Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti Umsjón: Vi&skiptablaðið Tap SIF 575 milliónir króna Á fyrstu sex mánuöum þessa árs nam tap SÍF hf. 574,9 milljónum Wróna en hagnaður á sama tíma I fyrra var 50,9 milljónir kröna. x íréíí frá SÍF kemur fram aö meginástæð- ur mikils taps séu taprekstur laxa- reykingaverksmiðju félagsins í Frakklandi, óhagstæð gengisþróun, meiri kostnaður varð af sameiningu SÍF og ÍS hf. en ráð var fyrir gert og taprekstur var í Noregi. í frétt Við- skiptablaðsins spáðu verðbréfafyrir- tækin að meðciltali 4 milljóna króna tapi. Rekstrartekjur samstæðunnar námu alls 26.218 milljónum króna en á sama tíma í fyrra voru rekstr- artekjur 9.572 milljónir króna, en hafa ber í huga að þann 1. júlí 1999 Ferðaskrifstofa íslands hf. skilar hagnaði Hagnaður Ferðaskrifstofu íslands hf. og dótturfyrirtækja, Plúsferða og Úrvals-Útsýnar, var 4,2 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 2000 en á sama tíma 1999 var tap upp á 22 milljónir króna. Batinn milli ára er því 26 milljónir. Rekstrartekjur voru 1.928 milljón- ir króna sem er 28% hækkun frá fyrra ári þegar tekjurnar námu 1.505 milljónum. Hafa rekstrargjöld- in hækkað um 26% á milli ára. Já- kvæða afkomu má rekja til góðrar nýtingar í leiguflugi félagsins það sem af er ári, til Portúgals, Mallorca og Krítar og í skíða- og sérferðir þar sem farþegar voru 25% fleiri en á sama tíma á sl. ári. Matvæli á Netið um miðjan september Um miðjan september hefur Hag- kaup.is sölu á matvælum á Netinu og er það aðeins eitt af mörgum þró- unarverkefnum hjá Baugi hf. sem tengist Netinu, en þar sér fyrirtæk- ið mörg spennandi tækifæri. í frétt frá Baugi er sérstaklega vikið að uppbyggingu á Baugi.net í þessu til- liti, auk þess sem bent er á að Veisluþjónusta Nýkaups á Netinu er í sífelldri sókn. - var 51 milljón á sama tímabili í fyrra sameinuðust SÍF hf. og ÍS hf. þannig að samanburðartölur eru án reikn- ingsskila ÍS hf. í rekstrar- *-r-»ilr»-»ÍT'tOrÍ Rekstrargjöld samstæð- unnar námu alls 26.419 milljónum króna. Tap fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru því 201 milljón króna. Fjár- magnsgjöld umfram fjár- munatekjur eru 241 milljón króna þannig að tap af reglulegri starfsemi, að teknu tilliti til reiknaðs tekju- og eignarskatts að fjárhæö 132 milljónir króna, nemur samtals 575 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall lækkar Veltufé til rekstrar nemur 153 milljónum króna. Á síðastliðnu ári var veltufé frá rekstri 189 milljónir króna fyrir sama tímabil. Heildareignir samstæðunnar nema 22.609 milljónum króna, sam- anborið við 21.877 milljónir í árslok 1999. Eigið fé SÍF hf. 30. júní nam 4.018 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall er 17,8% en var 21,1% í upp- hafi árs. Gunnar Orn Krlstjánsson Fastafjármunir nema 7.224 millj- ónum króna og veltufjármunir 15.385 milljónum. Heildar- skuldir nema 18.494 milljón- nm öar af eru um KI Ullct ug j^wi. vu__. skammtímaskuldir 13.600 milljónir. Veltufjárhlutfall í lok júní 2000 er 1,13 en var 1,14 í upphafi árs. Meginástæður taprekst- urs á fyrri hluta ársins má rekja til tapreksturs laxa- reykingaverksmiðju félags- ins í Frakklandi, óhag- stæðrar gengisþróunar USA-dollars gagnvart evru og óhag- stæðrar þróunar evru gagnvart ís- lensku krónunni. Þá varð meiri kostnaður sem rekja má beint til samruna SÍF hf. og ÍS hf. en gert var ráö fyrir. Einnig hefur verið tap á starfsemi dótturfélaga i Noregi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. í Noregi er leyst upp áður eignfærð tekjuskattsinneign, að fjár- hæð rúmlega 70 milljónir króna, þar sem framtiðarhorfur í hvítfisk- vinnslu í Noregi eru ekki góðar. Óhagstæð gengisþróun Tap á rekstri laxareykingaverk- smiðju í Frakklandi má rekja til mikillar hækkunar á hráefnisverði á laxi frá áramótum en hækkunin hefur verið allt að 40%. Svona mikl- um óvæntum hækkunum á hráefn- isverði hefur verio émíí S5 liCIIld jafnóðum út í verðlag á fullunnum afurðum. Talsverðar verðhækkanir hafa náðst ásamt því að hráefnis- verð hefur lækkað umtalsvert á síð- ustu vikum. Þróun Bandaríkjadollars gagn- vart evru hefur einnig verið starf- semi SIF í Frakklandi afar óhag- stæð á fyrri helmingi ársins 2000. Gengisþróun þessi hefur valdið því að framlegð á ýmsum framleiðslu- vörum félagsins hefur verið nei- kvæð á þessu tímabili. Kostnaður við samruna SÍF hf. og ÍS hf. varð meiri en gert var ráð fyr- ir i upphafl og má rekja það m.a. til samræmingar á birgðamati, kostn- aðar vegna starfslokasamninga, flutnings starfsstöðva og fram- leiðslulina ásamt öðrum ófyrirséð- um þáttum. Viðgerðir á Reykjavíkurflugvelli hafa áhrif á rekstur Flugfélags íslands Vegna viðgerða á Reykjavíkur- flugvelli hefur Flugfélag íslands orð- ið að takmarka sætafjölda sem í boði er en flugfélagið tók þá ákvörð- un að halda áfram flugi á Reykja- víkurflugvöll á meðan á fram- kvæmdum stendur. Þannig eru Fokker 50 flugvélar félagsins yfir- leitt takmarkaðar við 40 sæti meðan á viðgerðum stendur þannig að fé- lagið veröur að fljúga með 10 laus sæti. Metro-flugvélar félagsins verða takmarkaðar við um 14 sæti í stað 19. í frétt frá Flugfélagi íslands segir að við óhagstæð veðurskilyrði geti þurft að koma til enn frekari tak- markana. Þetta hefur að sjálfsögðu haft og mun hafa áhrif á farþega fé- lagsins þar sem takmarkanir eru á stundum ekki fyrirséðar. Flugfélag íslands vill biðja þá farþega sem lenda í þessu velvirðingar en vonar líka að þeir sýni skilning á þvi ástandi sem nú er. Eins og fram hefur komið standa yfir miklar viðgerðir á Reykjavíkur- flugvelli og er nú veriö að vinna í krossinum, þ.e. þar sem tvær aðal- brautir flugvallarins mæt- ast. Þetta þýðir að þessar tvær brautir eru að mestu lokaðar þær tvær vikur sem þessi aðgerð stendur yfir. Á meðan er minni þverbraut í notkun, norð- austur/suðvestur, en hún er styttri en aðalbrautir vallarins og er því háð meiri takmörkunum. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum við krossinn ljúki þann 7. september næstkomandi og mun þá starfsemi færast í eðlilegt horf aftur. Sam- kvæmt upplýsingum Flugfélags ís- lands er verkið á áætlun en fram að þeim tíma má reikna með einhverri röskun á áætlunum félagsins. Lakari afkoma hjá Tanga - tap af reglulegri starfsemi 45 milljónir króna Afkoma af reglulegri starfsemi Tanga hf. á Vopnafirði var nokkru lak- ari á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi árs en á sama tímabili árið á undan. Tap af reglulegri starfsemi nam 44,9 milljónum króna, samanborið við 16,5 milljóna króna tap á sama tímabili árið áður. Að teknu tilliti til óreglu- legra gjalda upp á 4 milljónir króna er rekstramiðurstaða tímabilsins tap aö fjárhæð 48,9 milljónir króna. Velta félagsins jókst um rúmlega 16% frá sama tímabili 1999 og munar þar mest um umtalsverða aukningu í loðnu- og hrognafrystingu, auk þess sem meira magn kom til bræðslu í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 106,5 milljónum króna sem er um 11,6% aukning á milli ára. Veltufé frá rekstri nam 48,5 milljónum króna, samanborið við 48,4 miÚjónir á fyrstu sex mánuðum sl. árs. Afuröaverö lágt í frétt frá Tanga eru tilgreindar nokkrar skýringar á versnandi af- komu félagsins fyrstu 6 mánuði ársins. Afúrðaverð á mjöli og lýsi er lágt, einkum þó á lýsi. Birgðasöfhun hefúr átt sér stað á lýsi og er stór hluti af lýsisframleiðslu ársins óseldur. Olíuverð er hátt og hefur það neikvæð áhrif á rekstur fiskimjölsverk- smiðjurmar, sem og á út- gerðarhluta rekstrarins. Þá hafði verkfall f fiskimjöls- verksmiðju félagsins í maí- mánuði áhrif á reksturinn. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hófust mun seinna en venjulega en það hafði veruleg áhrif á afkomu fiskimjölsverk- smiðjunnar í júní. Fjármagnsliðir hækka umtalsvert á milli ára sem skýrist fyrst og fremst af gengislækk- un krónunnar í júní. Þá hafa vextir einnig hækkað á alþjóðlegum mörkuð- um, auk þess sem mikið birgðahald veldur auknum ijármagnsgjöldum. Á fyrstu sex mánuðum yfirstand- andi árs tók Tangi hf. til vinnslu 55.500 tonn af loðnu, sild og kolmunna. Þar af voru u.þ.b. 3.400 tonn af loðnu fryst og að auki 240 tonn af loðnuhrognum. Ágæt af- koma varð af loðnufryst- ingu hjá félaginu á tímabil- inu. Rekstur fiskimjöls- verksmiðjunnar gekk þokkalega á fyrri hluta þess timabils sem hér um ræðir en afkoma á 2. árs- fjórðungi var mun lakari í þeim rekstri en á sama tímabili árið áður. Á fyrstu 6 mánuðum rekstrarársins nam heildarafli Sunnubergs um 31.800 tonn- um og þar af voru 6.800 tonn af kolmunna. Tap hefúr verið á kolmunnaveiðum Sunnubergsins. Lægsta lýsisverö í 10 ár Útgerð frystitogarans Brettings NS-50 gekk mjög vel á tímabilinu. Rekstm- bolfiskvinnslu í landi gekk nokkum veginn í samræmi við áætl- anir en sá hluti starfseminnar er þó rekinn með tapi. „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með niöurstöðu uppgjörsins. Það eru margir þættir í ytra umhverfi fyrir- tækja eins og okkar sem eru okkur mjög mótdrægir um þessar mundir,“ segir Friðrik M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. „Hvað framhaldið varðar þá er ljóst að það er mjög háð því hvemig haustvertíö- in í loðnunni gengur fram en nú virðist vera góður markaður fyrir frysta loðnu í Rússlandi. Möguleikar okkar liggja að miklu leyti þar. Einnig geta gefist tækifæri í heilfrystri síld á þann markað. Þá erum við auðvitað jafiiframt mjög háðir verðþróun á afurðamörkuðum fyrir mjöl og lýsi en lýsisverð hefur ekki verið lægra í 10 ár,“ segir Frið- rik. Fri&rlk Guðmundsson. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 DV ________ HEILDARVIÐSKIPTI 769 m.kr. Hlutabréf 150 m.kr. Bankavíxlar 177 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ( Marel 62 m.kr. i í islandsbanki-FBA 22 m.kr. 1 Össur 17 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 íslenski hlutabréfasj. 3,7% () Marel 1, 9% © SÍF 1,4% MESTA LÆKKUN Q SR-Mjöl 12,5% Q Þróunarfélag íslands 4,9% © Eignarh.fél. Alþýðubankans 4,6% Úrvalsvfsitalan 1543,2 Breyting Q 0,053% C^Mtf kitflfcflv 9UIIJ Rljggli fýrir 76 millj- arða króna Sony, japanska raftæknifyrirtæk- ið, sagöi að það hefði í hyggju að byggja aðra verksmiðju í Japan xmdir tölvukubba sem talið er að kosti 76 milljarða íslenskra króna. Sony hyggst auka markaðshlutdeild sína á þessum kvika markaði. MESTU VIÐSKIPTI O Marel Q Íslandsbanki-FBA Q Össur Q Baugur © Eimskip . siöastllbna 30 daga 664.806 394.031 351.608 264.340 220.534 © Loðnuvinnslan hf. © Vaki fiskeldiskerfi hf. ©SH © SR-Mjöl © Tæknival Ibúðaverð hækkar mik- ið í Bretlandi íbúðaverð í Bretlandi hækkaði um 14,49% milli april og júní miðað við ár. íbúðaverð hækkaði um 16,85% á fyrsta ársfjóröungi þessa árs á ársgrundvelli sem er mesta hækkun síðan 1995. F- DOWJONES 11103,01 O 1,00% 1 * Inikkei 16861,26 O 0,24% * ÍS4P 1502,59 O 0,48% FtNASDAQ 4103,81 O 0,53% ^SnsE 6378,40 O 1,40% Bdax 7187,79 O 0,03% | 1 CAC 40 6575,23 O 0,90% psjrani 31.08.2000 ki 9.15 KAUP SALA RjfDollar 80,600 81,020 SSpund 117,200 117,800 1*1 Kan. dollar 54,640 54,970 SSlDönsk kr. 9,6610 9,7140 : Norsk kr 8,9180 8,9670 ESsœnskkr. 8,5500 8,5980 SRn. mark 12,1095 12,1823 _Fra. franki 10,9763 11,0423 1~1 Belg. franki 1,7848 1,7956 □ Sviss. ffanki 46,5100 46,7600 BhoII. gyllini 32,6721 32,8684 !. Þýskt mark 36,8129 37,0342 1 Bít. líra 0,03718 0,03741 Œ jAust. sch. 5,2324 5,2639 i^lPort. escudo 0,3591 0,3613 ”:Spá. poseti 0,4327 0,4353 L*Jjap. yen 0,75720 0,76180 lírskt pund 91,421 91,970 SDR 105,1300 105,7600 Eecu 71,9999 72,4325

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.