Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 Skoðun Hvað er þér minnisstæðast í sumar? Helga Rán Sigurðardóttir, vinnur í Ecco: Landsmót UMFÍ í Vesturbyggö. Einar Hermannsson viðskiptastjóri: Þegar konan yfirgaf mig í 3 mánuöi og fór aö vinna á Seyöisfiröi. Christof Wehmeier markaösstjóri: Ég myndi segja Euro 2000 og svo skjálftinn 17. júní. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir nemi: Þegar viö stúlkurnar í Breiöablik klúöruöum íslandsmeistaratitlinum. Bryndís María Theódórsdóttir nemi: Þegar ég fór í fótboltaferö til Eng- lands og þegar viö í Breiöablik urö- um Islandsmeistarar í 7 og 11 manna liöi. Erlendur Eiríksson, kokkur og leikari: Árnanes - gistihús. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. - Fjallkóngi og smölum hans er því vandi á höndum. miðj Sláturlömb Framsóknar Ólafur M. Magnusson skrifar: Kæru félagar; senn hefjast göngur og réttir og af fréttum að dæma er formaður okkar framsóknarmanna þegar farinn í leitir fyrstur manna og ætlar að reka hjörð sína í Evr- ópuréttina. Þvi hefur hann valið fimmtíu smala og fjallkóng til þess að leita flokkslandið. Ljóst er að afréttur Famsóknar var heldur að græða sig þegar fyrsta haustlægðin skall á. Forystan tólt sem sé þá ákvörðun að hirða ekki um afréttinn og bera á. Nei, hún frestaði flokksþinginu með gerræðislegum hætti. Þetta tel ég afgerandi mistök. Evrópumálið er svo veigamikið að ákvörðun um vinnubrögð og markmið í málinu hefði átt að byggja á lýðræðislegum grunni inn- „Sjálfsforrœði íslendinga, íslenskur landbúnaður og dreifbýlið eru sláturlömbin í Evrópuréttinni, í skiptum fyrir gullkálfa til handa sœgreifunum. “ an Framsóknarflokksins. Og sér- staklega í flokki sem kennir sig við samvinnu og félagshyggju þar sem lýðræöisleg ákvarðanataka er grundvöllur að hagsæld heildarinn- ar. Jú, jú, sjálfsagt er tímabært að fá niðurstöðu í Evrópumálin. En um- ræðan er nú rétt að hefjast og í raun hafa engar forsendur breyst sem kalla á nýjar áherslur Framsóknar- flokksins í málinu. Skýrsla utanrík- isráðherra er mikilvægt og vel unn- ið innlegg í þessa umræðu sem sýn- ir að íslenskur landbúnaður væri ömurlega settur innan Evrópusam- bandsins. Ég verð að segja það að ég er ekki bergnuminn af gerræðislegum vinnubrögðum forystu flokksins í mörgum veigamiklum málum. For- ystan heggur mjög nærri rótum sín- um með þessum skammarlegu vinnubrögðum. Því er hætt við að afréttur Framsóknar eigi enn einn erfiðan vetur fyrir höndum, sem geta fylgt kalblettir sem aldrei gróa. Fjallkóngi og smölum hans er því vandi á höndum þvi sjálfsforræði ís- lendinga, íslenskur landbúnaður og dreifbýlið eru sláturlömbin í Evr- ópuréttinni, í skiptum fyrir gull- kálfa til handa sægreifunum. - Með bestu kveðju. í ferðaþjónustuna Kvótann Leó S. Ágústsson skrifar: Mér finnst ekki sanngjarnt að liggja einn á þeirri hugmynd sem ég fékk síðast þegar ég heyrði um þann mikla uppgang sem er í ferðaþjón- ustu okkar Islendinga. Nefnilega hvort við getum ekki nýtt okkur þá frábæru reynslu sem við höfum af kvótakerfinu okkar og vakið hefur aðdáun um víðan heim. Nú er tækifæri til að gera jafnvel enn betur og hefjast handa við setja kvóta á feröaþjónustuna. Þetta mundi vafalaust stórauka afrakstur greinarinnar og skapa ómetanlega hagræðingu þegar kvótaeigendur færu að selja sig út úr henni. Því að „Nú er tækifœri til að gera jafnvel enn betur og hefjast handa við setja kvóta á ferðaþjónustuna. Þetta mundi vafalaust stórauka afrakstur greinarinnar..." auðvitað mundi enginn heilvita maður hafa við það að athuga að þeir sem lögðu fram fé og vinnu í þennan rekstur nytu þess að nokkru þegar þessi atvinnurekstur væri orðinn að verðmætu einka- leyfi. Og ef enn færi nú að heyrast í þessum öfundsjúku niðurrifsmönn- um sem séð hafa ofsjónum yfir sig- urför hins íslenska fiskveiðistjóm- unarkerfis, þá mætti reka ofan í kok þeirra spurninguna um hvar þeir voru á meðan öllum var frjálst að leggja netin fyrir hina marglitu túrista - nú væri bara þvi miður búiö að loka sjoppunni. En sanngirninnar vegna yrði það þó aö koma skýrt fram að allir væru jafnir að þessu borði, og að frelsi manna til að þjónusta ferðamenn væri algjört - en að sjálfsögöu gegn greiðslu til þeirra sem höfðu hana með höndum á þeirri stundu sem klukkan glumdi. Dagfari Óvægin árás á einn spakan útlending gamalla jaxla sem hafa marga fjöruna sop- ið í pólitík. Allt bull um mannréttindi rjátl- ast nefnilega af fólki með aldrinum, auk þess sem það er blátt áfram nauðsynlegt í pólitík að kunna að gleyma. Lí Peng sýnist Dagfara vera snyrtilegur karl með svip hins djúpvitra kínverska öld- ungs sem ungliðar í pólitík ættu að skamm- ast til að bera viröingu fyrir. í forsætisráð- herratíð sinni hélt hann uppi heilbrigöum aga í hinu kínverska alþýðulýðveldi og skar meðal annars upp herör gegn heimtu- frekju námsmanna þar í landi. Ríkisstjórn íslands stendur oft frammi fyrir svipaðri frekju ýmissa minnihlutahópa, en oftar en ekki gengur illa að vinna á ófögnuðinum. Ráðamenn eru þó allir af vOja gerðir til þess að bæta við þekkingu sina og skemmst er að minnast þess þegar herinn af Keflavíkurflug- velli var fenginn til þess að kenna valdhöfum að bregðast við ef umhverflsverndarsinnar og ýmis hryðjuverkasamtök yrðu með uppsteyt í framtíð- inni. Dagfari telur víst að líka megi læra ýmis- legt af þeim lífsreynda Lí Peng ef Davíð fær tækifæri til þess að spjaila viö hann í friði fyrir öfgasamtökum af öllu tagi. _ n . Dagfari hefur oft orðið vitni að útlend- ingahatri á íslandi og þá einkum og sér í lagi hefur hann séð ianda sína senda lituðu fólki tóninn í orði eða verki. Svívirðilegt dæmi um þetta er sú þverpólitíska sam- staða sem virðist hafa myndast gegn einu spakvitru kínversku mikilmenni sem hyggst af lítillæti sínu bregða sér í helgar- ferð til landsins okkar. Ruddamennin sem síðustu daga hafa ver- ið að draga löngu gleymdar yfirsjónir Lí Pengs fram i dagsljósið hafa í vonsku sinni kallað hann fjöldamorðingja og vini hans í Kína „ljóta klíku kommúnista" sem stund- að hafi mannréttindabrot af kappi. Aldrei hefur Dagfari rekist á Kínverja sem ekki er kurteisin uppmáluð og áreiðanlega væri bara gaman að fá einn slíkan í heimsókn. Kín- verjar eru líka gestrisin þjóð og þykir ljóst að is- lenskir ráðamenn fengju ekki slíka meðferð ef þeir þægju teboð í Kína. Lí Peng er maöur sem ýmislegt hefur séð og lifað en aldregi áður hefur hann séö Gullfoss og Geysi eða borðað rammíslenskar hnallþórur með Davíö Oddssyni. Dagfara er bara spum: Hvaö er athugavert við aö einn embættismaður bjóöi öðr- um embættismanni í kaffi? Nokkuö ljóst þykir Lí Peng sýnist Dagfara vera snyrti- legur karl með svip hins djúpvitra kínverska öldungs sem ungliðar í pólitík œttu að skammast til að bera virðingu fyrir. að ekki veröur spjallað um mannréttindamál í kaffisamsætinu enda slíkt ekki á vinsældalistum Á gatnamótunum - Beöiö eftir Ijósum í lagi. Ljósin vantar Mó&ir í Vesturbæ skrifar: Nú, rétt í skólabyrjun eru götuljós, ásamt gangbrautarljósum ekki í lagi á gatnamótum Hagamels og Hofsvalla- götu. Ljósin hefur vantað um nokkurt skeið. Hér er um alvarlegan þátt í umferðarmálum að ræða þar sem fjöldi skólabama fer yfir gatnamótin oft á dag. Vonandi sjá borgaryfirvöld um aö koma þessu í lag áður en skólamir byrja þarna á svæðinu. En nokkuð seint em þessar framkvæmdir á ferðinni. Það verð ég að segja. Nærast á Nixon Gísli Einarsson hringdi: Það er furðulegt hve hælbítar í stjórnmálum geta komist langt, jafnvel út yfir gröf og dauða, þegar þeir þurfa á óhróðri að halda til að sverta and- stæðinga sína. Þannig hafa einhverjir ódámar vestanhafs, sem sífellt hafa reynt að gera Nixon, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, að blóraböggli fyrir allt sem úrskeiðis fór, nú fúndið út að þessi merki stjómmálamaður sem Nixon var, hafi verið drykkjumaður og í raun ekki ábyrgur gjörða sinna. Seint í rassinn gripið, þykir mörgum. Auk þess sem Nixon var einn merkasti stjómmálamaður á sinni tíð. Það var hann sem lagði grundvöllinn að bættum samskiptum austurs og vesturs, og hafði erindi sem erfiði í þeim málum. En sumir nærast enn á hatri á Nixon þótt horfinn sé. í aðflugi - „Þaö'dregur saman meö vélunum ef sú hægfleygari er á undan. “ Þá vitum við það! FlugáhugamaOur skrifar: Flugvél í aðflugi að kvöldlagi í sterkum hliðarvindi með 6 manns inn- anborðs er ofurseld þvi hvort flugmaö- urinn sér aðra flugvél í grennd. Það dregur saman með vélunum ef sú hæg- fleygari er á undan. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega, að þær vom við það að rekast á yfir miðbænum. Hvers vegna geta fréttir ekki um radarupp- tökur í Keflavík - sem var þó það fyrsta sem flugmálastjóri minntist á að kveldi 7. þ.m. - Það er skelfilegt til þess að vita, að fólk skuli í góðri trú treysta svona liði fyrir lífi sinu. Austfirsk öfl KAJ skrifar frá Neskaupstað: Fátt er meira umtalað hér eystra en upptroðsla manna úr samtökunum Afl fyrir Austurland í náttúmvemd- arsamtökin NAUST. Sitt sýnist hverj- um eftir því hvaða afstöðu menn hafa í málinu. Þó em þeir fleiri, beggja vegna borðs, sem þykir að Einar Rafn og félagar hafi sett nofan og gert sig að litlum körlum með athæfi sínu. Likja menn þessu við að samfylking- armenn gengju yfir í Framsóknar- flokkinn rétt fyrir landsfund með það eitt að leiðarljósi að slíta stjómar- samstarfinu. Finnst manni þetta lítil virðing við skoðanir annarra. PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholtl 11,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.