Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 PV______________________________ Útlönd m Suu Kyi gefur sig ekki Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Burma, hefur nú verið í herkví úti á þjóðvegum landsins í á aðra viku og að sögn stuðnings- manna hennar er hún ekkert á því að gefast upp. Fundað hjá Milosevic Vojislav Kostunica, aðalkeppi- nautur Milosevics Júgóslavíufor- seta í kosningunum í næsta mán- uði, hélt kosningafund í gær í heimabæ forsetans. Kostunica var sigurviss. Hvaiir spilla vináttu Japönsk stjómvöld sögðu í gær að ákvörðun Bandaríkjamanna um að koma ekki á ráðstefnu um um- hverfismál vegna hvalveiða Japana myndi spilla samvinnu þjóöanna, einkum í umhverfismálum. Fiskimenn mótmæla Franskir fiskimenn hafa lokað ferjuhöfnum á Ermarsundsströnd Frakklands og stöðvað ferjusam- göngur til Bretlands til að mótmæla hækkandi oliuverði. Þá sturtuðu þeir sardínum á götur i Marseille I gær. Dauðsföll rannsökuð Dönsk yfirvöld ætla að láta fara fram rannsókn á því hvort fullyrð- ingar um að allt að fimm þúsund manns hafi dáið á dönskum sjúkra- húsum vegna mistaka og svika eigi við rök að styðjast. Hvetur til sveigjanleika Ehud Barak, for- sætisráðherra ísra- els, hvatti Palest- ínumenn í gær til að sýna sveigjan- leika í samninga- viðræðunum um framtíð Jerúsalem. Palestínumenn sögðu hins vegar að þeir hefðu gert allar þær tilslakanir sem þeir gætu. íhuga valdbeitingu Filippseysk stjómvöld sögðu í gær að þau íhuguðu allar leiðir, þar á meðal valdbeitingu, til að tryggja frelsi bandarísks manns sem upp- reisnarmenn múslima hafa í haldi á Joloeyju. Aznar leiðir syrgjendur |—J°sé Maria Azn- ar> forsætisráð- rl herra Spánar, fór lW fyrir fiokki syrgj- Eg , SJ enda i annað sinn a Awj einni viku þegar 29 'VJ ara SamaU stjórn- Má málamaöur var I lagður til hinstu hvilu í gær. Aðskilnaðarsamtök Baska myrtu hann. Raðmorðingja leitað Lögregla í rússnesku borginni Lípetsk leitar nú raðmorðingja sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt 14 konur á undanfómu ári. Bush kynnir námsaðstoð George W. Bush, forsetaefni repúblikana, hvatti til þess í gær að sjö milljörðum dollara til viðbótar yrði varið til að gera ungu fólki kleift að stunda langskólanám. Kólumbía fær aðstoð til að berjast gegn eitursmyglurum: Þúsundir mót- mæla Clinton Um fimm þúsund manns, með pípuhatta eins og Sámur frændi á höfðinu og með beinagrindargrímur fyrir andlitinu, efndu til mótmæla gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta við bandaríska sendiráðiö í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær og hróp- uðu ókvæðisorð að Bandaríkjunum. Clinton kom færandi hendi til Kólumbíu i gær þegar hann lofaði þarlendum stjórnvöldum um eitt hundrað milljarða króna aðstoð til að berjast gegn fikniefnaræktendum og smyglurum. Clinton svaraði áhyggjum margra, bæði í Kólumbíu og heima í Bandaríkjunum, um að aðstoðin, sem fer aö mestú leyti til hersins, muni leiða til stríðsátaka milli Bandaríkjamanna og eitursmyglara eða marxísku skæruliðanna sem halda hlífiskildi yfir þeim. Mótmæli í Kólumbíu Andstæöingar Bandaríkjaforseta meö logandi bandarískan fána. „Við munum ekki taka þátt í stríðsátökum. Þetta er ekki Ví- etnam. Og þetta er heldur ekki kanaheimsvaldastefna,“ sagði Clint- on á blaðamannafundi sem hann hélt með Andres Pastrana Kól- umbíuforseta í borginni Cartagena. Grímuklæddir námsmenn lentu í átökum við lögreglu á lóð háskólans í Bogota. Átján ára gamall lögreglu- þjónn lét lífið og þrír særðust. Víða annars staðar í landinu kom til átaka milli mótmælenda og lag- anna varða. Clinton lagði áherslu á það að í skilyrðunum fyrir aðstoðinni væri lagt blátt bann við því að bandarísk- ar hersveitir tækju þátt í baráttunni gegn fikniefnasmyglurum, að frá- töldum nokkur hundruð ráðgjöfum sem eiga að þjálfa tvær kólumbísk- ar herdeildir. Paul Watson Ekki búist viö hvalavini í Þórshöfn. Réttað yfir Paul Watson í dag Ekki er vitað hvort hvalavinur- inn Paul Watson verði viðstaddur þegar réttarhöld hefjast yfir honum í Þórshöfn í Færeyjum í dag. Watson hefur fengið leyfi til að dvelja þrjá daga í Færeyjum vegna réttarhaldanna. Watson var ákærður fyrr í sumar fyrir að fara hvaö eftir annað í leyf- isleysi inn í færeyska landhelgi þeg- ar hann og félagar hans í Sea Shepherd ætluðu að koma í veg fyr- ir grindardráp frænda okkar. Það er kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og réttað verður yfir Watson er búist við einhverri stærstu grindavöðu um langa tíð. Hlegið dátt á þjóðhátíð Salahuddin, soldán í Malasíu, skemmti sér greinilega vel á þjóöhátíöinni í Shah Alam, 25 kílómetra vestur af höfuöborginni Kuala Lumpur, í morgun. Malasíubúar fagna því að í dag eru 43 ár liöin frá því þeir fengu sjálfstæði. Morð á Díönu en ekki árekstur Mohamed A1 Fayed segist munu stefna bandarískum yfirvöldum fyrir að hindra aðgang að leyniskjölum sem sannað gætu að sonur hans og Díana prinsessa voru myrt í árekstrinum sem varð í París fyrir nákvæmlega þremur árum. Hann segir bresku leyniþjónust- una hafa myrt parið og að inni í spili útlendingahatur og fordómar. www.romeo.is Stórglæsileg netverslun meö ótrúlegt úrval af unaðsvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábær verö, ótrúleg tilboð. Nú skolast allt út 40% afsláttur á ummu reiðhjólum Áður 28. úrval aukah, með 50% °p'ð lO'IB v/r/ca daga Kmm W mW%osi0 sendum um allt land Skeifunni • Grensásvegi 3 Sfmi: 533 1414 • Fax: 533 1479 • www.evro.is Nýnasisti fær lífstíðardóm Þrír austur-þýskir snoðinkollar hlutu í gær fangelsisdóma frá 9 ár- um og upp í lífstíðardóm fyrir að hafa banað manni frá Mósambík þann 11. júní sl. í bænum Dessau í Austur-Þýskalandi. Héraðsdómstóllinn í Halle dæmdi elsta sakbominginn, 24 ára, í lífstíð- arfangelsi en hina tvo sem eru 16 ára í 9 ára fangelsi. Ekki er ljóst hvort þeir munu áfrýja dómnum. Piltamir þrír voru ölvaðir þegar þeir að tilefnislausu veittust að fórnarlambinu, 39 ára foður sem lætur eftir sig þýska eiginkonu og þrjú börn. „Lög í Þýskalandi tala um virð- ingu alls fólks, ekki bara hvítra Þjóðverja," sagði dómarinn. Málinu var flýtt gegnum dómskerfið og von- ast er til að það muni hafa fordæm- isgildi og sýna að hart er tekið á þessum málum. Mannréttindahópar segja meira en hundrað hafa látist af völdum svipaöra ofsókna. J'éAN'á Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Flokkur Lokagjalddagi Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1985-2.fl.B 10. 09. 2000 kr. 31.727,20 * Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Reykjavík, 31. ágúst 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.