Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 32
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Reykjavík: Skothvellir í Hrafnhólum Um hálffimmleytið aðfaranótt sunnudags barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um háværa hvelli eins og úr byssu eða púður- kerlingum úr íbúð við Hrafnhóla. Að sögn þess sem tilkynnti um at- burðinn heyrði hann tíu til tólf hvelli frá ákveðinni íbúð við Hrafn- hóla, Lögreglan fór á staðinn en varð einskis vör. Seinna um morguninn var svo aftur tilkynnt um háværa hvelli en að þessu sinni úr Dúfnahólum. Ekki tóks að hafa hendur í hári hávaða- seggsins. Lítið var um ölvun í bænum og helgin að öllu leyti mjög róleg hjá lögreglunni í Reykjavík. -Kip 'W Alvarleg slys: Hestakonur í lífshættu Alvarlegt slys varð I Gaulverja- bæjarhreppi, austan við Vorsabæj- arhjáleigu, um klukkan tvö í gær. Kona á þrítugsaldri var í hestaferð ásamt fleiri er hún datt baki. Lög- reglan á Selfossi sótti konuna, sem er úr Reykjavík, og flutti hana til Selfoss. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti hana til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hlaut kon- an alvarlegann höfuðáverka. Hún liggur á gjörgæsludeild og er talin í lífshættu. Einnig varð alvarlegt slys á Blönduósi í gær þegar hestakona féll af baki og höfuðkúpubrotnaði. Hún var flutt með þyrlu til Reykjavíkur -Kip Landakotskirkja verður basilíka - ein fárra í heiminum Þúsund ára afmælishátíð kristn- innar um helgina á Þingvöllum fór ekki fram hjá landsmönnum. Tíma- mótanna var þó minnst víðar en þar því kaþólska kirkjan í Landakoti komst i fáskipaðan hóp basilíka heimsins. Að sögn Jóhannesar Gijsen bisk- ups eru basilíkur mikilvægustu kaþólsku kirkjur hvers ríkis sem eiga það enn fremur sammerkt að þær eru sóttar af fólki víðs vegar að. Biskup Gijsen bætir jafnframt við: „Basilíkur eiga í alveg sérstöku sambandi við páfa en líkt og al- kunna er hefur Jóhannes Páll páfi sótt þessa kirkju heim. Hann hefur ákveðið að veita okkur þennan heið- . ur á þúsund ára afmæli kristninnar. Við erum himnafóðurnum afskap- lega þakklát fyrir þessa gjöf.“ -BN SÓL OG HITI Á KRISTNIHÁTÍÐ Hitinn á Þingvöllum komst upp í 24 gráöur þegar mest var á laugardaginn. Þaö þótti því sumum tilvalið aö svala sér ögn i kaldri og hressandi Öxaránni. Stjórnandi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Marsaq: Okrað og svínað á Grænlandsfluginu - og Grænlendingar neyðast til að fljúga um Kaupmannahöfn PV, NARSAQ: „Við glímum hér við ára- langt vandamál sem tengist flugi til Suður-Grænlands. ís- lendingar sem hingað koma eru gegnumsneitt mjög ánægðir með dvölina hér á söguslóðum en samgöngurnar trufla og ferðamönnum frá ís- landi fjölgar ekki,“ segir Salik Hard, stjórnandi Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála í Nar- saq á Grænlandi. Salik segir að árið 1964, þeg- ar Flugfélag tslands hóf fyrst flug til Narsarsuaq, hafi far- þegar verið um 250 á viku. Árið 1994, þegar flug til Nars- arsuaq hafi verið með Boeing þotu, hafi farþegafjöldinn rok- ið upp í 310 á viku. „Árið 1994 styrktu ferðamálayfir- oVoORlSTOFFICt \ ^661,94 GRtENLAND Samgöngur í lamasessi Salik Hard er óánægöur meö flug milli íslands og Narsarsuaq. Flugið er óstööugt, alltof dýrt og feröir falla niöur af skrýtnum ástæöum. völd á Grænlandi þetta flug og við- brögðin létu ekki á sér standa. Nú hefur þeim fækkað um helm- ing og það er fyrst og fremst vegna þess að fluginu er illa sinnt. Aðeins er flogið frá því eftir miðjan júní og fram til 1. september. Þá er flogið seint og án tillits til ferjusam- gangna og flug stenst illa áætlun og er aflýst af skrýtn- um ástæðum. Þá hafa flugfar- gjöld frá Reykjavik stórhækk- að og þetta láta ferðamenn ekki bjóða sér. Það er svo að sjá að sparnaðurinn hjá Flug- félagi íslands skipti öllu en ekki það að tryggja góðar. samgöngur," segir Salik. Hann segir þetta leitt vegna þess að íslenskir ferðamenn eigi fullt erindi á þessar sögu- slóðir norrænna manna. „Héðan fara Islendingar almennt Allt að 7000 manns i Húsafelli Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi voru milli 6000 og 7000 manns í Húsafelli um helgina. Talsvert var um ölvun og ölvunarakstur og gistu nokkrir fangageymslur lögreglunnar. Einnig var nokkuð um slagsmál á svæðinu, tennur voru slegnar úr ungum manni og annar fékk alvarlega áverka á eyra þegar hann var sleg- inn með flösku. Staðarhaldarar í Húsafelli segja að umgengni hafi verið mjög slæm DV-MYND KRISTINN H. SVEINNSON Húsafell Fjölmennt var í Húsafelli um helgina og íhuga að loka tjaldstæðinu á næsta ári vegna þess. Síðdegis í gær var komið farar- snið á fólk og umferð orðin mikil. Lögreglan er þrátt fyrir þetta sammála um að helgin hafi verið ró- leg um mestallt land. Nokkur við- búnaður var vegna aukinnar um- ferðar en hún gekk vel fyrir sig. Lögreglan á Akureyri taldi að umferðin fyrir norðan hefði fremur legið í Vaglaskóg og lengra austur en suður á bóginn og frá Vest- mannaeyjum fengust þær fréttir að óvenjulega margt fólk hefði verið í bænum á sunnudaginn en allt farið friðsamlega fram. -Kip ánægðir með dvöl sína. Sagan er hér um allt og fólki þykir ómetan- legt að komast að Grænlandsjökli og á staði á borð við Brattahlíð, Hvalsey og Garða,“ segir hann og bætir við að með öflugum samgöng- um gæti Flugfélagið tryggt Græn- lendingum góðar samgöngur við Evrópu og Ameríku. „Ef flugleiðinni væri vel sinnt gætu Grænlendingar flogið til ís- lands og þaðan til Evrópu eða Am- eríku í stað þess að neyðast til að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn. Þetta er dapurleg frammistaða," segir Salik Hard. -rt Pantið í tíma 32 da^ai í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 303 0 ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.