Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 I>V Helmut Kohl Kanslarinn fyrrverandi vill réttarrannsókn til að sannieikurinn komi í tjós. Kohl neitar að hafa eyðilagt sönnunargögn Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, neitaði í viðtali í gær við þýska blaðið Welt am Sonntag að hafa eyðilagt gögn sem gætu bendlað hann við mútuþægni. Kohl kvaðst hins vegar ekki geta útilokað að mistök hefðu átt sér stað. Sagðist kanslarinn fyrrverandi ætla að krefjast réttarrannsóknar til að hægt yrði að komast að sannleik- anum. í síðustu viku hélt sérstakur rannsóknarmaður, Burkhard Hirsch, því fram að rúmlega milljón skjala hefði verið eyðilögð í kjölfar kosningaósigurs Kohls 1998. Flóttamenn fund- ust í melónu- farmi í vörubíl Gríska lögreglan greindi frá því í gær að hún hefði handtekið um 30 ólöglega innflytjendur sem reyndu að laumast inn í landið í vörubfl með melónufarm. Flóttamennimir, flestir frá Indlandi og Pakistan, voru faldir innan um melónukassa. Hafði bilnum verið lagt á lóð flutninga- bílafyrirtækis nálægt Aþenu. Lög- reglan, sem kvaðst hafa fengið ábendingu um flóttamennina, sagði að þeir hefðu ætlað til Danmerkur. Flóttamenn frá Asíu fara oft um Grikkland til annarra Evrópulanda. UPPBOÐ Framhald uppboðs á fasteigninni Búða- vegi 48, n.h., Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Brynhildur Björg Stefánsdóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóðurinn Líflðn, fer fram þriðjudaginn 4. júlí 2000 kl. 10 á eigninni sjálfri. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI. www.romeo.is Viö leggjum mikinn metnað í pökkun og frágang á öllum póstsendingum. Allar sendingar dulmerktar. 1 00% trúnaöur. Kosningarnar í Mexíkó: Milljónir streymdu að kjörborðinu Milljónir Mexikóbúa streymdu í gær að kjörstöðum til að greiða at- kvæði í forseta- og þingkosningun- um. Kjósendur í Mexíkóborg og annars staðar stóðu í biðröðum áð- ur en kjörstaðir voru opnaðir. Kosningabaráttan var hörð og í fyrsta sinn í 71 ár á stjórnarflokkur- inn á hættu að tapa forsetaembætt- inu. Um 59 mflljónir kjósenda voru á kjörskrá. Síðustu skoðanakannan- ir sýndu að jafnræði var með fram- bjóðanda stjómarflokksins, Francisco Labastida, og frambjóð- anda stjórnarandstöðunnar, Vicente Fox. Báðir hafa þeir verið með um 40 prósent atkvæða að und- anfömu. Hinir þrír frambjóðend- umir njóta lítfls fylgis. Hundruð erlendra eftirlitsmanna fylgjast með kosningunum í Mexíkó. Stjórnvöld lofuðu að kosn- ingamar yrðu heiðarlegar en orðrómur var á kreiki í síðustu viku um fyrirhugað kosningasvindl Atkvæði greitt Mexíkóbúar biðu í biðröðum áður en kjörstaðirnir voru opnaðir. stjómarflokksins. Yfirvöld vísuðu orðróminum harðlega á bug. Er- lendir fréttamenn urðu þó vitni að því að stjómmálamenn reyndu að kaupa atkvæði. Labastida hefur verið bæði hér- aðsstjóri og gegnt ýmsum ráðherra- embættum. Talið er að hann hafi notið mikfls fylgis meðal bænda og fátæklinga á landsbyggðinni. Fox, sem er fyrrum forstjóri Coca Cola i Mexíkó, hefur takmarkaða reynslu af stjómmálum en hann hefur þó verið héraðsstjóri. Slagorð Fox um að breytinga sé þörf eftir 71 árs setu stjómarflokks- ins virtist hafa fengið hljómgrunn hjá millistéttinni í borgum Mexíkós. Vaxandi óánægju hefur gætt meðal hennar með einræðið og spillinguna í landinu. Stjómar- flokkurinn hefur haft miklu öflugri kosningavél en stjórnarandstæðing- amir og því er úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Göngumenn stöðvaðir Óeirðalögregla stöðvaði í gær göngu mótmælenda við hverfi kaþólskra í bænum Portadown í gær. Til ryskinga kom milli göngumanna og lögreglu og vörpuðu unglingar grjóti að lögreglumönnunum. Þar til fyrir nokkrum árum fengu mótmælendur að ganga um hverfi kaþðlskra til að fagna sigri Vilhjálms konungs af Óraníu yfir herjum kaþólikka. Mikil spenna hefur ríkt vegna árlegrar göngu þeirra. Hvítir bændur í Simbabve búa sig undir baráttu Hvítir bændur í Simbabve ætla að berjast gegn áætlun yfirvalda um yfirtöku búgarða þeirra. Svarfrest- ur bændanna við tilkynningu, sem þeir fengu um yfirtöku 804 búgarða, rennur út í dag. Sumir bændanna hyggjast berjast gegn landtökunni. Aðrir eru þó fús- ir til að selja ríkinu búgarða sína fái þeir réttlátar greiðslur fyrir, aö því er Tim Henwood, forseti samtaka bænda, greindi frá í gær. Upplýsingaráðherra Simbabve, Chen Chimutengwende, sagði sið- astliðinn miðvikudag í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP að land- takan og afhending lands til svartra hæfist innan nokkurra vikna. Stjómarflokkur Mugabes hlaut 62 Robert Mugabe Fresturinn sem forseti gaf hvítum bændum rennur út í dag. þingsæti í nýafstöðnum þingkosn- ingum en stjómarandstæðingar 58 sæti. Stjórnarflokkurinn hét kjósend- um að afhenda þeim land hvítu bændanna. Um 4500 hvítir bændur eiga 70 prósent af frjósömustu jörð- um Simbabve. Ofbeldisaðgerðum gegn stuðn- ingsmönnum stjómarandstöðunnar er haldið áfram i Simbabve. Á laug- ardaginn særðust fimm stuðnings- menn stærsta stjómarandstöðu- flokksins alvarlega þegar hópur vopnaðra manna réðst á þátttakend- ur í kröfugöngu í úthverfi höfuð- borgarinnar, Harare. Árásarmenn- imir börðu göngumenn með byssu- skeftum. Stuttar fréttir Sjálfstæðisyfirlýsing Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, tjáði þingi Frelsis- samtaka Palestínu- manna, PLO, í gær að hann hygðist lýsa yfir sjálfstæðu palest- ínsku ríkis fyrir árs- lok. Heimiiisiaus Það er ekki langt síðan sex millj- arðasti heimsbúinn fæddist. Þá var honum, Adnan Mevic, lofuð velferð. Nú á Adnan litli á hættu að vera rekinn úr íbúðinni þar sem hann býr. Eigandi ibúðarinnar, er flýði stríðið í Sarajevo, vill komast heim. Forsetinn framleiddi viskí Sýning er nú i Bandaríkjunum á eimingartækjum sem sögð eru hafa tilheyrt fyrsta forseta landsins, George Washington. Á árunum 1798 til 1799 framleiddi hann 41.800 lítra af viskíi. Blaðamanni rænt á Jolo Blaðamanni þýska tímaritsins Der Spiegel, Andreas Lorenz, var rænt í gær á eyjunni Jolo. Talið er að mannræningjarnir séu félagar í skæruliðasamtökum sem rændu 20 gíslum á páskadag. 10 fundust á lífi Tíu manns fundust á lífi i gær við leitina að ferjunni sem flutti nær 500 kristna flóttamenn frá eyjunni Halmahera, einni Mólúkkaeyja, í siðustu viku. Þeir sem björguðust sögðu ferjuna hafa sokkið. Waiter Matthau látinn Bandaríski leik- » ar’nn Walter Matt- Uj hau lést á laugar- P v’j sf völdum 1:1 varð 79 ára. Matt- jfPkiiáiH ^ai1, sem var emn H vinsælasti leikari BMrTlWMi Bandaríkjanna, lék alls í yfir 45 kvikmyndum. Krefst ábyrgðar af NATO Tarja Halonen, forseti Finnlands, sagði í blaðaviðtali í gær að nauð- synlegt væri að íhuga hvað aðild nýrra ríkja þýddi fyrir einstök lönd og svæði. Sagði Halonen aðild Eystrasaltslandanna hafa áhrif á ör- yggispólítík í Evrópu og N-Evrópu. Krám lokað vegna óláta Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, leggur til að lögreglunni verði heimilt að loka í sólarhring krám þar sem ölv- aðir menn fá að slást að vfld. Bresk blöð segja stjórn- völd ákveðin í að draga úr ofbeldi. Tilkynnt var um 676 þúsund slags- mál ölvaðra í krám og við þær um allt Bretland í fyrra. Sprengjutilræði Einn lét lífið og 37 særðust er fjórum gasflöskum með sprengiefni var fleygt að aðalstöðvum lögreglunnar í bænum Cali í Kólumbíu á laugardaginn. Enginn hafði í gær lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.