Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 9 MEIRAPROF _________________________________________Útlönd Þingmaður Sambandsflokksins hættir stuðningi við landsstjórnina: meirihluti í Færeyjum Tæpur Finnbogi Arge, þingmaður Sam- bandsflokksins og formaður fjár- laganefndar færeyska þingsins, hef- ur sagt sig úr þingflokknum og hætt stuðningi við færeysku landsstjóm- ina. Þar með hefur fjögurra flokka samsteypustjóm Færeyja einungis eins þingmanns meirihluta í þing- inu eða 17 þingmenn. Meirihlutinn hefur ekki verið tæpari og er reynd- ar i stórhættu þar sem annar þing- maður Sambandsflokksins, Björn Heygum, er tvístígandi í stuðningi sínum. Ástæðu þessarar afstöðu þing- mannanna má rekja til óánægju með niðurstöðu samningaviðræðna Færeyinga og Dana fyrir siðustu helgi þar sem fjallað var um efha- hagsástandið á eyjunum. Þar var ákveðið að Færeyingar fengju tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna að láni hjá Dönum auk þess sem Færeying- ar kröfðust þess að Danir greiddu ríflega 30 milljarða íslenskra króna sem það kostaði að bjarga færeyska bankakerfmu. Arge telur að lánið upp á 1,2 milljarða muni verða til þess að fólksflóttinn frá eyjunum muni ekki einungis halda áfram heldur aukast til muna. Ritzau jyy^jíÍLLJ Siqurðar Gísl^Mar IWMIMjWJiMMMIilil • LEIGUBIFREIÐ • • VÖRUBIFREIÐ • • HÓPBIFREIÐ • Skráning í símum: 581 1919 eða 852 4124 Paul McCartney, Bítillinn fyrrver- andi, braut enn einu sinni blað í sögu breskrar tónlistar í gær þegar hann var gerður að félaga í konung- lega tónlistarskólanum. Það er ein- hver mesti heiður sem breskum tón- listarmanni getur hlotnast og í fyrsta sinn sem hann fellur í skaut popp- ara. Hér heilsar Paul upp á Karl Bretaprins. Símamynd Reuter Ekkert jólatré frá Sandnes til Parísar í ár Bæjarstjómin í Sandnes í Noregi ákvað með naumum meirihluta á þriðjudagskvöld aö senda ekki jóla- tré til listamannahverfisins Montm- artre í París í ár í mótmælaskyni við kjarnorkutilraunir Frakka í Suður- Kyrrahafi. Þar með er rofin hefð sem skapaö-» ist árið 1988, þegar fyrsta jólatréð frá Sandnes fór til Parísar. Stór sendinefnd Norömanna hefur ávallt verið viðstödd tendrun ljósanna og í fyrra var utanríkisráðherrann með- cd viðstaddra. NTB Flugræningi tek- inn í Aþenu Sérsveitir grísku lögreglunnar gerðu áhlaup á flugvél Olympic Airways á Aþenuflugvelli í morgun og handtóku eþíópískan mann sem hafði rænt vélinni skömmu áður en hún lenti. Flugvélin var á leið frá Bangkok með 110 farþega um borð. Ekki urðu nein slys á fólki. Lögreglan sagði að Eþíópíumað- urinn hefði tekið flugfreyju i gísl- ingu og hótað henni með hnífi. Hann vildi tala við fréttamenn eða einhvem frá Sameinuðu þjóðunum. Flugræninginn kom um borð í Ástralíu þar sem vélin hóf ferð sína en áströlsk yfirvöld höfðu visað honum úr landi. Reuter INNBYGGT ORYGGI FYRIR BORNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Ajlstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlasingu á hurðum, Jjarstýrðu útvarpi og segulbandstteki með þjófavöm, tvískiptu niðurfellanlegu ajtursati með höfuðpúðum og styrktarbitum í hurðum svo fátt eitt sé talið. Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr. kominn á götuna. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ ÁRMÚLA 13 SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 % RENAULT fer á kostum SÓIMUUG EINS OG MJÚK SUMARDEKK Prófaðu eða spurðu einhvern sem hefur reynt Continental vetrardekk. Continental hefur í 15 ár þróað tækni sem dregur úr hávaðamyndun frá hjólbörðum án þess að draga úr veggripi, með sérstakri staðsetningu munsturblokka og nagla. Continental - einu hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir fyrir norrænar vetraraðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.