Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 28
Fáðu 3ja daginn frían FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frábær kjör á bílaleigu- bílum Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 AV/S FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 Jóhannes í Bónus: Ekki yngri í ein 20 ár „Ég held ég hafi bara ekki verið yngri í ein tuttugu ár,“ sagði Jóhannes kaup- maður Jónsson í Bónus í morgun þegar hann var á leið í morgunleik- fimina á Hótel Sanderson í London, sem er nýtt og teiknað af Phiiip Stark. Jó- hannes, böm hans og tengdaböm ásamt sambýliskonu hans, Jónínu Benediktsdóttur, fagna 60 ára af- mæli Jóhannesar. „Ég er að fara í æfmgagallann, undir ströngu eftirliti, en ætli mað- ur brjóti það ekki niður með ein- hverju góðu í gogginn. En eins og ég ^segi, mér finnst ég nú varla hafa aldur til þess að vera kominn á sjö- tugsaldurinn," sagði Jóhannes. Afmælisveislan verður í boði bama og tengdabama, eitthvað óvænt, en afmælisdeginum ætlaði Jóhannes að verja í friði og ró í heimsborginni. -JBP Johannes Jónsson / Bónus sextug- ur í dag. Spretthlaup og brimbretti I Fókus á morgun verður viðtal við hljómsveitina Quarashi sem var að gera risasamning við plötufyrir- tækið Time Bomb í Bandaríkjunum. Fókus slæst í fór með nokkrum brimbrettagaumm sem sörfa fyrir austan fjall og segir frá reynslu sinni af Reading-tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Hlaupagikkurinn Silja Úlfarsdóttir ræðir um Norður- landamótið og ákveðinn snemm- bæran fógnuð auk þess sem Heiða úr Unun segir allt um kombakkið væntanlega. Þá er Lífið eftir vinnu á sínum stað, ítarlegur leiðarvisir um skemmtana- og menningarlifið. DV-MYND HILMAR ÞÓR Margrét Pálmadóttir Baöaöi sig í sviösljósinu og segir þaö hafa pirraö kórsysturnar. Skipulagsbreytingarnar eru annaö orö yfir brottrekstur, segir hún þótt formaöur kórsins kannist ekki viö aö Margrét hafi veriö rekin. Stofnandi Kvennakórsins er ekki lengur með: Þær voru pirr- aðar út í mig - segir Margrét Pálmadóttir og stofnar Domus Vox til höfuðs kórnum „Þær voru pirraðar á því hvað ég var mikið i sviðsljósinu og ráku mig. Reyndar kölluðu þær þetta skipulagsbreytingar en það er bara annað orð yfir brottrekstur,“ sagði Margrét Pálmadóttir, stofnandi og aðalstjórnandi Kvennakórsins til margra ára. „Ég var svo vitlaus að stofna Kvennakórinn án þess að nafn mitt væri á plöggunum þannig að ég gat ekkert gert. Þær lögðu nið- ur módelið mitt sem byggðist á því að láta konur á öllum aldri syngja, allt frá börnum og upp i gamal- menni, og tóku upp nýja siði. Ég er ekki lengur með,“ sagði Margrét sem er sár yfir lyktum mála en ætl- ar þó að halda ótrauð áfram. Hún stefnir nýjum söngkór gegn Kvennakómum: „Ég hef stofnað listhús raddarinn- ar sem ég nefni Domus Vox og við erum að koma okkur fyrir og inn- rita konur í nýju húsnæði við Skúlagötuna. Nú er það Þuríður Pétursdóttir hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins sem stjómar öllu í Kvenna- kómum,“ sagði Margrét Pálmadótt- ir sem í raun veit ekki meira um framtíö Kvennakórsins, afkvæmis síns, sem snúið hefur við henni baki. Þuríður Pétursdóttir, formað- ur Kvennakórsins, kemur hins veg- ar af fjöllum: „Margrét var ekki rekin. Við sögð- um öUum stjómendum hjá kómum upp 1. júní, þremur kórstjómm og þremur undirleikurum. Starfið var orðið aUt of þungt í vöfum og að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Við réðum svo aUa aftur og þar á meðal Margréti Pálmadóttur sem sjómar nú Gospel-systrum og Vox feminae,“ sagði Þuríður en viðurkenndi þó að í fimm hundruð manna samtökum gæti það gerst að fólk nuddaðist hvað upp við annað. -EIR Frétt í Jótlandspóstinum um aðild Islands að ESB vekur athygli: Nauðsynlegt að skoða þessi mál - ekki rétt að gefa sér niðurstöðuna fyrir fram, segir Halldór Ásgrímsson flokksins. Það er mikil sam- staða um að taka þessa um- ræðu upp. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um það hvemig hún kann að enda. Ég hef sagt það áður að það sé andstætt okkar þjóðarhagsmunum að úti- loka aðild að Evrópusam- bandinu í framtíðinni." - Sjá menn flöt á að Islend- . Halldór Ásgrímsson. andi spurningum í þessu máli.“ - Steingrímur Hermanns- son segir að það sé fásinna að ganga í ESB, hvemig er staðan innan flokksins? „Staðan er sú að það er mikil samstaða um það aö fara í þessa vinnu. Um það er enginn ágreiningur. Ég tel hvorki rétt af mér né öðrum Forsíðufrétt á netútgáfu Jótlands- póstsins um hugsanlega aðild ís- lands að Evrópusambandinu hefur vakið mikla athygli. í fyrirsögn er sagt að ísland stefni að aðild að ESB. Þar er haft eftir Halidóri Ás- grímssyni að hann sjái enga fyrir- stöðu fyrir því að ísland geti fengið sérlausn frá sjávarútvegsstefnu ESB með sama hætti og veitt var vegna veiða í Miðjarðarhafi. Þá er einnig haft eftir utanríkisráðherra að hugsanlega verði íslendingar á und- an Norðmönnum inn í ESB. „Fyrirsögnin er alfarið blaðsins og ekki höfð eftir mér,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson í samtali við DV í morgun. „Það er mikil umræða í Danmörku um þjóðaratkvæða- greiðsluna og hún er tilfmninga- næm. Það er hins vegar engin laun- ung að við höfum hafið umræður um þessi mál innan Framsóknar- ingar fái aðra samninga um fisk- veiðimálin en stefna ESB gerir ráð fyrir. „Ég hef hugsað mikið um það og ég sé fleti á því. Hvort við fáum þá niðurstöðu sem við getum sætt okk- ur viö verður aldrei svaraö fyrr en á það reynir. Þetta er eitt af þeim málum sem við ætlum okkur að fara í gegnum i Framsóknarflokkn- um. Við ætlum að reyna að svara þessari spumingu og öðrum krefj- að gefa sér niðurstöðuna fyrir fram. Ég tel nauðsynlegt fyrir þjóðina að skoða þessi mál. Samningur okkar um Evrópska efnahagssvæðið tók mið af aðstæðum á sínum tíma. Hann hefur þó á engan hátt þróast í samræmi við þær breytingar sem eru að eiga sér stað og eiga eftir að eiga sér stað. Samningurinn stend- ur kyrr á sama tima og hitt er allt á fleygiferð, - Það er staðan,“ sagði Halldór Ásgrímsson. -HKr. BreiöaQaröarferjan Baldur Feröir Baldurs munu leggjast af í nokkra daga eöa vikur núna en ferj- an sigldi á sker fyrir utan höfnina í Flatey í gær með þeim afleiöingum aö gat kom á stefni hennar. Baldur sigldi á sker Þrír voru fluttir á sjúkrahúsiö í Stykkishólmi eftir að Breiðafjarðar- ferjan Baldur sigldi á sker í gær með þeim afleiðingum að gat kom á stafnhylki bátsins. Fjórtán farþegar og sjö manna áhöfn vom um borð í Baldri. „Þetta var mjög mikið högg. Fólk kastaðist til og rak sig utan í og datt,“ sagði Guðmundur Lárusson, framkvæmdastjóri Baldurs. Ferjan fór að bryggju í Flatey þar sem skemmdir voru kannaðar. Lekinn kom aö lokuðum sjótanki í stafn- hylki Baldurs en sá var fullur af sjó fyrir, svo yfirborð hans breyttist ekki við gatið. Það var því óhætt að sigla til Stykkishólms, og var ferjan um hálftíma á eftir áætlun. „Það héldu allir vel ró sinni. Eft- ir að þetta gerðist gengu menn fum- laust til þeirra verka sem þurfti að gera. Þaö tók ekki nema hálftíma að ganga úr skugga um hvers kyns væri og ganga frá öllum hlutum áður en lagt var af stað aftur,“ bætti Guðmundur við. Fólkið var allt flutt á St. Fransiskusspítalann í Stykkis- hólmi, þar sem gert var að sárum þriggja og öllum veitt áfallahjálp. Fólkið fékk svo allt að fara heim í nótt. Guðmundur sagði að ástæður þess að ferjan steytti á skerinu væru enn ókunnar, en það skýrist væntanlega með sjóprófum. Ljóst er að ferðir ferjunnar munu falla nið- ur í nokkra daga eða vikur þar til búið er að gera við hana. -SMK Samvinnuferðir-Landsýn: Helgi hættir Helgi Jóhanns- son, framkvæmda- stjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, tilkynnti starfs- fólki ferðaskrif- stofunnar á fundi í gær að hann hygð- ist láta af störfum. Helgi er 49 ára og hefur veitt ferðaskrifstofunni for- stöðu í 16 ár. -EIR S é r h æ f ö fasteignasala í atvin n u- o g skrifstofuhúsnæði STÓREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18» Sími 55 12345 Heilsudýnur t sérflokki! Svefn&heilsa •k + 'k'ki He/LSUNNAR VEGt* Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 i * / / / / / / / / / / / / / / / / é / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.