Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 24
40 Tilvera MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 DV Galdraminjasýning opnuð á Hólmavík: Hulinshj álmur, tilbera- vakningar og kveisublöð Osýnilegur drengur meö hulinshjálm Jón Jónsson, þjóö- og sagnfræöingur, og Sig- uröur Atlason framkvæmdastjóri viö einn sýn- ingargripinn. Aöalhönnuöur sýningarinnar er Árni Páll Jóhannsson en hún er opin daglega til ágústloka. DV, HÓLMAVÍK: „Við Islendingar þurfum að tefla fram sögu okkar og menningu til að efla íslenska ferðaþjónustu. Hún hefúr verið að styrkjast og verður stöðugt stærri hluti af okkar atvinnulífi og framlag Strandamanna hér í dag mun draga að ferðafólk, ekki einungis í stærsta þéttbýlið heldur út um allt land,“ voru orð samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, þegar hann opn- aði galdrasýningu á Hólmavík að kvöldi Jónsmessu 23. júní. Hann bar mikið lof á Strandamenn, lofaði framtak þeirra og frumkvæði og óskaði þess að allt gengi þeim í hag þrátt fyrir galdrana. Dagskrá opnunar hátíðarinnar hófst með því að félagar í leikfélagi Hólma- víkur fluttu leikþátt unninn upp úr „Skollaleik" Böðvars Guðmundssonar og nefiiist „Er þetta einleikið?" og fjall- ar um atburð á sautjándu öld þegar sýslumaður Strandamanna, Þorleifúr Kortsson, lætur sakfella og lífláta ung hjón frá fjarlægu landi. Glæsileg sýning Sýningarsvæðið er á tveimur hæð- um í gamla pakkhúsi Kaupfélags Steingrímsfiarðar sem sjálfseignar- stofnun, sem Strandagaldur nefnist, eignaðist snemma á þessu ári. Bygg- ingin er í hjarta gamla bæjarins og hef- ur á örfáum vikum verið endurbyggð og breytt í gott sýningarhús. Um það sá Ólafúr Ingimundarson húsasmíða- meistari auk margra annarra iðnaðar- og hagleiksmanna. í portinu sjávarmegin er vísir að galdragarði þar sem fýrirhugað er að koma fyrir minnisvarða um fómar- lömb galdraaldarinnar ásamt fleiru. Nær allt sem fyrir augu ber er nýjung flestu nútímafólki og fæstir bera nokk- uð skynbragð á. Hulinshjálmur, þar sem hægt var að gera sig ósýnilegan fyrir fulltingi töfra, flæðarmýs, tilbera- vakningar ásamt kveisublöðum eru dæmi um það sem til sýnis er. Hugmyndin vatt upp á sig „Galdrar gengu oft út á það að ná til sín auði og vera viðkomandi þjófa- vöm,“ segir Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri og einn af skipuleggj- endum verkefnisins. Hann segir upp- hafið að þessu vera rit Jóns Jónssonar, þjóð- og sagnfræðings frá Steinadal, sem hann sendi frá sér fyrir nokkrum árum og heitir „Ferðaþjónusta og þjóð- menning." „Upphaflega hugmyndin var að þetta yrði spjaldasýning, frekar smá í sniðum, en þetta óx að umfangi eftir því sem efnið var oftar tekið til skoðunar og síðan var afráðið að gera þetta allt á fullkomnasta máta,“ sagði Sigurður. Vandaður texti, unninn af fæmstu fræðimönnum landsins á þessu sviði, fylgir og skýrir hverja mynd og hlut. Víða var leit- að fanga en helst vora það annálar og skjöl. Þá hafa varðveist tvær til þrjár galdraskræður frá 17. öld. Jóni Guðmundssyni, 1574-1658, sem fékk viður- nefnið lærði, er úthlutað veglegt rými á sýningunni en þar situr hann i húsa- kynnum síns tíma við gam- alt borð og párar með fiöð- urstaf. Hann var bóndason- ur úr Ófeigsfirði en varð af- kastamikill rithöfúndur á fræðasviðinu. „Líf hans var ævintýri líkast, hann var óhræddur við að gagnrýna valdsmenn sem ekki var að öftu leyti hættulaust og hlaut bágt fyrir þar sem hann gagnrýndi harðlega í skrifum sínum framferði Ara Magnússonar sýslu- : manns í Ögri sem lét elta uppi og lífláta baskneska hvalveiðimenn sem orðið höfðu skipreka vestur þar árið 1615. Hann fékk að halda lifi og lenti í dönsku fangelsi en maður að naftii Ole Worm fékk hann leystan út og var hann síðan undir hans vemdarvæng á meðan þess þurfti með,“ segir Jón Jónsson, þjóð- og sagnfræðingur. Hann segir eftirtektarvert að flestir valds- j menn á Vestfiörðum á 17. öld hafi ver- ið náskyldir eða tengdir. Á næstu árum rísa byggingar í Hrútafirði, helsta aðsetursstað Þorleifs Kortssonar lögmanns, í Bjamarfirði og í Ámeshreppi en þar er upphafsstaður brennumótanna í Strandasýslu. Hér- aðsnefnd Strandasýslu hefur veriö dyggur stuðningsaðili þessa verkefnis á undanfómum árum. Þá er uppsetn- ing þess einn þáttur í verkefninu Reykjavík menningarborg 2000 og nýt- ur sem slík góðrar fyrirgreiðslu viða. -GF 1 DV-MYND GTK Fimmtugur gleöigjafi Hinn þekkti gleöigfafi og stuöbolti, Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaöarráðuneytinu, frá Miötúni á Sléttu, varö fimmtugur á laugardaginn. Af því tilefni var slegiö upp mikilli veislu í Breiöfiröingabúö og mættu mörg hundruö manns. Mjög margar ræöur voru fluttar og mikiö sungiö en fram kom aö jafnvel í matarinnkaupunum í kjörbúðinni ætti Níejs til aö taka lagiö, öllum til óblandinnar ánægju. Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Karl Guöiaugsson, við- skiptafræðingur og gamall sveitastrákur í Miötúni, veistustjórinn Grímur Þór, rafmagnsverkfræöingur og bróöir Níelsar, Þá kemur Níels sjálfur og síðan þrír bræðra hans, Benedikt lögregluvaröstjóri, Kristinn fjármáiastjórí og Maríus Jó- hann trésmíöameistari. Yst til hægri er ráöuneytisstjórinn í landbúnaðarráöuneytinu, dr. Björn Sigurbjörnsson. Póstkröfusími VIDEOHOL LIN Á 1 batncíi.- LÁGMÚLA 7 • SÍMI 568 53 33 Nýr golfskáli í Miðdal Fyrir nokkrum dögum var vígður nýr golfskáli Golfklúbbsins Dalbúa, en golfvöllurinn er í Miðdal, rétt innan við Laugarvatn. Skálinn er Stjóm Dalbúa viö vígsluna Taliö frá vinstri: Siguróli Jóhannsson, Gunnar G. Schram formaöur, Jón Þ. Hilmarsson, Ólafur Pálsson og Þórir B. Guömundsson. rúmlega 60 fermetra að stærð og hinn veglegasti að allri gerð. í skál- anum er daglega boðið upp á margs- konar veitingar og golfvörur og unnið er af krafti við framkvæmdir á vellinum. Mun skálinn gerbreyta allri aðstöðu Dalbúa. Mikið fiölmenni var viö opnunina og blessaði sóknarpresturinn séra Rúnar Egilsson, húsið og starfsem- ina þar. Formaður Dalbúa, Gunnar G. Schram prófessor, lýsti fram- kvæmdum og þakkaði öllum sem hönd höfðu lagt á plóginn við gerð þessa glæsilega húss. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.