Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: l'SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Vaxandi velgengni Notkun íjölmiðla fer vaxandi samkvæmt niðurstöðum nýjustu fjölmiðlakönnunar Félagsvísindastofnunar, eink- um dagblaða og sjónvarps. Einna mest er aukningin hjá DV, sem hefur samkvæmt sömu tölum hækkað um þrjú prósentustig frá því í marz og fram í október. Morgunblaðið hefur staðið í stað á sama tíma, svo að heildamotkun dagblaða hefur aukizt á tímabilinu. Einna mest hefur breytingin orðið á helgarblaði DV, sem hefur hækkað úr 50% lestri í 56% lestur á þessu hálfa ári. Sex prósentustiga aukning er mikil á svo skömmum tíma. Vaxandi lestur DV endurspeglar töluverðar endurbæt- ur, sem gerðar hafa verið á einstökum efnisþáttum blaðs- ins og verið er að gera um þessar mundir. Þegar þessum endurbótum lýkur, verður DV væntanlega mun betur en áður búið undir að mæta þörfum lesenda sinna. Helgarblað DV var einna fyrst á ferðinni í haust í þess- um endurbótum, enda hefur lestur þess aukizt mest. Miklar breytingar hafa einnig verið gerðar á þriðjudags- blaði DV, en þær eru alveg nýjar af nálinni og skila sér væntanlega betur í síðari fj ölmiðlakönnunum. Tölur Félagsvísindastofnunar eru einkar athyglisverð- ar í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Síðustu árin hafa ver- ið erfið öllum almenningi. Fólk hefur þurft að spara meira við sig en oftast áður. Búast hefði mátt við, að þessi samdráttur kæmi fram í minni notkun fjölmiðla. Ef litið er yfir gamlar og nýjar tölur fjölmiðlakannana, sést vel, hversu traust er staða stóru fjölmiðlanna*Sjö öflugir íjölmiðlar hafa lengi náð hver fyrir sig til augna og eyma mikils meirihluta þjóðarinnar, tvær sjónvarps- stöðvar, tvö dagblöð og þrjár útvarpsstöðvar. Ef notaðar eru tölur síðustu íjölmiðlakönnunar um, hversu mikill hluti þátttakenda notaði ijölmiðlana eitt- hvað á einu ári, sést, að Ríkissjónvarpið er notað af 98% landsmanna, Stöð 2 af 91%, Rás 2 af 90%, Morgunblaðið af 88%, DV af 86%, Gufan af 82% og Bylgjan af 81%. Sennilega er sjaldgæft annars staðar í heiminum, að svona margir fjölmiðlar hafi svona mikla og langvinna útbreiðslu meðal heillar þjóðar. Þetta þýðir í raun, að fólkið í landinu býr ekki við sams konar fáokun á þessu sviði og hún býr því miður við á mörgum öðrum sviðum. Mikilvægt er fyrir þjóðfélagið, að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum fjölmiðlum, sem eru innbyrðis ólíkir og spegla þjóðfélagið með margvíslegum hætti. Þetta eykur þekkingu þjóðarinnar á því, sem er að gerast innan lands og utan og treystir þannig lýðræðið í landinu. Mikilvægur hluti þessarar fjölbreytni felst í, að lands- menn notfæra sér aðgang að fimm öflugum og fullburð- ugum fréttastofum, sem spanna fréttir frá öllu landinu og frá útlöndum. Þetta þýðir, að enginn einn valdaaðili get- ur ákveðið, hvað sé fréttnæmt og hvað ekki. Þessi góða staða hér á landi væri ótrygg, ef mikið ójafnvægi væri í styrk stóru fjölmiðlanna, þannig að ein- hver þeirra eða einhverjir þeirra væru á undanhaldi í samkeppninni. En staðan er einmitt trygg, af því að ótrú- lega mikið jafnvægi er í útbreiðslu stærstu sjö fjölmiðl- anna. Langt er síðan kom í ljós, að hér á landi er rúm fyrir tvö stór dagblöð, tvær stórar sjónvarpsrásir og þrjár stór- ar útvarpsrásir. Engin ástæða er til að efa, að svo verði áfram enn um skeið. Raunar bendir stofnun nýrra sjón- varpsrása til, að möguleikamir séu ekki fullnýttir. DV ætlar sér góðan hlut að þessu mynztri á næstu árum. Því mun blaðið laga sig á hverjum tíma að breytt- um þörfum þjóðar, sem lifir í hraðri tímans rás. Jónas Kristjánsson „I fyrsta lagi afla sjómenn ekki obbans af gjaldeyristekjunum og í öðru lagi er öflun gjaldeyristekna ekki mikil- vægara eða merkilegra starf en önnur störf.“ Sjómannaafslátturinn í DV þann 1. nóvember reynir Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður að færa rök fyrir því mis- rétti sem skattaafsláttur sjómanna er. Ekkert af því sem hann nefnir eru þó gild rök og verður best lýst sem vanhugsuðum athugasemdum og rökleysu. Hér er því miður ekki rúm til að rekja það lið fyrir lið, en skoðum tvennt nánar. Súpersjómenn Guðmundur segir: „...(sjómenn- irnir) eru langtímum saman að heiman og njóta því ekki þeirrar samfélagslegu þjónustu sem aðrir njóta. í þessu sambandi má nefna læknisþjónustu, þjónustu sem hið opinbera veitir fólki.“ Veikjast sjómenn aldrei? - Var óþarfi að kaupa björgunarþyrluna sem sjómenn börðust fyrir að yrði keypt? Var varöskip sent í Smug- una, með lækni innanborðs, bara svona til gamans? Var langbylgj- umastrið, sem fauk um koll í roki, endurbyggt fyrir mörg hundruð milljónir fyrir einhverja aðra en sjómenn? Er það viðhorf Guðmundar að skattheimta skuli taka mið af því hve mikið viðkomandi nota samfé- lagslega þjónustu? Vill hann þá að gamla fólkið greiði hæstu skatt- ana? Hverjir afla gjaldeyris? Guðmundur segir: „Gleymum því ekki að þetta eru mennimir sem afla þjóðarbúinu obbans af gjaldeyristekjunum.“ Hann lítur á þetta sem rök fyrir sjómannaaf- slætti. Með þessum orðum opin- berar Guðmundur bæði vankunn- áttu og einkennileg viðhorf. í fyrsta lagi afla sjómenn ekki obbans af gjaldeyristekjunum og i öðru lagi er öflun gjaldeyristekna ekki mikilvægara eða merkilegra starf en önnur störf. Útflutningur sjávarafurða stend- Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla íslands ur undir um það bil helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, ekki obbanum. Auk þess koma margir fleiri en sjómenn þar við sögu. Fiskverkafólk vinnur ekki ómerki- legri störf en sjómenn þótt Guð- mundur telji svo vera. Reyndar virðast margir vera þeirrar skoð- unar, kannski vegna þess að það eru fyrst og fremst konur sem vinna við fiskvinnslu, en karlar sem em sjómenn. Auk ofantalinna mætti nefna fjölmarga aðra, t.d. fiskifræðinga og skrifstofumenn. Guðmundur hefur þess utan greinilega ekki heldur áttað sig á mikilvægi markaðsþáttarins í sjávarútvegi og ánnarri atvinnu- starfsemi. Gjaldeyrisdýrkunin Ótrúlega margir telja að gjald- eyrisöflun sé undirstaða undir allt annað, og að störf við gjaldeyrisöfl- un séu því merkilegri eða mikil- vægari en önnur. Það er ekkert einkennilegt að forsvarsmenn samtaka í sjávarútvegi lýsi sjávar- útvegi sem undirstöðuatvinnu- grein. En það ætti að gera þá kröfu til alþingismanna að þeir skilji þá einfoldu hagfræði (eða heilbrigðu skynsemi) sem þarf tfl að átta sig á í hverju rökleysan felst. Hér á eftir eru tvær hugarleikfimiæfmg- ar fyrir þá sem enn telja gjaldeyr- isöflun vera undirstöðu undir aðra atvinnustarfsemi. Röksemdafærslan er álíka vit- laus og eftirfarandi: Hjólin eru undirstaða bílsins og bíllinn kemst ekkert án þeirra. Þess vegna eru hjólin mikilvægari en bílvélin, stýrið og gírstöngin. ímyndum okkur að lönd Evrópu taki upp sameigilega mynt, þar á meðal ísland. Við þá breytingu myndi fiskútflutningur til Þýska- lands ekki afla þjóðinni gjaldeyris lengur en fiskútflutningur til Jap- ans myndi afla Evrópu gjaldeyris. Væri þá fiskútflutningur til Jap- ans undirstaöa undir fiskútflutn- ingi til Evrópu. Að sjálfsögðu ekki. Ekki frekar en að fiskútflutningur sé undirstaða innflutnings á olíu- vörum, svo eitthvað sé nefnt. Snjólfur Ólafsson „Útflutningur sjávarafurða stendur undir um það bil helmingi gjaldeyristekna þjóð- arinnar, ekki obbanum,“ segir Snjólfur í grein sinni. Skoðanir annarra Gleðin yfir álverinu „Landsvirkjunarmenn geta verið glaðir, því loks- ins fá þeir eitthvaö að gera eftir að hafa tapað hundr- uðum milljóna króna á ári við að bíða eftir næstu stóriðju. Fjármálaráðherrann getur verið glaður því hann sér fram á milljarði meira í kassann þegar fram líða stimdir. Iðnaðarmenn geta verið glaðir því á næstu árum verða til 800 ársverk við stækkun álvers- ins. Hafnfirðingar geta verið glaðir yfir búbótinni á erfiðum tímum, stóriðjunefnd getur glaðst yfir vel unnu verki og landsmenn geta allir verið glaðir yfir batnandi þjóðarhag." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 8. nóv. Launaliðir bundnir „Fulltrúar ASÍ óskuöu eftir að farið yrði yfir launa- þróun einstakra hópa. Þeir telja að einstakir hépar hafi farið fram úr almennri launaþróun í landinu og vilja ræða þau viðhorf sem það skapar við okkur. Við munum auðvitað verða við því. Það liggur ekkert fyr- ir um niðurstöðu í þeim viðræðum. Við lítum þannig á málið að launaliður samninganna sé bundinn. . . . Báðir aðilar eiga þau sameiginlegu markmið að tryggja að hér verði áfram stöðugleiki í efnahagsmál- um og verðbólga verði mjög lág á næstu árum.“ Þórarinn V. Þórarinsson í Mbl. 8. nóv. Hann landaði laxinum „Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og forsvars- menn Alusuisse-Lonza kynntu í gær niðurstöðu samningaviöræðna um stækkun álversins í Straum- svík... Ýmsar ástæður hafa verið fyrir þeim málalok- um og eflaust ekki við ráðamenn hér á hveijum tíma að sakast. Hins vegar er ástæðulaust að gera lítið úr því að núverandi viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfs- son, er sá stjórnmálamaður sem fer fyrir því liði sem landaöi þessum laxi. Það er óneitanlega stór pólitísk- ur sigur fyrir þennan unga ráðherra.“ Úr forystugrein Tímans 8. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.