Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 17
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Rltstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiBlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Undarlegar reglur Ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina verið duglegt við að setja margvíslegar reglur um athafnir einstaklinga. Margar þessara reglna á almenningur erfitt með að skilja þótt hann láti þær yfir sig ganga. Tilgangur ríkisvaldsins með reglugerðarsetningu er yfirleitt sá að tryggja forréttindi ákveðinna hópa samfé- lagsins, allt á kostnað almennings og þjóðfélagsins í heild. Forréttindahópurinn græðir en reikningurinn er sendur til samfélagsins í formi hærra vöru- og þjónustu- verðs, lægri launa og hærri skatta. Vegna þess að almenningur er sundurlaus hópur hef- ur forréttindahópum tekist að standa vörð um hagsmuni sína með aðstoð stjórnmálamanna og embættismanna. Verkfall félagsmanna í Sleipni hefur orðið til þess að augu margra hafa opnast fyrir því hve reglur sem gilda um akstur leigubíla eru fráleitar og óhagstæðar fyrir alla. En auðvitað reyna þeir sem sérréttindanna njóta að verja vígi sín og þess vegna hefur komið til stimpinga milli leigubílastjóra við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ferðamenn eru strandaglópar. Reglur kveða á um að aðeins þeir sem tilheyra félags- svæði leigubílstjóra í nágrenni flugvallarins megi taka farþega til Reykjavíkur. Með sama hætti mega þessir sömu bílastjórar ekki taka upp farþega í Reykjavík og flytja þá til Keflavíkur. Þannig keyra leigubílar fram og aftur um Reykjanesbrautina tómir. Farþegar sitja eftir með sárt ennið og komast hvorki lönd né strönd í rútuverkfalli því leigubílar með sérrétt- indi eru of fáir. (Fæstir hafa þá fyrirhyggju að hringja og panta bíl úr Reykjavík. Slíkt mun vera löglegt sam- kvæmt reglum en hvernig á að skýra slíkt út fyrir út- lendingum sem eru vanir að geta ferðast til og frá flug- völlum án erfiðleika.) Það er kominn tími til að gerðar verði róttækar breytingar á reglum um leigubílaakstur. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra á að grípa tækifærið sem nú hefur gefist og afnema öll sérréttindi í leigubílaakstri. Aðeins á að setja almennar skýrar reglur um hæfni bíl- stjóra sem geta síðan keppt sín á milli á jafnréttis- grunni. Kannski nýtist Reykjanesbrautin þá betur þeg- ar leigubílar hætta að keyra tómir milli höfuðborgar og flugvallar. Raunveruleg samkeppni á leigubílamarkaðnum er hagsmunamál allra, almennings en þó ekki síður þeirra íjölmörgu fyrirtækja sem leggja stund á ferðaþjónustu. Og með sama hætti eru það hagsmunir ferðaþjónustunn- ar og almennings að innleiða samkeppni í rútubílaakstri með því að afnema öll sérleyfi. Samgönguráðherra sem tæki af öll slík sérréttindi væri dugandi og kjarkaður stj órnmálamaður. Átta mánuðir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimmtugan mann í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum, auk þess sem hann þarf að greiða þeim smánarlegar miskabætur. Gildismat þjóðar endurspeglast meðal annars í dóm- um sem felldir eru yfir þeim mönnum sem níðast á börn- unum. Að svipta unglingsstúlkur sakleysi sínu er metið jafngilt átta mánuðum. Það leggst lítið fyrir okkur íslendinga. Óli Bjöm Kárason 4 _____________________________________MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000_MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 DV 33 Skoðun Kviknar í menningarvitum „Ef þjóðarkakan er að stcekka, eins og gerist við öran hagvöxt, þarf stœrri sneið eins hóps ekki að fela í sér minni sneið annars. “ - Höndlað í verðbréfageiranum. Það hefur heldur betur kviknað í tveim- ur menningarvitum vinstri manna vegna nýlegra skrifa minna. Árni Bergmann telur þá kenningu mína ranga, að vinstri menn þurfl ekki að hafa neinar áhyggjur af draumasmiðjunni í Hollywood, þar eð alið sé á andúð á kapítal- isma i myndum þaðan. Sigurður A. Magnús- son heldur hins vegar uppi vörnum fyrir biskup þjóð- kirkunnar, sem hafði fullyrt í blaða- viðtali, að eins gróði væri alltaf ann- ars tap. Lausnin ekki flokkurinn, heldur hetjan Árni viðurkennir, að myndasmið- ir í Hollywood bregði oft upp ófag- urri mynd af vestrænum stórfyrir- tækjum og stjómmálamönnum. En lausnin í myndum þeirra sé jafnan í anda einstaklingshyggju. Hetja leysi vandann. Hann leysist ekki með því að bylta kapítalismanum, eins og Ámi telur vafalaust réttast, held- ur bæta hann. Talsvert er til í þessu. Lausnin í flestum handarískum kvik- myndum er ekki flokkurinn, heldur hetjan, enda nýtur hún sín betur á hvíta tjaldinu. En at- hugasemd Áma breytir ekki því, sem ég benti á, að leitun er á myndum úr draumasmiðjunni á móti kommúnisma, en fjölmarg- ar hafa verið gerðar á móti fas- isma og nasisma, ekki aðeins Missing og Schindler’s List. Samkeppni er samvinna Skrif Sigurður A. Magnússonar eru hins vegar út í bláinn. Með ein- földu dæmi af Róbinson Krúsó og Föstudegi (sem eðlilegast er að nefna hann á íslensku) hafði ég sýnt, að eins gróði þarf ekki alltaf að vera annars tap, eins og biskup hafði full- yrt. Sigurður svarar því til, að þeir félagar hafi ekki grætt hver á öðrum vegna samkeppni, heldur samvinnu. En samkeppni við réttar leikregl- ur er einmitt samvinna. Hún er ekki barátta, ryskingar eða áflog, eins og vinstri menn halda, heldur, að hver leggi sig fram eftir megni, rækti sína sérstöku hæfileika. Samkeppni í íþróttum er ekki að hrinda öðrum, heldur að hlaupa sjálfur hraðar. Samkeppni í skólum er ekki að spilla fyrir öðrum, heldur að undirbúa sjálfan sig betur. Samkeppni í við- skiptum er ekki að skaða keppi- nauta, heldur að þjóna kaupendum. Eða telur Sigurður sig vera að skaða aðra rithöfunda með því að keppa við þá um að skrifa góðar bækur? í mótsögn við biskup Sigurður A. Magnússon kemst raunar í mótsögn við biskup þjóð- kirkjunnar. Hann segir í DV 26. júní: „Og væntanlega neitar enginn því, að frjáls viðskipti geti verið hag- Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Brottkastið - hafa menn sofið? Umræður um brottkastið hafa blossað upp nú í kjölfar nýrra upp- lýsinga Hafrcmnsóknastofnunar um ástand fiskistofna. Málið er ekki nýtt, oft verið rætt og sterklega á það bent, en menn hafa sofíð og munu e.t.v. sofa áfram. í meira en áratug hafa kunnir skipstjórar gert brott- kastið að umræðuefni sem eitt meg- invandamál fiskveiðistjómunarkerf- isins. Þeir hafa nefnt uggvænlegar tölur, hundruð þúsunda tonna á ári. Þjóðkunnir menn hafa risið upp og krafist aðgerða, e.t.v. er Jón Sigurðs- son, fyrrverandi Jámblendiforstjóri, kunnastur og ötulastur þeirra. En hvað hafa við- komandi yfirvöld gert? Væri ekki ástæða til þess að draga það saman, rannsaka það eins svo oft er sagt nú á dög- um, í svo mikilvægu máli? Nú rísa margir upp og vitna að þetta sé í samræmi við það sem þeir hafi talið, þetta hafi lengi verið svona. Málsmetandi menn. í Morgunblaðinu fyrir stuttu var málið gert að um- ræðuefni. Þar segir formað- ur Vélstjórafélags Islands að þetta sé í samræmi við það sem hann hafi heyrt. Formaður Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands segir að þetta komi ekki á óvart, „Brottkastið er það sem maður hefur vit- að af til margra ára“ ....“ það er einn af þeim fylgi- flskum núverandi fiskveiði- stjómunarkerfis sem menn hafa raunverulega stungið í sandinn". meira en áratug hafa kunnir skipstjórar gert brottkastið að umrœðuefni sem eitt meginvandamál fiskveiðistjómunarkerfisins. Þeir hafa nefnt uggvœnlegar tölur, hundruð þúsunda tonna á ári. “ Formaður Sjómannasambands ís- lands segir að niðurstöðumar staðfest það sem hann hafi óttast að væri í gangi. Guðjón A. Kristjánsson alþing- ismaður og fyrrverandi skipstjóri seg- ir að hent sé allt upp að 70 sm þorski. Formaður Landssambands útgerðar- manna kvótalítilla skipa segir að brottkast sé alls staðar stundað í jafn- miklum mæli. Iðulega hefur þessu máli verið hreyft í fjölmiðlum og stundum með stóram og alvarlegum orðum. Hvar hafa stjómvöld verið? Veiðarnar hafa verið að dragast saman nánast frá þvi að kerfinu var komið á. Hér er ein skýringin. Ábyrgðin? Það er ekki langt síðan fjölmiðlar gerðu grein fyrir máli þar sem drengur sem vann í stórverslun hafði drukkið úr gosflösku áður en hann borgaði hana. Var hann um- svifalaust rekinn og lögreglunni gert viðvart. Réttlætinu skal fullnægt og brotlegum hegnt. En brottkastið er alvarlegt mál. Væri ekki athugandi fyrir sálfræö- inga eða félagsfræðinga að kanna hvers vegna stjómvöld hafa ekki gripið inn í þetta mál? E.t.v. mætti fá styrk frá Evrópubandalaginu til þess að gera slíka könnun. Eða er það hugsanlegt að þetta mál hafi farið gjörsamlega fram hjá þeim sem með yfirstjóm málsins fara? Piet Hein orti einhvem tima: „Ábyrgö var oft erfið sögð, enda að fullu niðurlögð.“ - Nú þarf öfluga fjölmiðla til þess að fylgja þessu máli eftir. Aðalatriðið er sem fyrr að koma málum í lag. Guðmundur G. Þórarinsson Með og á móti Þjóðin vill bann ílstjórum að nota farsíma? Sumir vilja banna öllum allt „Á sínum tíma þegar ég og aðrir börðumst fyrir þvL að skylda bílbelta- notkun hér á landi var andstaðan svo mikil í þjóðfélaginu að fjölskylda min varð beinlínis fyrir að- kasti vegna afstöðu minnar. Þá risu upp postular frjáls- hyggju og sögðu fáránlegt að skylda fólk til að spenna belt- ið, þetta ætti að vera ákvörð- un hvers og eins og hans mál hvort hann færi sér að voða eða yrði vistað- ur á stofnun til lífstíðar o.s.frv. Svona menn hitti ég ekki í dag, þótt enn aki um götur og vegi fólk án bílbelta og dæmi sig í hræðilega mörg- um tilfellum úr leik fyrir bragðið. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að banna ætti notk- un farsíma í bílum nema við- komandi noti handfrjálsan búnað í kjaftaganginn. Svona reglur hafa þegar verið settar t.d. í Danmörku, Noregi, Aust- urríki, Ítalíu, Portúgal, Spáni og í Sviss. Ekki er eftir neinu að bíða og heiti ég á alþingis- menn að drífa í málinu. Meirihluti þjóðarinnar mun standa með þeim en skv. skoðanakönnun vill 81% tak- marka farsímanotkun ökumanna, þar af 30% banna hana algjörlega. “ Oli H. Þóröarson framkæmdastjóri Umferóarróös „Ég tel að það sé engin ástæða til að banna þetta. Símar hafa þróast eins og annað og nú er hægt að koma þeim fyrir 1 bíl í sérstöku slíðri þannig að menn eru ekki að handfjatla þá. Það er auðvitað til athug- unar að skoða þessa hluti ef menn era að handfjatla sím- ana við stjóm bíls en ef notaður er sími í sjálfstæðu slíðri með hljóð- nema þá er ekkert að þessu. Sumir hafa tilhneigingu til að banna öllum allt og þetta eru til- burðir í þá átt. Sem betur fer er ekki mikið um að bílstjórar séu að handfjatla síma í mikilli umferð en mér finnst athugavert ef það gerist. Besta lausnin á þessu er sjálfstætt stæði fyrir símann og handfrjáls búnaður. Það verður ekki aftur snúið. Notkun farsíma er mjög vaxandi og þeir hafa skapað sér ákveðinn sess þannig að það er sjálfsagt að þróa það áfram eins og hægt er.“ -ss Farsímar eru óvíða útbrelddaii en héiiendls. Nokkur nágrannarikja okkar hafa sett lög sem banna bílstjórum að tala í síma í akstri og hefur sú umræða elnnlg vaknað hér á landl. kvæm.“ En biskupinn neitaði því einmitt. Hann hafði sagt í blaðavið- talinu alræmda, að eins gróði væri alltaf annars tap, og bætt við drýg- indalega, „svo einfalt er það.“ Þessu hafði ég andmælt. Þótt eins gróði geti vissulega verið annars tap, til dæmis við kyrrstætt atvinnulíf, þarf ekki svo að vera. Ef þjóðarkakan er að stækka, eins og gerist við öran hagvöxt, þarf stærri sneið eins hóps ekki að fela í sér minni sneið annars. Matarást og náungakærleikur Þeir Sigurður A. Magnússon og Ámi Bergmann hafa skrifað ófáar greinar hér í blaðið gegn ágirnd og eiginhyggju. En kosturinn við kapít- alismann, skipulag samkeppni og séreignar, er einmitt, að hann veitir ágirnd og eiginhyggju í farvegi, sem nýtast öðrum. Hann snýr ávinnings- von einstaklinga til almennings- heilla. Náungakærleikurinn getur átt við i samskiptum manna, sem era ná- ungar, þekkja vel hverjir aðra. En í samskiptum við ókunnuga hentar matarástin betur. Hana kann kapít- alisminn að virkja. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Utnmæli______________j Draga aðra með sér verður hér á landi ^ eftir að fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir hér á landi og gjald- eyrismarkaður settur á fót. Við átt- um hins vegar alltaf von á að svona nokkuð myndi gerast og vorum því viðbúin ... Þessir aðilar reyna að draga ýmsa fleiri með sér í falllinu og það viljum við ekki sjá.“ Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastj., 1 Mbl. 30. júní. Landbúnaðarkerfið „Á íslandi hefur verið reynt að áætla þann kostnað sem landbúnað- arkerfið leggur á íslendinga, en ekki er auðvelt að finna hina einu réttu tölu í þessu sambandi, því eins og svo oft með ríkisafskipti eru afleið- ingamar meira og minna ósýnileg- ar. Þó má í ljósi þessara áætlana skjóta á - augljóslega mjög gróflega - að kostnaður vegna kerfisins hér á landi fyrir íslendinga sé tíu til tuttugu milljarðar króna á ári.“ Úr Vef-þjóöviljanum 28. júní. Hann líti sér nær „Mér finnst ekkert sjálfgefið í þessu máli og að hér sé á ferðinni hlutur sem Framsóknarflokkur- inn verður að skoða og ræða. Ég vil þó taka fram, að ég er ekki að opna fyrir það að Fram- sóknarflokkurinn taki ekki þátt í R- lista samstarfmu. Þetta er fyrst og fremst spuming um að Framsóknar- flokkurinn líti sér svolítið nær og skoði hvar hans hagsmunum er best borgið og hvaða afleiöingar þetta samstarf hefur fyrir fylgi flokksins." Jónína Bjartmarz alþingism., í Degi 30. júní. Evrufræðsla „Það er lágmarks- krafa að íslendingum sé gefmn kostur á fræðslu um hugsan- leg áhrif af tilkomu evrunnar eftir árið 2002 og að yfirvöld efnahagsmála skýri sem best kosti og ókosti sem fylgdu því að leggja af íslensku krónuna og taka upp evru. Einnig hvort það sé óhjákvæmilegt að íslendingar verði að ganga í Evrópusambandið verði evran tekin upp sem aðalgjaldmiðill þjóöarinnar." Gísli S. Einarsson alþm., í Mbl. 30. júní. Vígamenn í verkfalli Nú er verkfall bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis í algleymingi. Óskar Stef- ánsson, formaður félagsins, verður um völlinn lfkt og lög og reglur lands- ins hafi verið lögð til hliðar á meðan verkfall stendur. Verkfallsvarsla Sleipnis hófst, eins og við var að bú- ast, með áður óþekktu ofbeldi þar sem verkfallsverðir óku á konu sem var að fylgja foður sínum að rútu sem þessir verðir og handhafar réttlætis- ins höfðu stöðvað. Sýslumaður úr- skurðaöi síðar að bflstjóra rútunnar hafi verið heimilt að aka henni þrátt fyrir verkfall Sleipnis. Þegar myndir af þessum villi- mannlega atburði birtust á forsíðu DV lýsti Óskar því umsvifalaust yfir að um folsun og sviðsetningu væri að ræða. Söguskýring formannsins var efnislega á þá leiö að konan hafi gengið aftur á bak á jeppa verkfalls- manna þar sem hann kom kyrrstæð- ur yfir umferðareyju og hlotið áverka af. Þess má geta að kona þessi hefur ekki réttindi til að aka rútubílum og því fráleitt að ástæða hafi verið til að keyra hana niður. Geðþóttaákvarðanír Þegar formaðurinn tók að sér að útdeila vinnu til sérstakra rútufyrir- tækja með því að hóta ofbeldi við önnur og bera þau sökum lýsti einn félagi í Sleipni því yfir i fjölmiðlum aö Óskar væri ótíndur lygari og ætti að segja af sér. Óskar sýndi óvenju- lega karlmennsku þegar hann bar þessar ásakanir af sér og kenndi samtarfsmönnum sínum um. Þannig að eftir stendur að samstarfsmenn formannsins eru ótfndir lygarar en ekki goðið sjálft. Mín reynsla er þó sú að Óskar er með ómerkari mönnum sem ég hef komist í kast við. - Fyrsta dag verkfallsins kom fram í DV að samkvæmt heimildum blaðsins ætlaði Sleipnir að einbeita sér að þvi að stöðva fyrirtækin Allra- handa ehf. og Teit Jónasson ehf. Það má teljast meira en lítið undarlegt að verka- lýðsfélag skuli leyfa sér að ráðst að fyrirtækjum eftir geðþótta misvel gefinna for- ystumanna. Fyrirtæki Teits náði að bregðast við með því að fá sett lög- bann á hina villimannlegu verk- fallsvörslu Sleipnis en Allrahanda hefur tapað mÚljónum á gerræðis- legri framkomu Sleipnismanna. Menn hafa verið að leita skýringa á því hvers vegna félagið ákveður að ráðast að þessum tveimur rútufyrir- tækjum. Helsta skýringin á óvild þeirra í garð Teits er að hann hefur ekki menn frá Sleipni í vinnu hjá sér og lái honum hver sem vill. Gagn- vart Allrahanda er sú kenning helst á lofti að varaformaður Sleipnis, sem nú ekur leigubíl á BSR, var á sínum tíma rekinn frá fyrirtækinu eftir að vinnufélagar hans og félagar hans í Sleipni færðu stjómendum fyrirtæk- isins undirskriftarlista þar sem þess var kraflst að hann yrði látinn fara að öðrum kosti hættu hinir allir. Það þarf ekki fleiri orð til að lýsa þeim ágæta manni. Er Lára V. ómerkileg? Sleipnismemi hafa verið tfðir gest- ir í dómssölum landsins vegna fram- ferðis síns og víst er að aukning á eftir að verða þar á. Þann 22. júní sl. lögðu þeir fram i héraðsdómi greinargerð frá Láru V. Júl- íusdóttur, lögfræðingi fé- lagsins, til stuðnings sínum málstað. Daginn eftir stöðva þeir rútu sem ég ók við Bláa lónið og segja mér óheimilt að aka þar sem þeir séu i verkfalli. Ég hef i framhaldi af því samband við Óskar Stefánsson og vísa til greinargerðar Lára V. frá deginum áður þar sem glöggt kemur fram að mér sé heimilt að aka bíln- um. Þá segist Óskar ekki gefa mikið fyrir svona pappíra það sé hann sem ráði hverjir aki í verkfalli og hverjir ekki þannig að nú er lögfræðingur fé- lagsins orðin ómerkilegur pappír sem ekki er mark takandi á. Það sem forysta Sleipnis virðist ekki átta sig á er að nú er liðin sú tíð að atvinnurekendur lofi að kæra ekki framferði félagsins og krefja það um skaðabætur eins og gert hef- ur verið f sfðustu verkfollum. Það er því ekki óvarlegt að álíta að bifreiða- stjórafélagið Sleipnir verði illa lam- að eða leggist jafnvel af þegar bóta- kröfumar fara aö streyma fyrir dóm- ara landsins. Það er ekki síður undarlegt að ekki skuli vera haldinn almennur félags- fundur til að kynna félagsmönnum Sleipnis stöðuna í samningamálum og hina nýju samninga sem gerðir hafa verið við nokkur fyrirtæki þar sem gert er ráð fyrir að laun lækki ef aðrir samningar verða lakari. Guðmundur Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson bifreióarstjóri „Það sem forysta Sleipnis virðist ekki átta sig áer að núer liðin sú tíð að atvinnu- rekendur lofi að kcera ekki framferði félagsins og krefja það um skaðábœtur eins og gert hefur verið í síðustu verkföllum. “ - Þráttað við Umferðarmiðstöðina. +■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.