Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 i Ég gerði bara það sem Gaui litli sagði mér að gera.... ...og a 16 vikum missti ég 30 kg! / 3. og 5. júlí hefjast í World Class 8-vikna aðhaldsnámskeið með Gauja, Bubbu. Ný námskeið með breyttum áherslum Þe11a allt er innifalið Hjólaspuni 3 til 5 sinnum í viku. Ýtarleg kennslugögn. Vigtun Fitumæling. Matardagbækur. Fræðsludagur. Hvetjandi verðlaun. Fjöldi mataruppskrifta. Einka viótal við Gauja litla. Viðtal við na?ringarráðgjafa. Æfingarbolur og vatnsbrúsi. Þrír heppnir fá frítt á næsta námskeið. Ótakmarkaður aðgangur að World Class. Við bjóðum upp á: Morguntíma, eftirmiðdagstíma og kvöldtíma. Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur Skráning stendur yfir núna í síma: 896 1298 REYKJAVIK NEWBALANCE FATNAÐUR OG SKÓR Snæfellsbær: 140 milljóna skuldaaukning - nýtt íþróttahús stærsta framkvæmdin DV, VESTURLANDI:___________________ Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar hefur verið lögð fram til síðari um- ræðu í bæjarstjórn og verið sam- þykkt, að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Gert er ráð fyrir að skatttekjur nemi rúm- um 343 milljónum á árinu 2000. Al- menn rekstrargjöld eru áætluð 386 mibjónir og tekjur málaflokka 88,5 milljónir. Samtals er þvi gert ráð fyrir því að rúmar 45 milljónir verði eftir til ráðstöfunar af tekjum þegar búið er að gera ráð fyrir rekstrar- gjöldum. Fræðslumálin taka langstærsta hluta rekstrargjaldanna, eða 52,58%, sem svarar rétt rúmum 173 milljónum. Næst kemur yfírstjóm- in með tæpar 33 milljónir, eða 10%, og svo félagsmálin með 30 milljón- ir, eða 9% rekstrargjalda. Eign- færð fjárfesting er áætluð 171,5 milljónir og skiptist þannig að 170 milljónir fara i nýbyggingu íþrótta- húss Snæfellsbæjar sem ljúka á við á árinu. Afgangurinn, eða 1,5 millj- ónir, fer í fyrsta áfanga af þremur við klæðningu á Grunnskólanum í Ólafsvík. Gjaldfærö fíárfesting er áætluð 22,5 milljónir. Stærstu út- gjaldaliðimir er lagning slitlags á Smiðjuveg í Rifi og yfirlagnir á öðrum götum, framkvæmdir við Vatnsveitu Snæfellsbæjar og tækjakaup í nýja íþróttahúsið. Einnig má benda á að stórar upp- hæðir fara í tölvukaup, bæði við grunnskólana og leikskólana. Gert er ráð fyrir að greiða niður skuld- ir sem svarar rúmum 74 miUjón- um. Ný lán á árinu eru áætluð 214,5 milljónir þannig að skulda- aukning er um 140 milljónir. -DVÓ DV- MYND ÞÖK Það var greinilega létt yfir ferfætlingum, mannfólki og fiöurfénaöi í sólskininu í Reykjavík fyrir helgina. TrimForm Berglindar Vera Forever Living product eru stærstu framleiðendur Aloe Vera í heiminum í dag. 553-3818 Frábært mánaðartilboð Cellóvision Appelsínu- og bjúgmælar tll sölu. Grindarbotnsvöðvar Appelsínuhúð Nokkrir tímar í trimformi hafa gefið góða raun sé um slappa grindarbotnsvöð va að ræða. Höfum margra ára reynslu í að vinna á appelsínuhúð og eftir 10 tíma meðferð er sýnilegur árangur Frír pruFutími Fagmennskan f Fyrirrúmi Minnkað starfssvæði Byggðastofnunar: Viljum stuðning - segir bæjarstjóri Borgarbyggðar DV, BORGARNESI:____________________ „Það er ekki hægt að ákveða að úti- loka okkur þó svo við höfúm náð ákveðnum árangri á seinustu mánuð- um,“ segir Stefán Kalmansson, bæjar- stjóri í Borgarbyggð, en á nýliðnum ársfúndi Byggðastofiiunar velti Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra upp þeirri hugmynd að minnka starfs- svæði stofnunarinnar vegna uppgangs í nágrannabyggðarlögum Reykjavíkur, t.d. á Selfossi og í Borgarnesi. Bæjarráð Borgarbyggðar mótmælir fullyrðingu viðskiptaráðherra og varar við ótimabærum álykfimum um þenslu í sveitarfélaginu. Fólksfíöldi hefur staðið í stað lengi og atvinnulíf á svæðinu átt undir högg að sækja, t.a.m. er samdráttur í landbúnaði áfram fyrirsjáanlegur auk þess sem einhæft atvinnulíf setur enn mark sitt á svæðið. Bæjarráðið fer því fram á að stjómmálamenn flýti sér hægt í að færa borgarmörkin út á landsbyggðina og fmnst ekki eðlilegt að fyrsta tæki- færi sé nýtt til að skera niður opinber- an stuðning við atvinnuuppbyggingu í Borgarfirði þó jákvæð teikn hafi verið á lofti. Stefán segir tvær hliðar á svokölluð- um uppgangi. Borgames sé eitt og sveitimar í kring annað. „Þetta er ekki spuming um hvort við lifum eða deyj- um en stuðningur Byggðastofnunar hefur skipt okkur máli og verkefnun- um er ekki lokið.“ Málið hefur ekki verið rætt í bæjarstjóm Selfoss. -DVÓ/HH Vöðvabölgumeðferð Bjóðum upp á vatnsnudd og Ijós Byggist á 30 mín. meðferð í hvert skipti. Þú finnur strax mun eftir einn tíma. HsimatrimFopm Bergllndar Leigjum út tæki hvert á land sem er. Sími 586 1626 / 896 5814 Grenningarmeðferð 40 mín. trimform samsvarar kröftugri 10 tíma hreyfingu. TRIM Grensásvegi iXF0RM ösVntfcr nsásveqi 50 sími 553 3818 Engar gæsir gripnar - á Blönduósi DV. HUNAÞINGI:______________________ Villtar gæsir setja nú mikinn svip á Blönduós en þær verpa svo tugum skiptir í Hrútey og upp með Blöndu. Þær eru í stórum hópum á ánni, í Hrútey og við Blöndubrú eftir að ung- arnir em komnir á legg. Vekur þetta mikla athygli ferðamanna sem hafa gaman af fuglunum sem oftast em fremur gæfir. Umferð í Hrútey er ekki leyfð fyrr en eftir 20. júní ár hvert til að friða varp fugla og er þar vaxandi fuglaparadis. Eftir að göngu- brúin út í eyjuna er opnuð fer vax- andi fíöldi ferðamanna þangað til að skoða gróður og fuglalíf. Hrútey hefur verið friðuð fyrir allri beit síðan 1933 og skömmu síðar voru fyrstu plönturnar gróðursettar. Þar er nú myndarlegur skógur og vaxa þar margar villtar jurtir. M.a. vex í Hrútey villt hveititegund en slíkt er afar sjaldgæft á íslandi. -MÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.