Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Skoðun dv ipurning dagsins Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Arngrímur Sigmarsson forritari: 100 ára einsemd, hún er mjög góö. Valdís Ólafsdóttir leikskólakennari: Á slóö fiörildanna er algjör snilld. Sæþór Helgason nemi: Góöi dátinn sveik. Richard Ásgrímsson lagermaður: Bækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson. Kristján Geir Pétursson blaðamaður: Þaö er ekki hægt aö nefna neina eina. Ríkisboltastöðin Hafliði Magnússon skrífar frá Selfossl: Prestur nokkur vestra þótti ekki sinna sínu prestakalli sem skyldi og var hann meira á ferðalögum syðra að sálusorgast í öðrum sóknum en að sinna sinum breysku bömum í heimahéraði. Þetta var nokkru eftir snjóflóðaslysin miklu. Skyndilega var klerkur þó kominn vestur og auglýsti messu kl. 11 að kvöldi í tO- efni þeirra sviplegu atburða. Á vinnustað daginn eftir atyrti einn verkamannanna tvo vinnufé- laga sína fyrir að hafa ekki mætt til messunnar. Annar mannanna brást hinn versti við og kvaðst ekki vita til að prestur þessi hefði yfirleitt lagt sig í lima undanfarið við að við- halda sálarheill þorpsbúa með mess- um eða sálmasöng, heldur róið á önnur mið í þeim efnum og haldið sig mest í höfuðborginni. Mér fannst einhver líking með þessu atviki og ríkisboltastöðinni þegar jarðskjálftinn reið yfir Suður- land 17. júní og þar mátti ekki sleppa auga af uppblásnu tuðrunni eitt augnablik og þó að hluti lands- ins væri að hrynja í rúst skyldi bolt- inn halda ótrauður áfram. Þótt fréttatímum væri slett einhvers staðar, hingað og þangað, vissu fæstir um þá sem ekki opnuðu tæki sín fyrir boltabullunum. Hjá okkur, og mörgum fleiri sem ég þekki til, hefur ríkisboltastöðin verið lokuð að mestu það sem af er júní, en þó var kveikt á henni skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir og mátti fólk þá þakka fyrir að fá ekki uppblásnu tuðruna i höfuðið - enda lokað aftur fyrir í skyndi. Stöð 2 stóð sig hins vegar með slíkri prýði að lengi verður í minnum haft. Það er kominn tími til að fólk Boltinn hélt ótrauöur áfram. - „Ekki mátti sleppa auga af uppblásnu tuðrunni eitt augnabtik." „Þótt fréttatímum væri slett einhvers staðar, hingað og þangað, vissu fœstir um þá sem ekki opnuðu tœki sín fyrir holtabullunum“ bindist samtökum með lögfræði- legri aðstoð um að greiða a.m.k. ekki afnotagjaldið þá mánuði sem boltabuilumar ráða ríkjum á ríkis- boltastöðinni. Einhvern tima var afnotagjaldið afsakað með því að stöð þessi væri menningartæki sem skyldi fram- leiða íslenskt efni og styðja á allan hátt við menningu og menntir þjóð- arinnar og til þess þyrfti hún á pen- ingum að halda. Þessu neitaði fólk ekki og var fullt velvilja i garð stöðvarinnar. - Maður spyr: Hvers vegna er Ríkis- sjónvarp að eltast við þennan bolta vikum og mánuðum saman, svo að maður nefni loks þessa stöð réttu nafni? Þessu tæki var áreiðanlega ætlað allt annaö hlutverk í upp- hafi. Hin frjálsa einokun á íslandi Bjarni skrifar: íslenskt - nei, takk, mætti halda að væri kjörorðið, frekar en íslenskt - já, takk. Hvað hefur orðið af þess- um hvata-auglýsingum? Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þeim ílagg- að síðustu verðbólgumánuði þegar allt er að hækka, þetta milli 30 og 40% í um 5 til 6 % verðbólgu? Ríkið er í fararbroddi að kaupa vöru og þjónustu erlendis frá, sam- anber í skipasmíðum, viðgerðum og öðrum kaupum á þjónustu. - Allt viögert erlendis eða smíðað, ekki lit- ið við íslenskum fyrirtækjum og ailt gert i skjóli frjálshyggjunnar og með dyggri hjálp hins stefnulausa flokks Framsóknarflokks sem ekki hefur enn skilið hvað stefna er. „Einokun ogfáokun eru kjörorðin í dag. Allt á sem fœstar hendur og síðan er klifað á því að það sé þjóðfélagslegt hag- kvœmt. Hvað er svona hagkvœmt við að flytja út alla fjármuni og þekkingu úr landinu?“ Einokun og fáokun eru kjörorðið í dag. Allt á sem fæstar hendur og síöan klifað á þvi að það sé þjóðfé- lagslegt hagkvæmt. Hvað er svona hagkvæmt við að flytja út alla fjár- muni og þekkingu úr landinu? Jú, það er hagkvæmt fyrir fyrirtækin til að fela arðinn erlendis, eins og sést þegar fyrirtækin eru að stofna stór fyrirtæki erlendis undir ís- lenskum nöfnum. Og forsætisráð- herrann fenginn tfl að opna þau. En hvaðan kemur fjármagnið? Það er flutt út frá íslandi. Dæmi er um að fyrirtæki einu hafði verið boðin fullkomin aðstaða til umsvifa sinna í höfuðborginni fyrir 400 milljónir króna en það hafði ekki efni á að greiða þá fjár- hæð. Það keypti svo verksmiðju er- lendis fyrir 2000 milljónir og annað sem til þurfti. - Nei, fjármagnið kemur ekki tfl íslands, og því er hagkvæmni af fyrirtækjarekstri sí- fellt minni og minni. Pagfari Björk á ekki að syngja í kór Mikið lifandi skelfingar ósköp var ég feginn þeg- ar ég heyrði þær fréttir að Björk Guðmundsdóttir hefði hætt við að syngja með röddum Evrópu í menningarborgunum níu. Björk er ekki ein af þeim sem á heima í kór. Hún er á við tíu kóra ein og sér og á ekkert að vera púkka upp á eitthvert hópefli í formi söngva. Svona kóramót eru hvort eð er hundleiðinleg og hún Björk okkar á ekki að vera að eyða dýrmætum kröftum sínum í leiðindi. En þetta átti að fara þannig fram að Björk færi með kórnum í allar menningarborgimar níu - átti að vera hér í borg 26. og 27. ágúst - og syngi með honum þrjú laga sinna í sérstakri útsendingu styrkjahöfðingjans Atla Heimis Sveinssonar. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að slíkt hefði gengið frá ferli poppsöngkonunnar. Hún heíði alveg örugglega ekki lifað af útfærslu Atla Heimis Sveins- sonar sem annálaður er fyrir allt annað en popp. Þar að auki eru menningarborgirnar allar hall- ærislegar nema Prag. Það er eina borgin sem eitt- hvert vit er í. Hver myndi til dæmis vilja bjóða henni Björk okkar upp á það að syngja hjá hinum freku frændum vorum í Bergen. Nei, Prag er eina borgin sem er nógu fin fyrir Björk og þar hefur hún þegar sungið sína eigin söngva. Svo er hún náttúrlega stjama. Hún er stjarnan okkar og við eigum að passa vel upp á hana. Við Þar að auki eru menningarborgimar allar hallœrislegar nema Prag. Það er eina borgin sem eitthvert vit er í. Hver myndi til dæmis vilja bjóða henni Björk okkar upp á það að syngja í Bergen. Nei, Prag er eina borgin sem er nógu fín fyrir Björk og hún hefur þegar sungið sína eigin söngva þar. emm að tala um íslenska konu sem valin var besta leikkonan á Cannes og síðan þá hefur hún orðið fyrir gríðarlegum ágangi frá aðdáendum og fjöl- miðlum í útlöndum - eins og sá ágangur hafi ekki verið nógu mikill fyrir. Hún er auk þess upptekin við að kynna heiminum dönsku myndina Dancer in the Dark og það tekur sinn tima. Sjálf segist hún ekki vilja mæta á tónleika Radda Evrópu af hræðslu við að hún muni skyggja á kórinn. Það hefur að vísu alltaf verið vitað og kannski þess vegna sem hún var fengin til að syngja til að byrja með. Björk er hvort eð er búin að fá það sem hún þurfti út úr Röddum Evrópu. Hún miskunnaði sig yfir kórinn og söng með honum um áramótin síð- ustu. Það var í beinni um allan heim undir heitinu 2000 Today. Alheimurinn horfði á hana performera í Hallgrímskirkju með þessum 90 ungmennum og það er algjör óþarfi að ætlast til þess að hún geri meira en að koma þessu af stað hjá greyjunum. Og ég vona bara að í framtíðinni verði svona kórar ekkert að trufla hana Björk okkar. Hún er upptekin við að kynna ísland og gera landið frægt. Við ætlumst bara ekki tfl meira af henni en það og ítrekum kröfu okkar um að hún þiggi eyju að laun- um. Þetta óskabarn þjóðarinnar á það skilið og miklu meira til. Davíð ætti helst að gefa henni Vestmannaeyjar ef ekki eyjuna ísland hreinlega. 1>a ofi&iri Of vægir dómar Grétar Jónsson skrifar: Á Stöö 2 sl. mið- vikudag var farið I á stjá og vegfar- I endur spuröir I hvort þeim fynd- BH ust dómarnir yfir |£ höfuðpaurum í stóra fíkniefna- wÍKMÍf JgM málinu og vægir I eða of þungir. | Einn svarenda, j Héraðsdómi. stulka á förnum _ /7^/efnaaf- vegi, taldi dómana brotamenn eiga allt of væga. Þessu skjljö þyngstu er ég sammála. En refsingu. þama eru dómar ........... sem gefa fordæmi um dóma yfir glæpamönnum í fíkniefnaheiminum íslenska og það gefur auga leið að þar á að beita þyngstu leyfilegu refs- ingu. Mér finnst tekið með silki- hönskum á þessum kónum, að ekki sé nú talað um uppslátt í blöðum um að vinnubrögð dómara sýni „fljótaskrift" og „óvandaða með- ferð“. Allir flkniefnaafbrotamenn eiga þyngstu refsingu skilið. Góö þjónusta Jón Ingvar Óskarsson, Ásgarði, skrifar: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti fyrir góða þjónustu hjá Is- tækni ehf. í Stangarhyl. Mig vantaði loftpressu fyrir sveitabæ, en var ekki alveg inni í hlutunum. Sölumaður gaf sér hins vegar góðan tíma tfl að skýra út hver væri líkleg þörf á stærð, og fann svo eina sem reyndist vera hinn besti gripur á mjög góðu verði. Allt of oft er því eingöngu hampað sem miður fer, og því þykir mér rétt að láta þessa getið. Sparar fyrir ríkið Ragnheiður Gunnarsdðttir hringdi. Ég horfði á viðtal við Jónínu Bene- diktsdóttur á Skjá einum sl. miðviku- dag þar sem hún ræddi við Bjarna Hauk Þórsson (hell- isbúa-leikarann). - Fínir þættir hjá hon- um. - Jónína kom afar vel út úr þessu viðtali, ræddi um þátttöku kvenna í at- vinnulífi, heilsu _________ kvenna og fólks yfir- leitt. Ég met mikils hinn fyrirbyggj- andi þátt sem hún býður fólki með heilsurækt, böðum og snyrtingu. Hún segist spara kerfinu milljónir með þessum þætti. Ég er ekki í vafa um þetta er rétt. Ríkið má þakka framtak Jónínu, og allir sem nota þjónustu hennar, og annarra sem reka heilsurækt fyrir almenning. Slæmur andi í ferðaþjónustunni Halldór Helgason hringdi: Jónína Benedikts- dóttir - Vinnur for- varnastarf gegn veikindum. Mér líst ekk- ert á hvemig íslensk ferða- þjónusta ætlar að þróast, og verst að þetta spyrst allt út tfl erlendra ferða- sala og hugsan- legra túrista til íslands. Bíl- stjóraverkfall í ár, annað eða önnur verkföll andinn í starfs- fólki ferðaþjónustunnar slæmur - illdeilur og undirferli. Nú enn og aftur á sama Flugleiðahótelinu, þar sem starfsmenn angra yfirmenn og svo öfugt. Mér finnst illa komið á Hótel Loftleiðum, fyrrum stolti Loft- leiða hf. sem voru þó frumkvöðlar í alvöruutanlandsflugi frá íslandi. Hótel Loftleiöir. - Illa komiö í ferða- bransanum. næsta ár, og svo er Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.