Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Qupperneq 22
34 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Afmæli Páll Sigurðsson Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, Stigahlíð 89, Reykjavik, er sjötugur í dag. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Sogamýrinni og á Suð- urlandi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946, læknaprófl frá HÍ 1952, öðlaðist almennt lækninga- leyfi 1956, öðlaðist sérfræðings- leyfi í bæklunarskurðlækningum 1956, í embættislækningum 1972 og hefur Diploma of Public Health frá University of Bristol í Englandi frá 1970. Páll stundaði nám og starfsþjálfun til lækninga- leyfis i Reykjavík 1952 og til sér- fræðileyfis i Svíþjóð 1953-56. Páll var aðstoðarlæknir á Landakoti og Kvenlækningadeild Landspítalans 1952, á Ortopediska Kliniken í Gautaborg 1953-56, var sérfræðingur á slysadeild Borgar- spítalans 1956-60, var tryggingayf-- irlæknir 1960-70, jafnframt starf- andi læknir í Reykjavík með að- stöðu á Landakoti 1956-71, er ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu frá 1970, var yfirlæknir í hlutastarfi hjá Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar 1973-80 og ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni í Kaupmannahöfn 1982-83. Páll sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1958-60, í stjórn Læknafélagsins Eirar 1960-64, for- maður Skurðlæknafélags íslands 1961-64, í stjórn Gigtarfélags ís- lands 1963-64, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Reykjavík 1966-70, í Almannavarnanefnd Reykjavíkur 1962-66, í Fræðs- iuráði Reykjavíkur 1962-66, í Fé- lagsmálaráði Reykjavíkur 1968-70, formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítala 1973-83, formaður Daggjaldanefndar sjúkrahúsa 1972-92, í yfirstjórn mannvirkja- gerðar á Landsspítalalóð 1973-80, í stjórn íslenskrar endurtrygging- ar frá 1973 og formaður 1973-93, í norrænu embættismannanefnd- inni um félags- og heilbrigðismál frá 1971, einn af stofnendum Rotaryklúbbsins Reykjavík-Aust- urbær 1963, ritari þar 1964-65 og forseti 1981-82 og i Umferðarráði 1987-90. Þá hefur hann verið for- maður fjölda opinberra nefnda um heilbrigðis- og almannatrygg- ingamál. Páll hefur skrifað fjölda greina um heilbrigðis- og almannatrygg- ingamál í islensk og erlend blöð og tímarit og hefur haft umsjón með ritum heilbrigðis- og trygg- ingamaálaráðuneytisins frá byrj- un. Hann var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu 1978 og er Paul Harris Fellow frá 1988. Fjölskylda Páll kvæntist 19.8. 1949 Guð- rúnu Jónsdóttur, f. 6.10. 1926, geð- lækni. Hún er dóttir Jóns Júníus- sonar stýrimanns og Jónínu Jóns- dóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Páls og Guðrúnar eru Jónína, f. 14.12.1949, tannlæknir í Reykjavík, gift Magnúsi Guð- mundssyni lækni og eiga þau tvö börn; Ingibjörg, f. 14.12. 1949, lyfjafræðingur í Reykjavík, gift Helga Þórhallssyni efnaverkfræð- ingi og eiga þau tvo syni; Dögg, f. 2.8.1956, lögfræðingur í Reykja- vík, gift Ólafi ísleifssyni hagfræð- ingi og eiga þau einn son; Sigurð- ur Páll, f. 15.11.1960, geðlæknir í Gautaborg, kvæntur Ásthildi Þor- steinsdóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú böm; Jón Rúnar, f. 15.11. 1960, lögfræðingur i Reykja- vík. Páll Sigurðsson. Systkini Páls eru Sigrún, f. 2.4. 1923, fyrrv. deildarstjóri, gift Guð- mundi Guðmundssyni skipstjóra; Jón, f. 29.10. 1934, forstjóri, kvænt- ur Bergljótu Jónatansdóttur. Foreldrar Páls voru Sigurður Jónsson, f. 4.5. 1894, d. 1.7. 1957, sjómaður i Reykjavík, og Ingi- björg Pálsdóttir, f. 7.11. 1900, d. 26.9. 1975, húsmóðir. Guðbrandur Guðbrandur Einar Hlíðar dýra- læknir, Álfheimum 66, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Guðbrandur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1935 og dýra- læknaprófi frá Dýralæknaháskól- anum í Kaupmannahöfn 1944. Guðbrandur var skipaður dýra- læknir í Norðlendingafjórðungi 1944, varð héraðsdýralæknir þar 1947, var aðstoðardýralæknir við Statens Veterinármedicinska Anstalt í Stokkhólmi í Svíþjóð 1952-58 og 1960-63, auk þess sem hann gegndi þar um skeiö starfi tilraunastjóra, var héraðsdýra- læknir í Skagafjarðarumdæmi 1958-60 og forstöðumaður Rann- sóknarstofu Mjólkursamsölunnar 1963-82 er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Guðbrandur sat í stjóm Dýra- vemdunarfélags Akureyrcu: 1948-52, í stjórn hliðstæðra sam- taka í Skagafirði 1958-60 og var formaður Dýralæknafélags íslands 1965-70. Fjölskylda Systkini Guðbrands: Brynja Hlíðar, f. 9.11. 1910, lést í flugslys- inu í Héðinsfirði 29.5. 1947, for- stjóri Lyfjabúðar KEA á Akur- eyri; Skjöldur, f. 6.6.1912, lést í Kaupmannahöfn 1983; Gunnar, f. 20.5. 1914, lést af slysfórum 22.12. 1957, póst- og símstjóri í Borg- arnesi; Jóhann Hlíðar, f. 25.8. 1918, prestur. Foreldrar Guðbrandsr voru Sig- urður Einarsson Hlíðar, f. 4.4. 1885, d. 18.12. 1962, yfirdýralæknir og alþm., og k.h, Guðrún Louisa, f. 18.9. 1887, d. 6.6. 1963. Ætt og frændgarður Föðursystir Guðbrands var Guðfinna, móðir Jóhanns Pálsson- ar, garðyrkjustjóra Reykjavíkur. Sigurður var sonur Einar Ein- arssonar, smiðs í Hafnarfirði, Ein- arssonar, b. í Laxárdal í Gnúp- verjahreppi, Einarssonar, b. í Laxárdal, Jónssonar, ættfoður Laxárdalsættarinnar. Móðir Ein- ars smiðs var Rannveig Einars- dóttur á Urriðafossi, Magnússon- ar, ættföður Urriðafossættarinnar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jónsdóttir, b. í Hörgsholti í Hrunamannahreppi, Jónssonar, ættfoður Hörgsholtsættarinnar. Móðir Sigríðar var Guðrún, systir Til hamingju með afmælið 9. nóvember 95 ára Jón Einar Jónsson, Skálanesi I, Reykhólahreppi. 85 ára Jens Guðmundsson, Kirkjubæ, ísafirði. 80 ára Þorsteinn Kristjánsson, Uppsölum I, Svarfaðardalshreppi. Guðrún Þ. Hörgdal, Skarðshlíð 17, Akureyri. Jóhannes Jónsson, Ennisbraut 18, SnæfeUsbæ. Kristinn Guðjónsson, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnar- firði. 75 ára Kristján Stefánsson, Skólavegi 76, Fáskrúðsfirði. 70ára Jensína Guömundsdóttir, Reynihvammi 29, Kópavogi. Friörik Guðmundsson, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Sverrir Olsen, Fumgrund 48, Kópavogi. 60 ára________________________ Sólveig Ámadóttir, Eskihlíð 12, Reykjavík. María Guðmundsdóttir, starfsmannahúsi 4, Reykjalundi, Mosfellsbæ. Jónas Jóhannsson, Sigtúni 27, Reykjavík. 50 ára___________________________ Helga G. Ólafsdóttir, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Margrét H. Jónsdóttir, Ytri-Skógum II, A-Eyjafjallahreppi. Berþóra Jóhannsdóttir, Þúfubarði 11, Hafnarfirði. Sigurður H. Magnússon, Furagrund 79, Kópavogi. Hrefha Jónsdóttir, Hlíðarbyggö 29, Garðabæ. 40 ára Sigurður Magnússon, Setbergi 14, Þorlákshöfh. Leó Reynir Ólason, Öldugötu 48, Hafnarfirði. Guðbjörg Úlfsdóttir, Botnahlíð 15, Seyðisfirði. Oddný Halla Haraldsdóttir, Ástúni 8, Kópavogi. Gísli Karlsson, Sólheimum 2, Breiðdalshreppi. Margarita R. Raymondsdóttir, Hraunbraut 3, Kópavogi. Guðmundur K. Erlendsson, Austurbergi 14, Reykjavík. Einar Hlíðar Guðlaugar, ömmu Ásgríms Jóns- sonar listmálara. Guðrún var dóttir Snorra, b. á Kluftum, bróð- ur Helgu, ömmu Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Snorri var son- ur Halldórs, b. í Jötu, Jónssonar, ættföður Jötuættarinnar. Guðrún Louisa var dóttir Guð- brands, verslunarstjóra í Reykja- vík, Teitssonar, fyrsta lærða dýra- læknisins hér á landi, Finnboga- sonar, bróður Jakobs, langafa Vigdísar forseta. Móðir Guð- brands var Guðrún Guðbrands- dóttir, járnsmiðs í Reykjavík, Stefánssonar og Ástríðar Guð- mundsdóttur, systur Helga Thord- ersen biskups. Móðir Guðrúnar var Louise Zim- sen, af ætt hollenskra skóg- ræktarmanna sem settust að á Jótlandi, systir Christians, föður Knuds Zimsen borgarstjóra. Móð- ir Lóuise var Johanne Duedóttir Havsteen, talin afkomandi Heina hafreka og skyldur færeysku Heinesen-ættinni, kaupmanns í Reykjavík, bróður Jakobs, afa Hannesar Hafstein ráðherra og langafa Júlíusar, föður Jóhanns Hafstein forsætisráðherra. Móðir Johanne var Johanne Birch, syst- ir Marenar, konu Jakobs, bróður Due. Guðbrandur Einar Hlíðar. Þórarinn Magnússon Þórarinn Magnússon, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri Bú- seta, Bakkaflöt 5, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórarinn fæddist að Ytri-Ósi í Hrófbergshreppi í Strandasýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965, lauk fyrrihlutaprófi í bygg- ingaverkfræði frá HÍ 1968, lauk lokaprófi í byggingaverkfræði frá Lunds Teckniska Högskola í Sví- þjóð 1971, stundaði nám í snjó- flóðavömum í Sviss og Noregi 1976- 79 og hefur farið ýmsar náms- og kynnisferðir til Norður- landanna og víðar. Þórarinn var verkfræðingur við gatnadeild borgarverkfræðings í Reykjavík 1971-73, var deildar- stjóri Hreinsunardeildar hjá borg- arverkfræðingi 1973-75, bæjar- verkfræðingur og byggingafúlltrúi í Neskaupstað 1975-77, sérfræðing- ur og deildarstjóri á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins 1977- 89, sjálfstætt starfandi verk- fræðingur í Reykjavík 1989-90 og er framkvæmdastjóri Búseta í Reykjavík frá 1990. Þórarinn sat í stjóm Bygginga- verkfræðingafélags íslands 1973-75, í stjóm Stéttarfélags verkfræðinga 1975-76, í stjóm Líf- eyrissjóðs verkfræðinga 1973-76 og varaformaður þar 1979-84, í stjóm Samtaka tæknimanna sveit- arfélaga 1976-79, í Almannavam- amefnd Neskaupstaðar 1975-77, starfsmaður Snjóflóðanefndar Neskaupstaðar 1976-77, var próf- dómari við Iðnskólann í Reykja- vík 1975, kennari við Meistara- skólann 1978, fulltrúi íslands í Nordtest Brand 1985-90, hefur set- ið í stjómskipuðum nefndum varðandi snjóflóðavanda 1983-95, í stjóm Verkfræðingafélags íslands 1989-91, varaformaður félagsins 1989-90 og formaður 1990-91, í rústanefnd VFÍ 1992-94, í neyðar- nefnd VFÍ frá 1994 og siðanefhd VFÍ frá 1994, varaformaður gæða- ráðs byggingariðnaðarins 1991-94 og formaður 1994-95 og formaður stjórnar landssambands Búsetafé- laga 1990-94. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 14.6.1975 Sigríði Austmann Jóhannsdóttur, f. 10.10.1948, hjúkranarfræðingi og aðstoðardeildarstjóra á Borgar- spítalanum. Hún er dóttir Jó- hanns Eymundssonar, fyrrv. kaupmanns, og Þórhöllu Karls- dóttur húsmóður. Dóttir Sigríðar er Halla Jó- hanna Magnúsdóttir, f. 14.3. 1967, hjúkranarfræðingur en sambýlis- maður hennar Ágúst Skúlason. Börn Þórarins og Sigríðar era Magnús Gunnlaugur Þórarinsson, f. 22.11. 1976, menntaskólanemi; Tinna Ósk Þórarinsdóttir, f. 30.4. Þórarínn Magnússon. 1983, nemi. Systur Þórarins: Sigríður Þóra Magnúsdóttir, f. 19.8. 1932, hús- móðir í Reykjavík; Marta Gunn- laug Magnúsdóttir, f. 27.6. 1936, húsmóðir í Garðabæ; Nanna . Magnúsdóttir, f. 28.6. 1938, bóndi við Hólmavík. Foreldrar Þórarins: Magnús Gunnlaugsson, f. 28.2. 1908, d. 10.9. 1987, b. og hreppstjóra á Ytri-Ósi, og Aðalheiður Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1905, húsfreyja, sem nú dvel- m- á elliheimili. Þórarinn tekur á móti gestrnn í Akoges-salnum, Sigtúni 3, Reykja- vík, í dag milli kl. 17.00 og 19.00. •• 903 • 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.