Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 16
16 á. Hjálparstarf kirkjunnar beinir söfnunarfé • tit bágstaddra íslendinga • til fólks sem býr við örbirgð í þriöja heiminum • á átaka- og hamfarasvæði um allan heim MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 Fréttir I>V Klumba og krummi til manneldis DV, SUÐUREYRI:______________________ Undanfarin ár hefur Klofningur hf. á Suðureyri þurrkað fiskhausa á Suðureyri og flutt út til Nígeríu. Þann 4. október sl. byrjaði fyrirtæk- ið að verka hausa í salt og flytja út. Hausar sem vega 1200 grömm eða meira blautir eru saltaðir en minni hausar eru þurrkaðir eins og verið hefur. Sérstök fésvel sér um að kljúfa hausana sem salta á í minni stykki. Úr vélinni koma sjálf fésin, sem á eru kinnar og gellur. Einnig koma úr vélinni önnur tvö stykki auk tálknanna, klumba og krummi. Klumban er söltuð en krumminn, sem er hnakkinn og trýnið á fiskin- um, er þurrkaður. Fésin og klumban eru pækilsöltuð í a.m.k. fimm daga. Síðan er pækillinn látinn renna af í fjóra daga. Vörunni er svo pakkað í 400 kg pappakassa. Geymsluþol vör- unnar er 18 mánuðir við 4°C. Söltuðu fésin og klumbumar eru fluttar út til Portúgal, þar sem mjög vel hefur lík- að viö þessa vöru. Tveir starfsmenn vinna við þessa framleiðslu Klofnings, þeir Kjartan Kjartansson verkstjóri og Bjarni Hannes Ásgrímsson. Forstjóri Klofn- ings hf. er Guðni A. Einarsson. -VH DV-MYNDIR VALDIMAR HREIÐARSSON Klumbur og krummar Kjartan Kjartansson við vinnu sína í Klofningi hf., allt þarf aö gera eftir kúnstarinnar reglum til að klumbur og krummar komist á markað. Eggjahvítuefni í miklu magni Bjarni Hannes við vinnu sína, framleiöslu á matvöru sem líkar vel á suðlægum slóðum, enda er fiskurinn ríkur af eggjahvítu sem fólk þar sækist eftir. Fólk komst í verslunarhallirnar Gífósedlar liggja frammi í öllurn bönkum, sparisjódum og á pósthúsum. DV, SKAGAFIRDl:_________________________ Lágheiðin milli Ólafsfjarðar og Fljóta lokaðist vegna snjóa síðastlið- inn sunnudag en þá var heiðin búin að vera fær í tíu daga eftir að hún var rudd þann 1. desember. Þetta gerði Fljótamönnum og Siglfirðing- um mögulegt að komast til Akureyr- ar styttri leiðina eins og sagt er, 125 kílómetra leið, og notfærðu margir sér þennan möguleika. Tilefnið var líka ærið að þessu sinni eins og einn ágætur Siglfirðingur orðaði það: „Maður varð náttúrlega að komast inn eftir þó ekki væri nema til aö skoða þessar nýju verslunar- hallir sem þeir hafa verið að opna upp á síðkastið." - ÖÞ 989 LGJANi Strákarnir Bylgjan og Vísir.is að gefa 100 heppnum "Strdka aðdáendum" geisladiskinn með Strákunum. Farðu inn á Vísir.is og taktur þátt í léttum leik og fglgstu svo með á Bglgjunni en 11. desember gefum 100 diska með Strákunum á Borginni. vísir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.