Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ Sl'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Sérstakt sakamál sem lögregla og ríkissaksóknari hafa haft til meðferðar á árinu: Læddist inn til 13 kvenna og stal frá þeim nærfötum andrúmsloftið i bæ á landsbyggðinni orðið lævi blandið þegar verst lét Þrettán konur, flestar úr sjávar- plássi á landsbyggðinni, hafa kraf- ist hundraða þúsunda króna í skaðabætur fyrir verulegt magn af undirfötum og ýmsum öðrum klæöum sem ungur maður hefur orðið uppvís að að stela frá þeim með því að fara óboðinn inn í hús- næði þeirra á ýmsum tímum sólar- hrings á síðustu árum. Lögregla og ríkissaksóknari hafa haft þetta sérstæða mál til meðferðar frá því á fyrri hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum DV tók fyrst að bera verulega á því að maðurinn sýndi kvennærfötum óvenjumikinn áhuga fyrir örfáum árum. Hann bjó þá i bæ á Norður- landi og gerði sér far um að fara inn í ólæst húsnæði kvenna og stela frá þeim nærfotum. Konum- ar uppgötvuðu að ýmislegt úr fata- hirslum þeirra hafði horfið en vissu ekki hver þjófurinn var. Á árinu 1994 var maðurinn flutt- ur í bæ í öðrum landshluta. Hann tók þá til við fyrri iðju. Þar sem hús voru gjaman ólæst í bænum fóru þjófnaðir nærfatamannsins fram með þeim hætti að hann sætti lagi við að fara inn hús til að stela kvennærfotum. Einnig kom fyrir að hann læddist inn í hús þar sem fólk svaf til að stela nærföt- um. Þegar heim kom safnaði hann fötunum saman á einn stað á heimili sínu. Þegar líða tók á árið 1994 var ástandið í bænum orðið þannig að verulegur fjöldi kvenna átti það sameiginlegt að einhver hafði stolið frá þeim nærfötum. Var þá kvartað eða kært til lögreglu. Svo vildi tfl að einn lögreglumaður embættisins haföi haft spurnir af konu sem haföi greint frá nærfata- þjófnaðinum á Norðurlandi. Með þeim hætti var hægt aö rekja slóð- ina til mannsins. Eftir talsverðar vangaveltur ákvað lögreglan að hafa tal af manninum. Honum var sagt frá ástandinu og hann spurður hvort verið gæti að hann ætti hlut að máli. Maðurinn viðurkenndi þá nánast umyrðalaust hina óvenju- legu söfnunaráráttu sína. Samkvæmt heimildum DV ná þjófnaðirnir yfir fimm ára tímabil. Hann fór oftar en einu sinni óboð- inn inn á heimili sumra kvenn- anna og hjá ýmsum þeirra stal hann ekki eingöngu nærfötum heldur einnig stuttum pilsum, undirkjólum, náttkjólum eða öðru. Þegar lögreglan gerði húsleit heima hjá manninum var hann með svo mikið af nærfatavarningi að menn höfðu á orði að verslun teld- ist fullsæmd af sliku úrvali. -Ótt 4 4 4 4 4 4 Atlantsál-hópurinn: Áformum Heiðar Jónsson: enn álver „Eg er að drukkna" á Islandi - segir forstjóri Gránges „Tíðindin koma okkur ekki á óvart. Það er hagstætt vegna raf- orkunnar að reisa álver á íslandi. Við höfum engu breytt um okkar áform. Viö erum enn að skoða alla möguleika og munum hittast í Amsterdam í lok þessa mánaðar,“ sagði Lars Westerberg, forstjóri Granges í Svíþjóð, í samtali við DV í tilefni af ákvörðun Alusuisse-Lonza að stækka álverið í Straumsvík. Gránges er hluti af Atlantsál- hópnum svokallaða sem um nokk- ^urra ára skeið hefur áformað að ""reisa álver á Keilisnesi. Auk Granges eru í hópnum álfyrirtækin Alumax í Bandaríkjunum og Hoogovens í Hollandi. Tom Hagley, blaðafulltrúi Alumax, sagði í sam- tali við DV í gær að spurningin væri ekki hvort heldur hvenær ál- ver yrði reist á íslandi á vegum Atl- antsál-hópsins. Sömu yfirlýsingu gaf hann í Financial Times í gær. „Við viljum hins vegar ekki gefa neinar falsvonir. Þetta er stór ákvörðun sem taka þarf að vand- lega athuguðu máli,“ sagði Tom. Eins og komið hefur fram er bandaríska fyrirtækið Columbia Aluminum einnig með áform uppi um álver á Islandi. í því skyni hafa fulltrúar fyrirtækisins komið í •Tvigang til Islands en ætlun þeirra er að vera með álverið á Grundar- tanga. -bjb/kaa Heiðar Jónsson snyrtir sagði í samtali við DV í morgun að hann hefði fengið nóg af umtali og of- sóknum ýmissa aðila, opinberra sem annarra. Heiðar kvaðst hafa verið uppnefndur, hann væri að missa eignir sínar og væri hrein- lega að drukkna vegna umtals í kjölfar nýlegra atburða en hann hefur verið kærður fyrir blygðun- arsemisbrot gagnvart ungum manni á Akureyri. Það sem fylgdi í kjölfar kærunn- ar var mynd sem kærandi tók sjálf- ur af Heiðari - henni var síðan dreift víða á Akureyri og hún hefur nú verið sett inn á Internetið - mynd sem telja mætti að höfundar haldi venjulega fyrir sjálfa sig. „Ég er að drukkna. Þetta er bara búið og ég líklega búinn. Ég veit ekki hvað verður,“ sagði Heiðar og baðst undan því að ræða málið frekar að svo stöddu. -Ótt Mettúr úr Smugunni: Sléttanes með 100 milljónir „Við erum búnir að fiska í Smug- Handverksfólk af öllu landinu sýnir framleiðslu sína á sýningu í Ráðhúsinu sem Davfð Oddsson forsætisráðherra opnar í dag. Aðstandendur Handverks, sem er reynsluverkefni á vegum forsætisráðuneytisins til þess að auka at- vinnu í greininni, skipulögðu sýninguna. Á sýningunni eru sýnishorn af framleiðslu 66 aðila. Sérstök sýningarnefnd valdi hluti á sýninguna og er þetta í raun fyrsta handverkssýningin þar sem ákveðið gæðamat er hluti af þátttöku- skilyrðum. Allir hlutirnir á sýningunni eru til sölu í verslunum, galleríum, handverkshúsum eða beint frá framleið- anda. Aðgangur er ókeypis. Á myndinni er Birna Kristjánsdóttir með nokkra munanna sem eru á sýningunni. IBS/DV-mynd Sveinn unní í ár sem nemur þreföldum þorskkvóta okkar á íslandsmið- um,“ segir Bergþór Gunnlaugsson, yfirstýrimaður á Sléttanesi ÍS sem er á heimleið með fullfermi, eða sem nemur rétt tæpum 100 milljón- um króna. Bergþór segir að aflinn samsvari 1500 til 1600 tonnum af þorski upp úr sjó. -rt LOKI Þetta er fremur nærgöngult hobbí! Veðrið á morgun: Víöa létt- skýjað Á morgun verður norðangola eða kaldi. Smáél - norðaustan- lands en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Frost verður yfirleitt á bilinu 0—5 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 4 Grensásvcqi 11 Sfmi: 5 886 886 Fctx: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.