Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 11
11 FTMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 DV_______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Sumir borða mikið - aðrir lítið en allir eitthvað Vort daglega brauð... - er bæði betra og ódýrara ef það er bakað heima Brauð er ríkur þáttur í matar- æði fólks þó hér á landi hafi það ekki fest jafn ríkulega rætur og víða annars staðar þar sem engin máltíð er fullkomin án þess. Ekki er langt síðan brauðúrval- ið á islandi samanstóð af fransk- brauði sem var formbakað og plötubakað og þótti hið mesta sæl- gæti, heilhveitibrauði, rúgbrauði sem hægt var að fá seytt og óseytt, maltbrauði og normalbrauði sem við sennilega höfum fengið frá Þjóðverjum. Að minnsta kosti er hægt að fá nákvæmlega eins normalbrauð í Þýskalandi og hér og gladdi það íslenskt hjarta mjög á ferðalagi um Þýskaland í sumar, enda fátt eins gott og gott normal- brauð, hvað sem öllum sögum um innihald þeirra líður. En það er önnur saga. Brauðbakstur hefur löngum haft yfir sér ákveðinn sjarma og ilmandi lyktin af nýbökuðu brauði er engu lik þar sem hún læðist um húsið og út á götu og seiðir til sín svanga gesti. í brauðdeig er hægt að hafa nánast hvað sem er, ef þess er gætt að fylgja nokkrum reglum og það er tiltölulega auðvelt að baka brauð. Mjölið og vökvinn þurfa að vera í ákveðnu hlutfalli hvort við ann- að og pressugerið, hvort sem þaö er nýtt eða þurrkað, þarf að mæl- ast í réttum skömmtum miðað við þaö hversu hratt deigið á að lyfta sér og við hvaða hitastig.Til þess að brauð lyfti sér vel og verði létt og loftmikið þarf hlutfall glutens í hveitinu að vera hátt. Þess vegna er það að brauð sem inniheldur mikið rúgmjöl eða haframjöl er gjarnan þungt í sér þar sem glut- en er mjög lítið í þeim kornteg- undum. Til er sérstakt brauð- hveiti frá Kornax m.a. og fæst það í 2 kg pakkningum. Pakkinn kost- ar um 100 krónur, aðeins mismun- andi eftir verslunum en úr hverju kg af hveiti fást að minnsta kosti 2 stór brauð. Sem þýðir einfald- lega að hveitið, í smásölu meira að segja, í hvert brauð kostar ekki meira en 25 krónur og það er yfir- leitt stærsti hlutinn af kostnaðin- um við brauðið. Áfallalaus brauðbakstur í brauðbakstri sem öðru gildir reglan að hið einfalda er best og þegar góðum tökum hefur verið náð á grunnatriðum er hægt að prófa ýmis afbrigði. Og þá er ekk- ert eftir annað en að hella sér út í baksturinn af fullum krafti. Best er að nota nýtt pressuger sem fæst í Fjarðarkaupum og Nýkaupi að minnsta kosti og sennilega á fleiri stöðum, en þurrger nýtist líka vel, aðeins þarf að gæta þess að það sé ekki orðið of gamalt. Grunnuppskriftin er einföld: Velgið 6 dl af vatni, líkamshiti er mjög mátulegt hitastig en það ger- ir ekkert til þó það sé ofurlítið heitara éða kaldara. Þó þarf að fara varlegar með hita en kulda þar sem gerið getur dáið við of hátt hitastig. Setjið vatnið í hræri- vélarskál og myljið gerið (50 g af lifandi geri en eitt bréf af þurr- geri) út í vatnið. Stráið ofurlitlum sykri yfir og biðið meðan freyðir. Það ætti ekki að taka meira en fimm mínútur. Þá er gott að mæla um það bil 900 g af mjöli, hveiti eöa blöndu af hveiti og öðru mjöli eftir því sem hugurinn stefnir og láta í skálina. Bæta við 2 tsk. af salti og setjið hnoðarann i gang. Þegar deigið er farið að hnoðast er gott að bæta um það bil 1 dl af olíu við ef vill. Olían gerir brauðiö skemmtilegra og það geymist bet- ur en er ekki nauðsynleg. Hnoðið vel og bætið við vatni eða hveiti ef þurfa þykir en þetta er nokkuð pottþétt blanda. Deigið á að vera líkt og leir viðkomu, hvorki blautt né þurrt. Svo þarf það að lyfta sér. Helst þar til það hefur tvöfaldast að rúmmáli og það tekur mislangan tíma eftir því hvaða hveiti er not- að, hversu mikið af pressugeri notað er og hversu heitt vatnið hefur verið. Tíminn getur verið frá 30 mín- útum og upp í sólarhring. Eftir að deigið hefur tvöfaldast að rúm- máli þarf að hnoða það aftur og er því þá skipt i eins margar eining- ar og þurfa þykir. Þetta magn af deigi hentar í 2 stór brauð eða 24 bollur, fremur stórar. Látið lyfta sér aftur, á plötu eða í formi, og penslið ef vill. Skerið í brauðið með beitt- um hnif og setjið í ofn, ca 200-210 gráðu heitan. Stór brauð fara neðst í ofninn en minni ofar líkt og í hefðbundnum kökubakstri. Bakstur stóru brauðanna tekur um 40 mínútur en bollur eru um það bil 20 mín. að bakast. Uppskriftir „Apabrauð" fyrír brauö- vélar 1/2 bolli mjólk 2 msk vatn 1 stórt egg 1 msk smjör 1/2 msk salt 2 1/2 bolli brauðhveiti 4 msk. sykur 1 1/2 msk. þurrger 1/2 msk. kanill 2 msk. bráðið smjör eða smjörlíki Setjið mjólk, vatn, egg, 1 msk. smjör, salt, hveiti, 4 msk. sykur og ger í brauðvélina. Hnoðið. Búið til 20 bollur úr deiginu, blandið saman sykri og kanil. Rúllið nú hverri kúlu upp úr brædda smjörinu og síðan úr kanilsykrinum. Setjið helming- inn af kúlunum á botninn á smurðu móti. Setjið seinni helm- inginn yfir. Látið lyfta sér í 35-45 min. og bakið við 200 gráður í um þaö bil 30 mín. Það má setja rús- ínur í þetta og einnig púðursykur í stað kanils ef vill. Þetta er upp- lagt partíbrauð eða kaffibrauð því aðeins þarf að rífa sér bita og þetta brauö þarfnast ekki smjörs en er eins konar millistig á milli brauðs og köku án þess að vera dísætt. Gróft og hollt Þetta brauð er af allt öðru tagi og gælir við mann að innan þeg- ar það hefur verið innbyrt. Maginn elskar það og heilsan batnar um mörg stig bara við að setja það á diskinn. Kornin eru af ýmsu tagi en það er með þessa uppskrift eins og aörar að hún er ætluö til grundvallar og ef eitt- hvað er ekki til eða meira til af einu en öðru, þá er bara að skipta út. Reyna að halda jafnvægi á milli vökva og mjöls, enda segir deigið strax til um að hvort það er í lagi með því að vera annað- hvort of þurrt eða blautt. Hér kemur svo þessi ágæta uppskrift. 60 g pressuger eða 1 bréf þurrger 6 dl volgt vatn (einnig má nota eplasafa til helminga eða súrmjólk) 1 tsk. sykur 1 dl olía (þarf helst að vera bragðlítil) 1 dl sesamfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl haframjöl 1 dl brotið hveiti 1 dl brotinn rúgur 6 dl hveiti (gæti þurft aðeins meira eða minna eftir atvik- um) 2 tsk. salt Setjið vökvann, sykurinn og pressugerið saman í skál og látið freyða. Bætið öllu öðru út í nema olíunni sem fer saman við þegar farið er að hnoða. Hnoðið vel og látið lyfta sér þar til deigið hefur tvöfaldast. Setjið það á borð og skiptið því í 2 brauð eða það sem er enn betra, 24 bollur sem allar fara saman á plötu svo þær snert- ast þegar þær hafa lyft sér. Látið þær lyfta sér aftur í um það bil 30 mínútur. Úöið mjólk eða vatni yfir boll- urnar og dreifið á þær korni eftir því sem verkast vill. Bakið boll- urnar í um það bil 20-25 mínútur við 200 gráður en brauð í um 40 mínútur. Njótið vel. Þetta brauð er líka gott daginn eftir... 1 bolli rúsínur ef vill 1 smátt skorið epli ef vill Það kostar miklu minna... - aö baka brauöið heima Það er ekki bara gaman að baka brauð og afskaplega gott fyrir sálartetrið að hnoða þaö, heldur hefur brauðbaksturinn veruleg áhrif á budduna. Hún veröur talsvert þyngri þegar munurinn á að baka brauð og kaupa getur auðveldlega numið 200 krónum á hvert brauð. Og ef fjölskyldan borðar 1-2 brauð á dag, þ.e. ef þetta er fjölskylda sem samanstendur af 5 manns eöa svo og tekur með sér nesti eins og hagsýnt fólk á auðvitað að gera, þá er getur sparnaður- inn numið 80-100.000 krónum á ári og ef skattar eru reiknaðir inn í upphæðina, þá þarf aö vinna fyrir nærri helmingi hærri upphæð tU að eiga fyrir daglegu brauði. Þannig að fjöl- skylda getur auðveldlega unnið sér inn þokkalega utanlandsferð eða annað frí, bara með því að baka brauð sem tekur um það bil 10 mínútur af vinnu daglega. Gott tímakaup það! Sé því bætt við að baka fleira, til dæmi snúða, skinkuhorn og annað smálegt sem gott þykir og borðast vel, hækkar þessi upp- hæð verulega og áður en fjöl- skyldan veit af er hún orðin for- rík ... Brauðvélarnar Til eru þeir sem vilja vakna við ilminn af nýbökuðu brauði á hverjum morgni og kaupa sér í þeim tilgangi brauðvélar sem að sögn kunnugra eru gulls ígildi - svona stundum. Þó blm. sé hrifn- ari af þvi að nota sína ágætu Kitchenaid-hrærivél og hendurn- ar, þá er þetta ágætur kostur og með sparnaðinum við að baka brauð er fljótt búið að spara fyr- ir einni slíkri en algengt verð á þeim er um 15-20 þús. krónur. Stærsti hluti brauðverðs er hveiti og gott brauðhveiti frá Kornax kostar rúmlega 100 kr. 2 kg sem duga í 4 stór brauð. Ann- að hráefni er vökvi, oftast notað vatn, smávegis af salti, ofurlítill sykur, pressuger og olía. Ef baka á gróft brauð bætist við kostnað- ur við korn af ýmsu tagi en hann er kannski 10-12 krónur í viðbót. Það er sem sagt ótvíræður kostur að baka heima, gera það að venju og þá fara aðeins nokkrar mínútur í það daglega. Eða baka vikulega og setja í frysti. -vs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.