Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 I>V Malarhöfða 2,110 Reykjavík Sími: 567-2000 - Fax: 567-2066 bilfang@bilfang.is www.bilfang.is BMW 750 IA (upptekin vél), árg. 1992, ek. 170 þ. km, ssk., grár. Verð 1450 þús., staðgr. 880 þús. M. Benz C 180, árg. 1999, ekinn 27 þ. km, ssk., svartur. Verð 2850 þús., staðgr. 2250 þús. Opel Omega 2,5 V6 station, árg. 1999, ek. 45 þ. km, ssk., einn með öllu, blár. Verð 2450 þús., staðgr. 1850 þús. Toyota Corolla 1300 XLI, árg. 1995, ek. 130 þ. km, 5 gíra, vínrauður. Verð 750 þús., staðgr. 590 þús. Toyota Corolla station, árg. 1996, ek. 64 þ. km, 5 gíra, vínrauður. Verð 880 þús., staðgr. 650 þús. Opel Senator, 3,0 I, V6, árg. 1992, ek. 130 þ. km, ssk., vínrauður. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. Opel Calibra 2,0 i, 16 v., árg. 1992, ek. 137 þ., 5 gíra, svartur. Verð 780 þús., staðgr. 480 þús. Ford Bronco II, árg. 1988, ek. 115 þ. km, 5 gíra, brúnn.Driflæsingar, lækkuð hlutföll, Verð 450 þús., staðgr. 330 þús. Toyota Corolla GTI, árg. 1988, ek. 220 þ. km, 5 gíra, grár. Verð 290 þús., staðgr. 170 þús. Topplúga, álfelgur. Daihatsu Grand Move, 1,5 I, árg. 1998, ek. 40 þ. km, 5 gíra, grænn. Verð 850 þús., staðgr. 720 þús. Grand Cherokee LTD, 5,2 I, ssk., árg. 1996, ek. 80 þ. km, reyklitur. Verð 2500 þús., staðgr. 1950 þús. BMW 735 IA (ný sjálfsk.), árg. 1990, ek. 230 þ. km, ssk., svartur. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. [ EUROCARD ViSA WxlerCaM Raðgreiðslur Skuldabréf Fjör hjá framhaldsskólanemum Þessir föngulegu framhaldsskólanemar létu ekki verkfall kennara hafa áhrif á fjöriö hjá sér og skemmtu sér prýöilega á Astró í gær. Vélsmiðja JE á Siglufirði afhendir fyrsta Gáskabátinn: Hér hefur verið vandað vel til Þjóðvegur 1 við Varmahlíð: Umferðarhraðinn er ógnvænlegur DV, SKAGAFIRDI:________ Fyrir skömmu lauk vinnu við gerð nýrrar götu í Varmahlíð og jafnhliða var gert bílaplan framan við leikskólann. Gatan er með fram þjóðvegi 1 og tengist við götuna sem liggur upp í þorpið. Henni er eink- um ætlað að auka öryggi þeirra mörgu sem eiga erindi á leikskól- ann Birkilund. Með tilkomu götunn- ar hverfur tengingin við þjóðveginn framan við leikskólann. Þarna er um talsvert öryggisatriði að ræða þvi umferðarþungi þarna er mikill og hraði sömuleiðis, einkum af um- ferð sem kemur sunnan frá. Því þótti ekki fært annað en að ráðast í úrbætur og fækka um leið útkeyrsl- um af þjóðvegi 1. Það er Sveitarfélagið Skagafjörð- ur sem stendur fyrir framkvæmd- inni en Akrahreppur tekur þátt í kostnaði sem tilheyrir leikskólan- um. Kostnaður við verkið nam um 2,8 milljónum króna. Verktaki var DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSS0N Umferðaröryggl Framkvæmdir viö gatnagerö aö hefjast í Varmahlíö. Fella þurfti nokkur tré úr skógarreitnum til að koma veginum fyrir og auka þannig umferöaröryggiö í vaxandi þéttbýli í Varmahlíö. Fjörður sf. Áður en gerð götunnar úr jaðri skógræktarreits sem lenti í hófst varð að fella nokkuð af trjám götustæðinu. -ÖÞ - segir Örnólfur Ásmundsson á Siglufirði sem keypti bátinn Vélsmiðja JE á Siglufirði afhenti nýlega fyrsta Gáskabátinn sem smíðaður er á Siglufirði. Tveir aðr- ir bátar eru í smíðum og voru skelj- arnar keyptar í Kanada á liðnu sumri. Örnólfur Ásmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Siglu- firði, er eigandi nýja bátsins, Sædís- ar SI-19. Þetta er tæplega sex tonna hraðfiskibátur. Örnólfur rær stíft eins og margir sjómenn frá Siglufirði, nánast jafnt sumar og vetur, og þarf stundum að fara langt til að ná i fiskinn og þá er gott að vera á traustum og hrað- skreiðum bát sem skilar honum íljótt til hafnar. Örnólfur segist vera mjög ánægður með nýja bátinn. „Ég hef alltaf verið hrifinn af Gáska-bátunum og veit að þetta eru góðir og traustir fiskibátar. Hann hefur komið vel út í reynslusiglingu og ég held að allir sem skoöa bátinn sjái að hér hefur verið vandað vel til,“ segir Ömólfur. Það var Rafbær sf. sem sá um raflagnir í Sædísi en smíði innréttinga í lúkar og stýris- húsi annaðist Elmar Ámason bygg- ingameistari. í bátnum er vél af gerðinni Cummins, 430 hestöfl, sigl- ingatæki eru Furuno frá Brimrún, siglingatölva er af gerðinni Maxsea DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Reynsluslgllng Sædís aö leggja i reynslusiglingu. Um borö eru Jón Dýrfjörð, framkvæmda- stjóri JE, Örnólfur Ásmundsson, eigandi Sædísar, og Sigurður Steingrímsson, starfsmaöur JE. frá Radíómiðun og línuspil frá DNG-Sjóvélum. Að sögn Jóns Dýrfjörðs, fram- kvæmdastjóra JE-Vélsmiðju, hafa nokkrir aðilar sýnt bátunum áhuga þannig að hann er bjartsýnn á sölu þeirra tveggja sem eftir er að ganga frá. Verð bátanna miðað við þær kröfur sem Siglingamálastofnun gerir, auk línurennu, mastur og rad- arpalls, er um 12 milljónir króna. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.