Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 25
29 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 I>V Rauða plánetan Það var vitað að á þessu ári yrðu frum- sýndar tvær dýrar kvikmyndir sem ger- ast að hluta til á Mars. Þegar er búið að sýna Mission To Mars sem Brian De Palma leikstýrir og eftir þær slæmu viðtökur sem sú kvikmynd fékk hafa framleiðendur Red Planet ekkert verið að flýta sér að setja hana á markaðinn, vilja greinilega láta mynd De Palma gleymast sem fyrst. Nú hefúr 3. nóvember verið ákveðinn frumsýningardagur. I myndinni er sagt frá fyrstu mönnuðu geimferðinni til Mars sem endar með ósköpum þeg- ar lendingin mistekst og áhöfnin virð- ist ekki eiga möguleika á að komast heim. Með aðaihlutverk fara Val Kil- mer, Carrie-Anne Moss og Tom Sizemore. Mönnum er það eflaust ferskt í minni að síðastliðið sumar átti að kvikmynda hluta af þessari mynd hér á landi, en af því varð ekki. Vanilluskýið Eitt af betri hlut- ■ verkum Tom Cruise var titilhlutverkið í Jerry Maguire. Það var því ekkert óeðli- legt að Cruise leitaði til Cameron Crowe, leikstjóra Jerry Maguire, um aö leik- stýra myndinni Vanilla Sky, sem harrn ætlar að framleiða og leika í. Crowe, sem nýlega lauk við Almost Famous sem hann byggir á eigin reynslu, tók vel í tilboðið og eru þeir félagar nú á undirbúningsstigi og eru búnir að tryggja sér Cameron Diaz og Penélope Cruz sem mótleikkonur Cru- ise. Mikil leynd hvílir yfir því um hvað myndin fjallar en áætlað er að hefja tökur á fyrri hluta vetrar. Stallone í fótspor Caine í byijun október verð- ur frumsýnd í Bandaríkj- unum nýjasta kvik- hiynd Syl- vesters Stallones, Get Carter. Um er að ræða sakamálamynd sem endur- gerð er eftir mynd með sama nafni sem gerð var 1971. í henni lék Michael Caine hlutverkið sem Stallone leikur nú og eru flestir á því að Carter sé eitt besta hlutverk Caines á ferlinum svo það verður örugglega erfitt fyrir Stallone, sem hingað til hefur ekki ver- ið þekktur fyrir að vera sterkur á svell- inu þegar kemur að því að þurfa tjá sig i orðum. Sjálfsagt keyrir myndin mik- ið á hasaratriðum svo gallar Stailones sem leikara verði ekki of áberandi. Michael Caine er ekki fjarri góðu gamni en hann er helsti mótleikari Stallones. Meðal annarra leikara eru Miranda Richardson og Mickey Rour- ke. Leiksfjóri er Stephen T. Kay. Sylvester Stallone og Mt- chael Caine í Get Carter. Enn ein furöu- myndin frá Spike Jonze Ein frumleg- asta og að margra mati besta kvik- mynd síðasta árs var kvikmynd Spike Jonze, Being John Malkovich. Nú er Jonze kominn í startholumar með sína næstu kvik- mynd og sem fyrr fer hann ekki troðn- ar slóðir. Myndin mun heita Adapta- tion og fjallar hún um kvikmynda- handritshöfúnd sem ekki getur komið orði á blað. Auk þess sem myndin seg- ir frá raunum hans er sögð saga sem gerist í huga hins ritstíflaða höfundar þar sem hann nýtur aðstoðar ímynd- aðs tvíburabróður. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, í huganum skrif- ar hann kvikmyndahandrit sem slær í gegn. Hvað skeður í raunveruleikan- um vitum við ekki. Myndin er lauslega byggð á skáldsögunni The Orchid Thief eftir Susan Orleans. Spike Jonze gerir sér góðar vonir um að Nicolas Cage fáist til að leika aðalhlutverkið. Tilvera Engin venjuleg mamma Martin Lawrence í hlutverki Stóru mömmu sem stundum á erfitt meó aö vera kvenleg. Við mælum með American Psycho *★** Christian Bale leikur „sækóinn" Patrick Bateman af mikilli snilld. Hann er óaðfinnanlegur á yfirboröinu en tóm- , ur undir niðri. Útlit myndarinnar er full- komlega í takt viö satíruna sem gerir miskunnarlaust háö að uppamenning- unni. American Psycho er lykiltexti í vestrænni menningu og Mary Harron gerir honum góð skil. -BÆN Gladiator ***i Ridley Scott hefur ávallt verið maður myndmálsins og hvergi kemur þessi kostur hans sem leikstjóra betur fram en í Gladiator, mikilli og vel geröri epískri kvikmynd sem hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf aö hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja merkileg. Russell Crowe leikur titilhlutverkið af miklu öryggi og krafti. Hann hefur þaö til að bera að maður trúir því aö hann sé mestur allra skylmingaþræla auk þess sem mikill þungi er í túlkun hans. -HK X-Men Big Momma’s House sýnd á Akureyri, í Reykjavík og Keflavík: Stóra mamma gómar bankaræning j a *** X-Men er mikið sjónarspil, tækni- lega fullkomin, hraðinn í atburðarásinni kemur þó aldrei niður á sögunni sjálfri sem hefur marga anga og þaö er merkilegt hvað tekist hefur að gera teiknimyndaofurmenni að jafnlifandi persónum og raunin er. Leikarar eru yf- irleitt mjög góðir með þá lan McKellan og Patrick Steart fremsta meðal jafn- ingja. -HK leið að ná stúlkunni á sitt band. Martin Lawrence náði fyrst athygli almennings f gegnum sjónvarpið. Þar fór þessi kjaftfori leikari á kostum í ýmsum gervum. Lawrence, sem fædd- ist 15. apríl 1965, hefúr verið gaman- leikari frá þvi hann var táningur. Hann kom fýrst fram i sjónvarpsþætt- inum Star Search og vakti strax mikla athygli. Fékk hann Ðjótt boð um að koma fram í sjónvarpsþáttum og á skemmtistöðum. Skólagangan varð ekki löng c skemmtana- bransinn tók við honum fimmtán ara göml- um. Strax upphafi var að grófur húmor sem stundum var á mörkum velsæmis sem fleytti honum áfram. Þessi grófi húmor passaði vel i hina vinsælu sjónvarpsþætti Saturday Night Live og Def Comedy Jam en í fimm ár starfaði Lawrence nánast ein- göngu í sjónvarpinu, aðallega við eigin grinþátt sem nefndist Martin. Áður en hann sló i gegn í kvikmyndaheiminum hafði hann þó leikið lítil hlutverk í kvikmyndum og var Spike Lee fyrstur tO að bjóða honum hlutverk. Hann fékk síðan óskabyijun er hann var valinn til að leika annað aðalhlut- verkið í Bad Boys, hitt hlutverkið fékk Will Smith. Báðir urðu frægir á einni nóttu. Leið Smiths lá beint á toppinn en Lawrence fór ekki eins vel af stað. Hann ofmetnaðist og kaus að leikstýra og leika í A Thin Line Between Love and Hate, einstaklega leiðinlegri gamanmynd. Síðan fór lítið fyrir Lawrence þar til Blue Streak sló óvænt í gegn vest- anhafs og með miklum vin- sældum Big Momma’s House má segja hann sé að nálgast toppinn. -HK Keeping the Faith *** Jake og Brian eru afar skemmti- lega skrifaðar persónur og eins og við er að búast eru Norton og Stiller óað- finnanlegir í hlutverkum sínum. Jenna Elfmann hefur þá útgeislun sem þarf í hlutverkiö og maður skilur varla hvernig hægt er aö vera ekki skotinn í henni. -PJ Toy Story 2 *** Þetta framhald fyrstu Leikfanga- sögunnar er, líkt og fyrri myndin, fullt af fjöri fyrir bæöi börn og fullorðna. Tölvu- tæknin sem notuð er í Toy Story er undraverð, jafnraunveruleg og hún er gervileg, en um leið fyrirheit um ein- stakar sýnir sem eiga eftir aö birtast okkur á næstu árum. Hinum fullorönu er því alveg óhætt að fylgja ungviðinu á þessa mynd til að rifja upp gamlan sannleik, sem kannski hefur rykfallið svolítið, og næra barnshjartað með ær- legri skemmtun. -ÁS 101 Reykjavík ★*★ Hilmir Snær leikur auðnuleys- ingjann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykjavík. Líf hans er í föstum skorðum þar til vinkona móður hans kemur í heimsókn og úr veröur einhver sérkennilegasti ástarþríhyrningur ís- lenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Tvö andllt Martln Lawrence Meö hjálp silí- kons var hægt aö þenja andlit Martins Lawrence mikiö út eins og sjá má á þessum myndum. Nú skolast allt út Vegna vatnstjóns 15-50% afsláttur aym EVRÖ Opið Skeifunni • Grensásvegi 3 Sími: 533 1414 • Fax: 533 1479 • www.evro.is I Nutty Professor-kvikmyndunum tveimur, sem Eddie Murphy hefúr leikið í, hefúr hann brugðið sér í nokk- ur gervi sem sérstaklega hafa vakið at- hygli vegna þess að persónumar eru allar vel yfir kjörþyngd svo ekki sé meira sagt. Nú er komið að öðrum bandarískum gamanleikara og mót- leikara Murphy í Life, Martin Lawrence, að gera slíkt hið sama í Big Momma’s House sem frumsýnd verður á morgun í Sam-bíóunum, Regnbogan- um, Nýja bíói, Keflavík, og Borgarbíói, Akureyri. í myndinni leikur hann FBI- lögreglumanninn Malcolm Tumer sem bregður sér í gervi 150 kílóa konu sem nauðsynlegt þykfr til að koma hættu- legum glæpamanni bak við lás og slá. Tumer er enginn venjulegur lög- regluþjónn og hans helsta sérgrein er að fara huldu höfði og bregða sér í ýmis gervi. Við sjáum hann fyrst í gervi aldraðs manns af asískum upp- runa leysa mál eins og að drekka vatn. Vandinn er meiri þegar hann fær það verkefni að hafa uppi á bankaræningja sem er á flótta. Eftirgrennslan leiðir i ljós að bankaræninginn muni leita hælis hjá konu einni sem kölluð er Stóra mamma og býr í smá- bæ einum. Þegar komið er í bæinn kemur í ljós að Stóra mamma er horfin. Tumer tekur þvl á það ráð að bregða sér í hlutverk mömm- unnar sem er vel i hold- um. Fyrst í heimsókn til Stóm mömmu er fyrrum kærasta banka- ræningjans, Sherry (Nia Long), sem kemur með ungan son sinn með sér. Nokkuð erfitt reynist fyrir Tumer að vera í hlut- verki Stóm mömmu nálægt Sherry eftir að hann verður ástfanginn af henni. Hann þarf því á allri sinni snilld að halda til að næla í bankaræningjann og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.