Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 5
5 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Skólamál eru sveitarfélögunum dýr: Yfirtakan ekki mistök - og ekkert bruðl í gangi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson staðið undir sínum rekstri. Það er með tiltölulega litlum stofnfram- kvæmdum miðað við það sem áður var. Bygging grunnskóla er stærsti hluti af framkvæmdum sveitarfélaga. Það er búið að ein- setja 162 skóla af 188 sem i landinu eru. „Þetta gengur því auðvitað yfir, j en það er dýrt meðan á því stend- j ur. Við höfum fengið um 260 millj- ónir króna á ári frá ríkinu 86® BV | auðvitað aðeins Utiö brot af því sem þetta kostar." Þess utan má einnig nefna fram- kvæmdir við leikskóla og íþrótta- j mannvirki sem kosta verulega I ijármuni. -HKr. j Helstu fjárfestingar sveitarfé- laga á síðustu árum hafa verið vegna byggingar skólahúsnæðis sem skýrist að hluta af einsetn- ingu grunnskóla. Yfirtaka sveitar- félaga á skólamálum frá ríkinu var einnig viðamikil aðgerð en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, vill ekki meina að það hafi verið mistök. „Nei, alls ekki. Það var eitt mesta framfaraspor hjá sveitarfé- lögunum í langan tíma. Þaö má ekki gieyma því að við vorum með helminginn af rekstri skólanna og vorum aö taka yfir restina. Það var mjög óeðlilegt að hafa þetta verkefni svona skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Á hitt ber þó að líta að tímarnir hafa breyst á þessum tíma frá 1996. Það hefur orðið ákveðin þróun í samfélag- inu þar sem kjör stétta hafa verið bætt langt umfram það sem menn ætluðu á sín- um tíma. Þetta hefur ríkið sjálft gert og gengið á und- an. Við höfum auðvitað þurft að fylgja þar á eftir. Þg eru sveitarfélögin líka að gera örlítið meira en þeim ber bein skylda til samkvæmt lögum og þeim samningi sem gerður var við ríkið. Það nemur um 6% um- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fram það sem samið var um, eða um sex til átta hundruð milljónum króna á hverju ári.“ - Er þetta ekki einmitt sú óráðsía sem forsætisráð- herra hefur verið að benda á? „Ég fullyrði að síðustu árin erum við þó bara að sinna verkefnum sem eru bráðnauðsynleg. Ég sé ekki nein verkefni i gangi ssm hægt er að flokka undir bruðl,“ Vilhjálmur segir að sveitarfé- lögin séu nú að safna skuldum sem nemur tveimur til þremur milljörðum króna á ári til aö geta Dýrbítar drápu eöa særðu tugi lamba: Hundarnir aflífaðir strax Aðkoman að lambhaga Skúla Jónssonar var ljót á sunnudags- kvöldið þegar frændi hans, Guð- mundur Ómar Helgason, fór að vitja lamba Skúla í fjarveru hans. Tveir hundar höfðu í síðustu viku bitið tugi fjár til dauöa og sært fleiri í beitarlandinu á Rangárvöll- um. Sumarbústaðareigandi varð var við halt lamb og hafði samband við Guðmund bónda á Lambhaga en Skúli var að heiman. Guðmundur fór að athuga málið og fann um 60 lömb og kindur dauð eða illa særð. „Sumarbústaðareigandinn kom að bitnu lambi. Þá var farið að at- huga málið og gaf heldur á að líta,“ sagði Skúli sem er hreppstjóri og bóndi á Selalæk. Tveir hundar af nálægum bæ, þar sem ekki eru fleiri hundar, voru staðnir að verki og þeim var lógað sama kvöld. Líklegt þykir að hundamir hafi ekki verið marga daga við iðju sína. „Fyrir rúmri viku fór ég að sjá hvemig féð hefði það og þá sá ég ekki annað en að allt væri í lagi. Allavega var það ekki dautt i hóp- um. Það var mikil kyrrð og róleg- heit yfir því,“ sagöi Skúli. „Það sem kannski er verst er að það er örugglega ekki allt komið fram enn þá. Hafi lömb verið bitin en hlaupi enn um þá er ekki víst að það grói og getur grafið 1 þvi, og þá er sá likamsparturinn ónýtur. Það sést ekki fyrr en í haust,“ sagði Skúli sem á um 300 kindur en enga hunda. Enn er óvíst hver mun borga tapið sem Skúli hefur orðiö fyrir. -SMK Gimsteinum og reiðufé stolið Lögreglan I Reykjavík rannsak- ar nú tvö innbrot á Stórhöfða sem framin voru aðfaranótt miðviku- dagsins. Brotist var inn í fyrir- tæki við Stangarhyl og stolið það- an peningaskáp með reiðufé á aðra milljón króna og annað eins í gimsteinum. Lögreglunni var tilkynnt um þetta innbrot í gær- morgun. Tilkynnt var um hitt innbrotið f fyrrinótt. Þar fóru þjófar inn í annað fyrirtæki og höfðu um 100.000 krónur á brott með sér. _______-SMK Borgarráð: KR og Fyikir fá nýja grasvelli Borgarráö hefur samþykkt aö Knattspyrnufélag Reykjavíkur fái svæði undir nýjan grasvöll meðfram væntanlegu götustæði framlengingar á Ægisíðu viö Suð- urgötu. Grasvöllurinn við Ægisíðu verður reyndar í eigu og umsjón Reykjavíkurborgar sem almennt leiksvæði en gert er ráð fyrir að KR geti skipulagt æfingar á vell- inum. Þá ákvað borgarráð að gerö yrði áætlun um gerð grasvallar fyrir Fylki í Árbæ á malarbornu bílastæði sem lagt var á Víðivöll- um vegna Landsmóts hestamanna í sumar. Kostnaður borgarinnar vegna framkvæmdarinnar er áætlaður 6,6 milljónir króna en borgarráð samþykkti að fjárveiting til gatnagerðar yrði lækkuð um sam- svarandi upphæð. -GAR . DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON A leiö í Vatnsfell Flutningabíll á leiö um Selfoss meö rör í Vatnsfellsvirkjun. Stórflutn- ingar DV, SUÐURLANDI: Þau eru engin smásmíði, rörin sem er verið að flytja þessa dagana inn að Vatnsfells- virkjun. Rör þessi verða sett saman inni á virkjunar- svæðinu og notuð í fallpípur virkjunar- innar sem ráðgert er að verði komin í notkun upp úr ára- mótum 2001-2002. Þá verður orka hennar notuð til að knýja ker vegna viðbótarstækkunar á álveri Norðuráls í Hvalfirði. -NH DAXARA KERRUR MikiÓ úrval Frábært verð frá kr, 29,790,- Fyrlr fólksbila og jeppa Galvaníseraðar TUV vettaðar Úrval aukahluta Burðargeta allt að 800 kg, Fást samsettar/eða ésamsettar m«4 sfvrfv, frvfcarf fyrir mold, sand oM. Skeifunni 108 Roykjavik slml 533 1414 fax 533 1479 ovro@islandia.is BILAR Chevrolet Silverado '98 1500, SLT, Z- 71, 6,5 túrbo, dísil, ekinn 46 þús. km, litur gull-brons. Verð 2.950.000. Dodge Grand Caravan '96 3,3 vél, ssk., 7 manna, blár, rafdr. rúður og speglar, 5 d., cruisecontrol, aircondition, ek. 81 þús. km. Verð 1.680 þús. Grand Cherokee Limited '98 Silver Smoke með sóllúgu, ekinn 44 þús. km, 4,0 vél. Verð 3 millj. Enn fremur 5,2 vél, ekinn 29 þús. km. Verð 3.120 þús. Egill Vilhjálmsson, sfmi lx Smiðjuvegi 1 - Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.