Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 28
44 Tilvera MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 DV Saga íslensku utanfaranna Nú stendur yfir sýning í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi um sögu íslensku utanfaranna. Sagt er frá fólksflutningum íslendinga til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar og í upp- hafi þeirrar 20. Ástæður fólks- flutninganna, kjör íslending- anna sem fluttu vestur um haf, íslensku mormónamir og raun- veruleikinn sem beið fólksins í Ameríku. í tengslum við sýning- una verður ættfræðiþjónusta starfrækt. Myndlist I GALLERI SÆVARS KARLS Erna G. Sigurðardóttir opnaði sýningu í Galleríi Sævars Karls um helgina. Viöfangsefni hennar hefur veriö maöurinn, hugsanir hans og gerö í síbreytilegum myndum. ■ LISTASAFN ÁRNESINGA. EYRAR- BAKKA Ustasafn Arnesinga heldur risasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka kl. 14. Um er aö ræða málverk, teikningar og vatns- litamyndir frá,Eyrarbakka, geröar á þessari öld. Á sýningunni eru yfir 60 verk eftir um 30 myndlistarmenn, lærða og leika, þjóðkunna og óþekkta. Þeir eru: Ari Trausti Guð- mundsson, Ásgrimur Jónsson, Bald- ur Gunnarsson, Eggert Kristinsson, Elfar Guðnl Þóröarson, Erlingur Æv- arr Jónsson, Eyjólfur Eyfells, Friðrik Guðjónsson, Gísli Sigurðsson, Grét- ar Hjaltason, Gunnar Gestsson, Gunnlaugur Scheving, Halldór Forni, Hans Christiansen, Hörður Agústs- son, Höskuldur Björnsson, Jens Kristleifsson, Jóhannes Geir, Jón Gunnarsson, Jón Jónsson, Jón Ingi Sigurmundsson, Jónas Guðmunds- son, Ottó Gunnlaugsson, Pétur Behrens, Pétur Friörik, Pétur Þór, Ragnar Páll, Rut Magnúsdóttir, Schlemm, Sigurjón Olafsson, Sverr- ir Einarsson, Tolll, Þórdís Þórðar- dóttir og Þorlákur R. Halldórsen. ■ LISTASALURINN MAN Myndlista- fólkiö Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgarður Gunnarsson halda um þessar mundir samsýningu í Lista- salnum Man á Skólavöröustíg 14 í höfuðborginni. Sýningin ber yfirskrift- ina Kyrrð af kyrrð og eru olíumál- verk sem unnin voru á síðasta ári og þessu til sýnis. Viðfangsefni beggja listamannanna eru tengd ein- veru mannsins í eyjum eða á flöll- um. ■ UÓSMYNP-NÁTTÚRA-MENNING Marisa Navarro Arason og Roberto Legnani standa fyrir samsýningu í Safnahúsinu Tryggvagötu 15. Marisa mun taka fyrir Oratoriu hafs- ins, en Roberto hreyflngu og drauma. ■ VEGGFOÐURSMALVERK Breski málarinn Alan James stendur um þessar mundir fyrir „veggfóðursmál- verkasýningu" í Straumi sunnan viö álverið í Straumsvík. Þetta verður þriöja sýningin sem James stendur einn fyrir á Islandi og veröur hún opin til 15. júlí. ■ JÓHANNES DAGSSON í VARMA- HLH) Jóhannes Dagsson sýnir verk sín T Galleri ash, Lundi, Varmahlíö í Skagafiröi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá 10-18 og stendur til 21. júlí. Síðustu forvöð ■ UÓSAKLIF í HAFNARFIRDI Sýn ingu myndlistarmannsins Halldórs Ásgeirssonar fer að Ijúka. Samspil birtu og vatns kannað. Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.ls DV-MYNDIR ÞÖK Barnaguðsþjónusta Frá barnaguðsþjónustu á laugardag. Góð stemning á kristnitökuhátíð Veðurguðimir léku við hvem sinn fingur um helgina þar sem 10-12 þúsund manns vom saman komin til að minnast þess að þúsund ár eru liðin frá því að íslendingar tóku upp kristna trú. Mikið var um að vera og Þorvaldur Öm Kristmundsson, Ijósmyndari DV, fylgdist með og tók þessar myndir. -ij Frá Lögbergi Skátar hylla íslenska fánann. I brekkunni Margir komu klæddir I sitt besta skart þrátt fyrir hitann. Þessar konur eru í íslenska þjóðbúningnum. Brogagrtrym Barnakór Hér syngja börn úr Tónlistarskóla ísafjarðar. Stjörnubíö - The Muse: ++ Heilladís Albert Brooks fer yfirleitt ekki troðnar slóðir. Til dæmis fjallaði Defending Your Life um mann sem ferst í bílslysi og þarf að fara fyrir Stóradóm áður en hann kemst til himnaríkis og í Mother fjallaði hann um mann sem, eftir að hafa giftst tvisvar og skilið jafn oft, flyt- ur heim til mömmu. í The Muse er hann samur við sig og nú er það handritshöfundur sem þarf að treysta á eina af níu dætrum Seifs til að geta haldið áfram að vera „inni“ í Hollywood. Þessar þrjár myndir, eins og fleiri myndir Brooks, eru fyrst og fremst þægileg- ar og skemmtilegar en um leið vant- ar neistann til að fullkomna snjalia hugmynd og vel skrifað handrit og sjálfsagt er það ástæðan fyrir því að engin mynda Brooks hefur slegið al- mennilega í gegn. í upphafi The Muse kynnumst við handritshöfundinum Steven Phillips sem er verðlaunaður fyrir vinnu sín en er degi síðar sagt upp störfum og fær það framan í sig aö með dýran smekk Heilladísln Sharon Stone leikur bjargvættina sem frægt fólk í Hollywood treystir á. hann sé búinn að missa frásagnar- gáfuna. í örvæntingu leitar Steven til vinar síns Jacks Warricks (Jeff Bridges), handritshöfundar sem fengið hefur óskarsverðlaun. Warrick sér aumur á vini sínum og segir honum að hann hafi verið í sömu sporum og hann fyrir nokkrum árum. Allt hafi þó breyst þegar hann kynntist skáld- skapargyðjunni Söru (Sharon Stone) sem er af goðum komin, ein af dætrum Seifs. Jack var- ar þó Steven við því að Söru líki vel að fá gjaf- ir. Phillips er til í allt sem getur bjargað ferli hans og fer því á fund Söru. Þar með hefst at- burðarás sem Phillips missir smátt og smátt sfjóm á. Sara er nefni- lega engin venjuleg kona. Hún læðir inn góðum hugmyndum en allar kosta þær sitt og áður en Phillips veit af er hann fluttur ásamt eiginkonu sinni, Lauru (Andie MacDowell), inn í gestaíbúð á heimili sínu og Sara búin að leggja undir sig svefnherbergi þeirra hjóna. Albert Brooks gerir margt snið- Hilrnar Karlsson skrifar um riði era vel gerð og skemmtileg og sum samtölin sérlega fyndin en það vantar allt jafnvægi í myndina, hún rís og fellur til skiptis, auk þess sem Brooks á í nokkrum erfiðleikum með endinn, notar síðan einfalda lausn sem alls ekki er fullnægjandi. Það var snjallt hjá honum að fá leik- stjórana James Cameron, Martin Scorsese og Rob Reiner til að leika sjálfa sig í myndinni, leikstjóra sem allir þurfa að leita ráða hjá skáld- skapargyðjunni Söru. The Muse er ekki aðeins gaman- mynd í ævintýrastíl. Hún er létt ádeila á kvikmyndabransann í Hollywood þar sem enginn er örugg- ur um sitt og velgengni ræðst oft af dutlungum misviturra ráðamanna. Leikstjóri: Albert Brooks. Handrit: Albert Brooks og Monica Johnson. Kvikmynda- taka: Thomas Ackerman. Tónlist: Elton John. Aðalleikarar: Albert Brooks, Shar- on Stone, Jeff Bridges og Andie MacDowell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.