Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Fréttir 25 þúsund gestir sóttu 500 milljóna króna Kristnihátíð: 20 þúsund á gest Jón Bjartmarz yfirlögreglu- þjónn segir lög- reglu áætla að alls hafi verið á bilinu 26 til 32 þúsund manns á Kristnihátíðinni á Þingvöllum um helgina. Áætlunin byggir á fjölda fólksbila og fjölda rútu- farþega og fjölda tjaldgesta. Alls telur lögreglan að á bilinu 12 til 15 þúsund manns hafl verið á Þingvöllum á laugardag en á bilinu 14 til 17 þúsund í gær. Á laugardeg- inum voru taldir 3200 fólksbílar inn á svæðið en 3600 á sunnudeginum. Á laugardeginum munu 1250 gestir Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri Kristnihá- tíöarnefndar. hafa komið með rút- um en 2200 í gær. Þá segir Jón að á bilinu 600 til 1000 gestir hafi verið á tjaldstæðum í Bolabás og við Skóg- arhóla. Þess má geta inni í ofangreindum tölum eru allir þeir sem voru á Þingvöll- um, bæði þeir sem þar voru að störfum og þeir sem þar voru gestir. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðarnefnd- ar, hefur sagt að beinn kostnaður nefndarinnar vegna hátíðarinnar á Þingvöllum nemi á bilinu 260 til 270 milljónum króna. Nefndin hafði hins vegar 324 milljónir króna til Fjárveitingavaldið á faraldsfæti Alþingi samþykkti 500 milljóna króna þjóöargjöf á Þingvöllum í gær. ráðstöfunar á þessu ári vegna hátíð- arhalda á landinu öllu. Að auki hafði nefndin fengið framlag á fjár- lögum fyrri ára. Auk ofangreinds kostnaður hefur ríkissjóður lagt hundruð milljóna króna út fyrir umfangsmiklum framkvæmdum, ýmist til bráðabirgða eða lang- frama, á og við Þingvelli, í tilefni hátíðarinnar. í gær samþykkti Alþingi síðan 500 milljóna króna fjárveitingu, sem þjóðar- gjöf til minningar um kristnitökuna, á fundi sínum á Þingvöllum. Ef gert er ráð fyrir að hátíðargestir, að frátöld- um starfsmönnum og listamönnum, hafi alls verið 25 þúsund talsins og að beinn kostnaður vegna hátíð- arinnar á Þingvöllum um helgina hafi verið 500 milljónir króna hefur hátíðin kostað 20 þúsund krónur á hvern gest. -GAR Vesturlandsvegur: Ekki lokað - auglýsingin virkaði Ekki varð af því að Vesturlandsvegi væri lokað fyrir akstri úr norðri síð- degis í gær til að greiða fyrir umferð gesta af Kristnihátíð á Þingvöllum. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir að umferðarteljarar hafi gefið til kynna að umferð hafl verið mjög mik- ii frá Vesturlandi á milli klukkan íjög- ur og sex. „Auglýsingin um lokunina hafði þau áhrif að fólk kom mun fyrr í bæinn gegnum Hvalfjarðargöngm. Það má segja að auglýsingin hafa leyst mál- ið auk þess sem umferðin frá Þingvöll- um var ekki meiri en raun bar vitni þannig að það var hægt að koma báð- um straumunum inn í borgina," segir Jón Bjartmarz. -GAR Þingfundur á Þingvöllum Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræöustól í gær. DV-MYND KRISTINN H. SVEINSSON Húsafell Á sunnudaginn kom upþ eldur í sumarbústaö i Húsafelli og brann hann til kaldra kola á örskömmum tíma. Ekki uröu slys á fólki. Grunur leikur á aö um íkveikju hafi veriö aö ræöa. Almannavarnanefnd á Suðurlandi: Skipulagi var fylgt - annað er mistúlkun eða misskilningur, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson „Þetta er ákaflega mikið úr lausu lofti gripið," segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu og einn sjö manna sem sæti eiga í Al- mannavamanefnd Rangárvallasýslu, um fuilyrðingar þess efnis að almanna- vamir hafl ekki fylgt fyrirfram ákveð- inni áætlun eftir að stóra skjálftamir riðu yflr Suðurland á dögunum. „í aðalatriðum var farið eftir skipu- lagi almannavama um viðbrögð við náttúruhamfórum. I því fólst að kallað- ar vora út björgunarsveitir og sett upp fjöldahjálparstöð. Fljótlega kom í ljós að það vora ekki mannfómir eða stór slys á svæðinu þannig að það þurfti ekki að grípa til aðgerða vegna þeirra - sem er vitanlega hluti af áætluninni ef slíkt gerist. Þannig að í aðalatriðum var áætluninni fylgt eins og tileöii gafst til. Annað er nú held ég misskiln- ingur eða það að menn hafa oftúlkað einhverja hluti,“ segir Guðmundur Ingi. Laugaland var úr myndinni Að sögn Guðmundar Inga komu hins vegar fram hnökrar varðandi sambandið við Aimannavamir ríkis- ins fyrsta hálftimann eftir skjálftann 17. júní. „Við hefðum viljað ná betra sambandi viö Almannavamir ríkisins i Reykjavík. En þetta á sér sínar skýr- ingar og hefúr verið farið yflr þær með stjómendum almannavama. Það urðu aúar linur rauðglóandi inn til Land- helgisgæslunnar, sem er með síma- vaktina. En það var fyrir því séð þegar seinni skjáiftinn kom að við vorum í sambandi við stjómstöðina í Reykja- vik nánast frá fyrstu mínútu,“ segir hann. Eins og áður segir telur Guðmundur Ingi að gagnrýnendur almannavama hafi oftúlkaö atburðarásina. „Ég sá i frétt að hjálparstöð hefði ekki verið sett upp á Laugalandi eins og áætlun gerir ráð fyrir. Það var einfaldlega vegna þess að við settum stöðina fyrst upp í Hvoisskála á Hvolsvelli út frá því sjónarmiði að hún væri sett upp á sem öraggustu svæði en Hella og Lauga- land vora aöaláfallasvæðin. Síðan kom í ljós að húsnæði var tiltækt á Hellu sem hafði staðist skjálftann fuilkom- lega og þá var hjálparstöð sett upp þar og talin vera í miðju mannflesta áfalla- svæðisins og öilum sem vitað vai' að þurftu á aðstoð eða áfallahjálp að halda var beint þangað. Vegna þess að ekki var vitað um slys eða mannfómir vora ekki settar upp fleiri hjálpar- stöðvar," segir Guðmundur Ingi. Almannavamanefnd Rangárvalla- sýslu er enn á viðbragðsstigi. „Það verður öragglega á meðan enn era ein- hverjar hræringar," segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. -GAR Ofurhugar í Þórsmörk Elín, Hlynur, Björn og Baldvin þreyttu kappróöur á gúmmíslöngum niöur Krossá i sólskini og 19 stiga hita. Allmargir gestir voru i Þórsmörk um helg- ina þrátt fyrir verkfall Sleipnismanna. Skuldir Fjarðabyggðar rjúka upp Skuldir Fjarða- byggðar hafa aukist verulega samkvæmt ársreikningi síðasta árs. Þetta var kynnt á síðasta fundi bæjar- stjómarinnar sem haldinn var fyrir sumarfrí. Fram kom á fundinum að mun meira af tekjum hefði farið til rekstrar sveitarfélagsins en gert hefði verið ráð fyrir, auk þess sem þær urðu minni en áætlað var. Sjónvarpið sagði frá. Skaðar ímynd leigubílstjóra Framkvæmdastjóri Bæjarleiða segir núverandi fyrirkomulag í leigubílaakstri til og frá Keflavíkurflugvelli skaða ímynd leigubílstjóra. Þar séu 40 bílar að reyna að flytja þúsundir farþega en betra væri að ailir leigubílar hefðu rétt á aö flytja þá. Sjónvarpið sagði frá. Lítil skjálftavirkni Um 130 smáskjálftar urðu frá mið- nætti fram að hádegi í gær og urðu þeir stærstu um 1,5 á Richter. Virknin hefur mestmegnis verið bundin við Hestfjall og Holtin en einhverjir smá- skjálftar hafa einnig verið á Hengils- svæðinu og í Ölfúsinu. Læknar vara við bjartsýni Læknar vara við bjartsýni vegna fjölda uppgötvana sem gerðar hafa ver- ið í rannsóknum á krabbameini upp á síðkastið. Þeir segja ánægjulegt hve margar grunnrannsóknir hafi verið gerðar að undanfomu en að mörg ár taki að rannsaka hverja nýja uppgötv- un. Stöð 2 sagði frá. íslendingur af staö á morgun Víkingaskipið íslendingur leggur af stað á þriðjudagsmorgun i átt til Brattahlíðar á Grænlandi. Skipið hef- ur dvalist í Ólafsvík síðustu viku vegna mikils hafiss á leiðinni til Græn- lands en hann er nú að gliðna. Stöð 2 sagði frá. Kristnin til framfara Davíð Oddsson for- » sætisráðherra sagöi í ræðu á Kristnihátið ■ að það væri engin til- 9 viljun að mestu fram- ■t :iJ| farir síðustu þúsund hefðu orðið hjá ■ ' /BW kristnum vestrænum þjóðum enda héldist þar í hendur einstaklingshyggja og samkennd. Málþing samkynhneigðra Fimm félög samkynhneigðra á ís- landi héldu í gær málþing í samstaríi við Mannréttindaskrifstofuna á ís- landi. Að sögn Þorvalds Kristinssonar, sem sá um undirbúning málþingsins, er þetta í fyrsta skipti á Islandi sem fjallað er á fræðilegan hátt um stöðu samkynhneigðra hér á landi. RÚV greindi frá. Geysir gaus í þriðja sinn Geysir gaus í þriðja sinn rétt eftir mið- nætti í fyrrinótt. Gos- ið stóð í 10 til 15 mín- útur og var gossúlan um 30 metra há. Már Sigurðsson, staðar- haldari á Geysisvæð- inu, segir að hverinn gamli hafi tekið vel við sér í kjölfar skjálftavirkni á Suðurlandi. Samþykkt Kristnihátíöarsjóðs Á hátiðarþingfundi á Kristnihátíð á Þingvöllum i gærmorgun samþykktu þingmenn að stofna Kristnihátíðarsjóð sem efla á fræðslu og rannsóknir á trú- ararfmum. Tilgangur sjóðsins er m.a. að efla fræðslu og rannsóknir á trú- ararfi þjóðarinnar, auk þess sem hann á að styrkja fomleifarannsóknir á helstu sögustöðum. 100 miiljónir króna verða settar í sjóðinn árlega. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.