Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 44
">60 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 Tilvera I>V lí f iö fjórir í Kaffi- leikhúsinu í dag kl. 17.30 veröur sýndur 5. einleikurinn í einleikjaröð Kafíileikhússins. Sá nefnist Missa Solenmis eöa í öðrum heimi og er eftir finnsku leikkonuna og leikstjórann Kristiinu Hurmerinta. Leikari er Jórunn Sigurðardóttir og leik- stjóri er höfundurinn sjálfur Kristiina Hurmerinta. Leikhús ■ LITLA STULKAN MEÐ ELDSPYT- URNAR Leikritiö Litla stúlkan með eldspýturnar veröur sýnt í dag klukk- an 14 í dag í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Kabarett ■ NINA BJORK ARNADOTTIR Listaklúbbur Leikhúskjallarans stendur í kvöld fyrir dagskrá helgaðri Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu. _f. Lesið veröur úr nýútkominni Ijóða- “ bók og kaflar úr ýmsum verkum hennar. Dagskráin hefst kl. 20.30. Myndlist ■ ANTIK BUTASAUMSTEPPI Um helgina opnaöi sýning á antik bútasaumsteppum í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Teppin koma úr safni Marti og Dick Michell en safn þeirra er stærsta einkasafn af þessum toga í Banda- ríkjunum. Á sýningunni verða um þrjátíu teppi, þau elstu frá því um 1850. Samstarfsaðili Hafnarborgar aö þessari sýningunni eru hjónin Guðfinna Helgadóttir og Helgi Ax- elsson, eigendur vefnaðarvöruversl- unarinnar Virku, en Guðfinna hefur unnið að undirbúningi og valið verkin á sýninguna í samvinnu við eigend- ur. Þau hjónin Marti og Dick Michell eru væntanleg tíl landsins í lok des- ember og mun Marti Michell halda fyrirlestur í Hafnarborg miðvikudag- inn 3. janúar 2001 kl. 20.30. Sýn- ingin veröur opin kl. 11-17 dagana 16.-23. og 27.-30.desember og 3.-7. janúar, 2001. ' > ■ ÍSLENSK RÝMISVERK Um helgina var opnuð sýning í Lista- safni íslands á úrvali rýmisverka sem safnið hefur keypt á undanförn- um árum eftir starfandi listamenn. Á sýningunni verða verk eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur, Rósu Gísladótt- ur, Brynhildi Þorgelrsdóttur, Stein- unni Þórarinsdóttur, Guðjón Ketils- son, Kristin E. Hrafnsson og Daníel Magnússon. Sýningin stendur til 15. janúar 2001. ■ TRÚUM VH) Á ENGLA? Listnem arnir úr f^ölbraut í Breiðholti, þær Harpa Rún Ólafsdóttir og Inga Björk Andrésdóttir halda um þessar mundir sýningu á verkum '^sínum í Gallerí Geysi. Þema sýningar er englar. Sport ■ TÖTTENHAM-ARSENAL Á SPORTKAFFI A Sportkaffi kl 20.00 má sjá leik Tottenham-Arsenal í beinni á skjánum. + Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Farskóli Norðurlands vestra hlaut styrk frá starfsmenntaáætlun ESB: Menntunin færð til fólksins Bíógagnrýni Ástarsaga Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Háskólabíó - Autumn in New York: ý, „Starfsemi skólans hefur vaxið jafnt og þétt. Við erum stöðugt að breyta samsetningu námsins og erum að stíla inn á lengri námskeið í auknum mæli. Það þarf stöðugt að þróa námsefnið og laga það að þeim breytingum sem verða i þjóðfélag- inu. Við reynum að miða náms- framboðið við þörfina og oft erum við líka milliliðir fyrir aðUa sem bjóða námskeið á svæðinu. Þá höf- um við einnig verið í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og skapað aðstöðu fyrir nemendur þeirra hér á svæðinu," segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipulagsstjóri Farskóla Noröur- lands vestra. Breytum byggð Anna Kristín átti hugmynd að og undirbjó umsókn til Evrópusam- bandsins um styrk tU verkefnis sem hún kallar „Breytum byggð“ og er sniðið að Hofsósi. Hlaut það hæsta styrk sem starfsmenntaáætlun ESB hefur veitt til íslands, 530.000 evrur eða rúmar 40 miUjónir íslenskra króna. Verkefnið er fimm landa samstarf en auk íslands taka Svíþjóð, Austur- ríki, Spánn og Grikkland þátt í því. Verkefnið snýst um að gefa litlum byggðarlögum sem búið hafa viö hnignun í atvinnulífi færi á aðlögun að nýjum tímum með endurmennt- un. Aðalefnin sem tekin verða fyrir á Hofsósi eru enskukennsla, tölvu- kennsla, kennsla í þjónustu við ferðamenn og sjálfsefli. Gert er ráð fyrir að kennslan hefjist um mán- aðamótin febrúar-mars. Komið verður upp sérstakri að- stöðu vegna kennslunnar á Hofsósi, nýju og fuUkomnu tölvuveri, og reynt verður að búa þannig um hnútana að þátttakendur í nám- skeiðinu geti þjálfað sig og bætt við þekkingu sína á eigin spýtur. Líkt gömlu farskólunum En hvað er Farskóli Norðurlands vestra? Þetta er ekki sá gamli far- skóli er þekktist i bama- og grunn- námi hér áður fyrr, þegar kennar- inn ferðaðist bæ frá bæ tU sveita, en þó er eitthvað líkt með þeim. Að minnsta kosti segir Anna Kristin að hugmyndafræðin sé sú að kennar- Aölögun aö nýjum tímum Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipulagsstjóri Farskóia Noröuriands vestra, segir hér frá skólanum og verkefninu Breytum byggö sem hlaut 40 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu nýveriö. inn og menntunin séu færð til fólks- ins en ekki fólkið til skólans. Þetta hefur gengið vel og hefur Farskól- inn verið með kennslu á öUum þétt- býlisstöðunum á Norðurlandi vestra á hverjum vetri og nemend- um skólans farið þar fjölgandi. Farskóli Norðurlands vestra tók til starfa snemma árs 1993. Hann hafði strax þá sérstöðu meðal ann- arra farskóla, að hann var ekki ein- ungis hluti af framhaldsskólunum á viðkomandi stað, heldur stóðu sveit- arfélögin á svæðinu, Iðnþróunarfé- lag Norðurlands vestra og Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu, sem fulltrúi stéttarfélaganna, einnig að honum. Jafnframt var skólanum sett sérstök skipulagsskrá. „Þessi rekstrarlega samsetning gerði það að verkum að þegar lagabreytingar tóku gUdi á árinu 1997 sem kipptu fjárhagslegum stoðum undan starf- semi farskólanna var auðveldara að leggja málið fyrir eigendur Farskóla NV, sem gengu þá tU liðs við skól- ann með aukinni þátttöku, auk þess sem stéttarfélögin komu þá að starf- semi skólans með beinum fjárstuðn- ingi. Þar með var tryggt eitt stöðu- gildi við skólann." Fjölbreytt námskrá Þegar litið er í námskrá Farskól- ans kemur í ljós að framboð á náms- efni er mjög fjölbreytt. Fjöldinn aU- ur af tölvunámskeiðum, tungmála- nám, matreiðsla, kökugerð, smur- brauðsnámskeið og jólakonfekt. Tómstundanámskeið eins og i kerta- gerð, fluguhnýtingum, körfugerð, útskurði, bútasaumi, silfursmíði og í rauninni aUt miUi himins og jarð- ar. „Við höfum verið með mikið af námskeiðum fyrir ófaglært starfs- fólk, námskeið fyrir leiðsögumenn, vélgæslunám, skipstjómarréttinda- nám og síðan er með aðstoð fjar- kennslutækjanna hægt að stunda nám hjá okkur við bæði Háskóla ís- lands og Háskólann á Akureyri, s.s. í leikskólakennaranámi." - Breytti tilkoma fjarkennslu- tækninnar miklu í staifsemi skól- ans? „Já, hún gefur bókstaUega nýja möguleika. Gott dæmi um það er sjúkraliðanámið. Áður þurftu sjúkraliðar í langflestum tilfeUum að sækja endurmenntun sína út fyr- ir heimabyggð. Farskóli Norður- lands vestra í samvinnu við Far- skóla Austurlands, VMA og Sjúkra- liðafélag Norðurlands kom á fót námskeiðum þar sem Qarkennslu- búnaðurinn var nýttur og notið var leiðsagnar og kennslu sérfræðinga frá Neskaupstað, Akureyri og Sauð- árkróki auk kennara Farskólans. Nemendurnir hafa verið frá Höfn í Homafirði, um Austfirði, af Norður- landi öUu, VestUörðum og Vestur- landi og aUt tU Suðurlands.“ Er þá Farskóli Norðurlands vestra kominn tU að vera? „Það er ekkert öruggt í þessari veröld en símenntun er komin til að vera. Það er talið að fólk sem er að fara út á vinnumarkaðinn í dag muni þurfa að skipta um starf sex til átta sinnum á ævinni. Það þýðir að fólk þarf sífeUt að endumýja menntunina en kenningar eru um að 80% þekkingar úreldist á 10 árum,“ sagði Anna Kristín Gunn- arsdóttir að endingu. -ÞÁ/-ss Dramatískar ástarsögur þar sem annar aðUinn er með ólæknandi sjúkdóm er ákaflega varasamt við- fangsefni í kvikmynd og aUs ekki skynsamleg ráðstöfun. Það er af sem áður var að slíkar myndir eigi upp á paUborðið hjá fjöldanum. Má segja að Love Story hafi gengið frá slíkum kvikmyndum á sínum tíma, en einmitt I hana hefur verið vitnað í tíma og ótíma þegar slíkar kvikmyndir koma fram á sjónar- sviðið. Hinni geðþekku leikkonu og núverandi leikstjóra Joan Chen hefur örugglega verið ljóst að hún var að fara inn á hættulega braut þegar hún tók við að gera Autumn in New York sem að grunni tU á ýmislegt sameiginlegt með Love Story. Chen varast margar hættur þó að efnið bjóði vissulega upp á tilfmningarík atriði. Flestum er þó óhætt að skilja vasaklútinn eftir heima. Autumn in New York er ástar- saga um WiU og Charlotte. WiU er mikið kvennaguU, kominn hátt á fímmtugsaldur og á að baki marga sigra i samskiptum sínum við kven- þjóðina. Þegar við hittum hann fyr- ir er hann að losa sig út úr einu sambandinu og er á lausu þegar hann hittir hina ungu Charlotte sem er rúmlega tvítug. Hann töfrar hana upp úr skónum og telur að hér sé einn sigurinn í burðarliðn- Kvensamur veitingahúseigandi. Richard Gere í hlutverki Wills sem kynnist ástinni í fyrsta sinn. um. Það kemur fljótt í ljós að WiU hefur þekkt móöur Charlotte sem er látin og amma stúlkunnar er langt í frá hrifinn af því að WUl sé að stíga í vænginn við bamabarn hennar. WiU sem hrífst af ungæðis- legri fegurð Charlotte er í raun á sama máli og amman og viU enda sambandið sem fyrst. Þegar hann tUkynnir Charlotte að þau eigi ekki samleið lengur samþykkir hún það enda sé hún dauðvona. Þetta er svar sem WiU á ekki von á og má segja, vægt til orða tekið, að frá þessu andartaki fari sálarlíf hans í eina flækju ... Það sem bjargar Autumn in New York frá þvi að vera væminn tára- dalur er kannski fyrst og fremst að það er mjög erfitt að taka söguna alvarlega, þá er stundum ágætur húmor á ferðinni. Þótt þessir tveir þættir séu teknir með í reikning- inn er það ekki nóg tU að bjarga myndinni. Hún er gamaldags og uppfull af klisjum og það sem er kannski verst er að sambandið á mUli WiU og Charlotte er ekki sannfærandi. Það er ekki hægt að segja að rafmagnað andrúmsloft myndist þegar þau hittast. Richard Gere og Winone Ryder ná samt ágætum tökum á hlutverkum sín- um, en kannski er fjarstæðan of mikU tU að hægt sé fyrir þessa tvo ágætu leikara að ná saman. Leikstjóri: Joan Chen. Handrit: Allison Burnett. Kvikmyndataka: Gangwei Gu. Tónlist: Gabriel Yared. Aöalleikarar: Ric- hard Gere, Winona Ryder, Anthony La Paglia og Eilaine Stritch.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.