Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 18
18 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 TIV fjölskyldumál Vetrarfrí grunnskólanna Um þessar mundir eru að hefjast vetrarfrí í mörgum grunnskólum landsins. Er þetta vetrarfrí örugg- lega flestum nemendum kærkomið. Þau sleppa þá um stundarsakir út úr skólastofunni og geti hvilt sig vel áður en síðari hluti vorannar- innar hefst. Slík vetrarfrí i skólum eru haldin í flestum nágrannalönd- um okkar og þar er reyndar löng hefð fyrir því að gera hlé á skóla- starfinu um miðjan vetur. En þar er líka sú hefð ríkjandi að foreldr- ar taka sér vetrarfrí um leið og börnin fá fríið í skólanum. Vetrar- frí er þannig vandlega skrifað inn í vetraráætlun allrar íjölskyldunnar. Margir nota tækifærið til þess að fara í smá ferðalag, t.d. sækja Norð- urlandabúar stíft í skíðalöndin í Svíþjóð og Noregi. Þegar fríinu lýk- ur mæta síðan allir endurnærðir aftur til starfa, börnin í skólann og foreldrarnir í vinnuna. Vetrarfríið er þannig hugsað fyrir alla fjöl- skylduna. Hér á landi eru aðstæður aðrar. Það er engin hefð fyrir vetr- arfríi á vinnumarkaðnum eða 1 skólunum. Og vetrarfríiö sem nú er haldið, er ekki heldur upphafið á slíkri hefð. Það er alls ekki haldið vetrarfri vegna bamanna eða fjöl- skyldnanna. Nei, vetrarfríið er haldið til þess að uppfylla einhver ákvæði í kjarasamningi kennara. Það stendur bara þannig á núna í vetur að það verður að bæta inn nokkrum frídögum til þess að kennarar fari ekki fram úr kennsluskyldu sinni, samkvæmt áðurnefndum kjarasamningum. Ekkert sambærilegt vetrarfrí verð- ur á komandi vetri. Næst verður vetrarfrí í skólunum þegar álíka aðstæður skapast á dagatalinu. Af því að engin hefð ríkir hér á landi fyrir vetrarfríi eiga fæstir foreldrar möguleika á því að taka sér auka frí um miðjan vetur. Ekki stendur heldur til að setja vetrarfrí á dagskrá í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir, eða hvað? Alla vega hefur vetrarfrí ekki verið hluti af kjarasamningum flestra launamanna og -kvenna á íslandi hingað til. Og þess vegna vandast nú málið þegar vetrarfrí skólanna byrjar. Hvað á að gera við blessuð bömin í fríi grunnskólanna? Flest- ir foreldrar eru útivinnandi og þurfa að mæta í sína vinnu hvort sem börnin eiga frí í skólanum eða ekki. Margir foreldrar lenda þannig í stökustu vandræðum. Það er hætt við að mörg böm lendi líka i vandræðum. Ef enginn getur ver- ið heima hjá yngri börnunum, þá verða þau bara að bjarga sér sjálf. Og hvað á t.d. 6 ára barn að gera eitt heima frá kl. 8.00-16.00? Hið sama gildir að sjálfsögðu með ung- lingana. í vetrarfríinu er enginn sem hefur auga með þeim. Ætli margir unglingarnir kjósa ekki bara að eyða vetrarfríinu á göng- um Kringlunnar eða í öðrum slík- um stórmörkuðum, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu? Ég er ekkert viss um að allir foreldrar séu ánægðir með það, en hvað er hægt að gera í málinu? Skólarnir skella í lás og einhvers staðar verða bless- aðir unglingarnir að vera. Foreldr- ar reyna auðvitað að „redda mál- unum“ hver með sínum hætti. En ekki verða þær reddingar til að minnka stressið á heimilum lands- ins sem er víst nóg fyrir. Og þá læðist að manni spurning- in: Er eitthvað sambandsleysi á milli skólans og heimilanna í land- inu? Skólinn er nefnilega í dag ekki eingöngu fræðslustofnun, heldur er hann líka staður sem annast um „Þaö er alls ekki haldið vetrarfrí vegna barn- anna eða fjölskyldnanna. Nei, vetrarfríið er haldið til þess aó uppfylla ein- hver ákvœði í kjara- samningi kennara“. börnin og unglingana á meðan for- eldrarnir eru í vinnunni. Á flestum heimilum er ekki lengur einhver fullorðinn sem bíður heima eftir börnunum og getur séð um þau þeg- ar skólinn skellur í lás í miðri vinnuviku. Það gerist reyndar oftar að skólar loki en í þessu vetrarfríi sem nú er að hefjast. Fræðsludagar, foreldradagar og aðrir frídagar skól- anna koma oft illa við fjölskyldurn- ar. Auðvitað er gott ef öll fjölskyld- an getur tekið sér vetrarfrí. En á meðan svo er ekki og ef skólafríið er eingöngu til vandræða fyrir börn og foreldra, þá ættu skólayflrvöld að hugsa sinn gang. Þetta var allt f lagi hér áður þegar mamma var heima. En nú er víst öldin önnur. Þórhall- ur Heimisson Ifi/nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. í 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur 'eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkiö umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 557 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 557 Ekki gleyma aftur aö nota mýkingarefnið í þvottinn! Naf n:___________________________________■________ Heimili:__________________________________________ Vinningshafar fyrir getraun númer 556 eru: Dómhildur Glassford. Skúlagötu 46.101 Reykjavík. Krístín M. Eggertsdóttir. Starengi 28.02-04.112 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steei: Granny Dan. 4: Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Flower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin, 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Heaiing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing. 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne. Somers'Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage. 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl.: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana, in Search of Herself. (Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.