Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 DV Fleiri en Keldnastöðin vildu rannsaka sumarexem: Snýst meira um peninga en vísindi - segir dr. Björn Steinbjörnsson sem er ekki sáttur við niðurstöðu styrkúthlutunar Stjóm Framleiðnisjóös landbún- aðarins mun veita 30 milljón króna framlag til rannsóknarátaks Til- raunastöðvarinnar á Keldum á sumarexemi hrossa, en heildar- kostnaður er áætlaður 82 milljónir króna. Tilraunastöðin á Keldum leggur fram 20 mOljónir, sam- starfsaðilinn i Bem mun leggja til 14,5 milljónir króna og Rannís, eða Rannsóknarráð íslands, 2,4 millj- ónir, en fjármögnun er ekki lokið og er ætlunin að leita til ýmissa að- ila eftir stuðningi með það sem enn vantar upp á. Flefri sóttu um styrk En forsaga málsins er flókin því að í upphafi veitti Stjóm Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins öðrum aðilum rúmlega 8 milljón króna styrk til rannsóknarátaks á sum- arexemi og var ætlunin að veita samtals um 25 milljón króna styrk um þriggja ára skeið. Þeir aðilar voru dr. Bjöm Steinbjömsson dýra- læknir og hópur rannsóknarmanna við ónæmisdeild dýralækningahá- skólans í Hannover í Þýskalandi, en þeir voru í samstarfx við Tilrauna- stöðina á Keldum. Tilraunastöðin á Keldum dró sig svo út úr því verk- efni og sótti um styrk á eigin vegum og fóru umsóknimar í mat og varð niðurstaðan úr því að báðar um- sóknirnar væru jafn góðar. Land- búnaðarráðherra skipaði þá sam- starfshóp til að skera úr um hvor umsóknin skyldi hljóta styrkinn og var það niðurstaða þess hóps að Keldur hlytu verkefnið. Fengnar niöurstööur virtar að vettugi Dr. Bjöm Steinbjömsson er ekki sáttur við niðurstöðu samstarfs- hópsins. „Ég er fyrst og fremst óá- nægður með vinnubrögð þeirra að- ila er stóðu að þessu máli því að allt virðist snúast um sjálft fjármagnið á meðan vísindaþátturinn virðist vera númer tvö. Það vildu fleiri rannsaka sumarexem," sagði hann í samtali við DV. Haim benti enn fremur á að rannsóknarhópurinn í Hannover hefði verið búinn að vinna að þessu verkefni í 6 ár og að þegar hefðu fengist nokkrar niður- stöður sem Keldur hefðu getað nýtt sér, en í staðiim hefði verið kosiö að vinna verkið upp á nýtt. Að sögn Bjöms er einnig nokkur munur á hinum erlendu samstarfsaðilum sem um var að ræða, en hann segir Keldur einungis vera í samvinnu við einn svissneskan vísindamann. „Það er ansi mikill munur á sam- starfshópum sem samanstanda ann- ars vegar af einum vísindamanni með doktorspróf og hins vegar heilli ónæmisfræðideild við Dýralækn- ingaháskóla þar sem starfa um 30 manns og sem er leidd af prófessor með 30 ára reynslu í ónæmisfræði. Þar fyrir utan verður mjög erfitt fyrir Keldnamenn að rannsaka þetta hér vegna þess að sjúkdómur- inn er ekki til hér á landi og því geta þeir ekki verið með nein sjúk hross til þess að rannsaka," sagði Bjöm. -hds Ummerki skjálfta við Skeiöavegamót Skýr ummerki Suöurlandsskjálftanna má sjá vlö Skeiöavegamótln þar sem djúpar gjótur eru í plani sem Vegagerðin var aö Ijúka viö og átti aö vera áningarstaöur meö vegvísum. Verulegar umbætur þarf aö gera á planinu eftir hamfar- irnar. Hópi erlendra feröamanna kom þetta eflaust íslenskt fyrir sjónir þegar þeir tóku andköfyfir jaröhræringunum og hófu myndavélar á loft. Gjótan sem strákurinn stendur í er alldjúp og nær honum upp í mjaömir. -NH Umhverfisráðuneytið Námskeið umhverfisráðuneytis - Löggilding iðnmeistara - skv. reglugerð nr. 168/2000 verða haldin í sept.-nóv. nk. Námskeið þessi eru ætluð þeim sem fengu útgefið eða áttu rétt á að fá útgefið meistarbréf fyrir 1. janúar 1989 og hafa ekki lokið meistaraskóla. Löggilding veitir rétt til að bera ábyrgð á verkframkvæmdum fyrir byggingarnefnd. Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeið er 15 og verða þau haldin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Borgarnesi, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Nánari tímasetning á námskeiðum verður ákveðin síðar. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu umhverfisráðuneytisins í Vonarstræti 4, Reykjavík, og á skrifstofu Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Umsóknum skal skilað til Menntafélags byggingariðnaðarins sem veitir nánari upplýsingar í síma 552 1040. Gaman í banka Mikil gleöi ríkti í útibúum Búnaöar- bankans í gær þegar fagnaö var 70 ára afmæli hans. Hljómsveitin Guit- ar Islancio spilaði fyrir utan Búnaöar- bankann viö Austurstræti og boöiö var upp á veitingar innandyra. Búnaðarbankinn 70 ára: Dansað og sung- ið í bankanum - milljónastykir veittir „Bankinn byrjaði við lítil efni og hefur aldrei verið öflugri en nú og það er mikil ástæða til að fagna í dag,“ segir Pálmi Jónsson, formað- ur bankaráðs Búnaðarbankans. Mikil hátíðahöld voru í gær vegna afmælisins og voru veittir nokkrir milljónastyrkir, meðal annars til hjá- ræktar víða um land og til meðferðar- stofhunarinnar Götusmiðjunnar. I tilefhi afmælisins var boðið upp á tónlistarflutning og dans- og leikatriði í útibúum bankans, auk þess sem veit- ingar voru í boði. Þegar Pálmi var inntur eftir mögulegum sameiningará- formum á afmælisári sagði hann þetta: „Það er engin ákvörðun um það enn þá en það mun skipta miklu máh hvað ríkissjóður ákveður þar, enda langstærsti hluthafi bankans," segir hann. -jtr Sandkorn iflmsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Flopp aldanna Þrátt fyrir ein- iverja mestu reðurblíðu sem dunið hefur yfir Þingvelli síðustu þúsund árin virtust íslend- ingar reyna allt til að forðast staðinn um helgina. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðar, hefur haft ómælt fé á milli handanna við undirbúning hátíðahalda þar sem fagna átti þúsund ára kristni á íslandi. Hundruð milljóna fóru í undirbún- ing og hvergi var til sparað. Gerðu aðstandendur hátíðahalda sér von- ir um að fá 75 þúsund manns á hátíðina bæði á laugardag og sunnudag, sem sagt 150 þúsund manns í allt. Þrátt fyrir ítarlega talningu reiknimeistara Sand- koms var þó varla hægt að finna nema um 20 þúsund manns í heild sem komu á hátíðina. Líklegt er því að Kristnihátíð fái sæmdar- heitið „flopp“ aldanna... Bókstafstrú Ríkislögreglu- stjóri, Harald- ur Johannes- sen, þótti sýna mikla staðfestu við framkvæmd skipulags lög- reglunnar á Kristnihátíð. Var fyrir fram gerðu plani stíft fylgt eftir, svo ekki þarf að skammast út i lögregluna fyrir það. Hins vegar þóttu gárungum skrýtið að sjá einstefnu á vegum til Þingvalla klukkustundum sam- an þegar vart var að sjá nema einn og einn bíl á stangli á leið- inni. Þótti þetta benda til óþarf- lega mikillar bókstafstrúar á skipulag lögreglustjóra... Kostaði ekkert í öllu skipulagi helgar- innar þótti skondið að hátíð sem alls ekkert var skipu- | lögð skyldi trekkja að hátt í eins marga og hundruð milljóna króna hátíð Kristnihátíðar. Ungmenni úr Reykavík og víðar munu nefnilega hafa sótt þangað sem líkur voru á einhverju skemmtilegu. Sneiddu þeir því vandlega fram hjá Þing- vallaafleggjara og óku upp í Húsa- fell í ofanverðum Borgarfirði. Þar var mikið húllumhæ þúsunda gesta. Það sem meira er, hátiðin kostaði skattgreiðendur ekki nokkurn skapaðan hlut... Svart er það Kristján Júlíusson, bæj- arstjóri á Akur- eyri, virðist orðinn talsvert vondaufur um að halda I fólk fyrir norðan. Hann er þó þekktur fyrir flest annað en að skríða fyrir öðrum. Hann hefur frekar haft þá vinnureglu að skipa fjallinu að koma til Mú- hameðs en að Múhameð arki þangað sjálfur. Þótti því skjóta skökku við er Kristján Þór kom með súran svip á blaðamannafund sem bæjarstjóm Akureyrar hélt í Reykjavik þar sem lýst var vanda- málum höfuðborgarinnar fyrir norðan...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.