Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 FTMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.ls/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiölunar: http://www.visir.is Ritstyórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Smánarblettur á Alþingi Opinber heimsókn Li Pengs, forseta kínverska þjóð- þingsins, til íslands í boði forseta Alþingis er smánar- blettur á virðulegustu stofnun lýðræðisríkis. Engin þjóð sem staðið hefur í framvarðasveit lýðræðisríkja heims tekur opnum örmum á móti hrottum og blóði drifnum einræðisherrum. Li Peng er ekki kærkominn gestur - ekki frekar en aðrir af hans sauðahúsi. Mikinn dómgreindarskort þarf til að bjóða hans líka velkomna sem opinbera gesti lýðræðisríkis. Þeir sem fremstir vilja standa í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum heiðra aldrei glæpamenn og rudda sem fótumtroða allt það sem helgast er. Með því að lyfta slíkum mönnum upp á stall eða veita þeim aðra viðurkenningu er gert lít- ið úr minningu milljóna fórnarlamba og að engu hafð- ar þjáningar heillar þjóðar. Á meöan íöFSQÍi CUtu þjóðþings veraldar heldur veislur til heiðurs morð- ingja geta lýðræðissinnar í Kína vart gert sé vonir um að verða ekki skotnir þegar þeir koma saman til að nota einhvern helgasta rétt allra manna - að láta skoðanir sínar í ljós. Heimsókn Li Pengs til íslands er aðeins angi af ára- langri niðurlægingu Vesturlanda í samskiptum við harðstjórnina í Kína. Fulltrúar lýðræðisríkjanna hafa verið með skottið á milli lappanna, enda Kína mikil- vægur og stór markaður fyrir vestræn fyrirtæki. Við- skiptahagsmunum eru Vesturlönd treg til að fórna, jafnvel fyrir mannréttindi. Þegar hagsmunirnir eru litlir eða engir er kjarkur vestrænna stjórnmála- manna meiri. Þá eru þeir tilbúnir til að berjast fyrir rétti hinna kúguðu, enda kostar slík barátta vestræn fyrirtæki lítið sem ekkert. Þá eru þeir tilbúnir að grípa til vopna og senda sína bestu syni á vígvöllinn. Forseti Alþingis skuldar íslendingum skýringar á því af hverju talið var nauðsynlegt að sýna hrotta- menni sérstaka virðingu í nafni íslensku þjóðarinnar. Þá duga ekki afsakanir um að verið sé að efla tengsl íslands og Kína, styrkja viðskiptasambönd og vináttu þjóða. Og ef talið er nauðsynlegt að endurgjalda heim- boð illmenna eiga menn ekki að sækja þá heim. Alþingi íslendinga mun setja niður um komandi helgi þegar Li Peng kemur til landsins. Vilji Alþingi efla samskiptin við kínverska alþýðu og efla baráttu- hug hennar fyrir frelsi til orðs og æðis á að heiðra lýðræðissinna - hetjurnar á Torgi hins himneska frið- ar - en ekki sýna þeim lítilsvirðingu með því að efna til fagnaðar fyrir kúgarann. Á þeim grunni einum geta íslendingar átt samskipti við Kína og önnur al- ræðisríki. íslendingar eiga að eiga viðskipti við Kína en við- skiptasambönd má aldrei kaupa með þögninni. Vilji kínversk stjórnvöld eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki verða þau að gera slíkt en sætta sig við að íslendingar séu hörðustu stuðningsmenn lýðræðissinna í Kína. íslenskum stjórnmálamönnum er hollt að minnast þess, þegar tekið er í kalda hönd Li Pengs við komuna til íslands, að hófsemi í leit að réttlæti er engin dyggð. Kurteislegt kaffispjall, hjal og skjall á ekki við þegar setið er andspænis harðstjóra heldur kaldlyndi og skammir. Undirlægjuháttur og tilgerð er það sem Li Peng sækist eftir en harka og mótstaða er það eina sem hann skilur. Óli Björn Kárason DV Skoðun Tími galdranna er kominn „Galdrar nútímans eru fyrst og fremst jákvœðir. Þeir geta verið leið lítilmagnans eða hins venjulega manns til að láta til sín taka og hafa áhrif á umhverfið, jafnvel eina leiðin. Kannski veldur það vinsældum þeirra núna.“ Um þessar mundir ríkir Harry Potter-fár í hinum vestræna heimi. Bækumar um Harry Potter seljast bet- ur en aðrar bókmenntir, út- gáfudagar þeirra eru hálf- gerðir þjóðhátíðardagar, þær keppa við Bjólfskviðu um verðlaun og ef marka má þjóðsögur er höfundur- inn eins konar Öskubuska nútímans, orðinn milljón- ungur eftir að hafa ekki haft efni á kalkípappír. Og nú er komið að þvi að Hollywood geri kvikmynd. Galdrar í tísku Erfitt er að festa hendur á orsökum þessara feiknarlegu vinsælda en þær virðast þó einkum liggja í einfaldri fléttu: Harry Potter er venjulegur strákur (meiraðsegja með gleraugu) sem getur galdrað. En hann er raun- ar ekki einn um það eins og má sann- færast um með því að líta á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Þar eru sýndir þættirnir Nomin unga, Heillanom- irnar og Andarnir frá Ástralíu. Bamaefnið fjallar um ósýnilegar flug- vélar, úr sem stöðvar tímann og drengi sem öðru hvoru breytast í hunda. Það er greinilegt að galdr- ar eru í tísku (það er jafnvel ennþá meira áberandi en að sívaxandi hluti sjónvarps- efhis er farinn að koma frá Ástralíu). Og afstaðan til hins yfirnáttúrulega er oft- ast svipuð. Galdrar em ekki endilega stórhættuleg vopn í höndum hins iila heldur til margra hiuta nytsamir. Þeir geta hugsanlega komið mönnum í bobba en ekki meira en svo að úr öllu megi slétta með meiri göldrum eða réttari notk- un galdra. Galdramenn nútímans eru líka ósköp venjulegir: ellefu ára gler- augnaglámar, sætar menntaskóla- stúlkur og góðlegir menn í safarí- klæðnaði. í stuttu máli hafa galdrar verið teknir til hversdagsnotkunar. Galdrar sem afþreying Það er kannski sérstæðast við þessar galdrasögur nútímans að galdrarnir eru teknir mátulega al- varlega. Þátturinn um nomina ungu er dæmigerður bandarískur gaman- þáttur fyrir utan galdraþemað (sann- ar að talandi kettir geta ekkert síður sagt brandara en geðlæknar og tísku- hönnuðir). í fæstum tilvikum fylgir göldrunum verulegur óhugnaður. Galdrar eru orðnir afþreying. En hvers vegna einmitt nú? Hvað er það við tíðarandann sem veldur þessum nýstárlega galdraáhuga? Ekki er hann nein tilviljun, galdrar hafa að vísu alltaf verið vinsælt bamagaman en aldrei jafn yfirþyrm- andi og nú. Galdrar nútímans eru fyrst og fremst jákvæðir. Þeir geta verið leið lítilmagnans eða hins venjulega manns til að láta til sin taka og hafa áhrif á umhverfið, jafnvel eina leiðin. Kannski veldur það vinsældum þeirra núna. Það er engu líkara en menn trúi ekki lengur á að félagslegt réttlæti sé mögulegt (eða æskilegt) og það fær ekki fram að ganga i raunsæ- isbókmenntum. Raunsæjar nútíma- listir eru iðulega bölsýnar, snúast um fíkniefni, sifjaspell og nauðganir eða þá um tilvistarleg vandamál. Vinsældirnar aukast Á meðan aukast vinsældir gald- ursins. Menn eru greinilega orðnir þreyttir á takmörkunum sínum. Galdrasögur nútímans snúast um að yfirvinna þær og eru að því leyti hliðstæðar stöðugum tröllasögum sem eru dulbúnar sem fréttir um vís- indalegar uppgötvanir: nú er fund- inn alzheimer-litningur, vísinda- menn eru einu skrefi nær því að lækna krabbamein, lif manna á eftir að lengjast um allan helming. En á meðan við bíðum eftir að þessir draumórar rætist er ekki um annað að ræða en að lesa Harry Pott- er eða horfa á nomina ungu. Ármann Jakobsson Ummæli Ármann Jakobsson /s lenskufræOingur Foreldraverkfall Afleiðingar lélegra kjara kennara eru margbrotnar og þær bitna á bömunum okkar. pöíía SÍSÖrsyPÖ sem við verðum að horfast í augu við. Börnin eru skylduð til aö sækja skóla í árutug og skóladagurinn nú lengdur í áfongum. Foreldrar eiga heimtingu á því að bami þeirra sé þennan tíma tryggt markvisst og innihaldsríkt nám undir leiðsögn faglega upplýstra aðila. Þeir eiga líka heimtingu á þvi að bömum þeirra sé á hinum langa skóladegi sinnt af fólki sem hefur tO þess sérstaka menntun og að uppeld- ið sem bau fá sé ekki síður markvisst en sú uppfræðsla sem stefht er að. Foreldrar eru skyldaðir gegnum skattakerfið tU að taka þátt í kostnað- inum við þessa starfsemi. Nú þegar ástandið er orðið skammarlegt þá eru það kannski ekki kennarar sem ættu að fara í verkfall heldur foreldrar. Sjúkdómseinkennin Seint er hægt að gera tæmandi „Foreldrar eru valdamikill þrýstihópur ef á reyndi. En ráðamenn geta lengi sparað á bömunum okkar meðan hópurinn er tvístraður. Foreldrum eru nú boðnar óbeinar afsakanir með því að kasta ábyrgð á kennaraskorti yfir á aðra.“ - Frá ráðstefnu um heimili og skóla í des. sl. Með og á móti lista yfir afleiðingar þess ástands sem við lifum við i dag. Hér skal aðeins bent á fáein aúgljós SÍFiui.' > Kennarar fást ekki til starfa og því verður kenn- araskortur. > Þegar þörf verður fyrir fleiri kennara vegna skipu- lagsbreytinga, líkt og varð síðastliðið haust, skapast neyðarástand. > Þeim sem sækjast eftir menntun í Kennaraháskóla íslands fækkar. _____ > TU að halda uppi skóla- starfi þar er flestum hleypt að sem sækja og ekki lengur um val á þeim sem betur standa að ræða. > Skólakerfið byggir starf sitt í æ ríkari mæli á ófaglærðu fólki. > MikU hreyfing á vinnuafli stend- ur í vegi fyrir uppbyggingu og stöð- ugleika í skólastarfinu. > Kennarastéttin verður smám saman eingöngu skipuð konum því þær fyUa þau störf hér á landi sem verst eru launuö og hægt er að stunda sem hlutastörf. > Það álag á vinnustað sem fylgir konum á bameignaaldri verður að risavöxnu vandamáli og eykur enn á þann vanda sem fylgir tíðum kenn- araskiptum. > Margt hæfileikaríkt fólk flýr starfið og sækir í önnur betur borg- uð og bömin okkar missa mikUvæg- ar fyrirmyndir. > Virðingin fyrir starfinu og þeim sem þvi sinna minnkar og það eykur enn á vanda þeirra kennara sem reyna að sinna uppfræðslu- og upp- eldisskyldu sinni. > Nemendur fá i einhverjum tU- Sigfríður Björnsdóttir tónlistarkennari feUum annars eða þriðja flokks þjónustu og margir líta á skólagöngu sem ann- grg sða þriðia flokks iðju. > Lausung og óánægja innan skólakerfisins vekur ugg og jafnvel tortryggni meðal foreldra sem ekkert geta farið með umkvartanir sínar. > Losið grefur undan við- leitni tU faglegra vinnu- bragða - aUar áætlanir til lengri tíma era útUokaðar við þessar aðstæður. > Hefðir týnast og skól- inn missir andlit sitt út á við - verð- ur stefnulaus geymslustaður fyrir skólaskyld böm. > Skólaþróun verður skreytnihug- tak sem þeir einir nota sem utan vitahringsins standa. Neyðarástand Foreldrar em valdamikiU þrýsti- hópur ef á reyndi. En ráðamenn geta lengi sparað á bömunum okkar meðan hópurinn er tvistraður. For- eldrum eru nú boðnar óbeinar af- sakanir með því að kasta ábyrgð á kennaraskorti yfir á aðra. Það sem í rauninni hlýtur að teljast neyðará- stand í upplýstu samfélagi er bæði í höfuðborginni og víða úti á landi meðhöndlað sem boltaleikur um ábyrgð. Raunverulegur vUji ráðamanna sýnir sig í algeru aðgerðaleysi þeirra. Foreldrar eiga að kyngja því að ekki sé tU menntað fólk tU að sinna kennslu bama þeirra. Þetta er smánarblettur sem við munum súpa seyðið af lengi. Sigfríður Bjömsdóttir mr unnið Dani? Getum unnið alla leiki heima Skítliggja ef... j „Það er hægt jáf að vinna aUa r: F- Í F. leiki hérna heima. Ég held að ísland eigi aUgóða möguleika á að vinna Dani, eins og alla heimaleiki, ef liðið spUar af eðlilegri getu. Það er búið að ganga mjög vel að undanfómu, liðið spUaði mjög vel seinni háif- ieikinn gegn Svíum, þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi Asgeir Elíasson, þjálfari Þróttar og fyrrverandi landsliösþjálfari. verið svolítU vonbrigði, en þeir komu sterkir tU baka í síðari hálfleiknum. Þannig að ef liðið heldur áfram á sömu braut þá sé ég ekki annað en að það verði erfitt fyrir Danina að eiga við þá. Þetta byggist aUtaf á því að vömin þarf að vera góð, liðið er mjög sterkt vamar- lega, síðan byggist fram- haldið á því að sækja hratt út frá þeim sterka vamar- leik.“ „Það sem kom ■MíÉSf mér mest á óvart ■P™ eftir Svíaleikinn var umsögn Atla að það sé eins og að vinna í lottó að vinna Dan- ina. Strákarnir hafa aUa burði til að vinna, þeir eru að keppa sem atvinnulið, þeir þurfa sýna okkur að þeir geti spUað fótbolta. Ég er mjög gagnrýninn á að þjálfarinn segi að þetta sé eins og lottó- virmingur, þetta á ekki að þannig. Við erum að keppa við stæðing sem er mjög góður því Magnús V. Pétursson, fyrrverandi milliríkjadómari. ir eru með besta uppeldi á knattspymumönnum í heim- inum, knattspyman hefur mikla hefð í Danmörku en „þú ert aldrei sigraður fyrr en þú sættir þig við ósigur sem veruleika og ákveður að hætta að reyna“. Við höfum burði tU að vinna ef þeir leggja sig aUa fram. Þeir þurfa bara að hlusta á fyrstu setninguna í þjóðsöngnum tU að fá aukakraft í kroppinn. vera Þeir sklUiggja hins vegar ef þeir eru and- með einhvern hálfkæring, þá refsa Dan- Danimir þeim á núUinu.“ Islendingar mæta erkiflendunum Dönum í landslelk í knattspyrnu á laugardagainn í undankeppni HM. Þjóöarstoltið er ávallt á fullum styrk þegar svona leiklr fara fram og vart sá maöur sem vlll hallmæla íslenskri knattspyrnu, sérstaklega eftir gott gengl á síðustu misserum. Óreiða hjá sveitar- félögunum „Forsætisráðherra hefur nýverið bent á að sveitarfélögin þurfi að gera betur í sínum rekstri og leggja sitt af mörkum við að draga úr þenslu. Óhætt er að taka undir með forsætis- ráðherra í þessum efnum; almennt vantar ráðdeild og aöhaid í reksí'uf hins opinbera á íslandi og á það reyndar bæði við um sveitarfélögin og ríkisvaldið.... Bæði ríki og sveitarfélög ættu að nýta það tækifæri sem góðær- ið og mikil tekjuaukning færir þeim til að gera grundvaUarbreytingar." Úr forystugreinum Viöskiptablaösins 30. ágúst. Aðhald á „Einfaldasta leiðin til að sjá hvort sveitarfélög em að sýna ráð- deild í rekstri er að bera saman árs- reikninga þeirra. Þar sést svart á hvítu hvemig tekj- um er ráðstafað og ég á von á því að við slíka skoðun sjái menn að árs- reikningur ísafjarðarbæjar, og margra annarra sveitarfélaga á lands- byggðinni, einkennist öðm fremur af aðhaldi." Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjómar Isa- fjaröarbæjar, í Viöskiptablaöinu 30. ágúst. Engin hagræðing án samkeppni „Fyrirtæki á borð við Baug, er hef- ur gífurlega sterka markaðshlutdeild á matvörumarkaðnum, verður að svara gagnrýni á borð við þá sem landbúnaðarráðherra setur fram. Sú samþjöppun er átt hefur sér stað í matvömverslun getur leitt til auk- innar fákeppni, því líkt og forstjóri Baugs segir sjálfur í Morgunblaðinu á sunnudag í umfjöllun um landbún- aðinn, leitar enginn hagræðingar nema hann eigi í samkeppni." Úr forystugreinum Mbl. 30. ágúst. Óþolið í þjóðfélaginu „Óþolið í þjóðfé- laginu er orðið svo magnað, að opin- ber umræða um fjárlögin er hafin rúmum mánuði áður en þau eru lögð fram. Kannski verður líka búið að afgreiða þau áður en þau verða lögð fram á alþingi, því kjömir fuiltrúar vorir eru þegar famir að útskýra hvemig þeir ætia að skipta kökunni góðu, sem nú er orðin meiri að vöxtum en dæmi eru um í sögunni." Oddur Ólafsson blm., I Degi 30. ágúst. ísafirði Lax í útrýmingarhættu? Hjálmar Árnason allþingismaöur og áhugamaöur um stangaveiöi Síðustu sumur hefur orðið nokkur umræða um þróun laxveiðinnar hér á íslandi. Vissulega er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af málinu. Seiðabú- skapur mun hafa verið góður, ástand sjávar með besta móti og miklar kúnstir stund- aðar við sleppingar seiða í ár. Allt kemur fyrir ekki: laxveiði- sumarið 2000 ætlar að verða eitt hið daprasta í langan tíma. Von er að menn velti fyrir sér hvað valdi og ekki síður hvað sé til ráða. Ofveiði - stofnblöndun Ekkert fer á milli mála að nánast allar laxveiðiár landsins eru barðar linnulítið allt sumarið. Á síðustu árum hefur það ítrekað gerst að stöngum hefur veriö fjöigað í ánum þannig að einstakir veiöihyljir fá lít- inn ef nokkum frið sumarlangt. Sag- an segir enn fremur að menn hafi gengiö duglega fram í ræktun seiða og sleppt í ár án tillits til upprunans. Þannig munu hafa verið á fyrri árum mörg dæmi þess að Elliðaár- stofn var tekinn til seiðaframleiðslu og seiðum síðan sleppt í ýmsar ár víða um land. Getgátur eru uppi um varasamar afleiðingar þessara stofnblöndunar sem kunni að raska mikilvægum erfðaeiginleikum laxins. Á hverju sumri eru sagðar fréttir af svoköÚuðum maðkaholllum sem státa sig af veiði hundraða fiska á ör- fáum dögum. í kjölfarið koma svo nýir veiðimenn og spreyta sig á held- ur daufum ám. Skal engan furða. Hver sem orsökin kann að vera þá blasir niðurstaðan við: Laxgengd í perlur okkar, laxveiðiámar, virðist fara minnkandi og áður kunnar stór- laxaár gefa aðeins af sér miðlungs- fiska og minni. græðgi og ofsetningu áa að mis- bjóða náttúrunni? Veiðistjóri of frjálslyndur? Lögum samkvæmt getur veiðimálastjóri heimilaö leng- iriCni Isvrw.JMtíwahilftins Mfiein- lílgU laAvciuiuiuuu^^__ reglan hefur verið sú að veitt er í 90 daga á ári hverju. Á síðustu árum virðist embætti veiði- málastjóra hafa farið nokkuð frjálslega með að samþykkja umsóknir um lengingu veiði- tímans í 100 daga með þeim af- leiðingum að grútlegnir hrygn- ingarfiskar era stundaðir á haustdögum. Veiðimálastjóri hefur lögum samkvæmt heimild til þess að takmarka stangafjölda. Einhverjir hafa rætt um sem við- miðun eina stöng fyrir hverja 100 veidda fiska. Mér vitanlega hefur verið farið afskaplega sparlega með þá heimiid. Niðurstöður af þessum vangaveltum eru þær að embætti veiðimálastjóra hefur farið mjög frjálslega með að heimila aukinn stangarfjölda og ijölgun veiðidaga en gætt meiri íhaldssemi í takmörkun- um. Ég tel fulla ástæðu til að sú Villtari en útlendingarnir? I flestum löndum austanhafs og vestan, jafnvel í Suður-Ameríku, er það alsiða að takmarka verulega laxa á hverja stöng og útlendingar fá engan lax að flytja með sér úr landi. Þannig mun dæmi um á í Suður-Am- eríku sem var farin að gefa af sér um 800 fiska ársveiði en eftir róttækar aðgerðir gefur sama á nú af sér um 9000 fiska á ári og meðalþyngd um 10 pund í stað 5 punda áður. Þar hefur náttúrlegur stofn fengið að þróast og styrkja sig í vatnabú- skapnum með skynsamlegri veiði- stefnu. Getur verið að við séum í „Ekkert fer á milli mála að nánast allar laxveiðiár landsins eru barðar linnulítið allt sumarið. Á síðustu árum hefur það ítrekað gerst að stöngum hefur verið fjölgað í ánum þannig að einstakir veiðihyljir fá lítinn ef nokkum frið sumarlangt. “ stefna verði tekin til róttækrar end- urskoðunar áður en í óefni er komið. Veiðimenn og landeigendur móti stefnu Laxveiðiár okkar eru náttúruperl- ur sem þúsundir einstaklinga stunda á ári hverju sér til ánægju og ynais- auka. Þær færa þjóðarbúinu hund- ruð milljóna í tekjur árlega. Sú stað- reynd að fiskum ánna fækkar og meðalþyngdin minnkar stöðugt bendir til þess að náttúruperlum okkar sér alvarlega ógnað. Hugsan- lega hefur andvaraleysi okkar og ef til vill græðgi leitt til þess að í upp- siglingu kann aö verða eitt mesta umhverfisslys í sögu þjóðarinnar. Ég skora á Landssamband stang- veiðifélaga og jarðeigendur að taka mál þessi til skoðunar og móta skýra stefnu tO framtíðar þar sem haft verður í fyrirrúmi varðveisla nátt- úruperlunnar, varðveisla laxveiðáa sem auðlindar er skapað geti þús- undum íslendinga ríkulegar ánægju- stundir. Bregðast þarf við strax því ámar virðast komnar yfir hættu- mörk. Hjálmar Ámason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.