Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 DV Tilvera 57 Samvinna eða sameining sérleyfa? Sæmundur vill umferð- armiðstöð í Borgarnesi DV, BORGARNESI: Sérleyfishafar í fólksflutningum á Vestur- og Norðurlandi athuga möguleika á sameiningu eða auk- inni samvinnu til hagræðingar. Aukin hagræðing er skilyrði fyrir auknum styrkjum frá samgöngu- ráðuneytinu. Sérleyfishafar hafa verið í viðræðum við samgönguyf- irvöld i nokkur ár um rekstur á fé- lögunum og hvernig megi hagræða í rekstri. Áætlunarferðir eru ríkis- styrktar og lét samgönguráðuneyt- ið gera skýrslu um hvernig hag- ræða mætti í þessum geira og gerði í ljósi skýrslunnar meiri hagræðingu skilyrði fyrir auknum stuðningi frá hinu opinhera. Það eru einkum þrjú fyrirtæki sem aka á þessum leiðum en öll eiga þau leið um Borgarnes. Þetta eru Norðurleið, Sæmundur Sig- mundsson, sem hefur sérleyfið Reykjavík-Akranes-Borgarfjörður- Borgarnes og Sérleyíisbílar Helga Péturssonar sem aka á Snæfells- nes. „Það er rétt að við höfum hist óformlega til að ræða málin og að- eins rætt þessi mál. Ég hef trú á að af þessu geti orðið ef mönnum semst um öll atriði," segir Sæ- mundur Sigmundsson sérleyfis- hafi við DV. „Það er margt sem þarf að skoða, til dæmis þarf að bera saman stöðu fyrirtækjanna og það er ekkert komið að þvi. Þá þyrfti að vera einhver aðstaða hér i Borgarnesi, til dæmis Umferðar- miðstöð, það yrði erfitt að færa úr einum bil í þrjá eða fjóra bíla und- Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi. Ekki aöeins meö bíla utandyra, heldur einnig inni á heimili sínu. ir berum himni í hvaða veðri sem er á veturnar. í dag er það þannig að þessir aðilar fara á mismun- andi tímum frá Reykjavík, ég fer kl 8 á morgnana, annar fer 8.30, einn klukkan 9 og svo Hólmavík- urrútan klukkan 10, þannig að þetta dreifist á morguninn. Sæmundur segist ekki hlynntur því að sameina fyrirtækin strax heldur vili hann að menn leggi í púkk til að byrja með, hugsanlega yrði stofnað fyrirtækið Sérleyfis- bílar og svo myndu menn fara í eina sæng síðar ef það gengur vel. -DVÓ Fáðu það besta út úr GSM símanum þínum með 0RGINAL aukahlutum Þú færð orginal aukahluti fyrir alla vinsælustu GSM símana hjá okkur. IMOKIA CoNNKcriN'.; Phupu: MOTOROLA ERICSSON $ || iiaTaslCry Ármúla 26 • Sími 588 5000 www.hataekni.is símtæki, aukahlutir, verkstæði Þunnar rafhlöður Töskur, framhliðaro.fl. Tenainaar við far- oa lófatölvur Internet- og faxtenging Hleðslutæki í bíla og á borð Handfrír búnaður 1 í k d m s r æ k t o ij fj a! 1 a hj ó 1 G.Á.Péturssön - Faxafeni 7 Sími 5200 200 - www.gap.is amniním VECTRA! ( Ælingastöðvar í míklu úrvall Mesta úrval landslns at æfingavörum! ÞreKtæki tra 19.900 kr Atvoru hlaupahjol Verð írá: 14.900 kr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.