóð, þurfum við að styðja hvert annað, livar sem við erum í heiminum stödd. Megi allur veraldlegur máttur verða ykkur að liði í þeirri miklu sorg sem þið þurfið að yf- irstíga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.