Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 X>V_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Slgurjónsdóttir Hundatannburstar og hjálparhendur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi verður opnuð á laugardaginn allsérstæð sýning á hönn- un og uppfinningum norrænna barna og ung- linga. Sýningin ber hið fjölþjóðlega heiti Fantasi Design og hefur þemað: Hönnun barna fyrir nán- asta umhverfi sitt. Fantasi Design hefur þegar verið sett upp í Kalmar í Svíþjóð og Helsinki, þar sem hún var hluti af dagskrá Helsinki - menning- arborg árið 2000. Blaðamaður menningarsíðu fékk að dást að verkum bamanna í fylgd Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra sýningarinnar hér á landi, og Mikaels Löfström, innanhússarkitekts og sýning- arstjóra. Klukkan fljúgandl Sif segir að hún telji ímyndunarafl manneskj- unnar ná hátindi sínum við 10-12 ára aldurinn. „Þá er hugsunin þroskuð og lifandi og unglings- árin hafa ekki bankað upp á með sitt tal um að allt sé hallærislegt og ómögulegt," segir hún og Mikael tekur í sama streng. Við skoðum hluti og teikningar sem ýmist eru lausnir á aldagömlum vandamálum - eins og rör- ið sem þurrkar blauta vettlinga á svipstundu - eða svolítið klikkuð þægindatól sem kannski er hægt að smíða eftir hundrað ár - likt og klukkan sem fljúgandi eltir eiganda sinn til þess að hann geti fylgst með tímanum án þess að láta arm- bandsúr sliga sig. Þau Sif og Mikael segja að heilmikil vinna liggi á bák viö sýninguna og krakkarnir han m.a. set- ið námskeið með hönnuðum til þess að læra hvemig hægt er að sjá hugmyndir sínar verða að nytsömum hlutum. Mun fleiri böm og unglingar sendu tillögur að verkum heldur en taka þátt í sýningunni þar sem öllum grunnskólanemendum á íslandi var heimiluð þátttaka. Af rúmlega 400 hugmyndum frá Danmörku, Finnlandi, íslandi og Svíþjóð vom valin verkin 50 sem nú skreyta Geröuberg. SJónvarplð þeytir rjómann Þegar rölt er um sýninguna sést að hug- myndafátækt hefur ekki hijáð upp- finninga- mennina ungu. Þar má sjá vist- væna tannbursta fyrir hunda - en allir hundaeigendur hljóta að þekkja brjálæð- ið sem fylgir því að reyna að bursta tennurn- ar í hundum. Hundar þurfa nefnilega líka að bursta í sér tennumar, Gervlhnattardlskur „skotskífa meö pílu” eftlr Thels Draeberg, 10 ára Gervihnattardiskar eru yfírleitt einkar óspennandi fyrir augaó. Nú er þaö vandamál úr sögunni og um- hverfiö nýturgóös af litadýröinni. þó þeir virðist hafa lítinn áhuga á því. Nú er þetta vanda- mál úr sögunni og Ein uppfinnlnganna á Fantasi Design: Hanskahitarinn eftir hugmynd Jóns Karls Grétarssonar Flestir þekkja óþægindin sem fytgja því aö fara í blauta hanska. Heitur blásturinn sem streymir úr rörunum leysir þaö hvimleiöa vandamál. á auðveldan hátt hægt að koma í veg fyrir tann- skemmdir bestu vina mannsins. Þreyttir nemendur í yfirfullum kennslustofum geta nú varpað öndinni léttar þar sem fundin hef- ur verið upp hjálparhönd sem hægt er að rétta upp og ná athygli kennarans þó jafhframt sé haldið áfram öðram verkum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hand- leggjaharðsperrur sem áreiðan- lega hrjá mörg skólaböm. Dótatínirinn tínir upp legókubbana, sjón- varpsþeytarinn þeyt- ir rjómann og sýnir fréttir um leið, tónlistarskórinn leysir vasa- diskóin af hólmi og út- rásarpúðinn gerir ástarsorgina mun bærilegri. Stundum er eitthvað svo augljóst að engum nema þeim sem er óspilltur af lífsreynslu er gef- ið að sjá það. Tónlist Tónleikasprengja í Kópavogi Vetrardagskrá Salarins, tónleikahúss Kópa- vogs, var kynnt á opnunartónleikum á þriðju- dagskvöldið. Verður hún hin fjölbreyttasta enda hafa þegar verið staðfestir yfir sextíu tónleikar á starfsárinu. Þar af eru Tíbrártónleikarnir fjöru- tiu talsins, en Tíbrá er nafnið á tónleikaröðum Salarins. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar glugg- að er í kynningarbækling Salarins er að stórpí- anistinn Ann Schein mun leyfa Islendingum að hlýða á leik sinn i lok nóvember. Hún hélt ógleymanlega tónleika á íslandi fyrir fjörutíu árum og henni hefur vonandi ekki farið aftur síð- an þá. Léttvæg dagskrá Eins og títt er um opnunartónleika var efnis- skráin á þriðjudagskvöldið í léttari kantinum. Aðallega voru flutt atriði úr vinsælum óperum en nokkrir góðir slagarar fengu að fljóta með. Fjórir efnilegir söngvarar af yngri kynslóðinni komu fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara, þau Björn Jónsson tenór, Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir messósópran og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Það væri að æra óstöðugan að telja upp hvert einstakt atriöi tónleikanna, en í heild stóð tónlist- arfólkið sig ágætlega. Jónas virtist að vísu vera í hálfgerðu óstuði í byrjun og hefði mátt slaka meira á í öxlunum, en hann náði sér á strik er á leið. Björn Jónsson og Sigríður Aðalsteinsdóttir voru einnig nokkra stund að komast í gang og voru áberandi betri í lok tónleikanna en í upp- hafi. Björn er með skýran framburð og hljómþýða tenórrödd, og þó hann væri dálítið óöruggur á efstu tónunum í fyrstu aríunni sinni söng hann Core níngrato eftir Cardillo og Questa o quella úr Rigoletto eftir Verdi mjög vel. Sigríöur Aðal- steinsdóttir var dálítið vélræn fyrst framan af og voru styrkleikabrigðin í túlkun hennar harla fá- tækleg. Hún hefur þó fallega og mikla rödd, og sumt, eins og Wien du Stadt meiner Tráume eft- ir Sieczinsky, var ágætlega gert. Silkimýkt og kraftur Auður Gunnarsdóttir var hins vegar með allt sitt á hreinu strax í upphafi, enda er hún náttúr- legur músíkant með silkimjúka rödd. Qual vita e questa mai úr Orfeus og Evridísi eftir Gluck söng hún afar fallega og sama má segja um samsöngs- atriði hennar og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar úr Porgy og Bess eftir Gershwin. Það var litríkt, fyndið og vel flutt af báðum söngvurum. Ólafur Kjartan er kraftmikill og hæfileikaríkur baríton sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfar- ið. Hans helsti styrkur er sannfærandi leiktil- burðir og óvenju þróttmikil rödd sem hefur reyndar tilhneigingu til að vera örlítið gróf á köfl- um. Þó að ýmislegt léti vel í eyrum á tónleikunum voru fagnaðarlætin aldrei neitt brjálæðisleg. Is- lenskir áheyrendur eru kröfuharðir, enda er framboðið í tónlistarlifmu hér orðið slíkt að tölu- verð samkeppni ríkir. Nú er bara að sjá hvort tónleikarnir í Salnum í vetur standa undir vænt- ingum. Jónas Sen Vínland fyrir stafni Alþjóðleg ráðstefiia um miðlun þekk- ingar á landa- fundum nor- rænna manna á miðöldum, vesturförun- um og land- námi íslend- inga í Ameríku hófst i morgun í Þjóð- menningarhúsinu. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir ráðstefnunni sem heldur áfram í fyrramálið kl. 9 í Nor- ræna húsinu og stendur fram á síðdegi laugardags. Viðfangsefni ráðstefnunn- ar verða m.a. fræðsla í skólum og á Netinu, safnasýningar, þýðingar á fombókmenntum og skáldskapur um landafundi og vesturferðir. Böðvar Guðmundsson talar um efiii sem hann þekkir vel; Vesturfara sem söguefiii, Guðjón Amgrímsson fjallar um söguna i máli og myndum, Guð- mundur Ingólfsson sýnir ljósmyndir úr íslendingabyggðum og Gunnar Karlsson talar um landafundaþekk- ingu og skólanám. Haraldur Bessason flytur fyrirlestur um lok landnáms og landkönnunar í Vinlandi, Inga Huld Hákonardóttir (á mynd) kynnir heim- ildamynd sína Víkingakona fer til Rómar, Jóhanna Karlsdóttir fjallar um nýtt námsefni fyrir 10-12 ára börn og fyrirlestur Jónasar Kristjánssonar ber heitið: Hver er þekkingin sem miðla skal? Meðal fjölmargra annarra sem taka tO máls má nefiia Önnu H. Yates, Judith Jesch, Kára Schram, Kenevu Kunz, Rafn Rafnsson, Rögnvald Guð- mundsson, Sigrid Johnson. Yalgeir Þorvaíássori ög Örnólf Thorsson. Þátttakendum gefst einnig kostur á að skoða sýningu um landafúndina, sem nú stendur yfir i Þjóðmenningar- húsinu, og taka þátt i ferðalagi á sögu- slóðir í Dölum 3. september. Ráðstefiiugjald er 1500 kr. en 500 kr. fyrir háskólanema. Leiklistin í Lista- háskólann Listaháskóh ís- lands verður sett- ur í annað sinn á morgun kl. 16 í leikhúsinu Iðnó við Tjömina. Með setningu skólans hefst starfsemi leiklistardeildar sem tekur við því hlutverki sem Leiklistarskóli íslands hefur gegnt, og ný námstilhögun tekur gildi á mynd- listarsviði. Á hönnunarsviði tekur til starfa ný námsbraut í hönnun nytja- hluta. Við setningarathöfnina flytja ávörp Ragnheiður Skúladóttir, forseti leik- listardeUdar, Kristján Steingrímur Jónsson, forseti myndlistardeildar, og Hjálmar H. Ragnarsson rektor. Píanó- tríóið FLÍS, sem skipað er nemendum úr djassdeild Tónlistarskóla FÍH, flyt- ur tónlist. Guðrún Ólafsdóttir, söng- nemi við GuildhaU School of Music and Drama, og Víkingur Ólafsson, pí- anónemi við Tónlistarskólann i Reykjavík, flytja söngverk eftir Kurt Weill. Við athöfhina verða enn fremur útskrifaðir tveir nemendur frá mynd- listardeild. Allir nemendur, kennarar og velunnarar skólans eru velkomnir. Guðrún og fjöllín Á laugardaginn kl. 16 opnar Guð- rún Kristjánsdótt- ir myndlistarsýn- ingu í Hafharborg. Eins og á sýning- um hennar undanfarin ár eru fjöll við- fangsefiiið; fjöllin í íslenskri náttúru eins og þau birtast á mismunandi árs- tíma í ýmsum veðrum. Stór olíumál- verk á striga mynda fjallasal á efri hæðinni í Hafnarborg en auk þess eru á sýningunni tréskúlptúrar og vegg- verk úr grjóti. Sýningin stendur til 25. september og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.