Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 25
24 4" MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 41 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sameining bönnuð Niðurstaða samkeppnisráðs um samruna Búnaðar- bankans og Landsbankans er skynsamleg og til þess fall- in að auka traust almennings á yfirvöldum samkeppnis- mála. Samkeppnisráð telur að sameining bankanna hefði leitt til „of mikillar samþjöppunar og markaðsráð- andi stöðu á tilteknum mörkuðum á eftirfarandi sviðum; markaði fyrir innlán, markaði fyrir útlán, greiðslumiðl- unarmörkuðum og markaði fyrir verðbréfa- og gjaldeyr- isviðskipti“. Álit samkeppnisráðs er í samræmi við það sem hald- ið hefur verið fram hér í leiðurum DV oftar en einu sinni. í leiðara 14. október síðastliðinn sagði meðal ann- ars að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri á villigötum í málefnum ríkisviðskiptabankanna: „Skiptir engu hvort litið er á málið af sjónarhóli stjórn- málanna eða út frá sjónarmiðum viðskiptalífsins. Sam- eining Landsbanka og Búnaðarbanka þjónar engum hagsmunum öðrum en rikissjóðs og gengur gegn anda og tilgangi samkeppnislaga.“ Það er hins vegar út í hött af forystumönnum stjórn- arandstöðunnar að halda því fram að niðurstaða sam- keppnisráðs sé pólitískt áfall fyrir rikisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Miklu nær væri að halda því fram að álit samkeppnisráðs hafi gert málflutning stjómarandstöðunnar að engu - gert hann ótrúverðugan þar sem látið var í veðri vaka að samkeppnisráð væri lít- ið annað en viljalaust verkfæri sterkrar ríkisstjórnar. Á undanförnum vikum hefur stjórnarandstaðan hert á málflutningi sínum gegn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og er það vel. Hitt er svo annað að formaður Samfylking- arinnar hefur gengið fram með þeim hætti að erfitt verð- ur fyrir hann að standa undir stórum orðum. Stjórn- málamaður sem hefur tilheigingu til að mála með sterk- um litum getur átt erfitt með að standa við gífuryrðin - skiptir engu hvort hann ætlar sér að berjast eins og villi- dýr. Nú, þegar samkeppnisráð hefur sagt sitt, skiptir mestu að ríkisstjórnin klári það verkefni sem hún hefur dregið, að selja Búnaðarbanka og Landsbanka. Verkefni ríkisstjórnarinnar og viðskiptaráðherra sérstaklega, var aldrei að knýja fram sameiningu á fjármálamarkaði með þeim hætti sem stefnt var að, en samkeppnisráð hefur komið í veg fyrir. Verkefnið var og er að draga ríkið fyr- ir fullt og allt út úr rekstri á fjármálamarkaði, en um leið að tryggja eðlilega samkeppni. Þar er einkavæðing ríkisviðskiptabankanna mikilvægt skref - næsta skref er nátttröllið sem heldur fasteignamarkaði í heljargreip- um. íbúðalánasjóður ætti fýrir löngu að heyra sögunni til - sjóður sem var stofnaður á grunni gamalla og úr- eltra ríkisstofnana, Húsnæðisstofnunar og nær gjald- þrota Byggingasjóðs verkamanna. Byggðastofnun, Lána- sjóður landbúnaðarins, Ferðamálasjóður eru aðeins fleiri dæmi um tilgangslausa þátttöku rikisins á fjár- málamarkaði - þátttöku sem kemur í veg fyrir eðlilega þróun. Fáir bera á móti því að endurskipulagning og hagræð- ing sé nauðsynleg á íslenskum fjármálamarkaði. Til að hrinda af stað uppstokkun á íslenskum fjármálamarkaði sem öll rök benda til að sé nauðsynleg verður ríkið að draga sig í hlé og lofa markaðsöflunum að ráða ferðinni. Óli Bjöm Kárason I>V Skoðun Össur formaður fjarar út „Össuri er að vissu leyti nokkur vorkunn. Hann koltap- aði fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur í prófkjöri í Reykja- vík og beitti sér í kjölfarið fyrir því að Margrét Frímannsdóttir yrði einhvers konar „talsmaður“ flokksins í kosningum á meðan hann undirbjó jarðveginn betur fyrir sjálfan sig. “ Það hlýtur að vera fólki, sem ól þá von í brjósti að hér yrði til stór jafnaðar- mannaflokkur, mikil von- brigði hve lítið fylgi Sam- fylkingin hefur haft í skoð- anakönnunum að undan- fórnu. Leitað er skýringa á þessari vonlausu baráttu og hefur óánægja fólks beinst í auknum mæli að formanni flokksins, Össuri Skarphéð- inssyni. Veikleiki Össurar Margir hafa efast um trú- verðugleika Össurar og likt honum við pólitískan vindhana. Hann er fljótur að hlaupa til og grípa þau tækifæri sem hendi eru næst fyrir stundarvinsældir. Össur flúði fyrst Alþýðubandalagið og sótti eftir veg- tyÚum í Alþýðuflokknum. Hann rit- stýrði hinum rammsósialíska Þjóð- vilja og síðar Alþýðublaðinu, sem liðu svo undir lok sökum áhugaleys- is lesenda. Nú er hann formaður Samfylkingarinnar og enn er ekki ljóst fyrir hvað hann stendur né hvert hann stefnir, enda eðli vind- hana að vísa i þá átt sem blæs hverju sinni. Eftir að hlegið var upp- hátt um land allt þegar Samfylkingin opinberaði fyrsta málefnabastarð sinn fyrir síðustu kosningar fékk Össur hugljómun. Nú fer hann um landið og „prófar" hvaða kosninga- mál eru kjósendum að skapi. Hugsjónir hans snú- ast líka helst um það að ná völdum. En þar liggur líka veikleiki Össurar; hann er tilbúinn að gera hvað sem er í von um auknar vinsældir. Þetta er þvi enn ein staðfestingin á stefnu- og hugsjónaleysi formannsins. Nokkur vorkunn Össuri er að vissu leyti nokkur vorkunn. Hann koltapaði fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur í prófkjöri í Reykjavík og beitti sér í kjölfarið fyr- ir því að Margrét Frímannsdóttir yrði einhvers konar „talsmaður“ flokksins í kosningum á meðan hann undirbjó jarðveginn betur fyrir sjálf- an sig. Til að binda jarðveginn vel var lagt í mikla listavinnu, sem fólst í því að sópa saman öllum listum sem fundust yfir fyrrverandi flokksfélaga í Alþýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu, við litla hrifningu margra af hans fyrri félögum. Jarðvegurinn sem Össur byggði á var því ótraust- ur, bæði innan Samfylkingar meðal samstarfsfólks og utan hjá kjósend- um. ímyndaruppbygging Össurar sem leiðtoga hefur runnið út i sand- inn og senn fjarar undan honum. Margir hafa gaman af kjaftagang- inum, þar sem búast má við Össuri, stundum i óvæntu liki villidýrs, en hafa ekki trú á að hann sé fær um að standa í stafni þjóðarskútunnar og stýra efnahagsstefnu sem fjölskyldur í landinu byggja fyrirætlanir sínar og afkomu á. Á vinstri væng stjórn- málanna hefur hann misst af leið- togahlutverki sínu og orðið fyrir háði og spotti fylgismanna Vinstri grænna. „Bland í poka“ stefnan, sem átti að tryggja sterka stöðu Össurar og Samfylkingarinnar, virðist því hafa snúist gegn honum á meðan andstæðingar styrkja stöðu sína. Það er nauðsynlegt fyrir fólk, sem ber enn von í brjósti um stóran jafnaðar- mannaflokk, að byggja ekki hug- myndir sínar á sandi. Vindhanar eru ekki góðir áttavitar þegar stýra þarf fleyinu í sviptivindum stjórnmál- anna. - Hvenær fjarar Össur út? Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson formaöur Heimdallar Vondur vegur - góðir ökumenn? Reykjanesbrautin er elsti þjóðveg- ur landsins með varanlegu slitlagi. Um hann er nú rætt sem mesta slysaþjóðveg landsins og háar raddir uppi um að stjórnvöld þurfi að gera hann minna hættulegan. En er það vegurinn sjálfur sem er hættulegur? Einn besti þjóðvegurinn Til að vegur teljist hættulegur þarf að vera eitthvað að honum sjálfum eða lægi hans. Hættulegur vegur er t.d. með djúp hjólför eða skarpar brúnir milli akbrautar og axlar. Hvorugt er til staðar á Reykjanes- braut eins og er. Óhæfiiega mjóar akreinar eru einnig hluti af hættu- legum vegi en það á ekki heldur við um Reykjanesbrautina. Hættulegt lægi vegar felst m.a. í blindhæðum eða vondum beygjum, blindum eða of kröppum, svo og röngum vegar- halla. Á eitthvað af þessu við um Reykja- nesbrautina? - Sannleikurinn er sá að Reykjanesbraut er einn besti þjóð- vegur landsins. Hann er tiltölulega beinn og mishæðalaus og fátt sem byrgir yfirsýn. Akreinarnar eru ekki of mjóar og viðhaldið er a.m.k. um þessar mundir dágott. Síðastliðið sumar voru vegaraxlir hans lagfærð- ar þannig að nú er án teljandi „Sannleikurinn er sá að Reykjanesbraut er einn besti þjóð- vegur landsins. Hann er tiltölulega beinn og mishœðalaus og fátt sem byrgir yfirsýn. Akreinamar eru ekki of mjóar og viðhaldið er a.m.k. um þessar mundir dágott.“ Allir fara yfir á gulu j „Það er aðeins eitt dýrmætara en heils- MgdHS an - tóbakið. En svo gSf maður byrji nú á heimskulegri afleið- ingarökfræði þá reykja ekki hlutfallslega fleiri í Bandaríkjun- um þar sem tóbaksauglýsingar hafa verið leyfðar í áratugi, en í kommúnistaríki eins og íslandi þar sem bannað er að auglýsa vöru sem ríkið leyfir og er meira að segja sjálft að selja. Rikið á einfald- Iega ekki að gefa grænt ljós á vörur eins og tóbak og áfengi en síðan rautt ljós á auglýsingar á þeim. Það þýðir einfald- lega að allir fara yfir á gulu með dulbún- Sverrir Stormsker tónlistarmaöur um auglýsingum og neðanjarðar- lestin fer á siglingu. Það verður að vera eitthvert samræmi í allri þessari hræðilegu kommaþvælu. Það er t.d soldið hlálegt að tóbaks- auglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi á sama tíma og Lax- ness og fleiri góðir dánir og lif- andi gæjar eru reykjandi alla sína spyrla í kaf í sjónvarpsþáttum. Auglýsingar gefa bara reykinn af réttunum og rettunum en það er enginn tilneyddur til þess að taka hann ofan i sig. Tóbakiö er ætlað fullorðnu fólki og þó að fullorðið fólk sé vitlaust þá er skelfilega vitlaust að reyna að hafa vit fyrir því.“ áhættu hægt fyrir hægfara umferð að víkja út á þær til að hleypa hraðari umferð fram úr. Vandséð sök vegar í kjölfar nýlegra og hastar- legra slysa á Reykjanesbraut hefur verið talið upp hve mörg banaslys hafa orðið á henni. Ekki hefur verið getið um í því samhengi hver slysatíðnin var meðan þarna var hlykkjóttur og holóttur malarvegur né heldur um- ferðarþungi þá og síðan. Ekki hefur heldur verið borin saman slysatíðni á þessum vegarspotta og öðrum sam- bærilegum miðað við umferðar- þunga. í þessari umræðu hefur lítið farið fyrir kröfu um að vegfarendur líti i eigin barm. Ekki skal lítið gert úr þeirri skelf- ingu að saklausir og aðgætnir hafa mátt þola örkuml eða bana á þessum vegarspotta án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, en það er ekkert einsdæmi eða bundið við Reykjanes- braut. Flest þeirra slysa sem þama hafa orðið, eins og annars staðar, bera þess merki að ökumenn hafi annaðhvort sofnað eða verið að gera eitthvað annað en sinna akstrinum. Sök vegarins er oftast vandséð. Raunhæfasta umbót í umferðar- málum íslendinga hlýtur að vera viðleitni til þess að vekja ökumenn - vekja þá í eiginlegri merkingu og einnig til umhugsunar um að akstur er nokkuð sem krefst óskiptrar at- hygli og stöðugrar athygli. Lögreglan á vettvang Ár út og ár inn er suðað um þörf- Siguröur Hreiðar bílablaðamaöur ina á að ná niður umferð- arhraða og talað um allt yfir lögleyfðum hraða sem „ofsaakstur" og þá sem staðnir eru að slíku, án til- lits til aðstæðna, sem „ökuníðinga". Allt er þetta varasöm alhæfing og óskil- greindar fullyrðingar. Vissulega er of hraður akstur miðað við aðstæður glæpsamlegt athæfi en af- stætt fyrirbæri og verður ekki metið út frá löghraða nema að takmörkuðu leyti og getur allt eins átt við hraða undir þeim sem lögleyfður er. Að mínu viti hefur umferðaruppeldi okkar miðast of mikið við þennan eina og afar of- metna þátt. Ég tel að uppbyggilegri afskipti umferðarlögreglu væru miklu væn- legri til árangurs. Ég vil sjá lögregl- una stöðva vegfarendur þegar tilefni er til, hvort heldur er á ökutækjum eða gangandi, og kanna hvort þeir hagi sér svo sem raun ber vitni af því að þeir viti ekki betur eða af öðr- um orsökum - og benda á mistök þeirra. Sekt eða refsipunktar eru ekki aðalatriði heldur hitt: að vekja fólkið til skilnings á því að það er ekki eitt í umferðinni. Vissulega væri gott að tvöfalda Reykjanesbraut. En miðað við um- ferðarþunga eru aðrir spottar meira áríðandi því endurbætt vegalagning þar sem góðir vegir eru fyrir hlýtur að eiga að beinast að því að greiða fyrir umferð í samræmi við umferð- arþunga. Og það er ekki síður þörf á því á tvöfaldri Reykjanesbraut en ein- faldri að þeir sem hana aka séu vak- andi - með hugann við aksturinn. Sigurður Hreiðar fa reykitigar í auglýsingum? Fyrirmyndir hafa sterk áhrif „Auglýsingar eru (JPPfÍf áhrifamiklar, er ■' r ætlað að vekja þörf f fyrir afurð, reynslu og upplifun. Aug- lýsingar sýna oft fólk og lífsstíl sem er glæsilegur og eftirsókn- arverður. Við þekkjum hvem- ig horaðar fyrirsætur hafa breytt sjálfsímynd ungra stúlkna, þær telja eftirsóknar- vert að vera horaður og tek-______ inn. Ungt fólk leitar eftir ímynd sem lætur það sýnast fullorð- ið, kúl. Reykingar í auglýsingum ýta undir þá ímynd að reykingar séu kúl Þorsteinn Njálsson læknir, formaöurtó- baksvarnanefndar og til þess fallnar að falla inn í hópinn og sýnast full- orðinn. Ég þekki engan sem vill ýta undir reykingar ungs fólks, jafnvel hörðustu reykingamenn óska engum svo ills að ánetjast reyking- um. Fyrirmyndir úr daglega lífinu, auglýsingar og bíó- mynd hafa sterk áhrif á ungt ómótað fólk en líka á tíðarandann. Reykingar eru ekki inni lengur, það fylgir þessu bölvuð fýla.“ Annaö slagiö heyrast raddir sem telja reykingabönn samfélagsins vera komín út í öfgar, þar með taliö bann við reykingum í auglýsingum. Ummæli íhaldssemi er dyggð „Einar K. Guð- fínnsson sagði við mig einhvern tíma löngu áður en hann varð alþing- ismaður, að „íhaldssemi væri dyggð“. Þegar ég heyrði þetta fyrst þótti mér það lítil speki. í dag er ég ekki eins viss. Sérstaklega eftir að hafa hlustað á jólaauglýsingu frá Blómavali i útvarpinu ... Megum við ekki að minnsta kosti fá að hafa jóla- sálmana í friði? Varla er þetta sú sátt sem biskupinn boðaði milli kaup- manna og kristnihalds, eða hvað? Ég lít á mig sem frjálslyndan mann og engan talsmann banna. En á sumum sviðum verður bara að segjast eins og er, að íhaldssemi er dyggð!! Birgir Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Dags, 15. desember. Ljúgandi á ríkisframfæri Landbúnaðarstefna stjórnvalda er byggðastefna, sem hefur reynzt þjóð- inni óheyrilega dýr, eins og hún hefur verið útfærð. Sj ávarútvegsstefn- an er angi á sama meiði... Sjávarút- vegurinn er á rík- isframfæri og hefur raunar aldrei getað staðið á eigin fótum ... Útvegur- inn verður þá enn sem fyrr á ríkis- framfæri. Það er engum hollt að lifa lífinu Ijúgandi. En setjum nú svo, að alþingi ákveði að láta sér nægja „hóf- legt gjald“ fyrir veiðiheimildir. Gott og vel, alþingi ræður, en við skulum þá nefna hlutina réttum nöfnum." Þorvaldur Gylfason prófessor í Mbl-grein 15. desember. Lögregluútgerð á Reyk j anesbraut „Það er óskaplega mikil umræða um Reykjanes- brautina vegna hinna tíðu slysa þar og fólk er uppi með ýmsar hug- myndir til úrbóta þar til brautin hef- ur verið tvöfólduð ... Þess vegna held ég að það besta sem gert verður meðan beðið er sé að gera út lögreglubíla, einn frá Hafnarfirði og annan frá Reykjanesbæ sem fara fram og aftur um Reykjanesbraut. Ýmsar merkingar ætti að setja upp um hámarkshraða, að lögreglan sé á brautinni og bann við framúrakstri." Hjálmar Árnason alþm. I Degi 15. desember. Ráðley sisríkisst j órn vegna framkvæmdar fisk- veiðistjómunarkerfisins. 8-12.000 manns Skammt er nú til jóla. Það er sá tími sem menn temja sér fremur að sýna tillitssemi og umhyggju. Margt hefur sem betur fer breyst til mikils batnaðar á liðnum áratugum en enn eru óunnin verk sem lúta frekar að manngildi heldur en efnahagsaðgerðum og prósentureikningi. Það eru þau atriði sem ég hef marg- nefnt í mínum ræðum og greina- skrifum og lúta að stöðu þess fólks sem í dag þarf að lifa við fátæktar- mörk. Það er ekki sæmd að því að á Is- landi skuli vera svo fjölmennur hóp- ur sem lifir við kröpp kjör. Nýlegt bréf Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis, greinir frá því að tæp- lega 7.400 aldraðir lifi við slík kjör Allstór hópur öryrkja og einnig ein- stæðra foreldra teljast til þessa lakast setta hóps þannig að um er að ræða allt að 12 000 manns. Betra færi nú en oft áður Mér er alveg Ijóst að það verða alltaf einhverjir lakast settir en það hlýtur að vera lag núna að bæta sérstaklega hag þess fólks sem ég hef hér getið um. Ég veit ekki hvort menn hafa hugleitt það að 4% af áætluðum tekjuafgangi rík- issjóðs á næsta ári myndi gerbreyta stöðu þeirra sem hér um ræðir. Það hlýtur að vera unnt að fá alla þjóðina til að sættast á slíka lagfær- ingu. Það þarf ekki að taka nema stuttan tíma að greina þann hóp sem um ræðir. Það er ljóst að mjög margt hefur breyst til betri vegar á síðastliðnum 30 -40 árum. Annað aft- ur til verri vegar vegna hraða og spennu nútímasamfélagsins. Það er brýn nauðsyn að breyta hugsuninni í samfélaginu til betri vegar og setja mannhyggju ofar peningahyggju. Við íslendingar eigum möguleika á einu besta samfélagi heimsins með álíka aðgerð og þeirri sem ég hér ræði um. Að minnsta kosti versna ekki kjör þeirra sem hærra eru sett- ir í launastiganum þótt hækkun komi beint í krónutölu fyrir þá sem hér um ræðir. - Skattaaðgerðir kom einnig til greina. Þær geta að fullu og öllu orðið ígildi beinharðra króna. Gísli S. Einarsson Gísli S. Einarsson þingmaöur Samfylkingar í Norövesturkjördæmi Ekki hefur frést af góðæri alls staðar Það sem ég er að fjalla um hefur verið að gerast á síðustu árum sem sumir kalla góðær- isár, a.m.k á suðvestur- homi landsins. Ég er ekki viss um að á mörg- um stöðum, utan Stór- Reykjavíkursvæðisins, hafi fólk fundið fyrir góöærinu í líkingu við lýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar á því fyrirbrigði. Það á ekki við að nefna einstaka staði landsbyggðarinnar en það er þó ljóst að ein- staka staðir hafa staðið af sér verstu áfollin „Rikisstjórnarflokkamir vinna nú skipulega að því að fœkka störfum í bönkum á landsbyggðinni hvar sem því verður við komið. í kjölfar sameiningar Búnaðar- og Landsbanka mun verða fækkun starfa, sérstaklega hjá konum. “ Ástæða er til að velta fyrir sé ýms- um afleiðingum aðgerða/aðgerðaleys- is ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Vegna m.a. framkvæmdar fiskveiði- stjórnunar hefur orðið landsbyggðar- flótti. Afleiðingar eru verðhrun eigna á landsbyggðinni, kostnaðarsamir flutningar til Suðvesturlands og tekjumissir sveitarfélaga þaðan sem brottflutningur er mestur. Þetta hefur brotið niður undir- stöður fjárhags fjölmargra sveitarfé- laga. Þær undirstöður sem um er að ræða eru öflug veiðiskip, áhafnir með miklar tekjur og síðast en ekki síst lokun stórra fiskverkunarfyrir- tækja sem hefur orsakað brottflutn- ing Qölskyldna. Veiking byggöanna Afleiðingar alls þessa eru merkj- anlegar hvert sem litið er. Húsnæðis- vöntun er á suðvesturhorni landsins en íbúðir eru auðar úti á landi. Þar gengur fólk jafnvel út úr verðlausum húsum eða íbúðum og skilar lykli að þeim til bankanna. Óglæsilegt það! Enn virðist haldið áfram að veikja byggðirnar. Ríkisstjórnarflokkarnir vinna nú skipulega að því að fækka störfum í bönkum á landsbyggðinni hvar sem því verður við komið. í kjölfar sameiningar Búnaðar- og Landsbanka mun verða fækkun starfa, sérstaklega hjá konum. Þar auki er ver- ið að undirbúa að leggja niður störf ýmissa starfsmanna RARIK með nýjum breytingatil- lögum. Með þessu er verið að stuðla að enn meiri byggðaröskun en orðin er af völdum kol- rangrar framkvæmdar fiskveiðistjórnunar- stefnu á liðnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.