Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 I>V 7 Fréttir Umsjón: . ________ Höröur Kristjánssön netfang: sandkorn@ff.is Sandkorn Traustur vinur Á Vesturlandi er sagt að Ingibjörg Pálmadóttir ætli ekki að gefa kost á sér til næstu kosn- inga enda mædd á eilífum árásum úr bæði fjandaílokki og eigin liði. Ingi- björg er sögð vilja Þorleif T. Jónsson, ungan bónda á Vesturlandi, í sinn stað en hann er nú varaþingmaður. Hún var áður búin að tosa Magnúsi Stefáns- syni, sem féll við síðustu kosning- ar, út úr kjördæminu með því að gera hann að forstjóra Sjúkrahúss Suðurlands. Magnús er hins vegar vel látinn í sínu gamla héraði og af grónum valdaættum i Framsókn, auk þess sem hann samdi og söng smellinn Traustur vinur. Hann er sagður staðráðinn í að fara fram aftur og slást um fyrsta sætið ef Ingibjörg hættir... Ekkert bruðl Forsætisráð- herra skammar sveitarstjórnar- menn fyrir bruðl og óráðsiu i rekstri sveitarfé- laganna. Kom þessi yfirlýsing ráðherrans í kjöl- far vangaveltna sveitarstjómarmanna um að auka útsvarstekjur sínar með meiri álögum en verið hafa. Þykir Dav- íð Oddssyni það ekki góð latína og vill að sveitarfélögin sýni ráð- deildarsemi. Sagt er að Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, og Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri í ísafjarðar- bæ, klóri sér í hausnum yfir orð- um ráðherrans. Þar á bæ hrökkvi tekjumar ekki einu sinni fyrir nauðsynlegasta rekstri og afborg- unum lána. Fátt sé því eftir til að klóra í nema hugsanlega laun bæj- arstjóranna sjálfra ... Nagar neglurnar Fjölmiölakon- unni Kolbrúnu Bergþórsdóttur er ýmislegt til lista lagt. Hún er þó lítið gefin fyrir að skreyta sig með stolnum ljöðrum, hvað þá að vilja láta bendla sig við skrif annarra. í DV birtist fyrir skömmu fjölmiðlarýni undir yfirskriftinni „Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar“ en var eft- ir allt annan höfund. Með grein- inni var andlitsmynd af stúlku sem Kolbrún kannaðist heldur ekki við að væri sú sama og hún horfði daglega á í baðspeglinum. Mun Kolbrún síðan vera nær viti sínu fjær af skelfmgu. Nagar hún neglur í miklum kvíða yfir að næst birtist mynd af henni með nafhi og númeri undir Flugupistli Stefáns Jóns Hafsteins. Ástæðan er sögð sú að frekar takmarkaður kærleikur hafi náð að blómstra á milli þeirra þegar Stefán Jón var yfirmaður hennar á Degi... Úr sér hristi Aflvakann Hákon Aðal- steinsson er mik- ill náttúruvernd- arsinni og varð um og ó er sam- tökin Afl fyrir Austurland gerðu hallarbyltingu í Náttúruverndar- samtökum Aust- urlands. Var í þessu samhengi tal- að um nauðgun á fjallkonunni. Um formann Aflvaka, Einar Rafn Haraldsson, orti Hákon: Langa ævi hefur hann hampað náttúnumi. Úr sér hristi Aflvakann uppi á fjallkonunni. Flugslysið í Skerjafirði: Lögreglurannsókn hefst Aöstandandi fór fram á lögreglurannsókn. Þar sem rannsókn og niöurstaöa Rannsóknarnefndar flugslysa er ekki tekin giid fyrir dómstólum er lögreglan í Reykja- vík aö hefja rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði fyrr /' mánuöinum. Fernt lést í slysinu og liggja tveir piltar enn á gjör- gæsiudeild eftir þaö. Lögreglan í Reykjavík er um það bil að hefja rannsókn á flugslysinu sem varð 7. ágúst sl. í Skerjafirðin- um. Femt lést í slysinu og tveir 17 ára piltar liggja enn þungt haldnir á gjörgæsludeild. Aðstandandi annars þeirra fór fram á rannsóknina þar sem rannsókn Rannsóknamefndar flugslysa er ekki gild fyrir dómi. Óskað hefur verið eftir Hallvarði Einvarðssyni sem réttargæslu- manni aðstandandans sem annars piltsins. „Rannsóknarnefnd flugslysa framkvæmir ekki iögreglurann- sókn, rannsókn hennar er unnin í Vélsmiðja verð- ur slökkvistöð, áhaldahús og bókasafn DV. GRUNDARFIRQI: Húsnæði Vélsmiðjunnar Bergs mun taka breytingum á næstunni en þar er fyrirhugað að bóksafnið verði til húsa á nýrri hæð sem reist verður á þaki vélsmiðjunnar. Einnig verður reist tengibygging með lyftu fyrir fatlaða. Auk bóka- safnsins verður fjarkennsla á efri hæðinni. en neðri hæðin notuð fyr- ir áhaldahús og slökkvistöð. Áætluð framkvæmdalok em um mánaða- mótin febrúar og mars á næsta ári og verður þá öllum framkvæmdum lokið, að undanskildum lokafrá- gangi. Byggingarverktaki hússins er Guðmundur Friðriksson húsa- smíðameistari. -DVÓ/SHG DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Skipt um hlutverk Smiöir aö störfum við breytingar á Vélsmiöjunni Bergi sem nú fær allt annaö hiutverk en áöur. Ögmundur Jónasson: Forkastanleg vinnubrögð „Mér finnst erfitt að fella ein- hverja dóma án þess að hafa séð tillögumar. í rauninni eru það forkastanlegt vinnubrögð af hálfu stjómar- meirihlutans að hefja um þetta umræðu án þess að kynna stjóm- arandstöðunni það sem rætt er um,“ segir Ög- mundur Jónas- son, alþingismaður Vinstri-grænna í Reykjavík, um niðurskurðartillög- ur i fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar „Almennt er ég því fylgjandi að aðhalds sé gætt í opinberum fram- kvæmdum á þenslutímum en legg ég þar ekki að jöfnu bamaspítala og vegaframkvæmdir. Vel má vera að ég gæti stutt þessar tillögur en hitt skil ég ekki að menn ætli að skila stórfelldum tekjuafgangi án þess að ráðast í þau verkefni sem eru brýn- ust í þjóðfélaginu; að bæta kjör aldr- aðra, öryrkja, bamafólks og ann- arra hópa sem hafa verið hlunn- farnir í góðærinu," segir Ögmund- ur. -GAR þágu öryggis, hún er að reyna að komast að því hvað gerðist," sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Lögreglan mun meðal annars kanna hvort flugfélag- ið hafi farið eftir settum reglum en mikið annríki var hjá flugmönnum lítilla flugvéla við að koma fólki frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir verslunarmannahelgina og komið hefur fram að flugmaðurinn var kominn yfir leyfilegan há- marksflugtíma. Lögreglurannsókn- in er nauðsynleg ef dómsmál verður úr, hvort sem það er hugsanlegt bótamál aðstandenda hinna látnu eða ef fram kemur að eitthvað ólög- legt hafi átt sér stað. -SMK Vertu eins og heima hjá þér SHARR VCM-330 myndbandstæki Verð o 14.900 kr. stgr. YAMAHA Heimabíó magnari AC-3 Verð 34.900 o kr. stgr. B R /E Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.