Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 E>V Fréttir Talsmaður náttúruverndarmanna segir vinnubrögð Afls við Snæfell dæma sig sjálf: Ég vona að menn kunni að skammast sín - og þeir sem fyrir Hrafnkell A. Jónsson, félagi í Náttúruvemdar- samtökum Austur- lands, segir að „upp- ákoma“ Aflsmanna við Snæfell á sunnu- dag, þar sem um 60 nýir Aflsfélagar gengu i NAUST og neyttu þar með aðalfundi náttúru- urðu fyrirgefi - Smári Geirsson vonast eftir málefnalausn Hrafnkell A. Jónsson. „aílsmunar“ á vemdarmanna, dæmi sig sjálf. Bæði Hrafnkell og Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar Fjarðabyggðar, segjast þeirrar skoðunar aö menn verði að ná viðunandi lausn á málefnalegum grundvelli. „Menn sjá ekki betur en að þessi uppákoma við Snæfell á sunnudaginn dæmi sig sjálf,“ sagði Hrcifnkell í samtali við DV. „Austfirðingar hafa þörf á öllu öðru en að menn troði illsakir hver við annan eins og þarna var gert. Ég vona að menn kunni að skammast sín og þeir sem fyrir urðu kunni að fyrirgefa. Þetta var ekki lóð á vogarskálamar til þess að menn settust niður og semdu frið. Svona er til þess fallið að skilja eftir sig óvild. Ég taldi aö mál þetta hefði verið komið í við- unandi farveg eftir að stjómvöld ákváðu að áform um virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi færu 11 umhverfismat. En menn veröa einhvers staðar að mætast," sagði 1 Hrafnkell. Smári Geirsson I sagði við DV að mjög brýnt væri I að menn legðu áherslu á að ræða eðli virkjunar- framkvæmda, áhrif þeirra á nátt- úmna og eðli orkufreks iðnaöar í Reyðarfírði og áhrif hans. En telur Smári að hægt sé að ná viðunandi niðurstöðu með nátt- úruverndarsinnum? „Nú er það ljóst að umhverfis- Smári Gelrsson. mat fer fram varðandi alla þessa þætti. Það er það sem náttúru- verndarsinnar gerðu kröfu um þegar Fljótsdalsvirkjun var á dag- skrá. Þeir ættu að vera sáttir við þau vinnubrögð sem nú eru við- höfð. Ég ætla að vona að menn hafi þroska til að láta ekki mann- leg samskipti eða árekstra ein- stakra hópa, eins og gerðist á sunnudag, hafa áhrif á þessa um- ræðu - að menn taki afstöðu til málefna en ekki baráttuaðferða eða samskiptavandamála. Menn verða að horfa faglega á þetta mál og leysa það þannig," sagði Smári Geirsson. -Ótt Náttúruverndarsinnar eystra fá stuðning: Liðsafnaður gegn Aflsmönnum - nýir félagar streyma í NAUST víða af landinu Haliarbylting sem gerð var á dögunum i Náttúruvemdar- samtökum Austur- lands, er félagar í samtökunum Afl fyrir Austurland, fjölmenntu þar inn hefur nú tekið á sig nýja mynd. Fjöldi náttúruvemdar- sinna víða af land- inu hefur skráð sig í samtökin síð- ustu daga og er greinilegt að nátt- úmverndarfólki hefur verið misboð- ið með þessari uppákomu. “Það eru fjölmargir búnir að hringja í mig til að fá leiðbeiningar um hvemig menn geti gengið í sam- tökin,“ sagði Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi í Húsum. „Það er fólk alls staðar af landinu. Meira að segja hringdi sjómaður á leið út Eyjafjörð- inn og margir hafa hringt úr Reykja- vík.“ Sá atburður er 60 liðsmenn sam- takanna Afl fyrir Austurland gengu í Náttúruvemdarsamtök Austurlands fyrir helgi hefur vakið hörð viðbrögð náttúruverndarfólks víða um land. Aflsmenn náðu þannig meirihluta er tillögur voru bomar undir atkvæði á aðalfundi NAUST á sunnudag. Halla Eiríksdóttir, formaður NAUST, segir nokkuð um að nýir fé- lagar hafi skráð sig í samtökin. „Ég er búin að fá talsvert af hringingum og siðan er fólk víða um land að Frá fundinum við Snæfellsskála. hringja í okkar fólk og spyrjast fyrir um hvemig það geti gengið í NAUST. Það er greinilegt að fjöldan- um var misboðið með þessari uppá- komu um daginn og vill tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Maður finn- ur mikið fyrir því að fólk spyr hvað það geti gert til að liðsinna okkur. í gærkvöld hringdi t.d. maður utan af sjó og sagði: Ég ætla að skrá mig ef ég get og ég ætla að vera með ykk- ur.“ Það er ekki vitað hvort Afl fyrir Austurland muni svara liðsafnaði náttúruvemdarfólks. Ekki náðist í Einar Rafn Haraldsson formann samtakanna í morgun. _________________-HKr. Þjóðardagur íslands á EXPO 2000 tókst vel: Frábær stemning Það var einstakt veöur og frábær stemning þegar þjóðardagur íslands var haldinn á heimssýningunni EXPO 2000 í gær. Dagurinn byrjaði með þvi að Karlakórinn Heimir söng um tíu- leytið en formleg dagskrá hófst klukk- an hálfellefu þegar kórinn söng ís- lenska þjóðsönginn og íslenski fáninn reis á aðalsviðinu. íslensku heiðursgestimir komu í fylgd tólf íslenskra hesta sem stóðu síð- an heiðursvörð við aðalsviðið á meðan ávörp vom flutt og hneggjuðu ofan í ræðumenn. Þeir sem fluttu ávörp vom forseti EXPO 2000, heflbrigðisráðherra Þýskalands, sem flutti ávarp fyrir hönd Gerhards Schröders, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. Hann ræddi meðal annars um íslenska menningu og náttúm í ávarpinu. Að því loknu hélt hópurinn í evr- ópska skálann þar sem forseti íslands ritaði nafn sitt í gestabók sýningarinn- ar. Síðan var íslenski skálinn skoðaður og endað var í þýska skálanum þar sem lófafar forseta Islands var greypt í leir. Það verður sett upp á vegg ásamt lófa- fórum annarra þjóðhöfðingja sem heimsótt hafa sýninguna. Meöal annarra skemmtiatriða á þjóðardegi íslands má nefna að Guitar Islancio spilaði, Þjóðleikhúsið sýndi uppfærslu sína á Sjálfstæðu fólki, kvik- myndin Englar al- heimsins var sýnd á stóm útitjaldi og boðið var upp á hluta af tískusýning- unni Fut- urice. Það var hljóm- sveitin Sigur Rós sem end- aði síðan dag- skrána um kvöldið með tónleikum. Um 30 þúsund manns hafa heimsótt íslenska skálann á hverjum degi og alls hafa 2,6 milljón- ir manna heimsótt skálann þann tíma sem sýningin hefur staðið yfir. -ss/MÓ Kastaðist yfir vegrið dvjvíynd s. Haröur þriggja bíla árekstur varö á brú á Hafnarfjaröarveginum um hádegis- biliö í gærdag og fór einn bíllinn yfir vegriö og lenti á göngustíg fyrir neöan brúna. Þrennt var flutt á slysadeild, en fólkiö reyndist lítiö slasaö. Dauður hvalur í fjörunni: A mikilli ferð yfir Hrútafjörð PV. HÓLMAVÍK: „Við höfum ekki ennþá komið á staðinn til að rannsaka dýrið en eft- ir myndum að dæma er ekki vafl á því að hér er um búrhval að ræða,“ segir Gísli Víkings- son, hvalasérfræð- ingur Hafrannsókna- stofhunar, um stór- hveli sem synti á land við bæinn Valdasteinsstaði í innanverðum Hrútafirði. Gísli segir það oft koma fyrir að búrhvalir finnist dauðir hér við land, ekki síst við strandlengj- una vestan Húnaflóa, á Ströndum. Eingöngu er þá um karldýr að ræða því hegðunarmynstur þessarar djúpsjávartegundar hvala sé þannig að kvendýrin ásamt afkvæmum leiti ekki til eins norðlægra haf- svæða. Búrhvalurinn, sem er stærstur tannhvala, var friðaður árið 1982, fyrstur hvala, og er hann frekar fá- séður víða um heim að sögn Gísla. Um vikutíma sást til hvalsins á Hrúta- firðinum en það var síöastliðið sunnudagskvöld sem fólk á Valda- steinsstöðum sá hann koma á mik- illi ferð nær þvert yfir Hrútafjörð- inn gegnt bænum þar sem hann fannst dauður á mánudagsmorgun- inn. -GF vnmm Fær SkjárEinn RÚV-rás? SkjárEinn hefir sótt um sjónvarps- rásina sem RÚV hefur lausa en fengið synjun. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra opnaði að nýju umræðu um málið í ræðu í tilefni af flutningi Sjón- varpsins í Efstaleiti. SkjárEinn hyggst endumýja umsókn sína. Dagur sagði frá. Samningur gegn úrsögn Bifreiðastjórafé- lagið Sleipnir sakar Hagvagna í Hafhar- firði um að reyna reka fleyg á milli fé- lagsmanna og stéttar- félagsins með því aö bjóða þeim persónu- bundna kjarasamn- inga gegn því að fara úr Sleipni. Dag- ur sagði frá. Áskorun flugstjóra Ellefu flugstjórar á Akureyri, sem allir hafa starfað að sjúkraflugi, skora á Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðis- ráðherra að stíga skref inn í nútímann og miða útboð á sjúkraflugi á íslandi við notkun skrúfuþotu með jafnþrýstibúnaði. Dag- ur sagði frá. Víruspest að ganga Víruspest er að ganga í Reykjavík. Að sögn Atla Ámasonar, yfirlæknis í Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, er ekki um hefðbundna inflúensu sé að ræða. Pestin lýsi sér í hita, beinverkj- um og kvefeinkennum og jafnvel iðra- kvefi. Mbl. sagði frá. Konulausir fá mesta aðstoð Um 45% allrar fjárhagsaðstoðar Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík fór tO einhleypra karla en aðeins 35% tfl bamafjölskyldna. Dagur sagði frá. í mál við Samkeppnisráð Landssíminn hefur höfðað mál gegn Samkeppnisráði vegna þeirrar ákvörð- unar samkeppnisyfirvalda að meina Landssímanum að veita viðskiptavin- um sínum annars vegar magnafslátt og hins vegar stómeytendaafslátt á símgjöldum. Dagur sagði frá. Ekkert 5 stjörnu hótel AOs hafa 36 hótel verið dæmd sam- kvæmt nýrri stjömuflokkun íslenskra gististaða. Sautján þeirra fengu 2 stjörnur, átta hlutu 3 stjömur og eflefu 4 stjömur en ekkert 5 stjömur. Nokk- ir gististaðir taka ekki þátt í flokkun- inni og aðra er eftir að dæma. Dagur sagði frá. Quarashi gerir samning Islenska rappsveitin Quarashi hefur gert útgáfusamning upp á sex plötur við bandaríska fyrirtækið Timebomb sem er undirfyrirtæki útgáfurisans BMG. Mbl. sagði frá. Framseldur til afplánunar 35 ára íslenskin karlmaður, sem dæmdur var fyrir árás á tvær konur í Bretlandi, verður fluttur tO íslands tO að ljúka afplánun sex ára fangelsis- dóms. RÚV sagði frá. Þurfa melra fé á Vegna flutnings stjómsýslustofnun- ar um jafhréttismál tO Akureyrar og stofnunar Jafnrétt- isstofu hvetur fram- kvæmdastjóm Kvenréttindafélags íslands stjómvöld tO að auka fjárframlög tO jafnréttis- mála þannig að breytt staðsetning bitni ekki á starfinu. Vísir.is sagði frá. Akureyrl -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.