Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 X>V_____________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefha Sigurjónsdóttir Myndlist Höfuðdyggðir og aðrar dyggðir Best heppnuöu verkin auka viö skilning okkar bæöi á þeim „dyggöum" sem listamennirnir eru meö undir og hugarheimi þeirra sjálfra. „Vonin", gatadúkur Siguröar Arna Sigurðssonar, er eitt slíkt verk, í senn einfalt, snjallt og margrætt. Það er ábyrgðarhluti að koma myndverkum fyrir úti í náttúr- unni, einkum og sérílagi þegar náttúran er bæði viðkvæm og samtvinnuð sögu einnar þjóðar. Þarf því talsverða dirfsku, ef ekki flfldirfsku, til að efna til samsýn- ingar eins og þeirrar sem opnuð var í fyrradag í Stekkjargjá á Þingvöllum í tiiefni Kristnitöku- hátíðar (til 1. sept.). En það má einnig taka undir það með Hann- esi Sigurðssyni, umsjónarmanni sýningarinnar, að tími væri til kominn að íslenskir listamenn fengju að sýna á Þingvöllum, ekki bara að mála þá. Um leið hefði verið við hæfi að gefa út bók með eldri Þingvallamyndum íslenskra listamanna, eða efna til sýningar á þeim samsíða þessari útisýningu. Þegar ég tala um ábyrgðar- hluta og dirfsku á ég við að and- spænis stórbrotinni náttúru verða listamenn að sýna af sér aðlögunarhæfni og ákveðið lítillæti, án þess þó að láta náttúruöfl- in taka völdin. Ekki tjóir að líta á stað eins og Stekkjargjá sem framlengingu á ganginum heima hjá sér, eins og Helgi Þorgils Friðjónsson gerir með því að hengja olíumálverkið „Trú“ á gjávegg- inn, heldur verða menn að sníða sér stakk eftir aðstæðum, gera verk sín „site specific", svo not- aður sé frasi amerískra láðlistamanna. Sé um- hverfið yfirþyrmandi eða „frekt“, sögulega eða jarðfræðilega, er eins víst að listamenn verði einnig að hnykkja á grundvallarþáttum í þanka- gangi sínum og vinnulagi, þannig að þeir verði sýnilegri en ella. Nærtækt og langsótt Nú er ég yfirleitt fylgjandi því að úti i náttúr- unni noti listamenn náttúrulegan efnivið, eins og þeir gera sem um þessar mundir helga sér svæð- ið í kringum Rauðavatn. Varla er þó hægt að ætl- ast til þess af listamönnunum í Stekkjargjá þar sem þeim er uppálagt að leggja út af ákaflega sér- tækum hugtökum, nefnilega höfuðdyggðunum sjö og sjö „íslenskum" nútímadyggðum sem skoðana- könnun frá Gallup leiddi i ljós; verða því að fá töluvert tæknilegt og efnislegt svigrúm til útlist- unar þeirra. Þótt þeim farist útlistunin misjafnlega vel úr hendi er sýningin í heild sinni vel heppnuð fram- kvæmd og skemmtilegt að ganga á sérsmíðuðum palli eftir gjánni endilangri og gaumgæfa verkin uppi á klettunum beggja vegna eða á grasbölun- um undir þeim. Að því loknu er gráupplagt að koma við í Ljósafossvirkjun á heimleiðinni þar sem annar hópur listamanna glímir við aðrar hugmyndir og aðstæður. Best heppnuðu verkin auka við skilning okkar bæði á þeim „dyggðum" sem listamennirnir eru með undir og hugarheimi þeirra sjáifra. „Vonin“, gatadúkur Sigurð- ar Árna Sigurðssonar, er eitt slíkt verk, í senn einfalt, snjallt og margrætt, „Hreinskilni" Huldu Há- kon annað, þó svo erfitt sé að koma auga á opinskátt „höfuð“ hennar í Öxarárfossi, fjölskyldumyndir Ósk- ar Vilhjálmsdóttur, sem dreifast um alla gjána, eru einnig áhrifa- mikil útlegging á „Fjölskyldurækt" og 200 kUóa öxi Magnúsar Tómas- sonar, hangandi yfir gjánni, minn- ir okkur á það „Réttlæti“ sem menn útdeildu á Þingvöllum til forna. Hannes Lárusson bregður á það ráð að vinna „gegn“ aðstæðum með litríkum hjalli sínum sem tU- einkaður er „Dugnaði", en á hon- um er fiskiker með einkennis- merkjum (lógó) stærstu fyrirtækja - dugnaðarforka - á íslandi. Gabrí- ela Friðriksdóttir tekur nálægðina við „helg vé“ staðarins einnig hæfi- lega alvarlega, og setur saman und- arlega margrætt spilverk um „Viskuna“. Grindavíkurleiðin Þar sem verk heppnast miður, hafa listamenn ýmist gengið á svig við aðstæður, samanber Helga Þorgils, eða farið Grindavikurleiðir að hug- myndalegu markmiði. Til dæmis er mér fyrir- munað að skUja hvernig járnkross Guðjóns Bjarnasonar tengist „HeUsu“ (er „heUsa“ dyggð?), „Leirmundur" Ólafar Nordal er fremur langsótt útlegging á dyggðinni „Traust“ og einnig á ég erfitt með að setja samasemmerki mUli „Já- kvæðni" og verksins sem Ragnhildur Stefánsdótt- ir laðar fram úr berginu, þótt í sjálfu sér hafi það töluvert aðdráttarafl. Nú bíður maður eftir tilefni til að efna til sam- bærUegrar sýningar um höfuðsyndimar og lesti íslendinga. Yfir til þín, Hannes... Aðalsteinn Ingólfsson Hátíð í sól og blíðu Kristnihátíð hófst i Stekkjargjá að morgni laugardags þegar Sigurður Flosa- son og Pétur Grétarsson framleiddu stóra hvell á saxófón og slagverk og síðan stigu tónar Völuspárlagsins upp í heiðríkjuna: Ár var alda það er ekki var... Verðugt upp- haf og fagurt. Eftir það var dagskráin margföld og urðu gestir aö velja og ganga jafnvel óravegu til að þjóna lund sinni. Kristnitaka sviðsett Tvö leikverk voru flutt sem samin eru utan um kristnitökuna fyrir þúsund árum. Jón Örn Marinóson átti verkið Höfuð und- ir feldi sem leikarar Þjóðleikhússins fluttu á stóra sviðinu. Eins og nafnið bendir til gerist meginhluti þess í höfði Þorgeirs Ljósvetningagoða (Valdimar Örn Flygenring) undir feldinum (sem leikinn var af hvitu hýjalíni) og takast þar á ýms- ar raddir. Sterkastar eru annars vegar rödd frillu hans Leiknýjar sem setur fram gild rök fyrir áframhaldandi heiðnum sið og hins vegar rödd Ólafs konungs Tryggva- sonar sem hótar ofbeldi ef íslendingar taka ekki kristni. Var freistandi að taka mál- stað Leiknýjar, bæði vegna þess að höfund- ur virtist einna helst á hennar bandi og vegna þess hvað Edda Heiðrún Backman var glæsileg og sannfærandi í hlutverkinu. Ingvar E. Sigurðsson var virkilega kvik- indislegur í hlutverki Ólafs konungs og var satt að segja svolítið merkilegt að sjá þá söguskoðun lifna á sjálfri Kristnihátíð að þjóðin hefði verið þvinguð til að taka kristni. Annan pól tekur Böðvar Guðmundsson í hæðina í leikverki sínu Nýir tímar sem leikfélagið Sýnir sýndi i Hvannagjá, langt Qarri hátíðarsvæðinu. Þar er áherslan lögð á anda friðar og fyrirgefningar sem kristn- in færir með sér norður í land þetta sögu- lega sumar. Bæði eru þessi verk samin og flutt af hefðbundnum alvöruþunga. Þriðja leikverkið var Þrymskviða og skilst mér að þar hafi komið inn þáttur sem annars var að mestu vanræktur á hátíðinni - nefnilega húmorinn. Lofsöngvar Sálmar voru fluttir ailan liðlangan daginn og hæða og Jesú bróðir besti inn á milli, en sönggleði bamanna var söm við sig hvernig svo sem stuðlasetningin var. Voces Thules sungu Credo á stóra sviðinu, svartklæddir og ábúðarmiklir. Það var fagur flutningur en átti varla eins vel við í öllu þessu sólskini og barnasöngurinn. í tijálundinum við Valhöli hafði verið sett upp svið og skirt Kærleikskrókur. Þar var hinn besti hljómburður eins og sannaðist þegar Guitar Islancio tríóið lék þar skemmtilega djassmúsík hvaðanæva að. Hvergi varð stemningin heitari en í þessum krók enda þurfti fólk að þjappa sér vel saman í brekkunni upp af sviðinu. Hápunktur dagsins í hugum margra voru gospeltónleikar á stóra sviðinu sem stóðu í hátt á þriðju klukkustund með geysimörgum þátttakendum. Eitt- hvað voru græjumar vanstiiltar þannig að boðskapurinn vildi drukkna, einkum þegar Gospelkór Reykjavíkur söng en þar var hver maður með sinn hljóð- nema. „Ég gat ekkert heyrt lagið af því það var svo mikill hávaði,“ sagði sann- sögult barn, aðspurt. Þetta kom ekki að sök þegar kvennakórar sungu af list og gleði undir fjörmikilli stjórn Jóhönnu Þórhalisdóttur og Margrétar Pálmadótt- ur og ekki heldur hjá einsöngvurum nema þegar þeir komu margir saman. Þar vora toppamir Egill Ólafsson sem lofaði móður jörð á skemmtilega heið- inn hátt í eigin texta, Ellen Kristjáns- dóttir sem söng Guð gaf mér eyra svo vel að jöklar bráðnuðu og Bubbi Morthens sem reynist eiga ekta gospellag í lagasafni sínu. Þessi þrjú voru heillandi einlæg en hátiðleiki og upphafning spillti nokkuð ánægjunni af sumum hinna. Mesta yndið sköpuðu Þingvellir sjálf- ir þennan dag. Að kvöldi himnesks dags myndaði fagur friðarbogi sveig um sólu yfir miðri brún Almannagjár í léttri næturþoku. Var það þökk fyrir að slíta ekki sundur friðinn forðum? Silja Aðalsteinsdóttir Frá gospeltónleikum á kristnihátíð Hápunktur dagsins í hugum margra voru gospeltónleikar á stóra sviöinu sem stóöu í hátt á þriöju klukkustund meö geysimörgum þátttakendum. var áhrifamikið til dæmis að hlýða á barnakóra syngja bamasálma, gamla og nýja, undir stjórn Jóns Stefánssonar. Að vísu eru margir þeir nýju mesta hnoð og léttir að heyra Ástarfaðir himin- Undur Ásgeirs Hvítaskálds Annað kvöld verður sýnd í Sjón- varpinu heim- ildamyndin Hvað leynist í Snæfellsjökli? eftir Ásgeir Hvítaskáld um eitt af sjö undrum ver- aldar; jökulinn trúa að búi yfir yfimáttúrlegum krafti. Af hverju finnst fólki undir Jökli það fyllast krafti við að búa í nálægð hans og geti þess vegna unn- ið dag og nótt? Af hverju sækja stressaðir bissnessmenn þangað til að vinda ofan af sér? Af hverju koma þýskir og japanskir ferða- menn á hverju sumri til að heita á veruna í jöklinum? Hvað leynist undir isnum? Hvaða kraftur er þetta? Þessum spurningum leitast Ásgeir Hvítaskáld við að svara í mynd sinni um jökulinn kynngi- magnaða. Djass frá Bolungarvík út er kominn geisladiskurinn Gamlar minningar sem tekinn var upp í Félagsheimilinu í Bolungar- vík í fyrra. Á honum leikur bæjar- stjórinn Ólafur Kristjánsson við hvern sinn fingur ásamt vel- gjörðar- mönnum. Á umslagi er að finna ýmsar upplýsing- ar um Ólaf og glæstan feril hans sem tónlistar- manns í Bolungarvík. „Tónlistin er rauður þráður í lífi Ólafs. Hann er vígur á hin ólíkustu hljóðfæri og hinar ólíkustu tegundir tónlistar. Enda í senn skólagenginn og sjálf- menntaður. Músíkin hefur ekki að- eins verið honum atvinna heldur hinn mesti gleðigjafi," segir þar meðal annars. Einnig kemur fram að Ólafur er stofnandi tónlistarskól- ans í Bolungarvík, hefur leikið 1 ótal danshljómsveitum í gegnum árin og er enn vakinn og sofinn yfir tónlistarmálum í piássinu. Á disknum er að finna ýmsar perlur tónlistarsögunnar, svo sem Cheek to Cheek eftir Berlin, Summertime eftir Gershwin og It’s only a Paper Moon eftir Arlen. Fjöl- margir leggja Ólafi lið við tónlistar- flutninginn og má þar nefna Eddu Borg Ólafsdóttur, Bjarna Svein- björnsson og Pétur Grétarsson. Gyrðir á ensku í tímaritinu nu: the nordic art review, sem kom út í apríl, kennir margra grasa fyrir þá sem hafa áhuga á því hvaöa Islendingar sjást og heyrast á annars staðar á Norð- urlöndunum. Fyrst má telja að myndlistar- maðurinn Birg- ir Andrésson leggur undir sig heilsíðu ásamt norrænum kol- legum sínum, Listasafn Reykjavíkur fær um sig grein og margt er fjallað um myndlistar- manninn Þórodd Bjarnason. I aukahefti um bókmenntir, sem fylgir tímaritinu, birtist svo smá- saga eftir Gyrði Elíasson, að sögn sú fyrsta sem þýdd hefur verið á ensku. Þetta er sagan Tréfiskur úr Bréfbátarigningunni, sem aðdáend- um Gyrðis er að sjálfsögðu vel kunn. í nu heitir sagan The Wooden Fish og er þýdd af Janice Balfour. Hinn annarlegi og allt að því ógn- vekjandi tónn sögunnar skilar sér mjög vel i þýðingunni, en fram að þessu hefur Gyrðir einungis verið þýddur á sænsku, dönsku, norsku og þýsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.