Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Fréttir Stuttar fréttir i>v Colin Powell útilokar þátttöku í forsetakosningunum: Ekki haldinn nægilegri ástríðu á stjórnmálum - íhaldssamir repúblikanar fagna ákvörðuninni Colin Powell tilkynnir að hann ætli ekki að gefa kost á sér í forsetakosningunum á næsta ári. Símamynd Reuter ísraelsstjórn reynir að hafa hemil á starfsemi öfgasinnaðra gyðinga Colin Powell, fyrrum yfirmaður herafla Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann gæfi ekki kost á sér í forsetakosn- ingunum á næsta ári né nokkrum öðrum kosningum. Hann sagðist ætla að ganga í Repúblikanaflokk- inn og starfa innan vébanda hans. Hann útilokaði þátttöku í kosning- unum sem varaforsetaefni en útilok- aði þó ekki þátttöku í kosningum í framtiðinni. Með yfirlýsingu Powells lauk margra vikna vangaveltum um hvort hann gæfi kost á sér í forseta- kosningum. Fylgi hans hafði mælst verulegt í skoðanakönnunum und- anfarnar vikur en almenningur virtist hrífast að miðjutilhneiging- um hans i stjórnmálaumræðunni. Samkvæmt könnunum var hann eini maðurinn sem gat ógnað Bill Clinton í komandi kosningum. „Að bjóöa sig fram í forsetakosn- ingum, taka þátt í þaráttunni og ná árangri, krefst þæði skuldbindingar og ástríðu á verkefninu, sömu ástríðu og skuldbindingar og ég upplifði hvern dag í 35 ára hérþjón- ustu. Þó ég legði mig allan fram er ég ekki haldinn nægilegri ástríðu á stjómmálum,“ sagði Powell á fund- inum. Powell, sem er 58 ára, hætti herþjónustu 1993. Powell neitaði því að ákvörðun sín tengdist ótta við öryggi sitt og fjölskyldu sinnar en þær spumingar vöknuðu í kjöflar morðsins á Rabin, forseta ísraels. Almennt er talið að eiginkona Powells, Alma, hafi haft veruleg áhrif á ákvörðun hans. Hún mun hafa lagst gegn framboði, ekki síst vegna miskunnarlausrar af- hjúpunar á öllu einkalífi sem slíku fylgir. Powell mun hafa þénað millj- ónir dollara á sjálfsævisögu sinni sem hann hefur kynnt undanfarið. Meðan stuðningsmenn Powells létu í ljós vonbrigði kættust íhaldss- amir repúblikanar sem fannst Pow- ell of frjálslyndur. Með ákvörðun Powells þykir Bob Dole öldunga- deildarþingmaður vera með pál- mann í höndunum sem helsti fram- bjóðandi repúblikana. Phil Gramm, fylkisstjóri frá Texas, sem einnig hefur haft augastað á útnefningu sem frambjóðandi tlokksins, fagnaði ákvörðuninni. Sagði hann nú komna upp óskastöðu þar sem tveir kandídatar væru eftir, hann og Dole. Þá sagði Newt Gingrich að með ákvörðun Powells hefðu líkurn- ar á framboði sínu aukist. Bill Clinton sá ekki sjónvarpsút- sendingu frá blaðamannafundinum þar sem hann var upptekinn á fundi og ætlaöi til tedrykkju með Beatrix Hollandsdrottningu. En fögnuður- inn og léttirinn þótti ekki leyna sér i Hvíta húsinu. Reuter ísraelsk stjómvöld reyna nú að hafa hemil á starfsemi samtaka harðlinugyðinga, sem sökuð eru um aö hafa skapað það andrúmsloft hat- urs sem leiddi til morösins á Itzhak Rabin forsætisráðherra en um leið að tryggja að ekki verði traðkaö á lýðréttindum landsmanna. Símon Peres, starfandi forsætis- ráöherra ísraels, skipaði í gær sér- staka rannsóknarnefnd til aö rann- saka morðið eftir að ríkisstjórnin hafði farið yfir skýrslu frá yfir- manni Shin Bet leyniþjónustunnar. Hver sá maður er er ríkisleyndar- mál. Yfirmaður þeirrar deildar Shin Bet sem sér um að vemda stjórn- málamenn sagði af sér eftir aö skýrslan leiddi í ljós alvarlega bresti í öryggisgæslu Rabins síðastliðið laugardagskvöld þegar hann var myrtur í Tel Aviv. Þrír lægra settir yfirmenn vom leystir frá störfum. í skýrslunni er athyglinni ekki aðeins beint að slælegri öryggis- gæslu heldur bent á að leyniþjónust- an hafi ekki staðið sig sem skyldi í að safha upplýsingum um moröingj- ann og þá öfgahópa gyðinga sem hann umgekkst. Sérfræðingar í 'öryggismálum hafa gagnrýnt leyniþjónustuna fyrir að hunsa eða gera litið úr hættunni sem stafaði af hægrisinnum og land- nemum gyðinga þar sem athyglin hafi aðallega beinst að arabískum hryðjuverkum. Leiðtogi öfgahópsins Eyal, Avis- hai Raviv, var úrskurðaður í Viku gæsluvai-ðhald í gær vegna gruns um aö hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Rabin og fyrir að hafa ekki komið i veg fyrir glæp. Raviv neitaði að eiga aðild að morðinu og sagði handtökuna af pólitískum toga. Reuter Ríkinu bjargað Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkti fjáraukalög sem halda ríkisapparatinu gang- andi til næstu mánaðamóta. Fordæming Nígeríu Herstjórnin í Nígeríu hefur verið fordæmd fyrir að staðfesta dauðadóma yfir níu mönnum sem börðust fyrir réttindum minnihluta í landinu. Banna Repúblikan- ar í fulltrúa- deild Banda- ríkjaþings hafa lýst yfir stuðningi sín- um við laga- frumvarp sem bannar Clint- on forseta að senda hersveitir til Bosníu nema þingið samþykkti fyrst fjármögnun fyrir þær. Stefnir í friðarsamning Leiðtogar ríkja fyrrum Júgóslavíu, sem lokaðir eru inni í herstöð í Ohio, þokast í átt til friðarsamkomulags, að sögn embættismanns. Flugvél hrapaði Argentísk herflugvél meö 50 manns, þar á meðal böm, hrap- aði í miðhluta Argentínu en ekki er vitað um manntjón. Sjö deyja í eldi Sjö manns að minnsta kosti fórust í eldsvoða í athvarfi fyrir heimilislausa í bænum Detmold i Þýskalandi. Áfram refsaö Öryggisráð SÞ ákvað í gær- kvöldi að framlengja refsiaö- gerðum gegn írak þar sem sfjómvöld í Bagdad hefðu ekki uppfyllt skilyrði um eyðingu hættulegra vopna. Harðstjóri á flótta Fyrrum harðstjóri á Haítí flúði til sendimanns Kólumbíu og leitaði hælis eftir að upp komst um þátt hans í morði á þingmanni. Vitorösmaður fyrir rétt Maður, sem grunaður er um aðild að sprengjutilræðunum í París, kemur fyrir rétt í London í dag. Major borubrattur John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, sagðist viss um að samkomulag næðist milli deiluaðila á Norður- írlandi, þrátt fyrir þrátefli um skilyrði fyrir þátttöku Sinn Fein, pólitísks arms IRA, í við- ræðunum. Jeltsín að hressast Borís Jeltsín Rússlandsforseti er farinn að hressast eftir vægt hjartaáfall og rak yfirmann seðlabankans rússneska. Löggunni leiöist Vikingasveit sænsku löggunn- ar leiðist svo vegna aðgerðar- leysis að sumir hafa hótað upp- sögnum. Reuter ( ~> Blaðbera vantar í miðbæinn og á Eyrina, Akureyri. I Uppl. í síma 462-7494. Stakkholti 4 (inng. frá Brautarholti). S. 5631631 Clmton

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.