Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Fréttir Marín Hafsteinsdóttir, sex mánaða hjartasjúklingur í Boston: Hjartaaðgerðin ætti að fara fram í dag - segir Hafsteinn Hinriksson, faðir Marínar „Marín er alger orkubolti. Hún hefur sofið frá því að við komum, voðalega þreytt eftir allar þessar prufur en að öðru leyti hefur hún það bara gott,“ sagði Hafsteinn Hin- riksson, faðir sex mánaða Eskflrð- ings, Marínar, i gær en hún gengst að öllum líkindum í dag undir að- gerð vegna sjaldgæfs hjartagalla á barnasjúkrahúsinu Children’s Hospital í Boston í Bandaríkjunum. Marín þjáist af sjaldgæfum hjarta- galla þar sem slagæðina frá hægra hjartahólfi í lungu vantar og opið er á milli hjartahólfa. í aðgerðinni, sem getur tekið allt að níu klukku- stundum, þarf að opna brjóstkass- ann, taka tvo æðaranga, sem Marín hefur myndað, úr ósæðinni og tengja hægra-hjartahólfi. Svo verður lokað milli hólfa. Eftir aðgerðina verður hún látin sofa á gjörgæslu- deild í nokkra daga og fer svo i önd- unarvél þar til hún er búin að ná sér. „Þetta miðar allt í rétta átt. Mar- ín er búin að fara í allar prufur, að ég held, í sónar, hjartalínurit, röntgen og ómskoðun, blóðprufur og svo í hjartaþræðingu í gær. Við erum ekki búin að fréttir af því enn þá en þeir halda að hún fari í að- gerðina á fimmtudaginn," sagði Haf- steinn þegar DV hafði samband við hann á sjúkrahúsinu í gærmorgun. Marín er annað barnið sem gengst undir aðgerð sem þessa á sjúkrahúsinu í Boston. Fyrra barnið var drengur sem þurfti að gangast tvisvar undir aðgerðina með tveggja daga millibili þar sem æðarnar lágu mjög aftarlega. Ekki er búist við að Marín þurfi að gangast undir fleiri en eina aðgerð. Hafsteinn segir að sjúkrahúsið sé mjög gott og starfsfólkið sé reiðubú- ið að aðstoða þau. Ekki sé verra að læknir Marínar, Stanton Perry, tali íslensku en hann er giftur íslenskri konu og bjó hér á landi nokkur ár. Marín og fjölskylda hennar á pantað flug heim til íslands í lok nóvember. Ekki er þó vitað hvenær von er á þeim því að heimkoman fer Nafn byggingarfulltrúans í Reykjavík var á dagskrárdrögum fyrir ráðstefnu: Lýsir furðu sinni á nafnnotkun án ieyfis „Ég lýsi furðu minni á þessari leyfislausu notkun á nafni mínu og krefst þess að umrætt blað verði sent til þeirra aðila sem það hafa fengið án þess að nafn mitt sé á blaðinu. Það er lágmarkskurteisi að ganga úr skugga um hvort viðkomandi, í þessu tilfelli ég, sé reiðubúinn til þess aö takast á hendur verk áður en gefið er í skyn að svo geti verið.“ Þannig segir í bréfi sem Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík, sendi skipuleggjendum ráðstefnu um samræmt byggingareft- irlit, sem haldin verður í Reykjavík í dag. Skipuleggjendur ráðstefnunnar höfðu sett upp drög að dagskrá ráð- stefnunnar með nöfnum hugsanlegra frummælenda innan sviga. „Ég held að þetta hafi verið gert í fljótfærni hjá Magnúsi. Ég þekki hann fyrir góðan dreng og duglegan en hann er að sýna vald sitt þarna. Maður ansar ekki svona fiflalátum. Ég veit ekki hvað hann er að hugsa,“ segir Kristján Ottósson, einn skipu- leggjenda ráðstefnunnar. Kristján segir að dagskrárdrögin hafi verið send sem trúnaðarmál inn á heimili annars manns þar sem Magnús komst í þau. Hann segist hafa heimsótt Magnús eftir að hann fékk bréfið frá honum. „Það var farið að dreifa nafni mínu sem frummælanda án þess að það hefði verið talað við mig. Mér skilst að þetta hafi bara verið hug- myndir og það mál er alveg búið. Nafn mitt er hvergi nefnt í þessum plöggum," segir Magnús Sædal Svav- arsson. Það er Lagnafélag íslands og Sam- tök iðnaðarins sem standa að ráð- stefnunni ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagi byggingarfull- trúa, iðnaðarráðuneytinu og fleiri aðilum. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík mun ekki sækja ráöstefnuna vegna anna í byggingamefnd. -GHS eftir því hversu fljót Marín verður lengi hún verður að vera á sjúkra- að ná sér eftir aðgerðina og hversu húsinu í Boston. -GHS Marín Hafsteinsdóttir, sex mánaða Eskfirðingur, gengst að öllum iíkindum undir hjartaaðgerð á barnasjúkrahúsi í Boston í dag. Hafsteinn Hinriksson, faðir Marínar, segir að litla stúlkan hafi sofið mikið að undanförnu en sé að öðru leyti algjör orkubolti. Myndin var tekin á heimiii Marínar á Eskifirði fyr- ir nokkru. DV-mynd Emil Dagfari___________________________ Matur eða laun? Svo sem kunnugt er af fréttum hefur verkalýöshreyfingin lent í ógöngum með launabaráttu sína sem var háð undir merkjum lífs- kjarajöfnunar. Alþýðusambandið og flest sérsambandanna innan þess sömdu um launakjör sem þau skammast sín fyrir enda datt ekki nokkrum öðrum viti bornum launasamtökum í hug að semja um viðlíka kjör. Hálaunafólkið hafði vit á þvi að etja fíflunum á foraöið og semja síðan um mun hærri laun en ASÍ lét sig hafa. Svo komu þing- mennirnir og ráðherramir og emb- ættismennirnir og fengu jafn háa hækkun á mánuði eins og launa- fólkið fékk yfir árið. Forystumenn Alþýðusambands- ins og Verkamannasambandsins og iðnverkafólks og annarra láglauna- stétta rifu hár sitt og hótuðu að- gerðum og létu samþykkja áskorun til allra aðildarfélaga um að segja upp samningum. Þeir voru ekki fyrr búnir að sam- þykkja áskorunina en vinnuveit- endur bentu þeim góðfúslega á aö samningar séu samningar og þeir eru bindandi þangað til þeir renna út. Menn geta ekki sagt upp samn- ingum af því að þeir hafa samið af sér. Það þýðir lítið að vera argur út í samninga sem maður skrifar sjálf- ur undir. Nú vom góð ráð dýr og foringjar Alþýðusambandsins gripu til þess ráðs að krefjast lækkunar á matar- verði í landinu og vinnuveitendur gerðu þeim þann greiða í stöðunni að taka undir þessa kröfu um lægra matarverð og allt í einu vom allir sammála um að lækka matarverð- ið. Eina vandamálið er auðvitað það að aðilum vinnumarkaðarins kemur matarverðið lítið sem ekk- ert við og matarverð hefur ekkert með kjarasamninga að gera. Enda lækkar hvorki kaupið né hækkar hvort sem matur er dýr eða ekki. Engu að síður hafa vinnuveitend- ur og verkalýðsforingjar ákveðið að skipa launanefnd og láta nefndina setjast á rökstóla og þrátta um mat- arverð á vörum sem er þessum aðilum algjörlega óviðkomandi. Ekki nóg með að matarverðið sé þeim óviðkomandi, af því að það er ekki samið um verð á matvælum þegar gerðir eru kjarasamningar, ekki frekar en um verð á bíómiðum eða gjald í strætó. Þeir gætu eins verið að ræða fargjaldið til tungls- ins. Nei, matarverðið er þeim ekki aðeins óviðkomandi heldur er ekk- ert samkomulag um það Á .röðum verkalýðsforingja hvort hagkvæmt sé að matarverðið lækki. Það hefur sem sé runnið upp fyrir þeim verkalýösforingjunum að lækkun matarverðs breytir engu um lífs- kjarajöfnuðinn. Matarverðið lækk- ar jafnt fyrir alla, sem þýðir að sjálfsögðu að munurinn á kjörun- um verður sá sami og áður. Riki launþeginn getur lika keypt ódýrar í matinn ef matarverðið lækkar. Þannig að verkalýðurinn, sem var svikinn með lélegum launa- samningum, verður sennilega svik- inn lika um lægra matarverð vegna þess að verkalýðsforingjarnir, sem sömdu um láglaunin, eru á móti því að matarverð lækki ef það lækkar líka hjá öðrum en þeim sem hafa lágu launin. Lækkun matarverðsins stríðir nefnilega gegn lífskjarajöfnuðinum enda hefur það verið stefna Alþýðu- sambandsins að jafna lífskjörin með því að halda þeim niðri. Það væri mjög alvarlegt mál fyrir ASÍ og launþegahreyfinguna ef lifskjör- in bötnuðu jafnt yfir línuna. Sá möguleiki er að sjálfsögðu enn fyrir hendi að launanefnd vinnuveitenda og verkalýðs komist að þeirri niðurstöðu að matarverð lækki einvörðungu hjá þeim sem kaupa lítið í matinn af því að þeir hafa ekki efni á að kaupa dýrt eða mikið í matinn. Það væri auðvitað í. þágu láglaunafólksins . Sömuleið- is gæti það verið í þágu láglauna- fólksins ef matarverð er hækkað hjá þeim sem mest bera úr býtum til að jafha lífskjörin og koma í veg fyrir að aðrir hafi það betra heldur en umbjóðendur verkalýðsforingj- anna sem sömdu cif sér. Þaö væri eftir öðru. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.