Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 21
21 MANUDAGUR 18. DESEMBER 2000 I>V Menning Margradda manndómsvígsla Fyrir nokkrum árum voru sýndir í Ríkis- sjónvarpinu þættir byggðir á skáldsögu Aleksis Kivis, Sjö bræður. Ef minnið svík- ur mig ekki þóttu þetta vondir þættir og ill- skiljanlegir, svolítið drungalegir líka, og staðfestu þannig fordóma okkar um flnnska þjóðarsál. Þess vegna er rétt að segja strax að skáldsagan Sjö bræður er bráðskemmtileg lesn- ing og óhætt að mæla með henni, jafnvel í svartasta skammdeg- inu. Bókmenntir Sagan segir af lífshlaupi bræðranna sjö frá Jukola og er þroskasaga þeirra allra. í upp- hafi búa þeir einir á föðurleifð sinni, en óróinn í blóðinu, tor- næmi á bóknám og smáskærur við nágranna reka þá út i óbyggðir þar sem þeir eyða tíu árum saman. Fyrst lifa þeir áhyggjulausir við veiðar og skóg- arlíf, en seinna neyða örlögin þá til að reisa nýtt býli í jaðri hinn- ar miklu landareignar sinnar og þannig leggja þeir grundvöllinn að inngöngu inn í samfélagið að nýju þar sem þeir verða að lok- um nýtir þegnar og gildir bænd- ur, allir nema einn. lega afslöppuð í samræmi við þetta Sjö bræður er meðal merkari skáldsagna nitjándu aldarinnar á Norðurlöndum. Þess vegna er fengur að henni á íslensku. En hún er ekki bara bókmenntalegur minnis- varði, heldur dæmi um stórskemmtilega og bráðlifandi skáldsagnalist þar sem klass- ískt efni um átök menningar og náttúru er framreitt í mögnuðu umhverfi Finnlands nitjándu aldarinnar. Jón Yngvi Jóhannsson Aleksis Klvi: Sjö bræður. Aöalsteinn Davíösson þýddi. Mál og menning 2000. Undir bláhimni Bjarni Stefán Kon- ráðsson hefur valið skagfirsk úrvalsljóð og gefið út undir heiti vinsælasta skagfirska ljóðsins til margra ára: Undir bláhimni. Þarna er að finna margar af helstu ljóðaperlum héraðsins fyrr og síðar eftir fjölda val- inkunnra höfunda og má nefna Stephan G., Jóa i Stapa, Magnús á Vöglum, Andrés Bjömsson eldri, Indriða G. og Guðmund L. Friðfinnsson. Bókin er gefin út í tilefni af þrítugsafmæli Skagfirsku söngsveitarinnar. Hólar gefa út. Sögufléttan er þess vegna næstum því jafngömul sagnalist mannkynsins. Manndómsvígsla bræðranna felst i því að fara út í hið óþekkta og hættulega, þaðan snúa þeir aftur fullþroska menn, tilbúnir að axla ábyrgð sína í samfélaginu, giftast og auka kyn sitt. Þroski þeirra felst lika í því að tileinka sér siðmenninguna. I útlegðinni læra þeir að lesa og nema kristin fræði. En þessi meginþráður er ekki það sem gefur sögu Kivis gildi. í flnnskri bókmenntasögu er talað um hana sem fyrstu nútíma- skáldsöguna, þar sem evrópsk áhrif í stíl og frásagnarhætti blandast innlendum sagnaarfi. Sagan byggir mikið á samtölum, hún er margradda, stundum næstum óreiðukennd, grodda- lega fyndin og átakanleg í senn. Bræðurnir eru hvatvísir í meira lagi, drykkfelldir á stundum og mestu slagsmálahundar. Orðfær- ið er eftir því: mergjuð samsuða af kraftyrðum, þjóðsagnavísun- um, gömlu bæna- og biblíumáli, jafnvel skopstælingum á tali presta og annarra mektarmanna. Nú hef ég ekki forsendur til að bera þýðingu Aðalsteins Davíðs- sonar saman við frumtexta, en stíll bókarinnar á íslensku er vel heppnuð blanda. Eitt af því sem talið er bókinni til tekna í heimalandinu er að hún haft flutt talmálið inn í bókmenntirn- ar. Þýðing Aðalsteins er mátu- ★ ★★★★ HLJOMTÆKI ÁRSINS Awards Issue 2000 einfaldlega betrll NAD C370 magnari ársins 2 x 120 W RMS 8 ohm Verð 79.900,- Beina leiðin á toppinn er að kaupa NAD hljómtæki Markmið NAD hefur alltaf verið að framleiða hljómtæki á viðráðanlegu verði þar sem tóngæðin skipta mestu máli. Það hefur skipað NAD í fremstu röð meðal hljómtækjaframleiðenda. Hvort sem þig vantar bíómagnara, geislaspilara, útvarp eða venjulegan stereomagnara, finnur þú tækið frá NAD. Fjárfestu í heyranlegum gæðum - ekki sjónhverfingum eða óþarfa stillitökkum. Náðu forskotinu með NAD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.